Vísir - 18.12.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 18.12.1975, Blaðsíða 3
VISIF Finimtudagur 18. desember 1975. 3 „Það er mesta salan i islensk- um piötum núna. Gleðileg jól og nýja platan með Lonly Bluboys renna alveg yfir borðið og yfir- leitt virðast piöturnar frá Hljómum seijast mjög vel. Platan með Gunnari Þórðarsyni er uppseid og raunar Gleðileg jól einnig.” Þetta svar fékkst i.Fálkanum er Visir leitaði upplýsinga um hvaða plötur seidust mest að þessu sinni. „Það er mun meira úrval af islenskum plötum en verið hefur og þær seljast best núna,” var svarið hjá Hverfitónum. „Plöturnar frá Hljómum seljast mjög vel en af erlendum plötum má nefna t.d. James Last, þ.e. jólaplötur, þær seljast mikið.” f Plötuportinu sgöðust þeir selja álika mikið af islenskum plötum og erlendum og nefndu sem dæmi að plötur Elton John væru alltaf vinsælar. Af islenskum plötum væru það Spilverkið, Lónlý bluboys og Júdasarplatan. Jafnvel meiri sala en i fyrra. Við hringdum i fleiri verslanir, og allsstaðar var svarið islensku plötunum i vil. Verð þeirra mun vera á bilinu frá sextán hundruð til tvö þúsund og tvö hundruð krónur. Fólk virðist kaupa plötur mikið til jólagjafa og að sögn af- greiðslufólksins er meiri sala nú en t.d. fyrir jólin i fyrra, ef nokkuð er. Fólk virðist þvi ennþá luma á einhverjum aurum þrátt fyrir allar umræður um erfiða tima. -EB. Frystihús Ókrfs- víkur segir upp öllu starfsfólkinu Almennur borgarafundur á morgun Ástand atvinnumála i ólafsvik er að sögn heimamanna geigvæn- legt. Frystihús staðarins, sem er aðalatvinnuveitandinn hefur nú sagt upp öllu verkafólki sinu. Ástæðan er sú að ekki berst nægilegt magn hráefnis á iand. Enginn togari er gerður út frá ólafsvik, en um 30 bátar stunda útgerð. Þeir sækja á mið stutt undan landi og afla ekki nægilegs hrácfnis til vinnsiunnar. Nýlega hafa verið gerðar endurbætur á frystihúsinu sem kostuðu um 130 milljónir og er þar nú fyrir hendi ein besta aðstaða á landinu til fiskvinnslu. Auk frystihússins eru starf- ræktar tvær stórar saltfisk- verkanir i Ólafsvik, en þar er einnig hráefnisskortur. Almennur borgara fundur á föstudag. Vegna hinna alvarlegu stöðu i atvinnulifinu, hefur Verkalýðs- félag Ólafsvikur boðað til al- menns borgarafundar á morgun föstudag. Þetta verður fyrsti almenni fundur ibúa staðarins. Þar verða atvinnumálin rædd og mun Visir skýra nánar frá 'fundinum eftir •helgina. — EB Ríkið grœðir ó íþrótta- hreyfingunni! Rikið veitir iþrótta- hreyfingunni framlög úr rikissjóði. Aðflutnings- gjöld og söluskattur af innfluttum iþróttavör- um nemur þó margfalt hærri uphæð. Sé bætt við flugvallaskatti sem iþróttafólk greiðir á ferðum sinum til út- landa er það ekki svo litil upphæð sem rikis- kassinn færi úr þessari átt. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1976 fær iþrótta- hreyfingin 16 milljón krónur úr rikissjóði.sem er sama upphæð og i fyrra. Sé tekið mið af þeirri upphæð sem rikið fékk vegna að- flutningsgjalda og söluskatts af iþróttavörum og tillit tekið til hins hækkandi verðlags má ætla að þessi upphæð nemi 200 milljónum króna á þessu ári. Flugvallaskattur vegna ferða iþróttafólks nemur um lOmilljón- um króna. Við þessar upphæðir má svo bæta fé sem iþrótta- og ungmennafélög greiða i rikissjóð i formi söluskatts vegna starf- semi sinnar. -E.K.G. ,Framhaldsnám verður sérrétt- indi þéttbýOsbúa' — segja námsmenn „Þar sem dreifbýiisstyrkir eru ein stærsta forsenda þess aö venjulegt fóik utan af lands- byggðinni geti stundað fram- haldsnám lilýtur skeröing þeirra að leiða til þess að grund- vellinum sé kippt undan náms- möguleikum þeirra nemenda, sem ekki eru fjárhagsiega vel stæðir.” Þannig segir m.a. i bréfi sem sent hefur verið fjölmiðlum. Bréfið er undirritað af fyrir- svarsmönnum nemenda i menntaskólunum i Heykjavik, lsafirði, Kópavogi, Flensborg- arskóla og fjölbrautarskólanum i Breiðholti. 1 bréfi sinu segja námsmenn að i fjárlagafrumvarpi næsta árs sé gert ráð fyrir að lækka hina svokölluðu dreifbýlisstyrki sem veittir eru þeim rúmlega þrjú þúsund dreifbýlisbúum sem stunda nám i þéttbýlinu, úr 110 milljónum i 104,5. Að lokum segir i bréfinu: „Ætlunin er að gera fram- haldsnám að sérréttindum þétt- býlisbúa og þeirra sem eru komnir af efnuðum heimilum. —EKG Stólu 10 flöskum af ófengi Þeir hafa áreiöanlega hugs- að sér gott lil glóðarinnar, unglingarnir þrir, seni höfðu með sér 10 flöskur af áfengi út úr Sjálfstæöishúsinu á Akur- eyri i fyrrakvöld. Þar var haldinn lokadans- leikur á vegum dansskóla sem sá um danskennslu þar. Dans- leikurinn stóð frá kl. 9 til hálf tólf og var fyrir unglinga. A meðan á dansleiknum stóð hurfu 10 flöskur af áfengi af bar á efri hæðinni, hvernig svo sem hægt var að komast með allt það magn burt. Lögreglan var kölluð á stað- inn og böndin bárust fljótt að 2 unglingum sem voru á staðn- um. Lögreglan tók þá i sina vörslu og hafði siðan upp á þeim þriðja sem var með i spilinu. Unglingarnir hafa viðurkennt stuldinn en hins vegar ber á milli um magn áfengisins. —EA Verð kr. 14.800 -

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.