Vísir - 18.12.1975, Blaðsíða 14

Vísir - 18.12.1975, Blaðsíða 14
14 Fimmtudagur 18 . desember 1975. VISIR mj Æssass&l&Mæám. 1111 y Umsjón: Þrúður G. Haraldsdóttir. MARLENE DIETRICH Á LEIÐ HEIM TIL KALI- FORNÍU... Marlene Dietrich er á heimleið eftir langan frægðarferil. Áratug- um saman hefur hún skemmt fólki með söng og glensi. Að aflokinni skemmtun, sem Diet- rich hélt i Sydney féll hún niður af sviðinu og tvilærbrotnaði. Frægðarferli getur lokið á margan hátt. Ferli Marlene Dietrich lauk þegar hún stið á sviðinu, 73 ára að aldri. Popp-stjörn- ur leiko listir sínar... Poppstjörnurnar skemmta sér. Aö eyöileggja hótelsvitur eöa aka Rolls-Royce ofan i sundlaugar eru þeirra ær og kýr. Enda vaða þær i peningum. Helstu kvikmyndastjörnur biikna i samanburði við þær. Mestu átrúnaöargoöin græöa meira á einuni hljómleikum en kvikmyndastjarna á einni mynd. Þá er eyðilagt hótelherbergi eöa iúxusbill I sundlaug flokkaö til smáatriða. Þaö nýjasta er að leyfa bilnum aö vera ofan Ihálft ár. Rod Stewart er einna athafna- samastur innan þessarar nýju iþróttagreinar. Núna heldur hann viö sænsku ieikkonuna Britt Ekland, sem eitt sinn var gift Peter Sellers og á þrjú börn. Þau skötuhjúin lögðu heila hótelsvitu i Honolulu algjörlega i rúst en greiddu vel fyrir. Hótelstjórinn heföi vel getað látið innrétta fimm nýjar svitur fyrir það, sem Stewart gaf i þjórfé. Þaö var náttúrlega mikil huggun, en hótelstjórinn vildi nú samt fá skýringu yfir athæfinu. Trommuleikari hljómsveitar- innar The Who gengur næst Stewart i þeirri list að eyði- leggja hótelherbergi. Hann ku vera hreinasta jarðýta. Enda hefur Keith Moon mátt greiða tugmilljónir króna i skaðabætur til nánustu vina sinna. En hann eyðileggur lika einkaheimili. Helstu afreksverk hans eru þessi: Eitt sinn hafði Keith þurft að biða smástund eftir að flugvél hans tæki sig á loft frá Prest- wick-flugvelli i Skotlandi. Þoka var og þéttist stöðugt og Keith varð sifellt æfari. Hann réöst loks á tölvu er var þarna i flug- stöðinni og sparkaði hana i sundur. 1 New York hrukku dyr að baðherbergi i hótelibúð, i bak- lás. Fyrst sparkaði Keith hurð- ina i sundur en braut siðan sal- ernið. Afleiðingin varð vatnsleki og stærðar gat á gólfinu. Er hann var á leið úr sam- kvæmi hjá vini sinum Ringo Starr, ók hann rándýrri Rolls Royce bifreið sinni ofan i sina eigin sundlaug. Þar var hann svo I hálft ár á eftir, þvi að Keith gleymdi honum hreinlega. Fyrst þegar trommuleikarinn Kevin Godley keypti húsið, fannst billinn. Keith Moon hefur skapað tisku. Það nýjasta er semsé að aka lúxusbilum ofan i sundlaug. Peningarnir skipta engu máli. En svo minnst sé á bila, þá ek- ur Keith Moon um stræti Lundúna á gamalli Mercedes- bifreið dulbúinn sem Hitler. Eingöngu sér til skemmtunar. En að hann gæti verið aðdá- endum sinum slæm fyrirmynd, það dettur honum ekki I hug. Fyrrverandi flugvéla- rœningi er barnakennari! Hún likist ungri, saklausri kennslukonu, þar sem hún gengur um á meöal smábarna i skóla i Libanón. Þaö kemur heim og saman, þvi aö Leila Khaled er kennslu- kona. Hún kennir hermdarverk — og markmiö hennar er aö þjáifa nýja skæruliöa meöal þúsunda palestinskra flótta- manna. Heimsfræg Leila Khaled fæddist i Beirut og stundaði nám við bandariska háskólann þar áður en hún öölaðist heimsfrægð áriö 1969. Vopnuð skammbyssu og hand- sprengjum neyddi hún flugvél frá TWA-flugfélaginu til að lenda i Damaskus, þar sem hún og félagi hennar sprengdu svo vélina i loft upp eftir lendingu. Ári seinna, i september árið 1970 reyndi hún að ræna isra- elskri júmbóþotu nálægt London. Hún var ofurliði borin og félagi hennar skptinn. t sex vikur sat hún i fangelsi i London, þar til aðrir skæurliðar rændu annarri flugvél og fengu skipt á henni og farþegunum. í dag, fimm árum seinna, er Leila Khaled helsti leiðtogi palestinsku skæruliðahreyfing- arinnar PFLP. Hún er þriðji æðsti foringi, en leiðtogi er Dr. George Hapash og næstur hon- um að tign gengur Sherif Abu Hassem. Hún ber ábyrgð á tengslum við útlönd og skipu- lagningu. En Leila Khaled er sist af öllu leið yfir flugránum sinum : ,,Við ætluðum ekki að vinna neinum mein, við vildum vekja athygli umheimsins á okkur palestinuaröbum, sagði hún blm.” Flugránum lokið ,,Við höfum náð þvi takmarki. Við höfum komið þvf fram að bandarikjamenn eyða 3000 milljónum króna til öryggis- gæslu i flugvélum og á flug- stöðvum. Það er sama og verð einnar Phantombotu. sem isra- elsmenn fá og nota til að gera árásir á búðir palestinskra flóttamanna i Libanon. Hún réttlætir flugvélaránin á þessa leið: „Flugránin tvö, sem ég tók þátt i, var stig i baráttu okkar þá. Þau áttu að vekja fólk til umhugsunar, sem var blindað af áróðri siónista. En eftir 1970 létum við af slikum aðgerðum. Þær hafa gert sitt gagn (?) En hún viðurkennir ,,að skyldi heimurinn gleyma okkur á ný, munum við ef til vill gripa til nýrra ráðstafana, en við rænum aldrei flugvélum aftur.” Hvert er þá hlutverk Leilu Khaled i dag? Hún vinnur 12 tima á dag i flóttamannabúðun- um i Llbanon. Hún kennir bæði i bóklegum greinum og þeim sem lúta að hernaði. Einnig skipu- leggur hún mikinn hluta skóla- starfsins. Börnin læra vopnaburö 6 ára gömul og þegar þau verða 11 ára fá þau eigin vopn. „Við byrjum að kenna börn- unum meðferð skotvopna strax og þau ná sex ára aldri. Þegar þau verða ellefu ára,fáum við þeim sin eign vopn!” Leynilegt heimilisfang Arið 1970 giftist Leila Khaled „arabiskum byltingarmanni frá írak”. Brúðkaupsferðin stóð i viku, en siðan snerum við aftur til skyldustarfa okkar. Meira vill hún ekki segja um eiginmann sinn. Bæði lifa þau hljóðlátu lifi i Beirút. Heimilisfang þeirra þekkir aðeins stjórn PFLP. Utanlandsreisur Leilu Khaled eru einnig jafn dularfullar. Það er vitað að hún heimsótti Aust- ur-Berlin i byrjun nóvember. Hvað hún aðhafðist þar, veit

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.