Vísir - 18.12.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 18.12.1975, Blaðsíða 7
VISIR Fimmtudagur 18. desember 1975. 7 Skœruliðarnir í sendiróðinu loks til viðrœðu um samninga ur-Mólúkkumanna að hann væri reiðubúinn til að reyna aft- ur. Siðast þegar hann skildi við skæruliðana hótuðu þeir að taka gislana alla af lifi, ef kröfur þeirra yrðu ekki uppfylltar. Engum yrði þyrmt ef lögreglan reyndi að taka sendiráðið með áhlaupi. Max van der Stöl, dómsmála- ráðherra, sagði i gærkvöldi, að hollensk yfirvöld mundu ekki láta kúga sig undir pólitiska skilmála ræningjanna. Skæruliðarnir krefjast sjálf- stæðis til handa Suður-Mólúkku- eyjum undan stjórn Indónesiu. Þeir krefjast þess um leið að landar þeirra sem sitja i fang- elsi fyrir samsæri um að ræna Júliönu Hollandsdrottningu, verði látnir lausir. Þeir hafa einnig krafist þess að Suharto, forsætisráðherra Indónesiu, komi til Amsterdam til við- ræðna við leiðtoga frelsisbar- áttu Suður-Mólúkkumanna. — Indónesar hafa þverneitað að ljá kröfum ræningjanna eyra. Hollenski hermaðurinn og brynvagninn, sem s'tanda vörð skammt frá sendiráði Indó- nesiu í Amsterdam, stinga ögn í stúf við jólatréð. Lögreglumaður ber samlokur að sendiráðinu handa skærulið- unum og gíslun- um 25. Sálfræðingurinn hefur komist vel „inn á” skæruliðana og i fyrsta sinn i umsátrinu eru þeir til viðtals um að slá af aðalkröf- um sinum. Fyrri viðræður yfirvalda við ræningjana voru með milligöngu séra Samúels Meti- ari, eins af forsvarsmönnum innflytjenda frá Suður- Mólúkkaeyjum, Völdu skærulið- arnir hann sjálfir. — Hann hafði gefist upp við að reyna að koma vitinu fyrir skæruliðana, en skýrði frá þvi i gærkvöldi eftir viöræður við aðra leiðtoga Suð- Sálfræðingur á vegum hollenska dómsmála- ráðuneytisins hefur kom- ið skæruiiðunum sjö í sendiráði Indónesíu í Amsterdam til að taka aftur upp viðræður við hollensk yfirvöld. — Standa nú yfir tilraunir til samninga um að Suð- ur-Mólúkkarnir sjö sleppi þeim 25 gislum sem þeir haf a haft á valdi sínu síð- ustu tvær vikur. Fromme borin skrœkj- andi út úr réttarsalnum Hún var dœmd í lífstíðarfangelsi fyrir tilrœðið við Ford forseta „Skepnurnar ykkar!” orgaði Lynette „skræk- ur” Fromme, þegar réttarþjónarnir báru hana út úr dómssalnum i Sacramento i Kaliforniu i gær. Dómarinn hafði dæmt hana i lifstiðarfangelsi fyrir tilræðið við Gerald Ford, Bandaríkjafor- seta. „Hefði John F. Kennedy, Robert Kennedy og Martin Luther King fengið að lifa ævi- skeiðsitttil enda I staðinn fyrir að falla fyrir hendi hryðjuverka- manna eins og þinni, hefðu þeir fengið meiru áorkað i þágu um- hverfisverndar og mannkyns en allir skæruliðar mannkynssög- unnar samanlagðir. Þú og Charles Manson þar meðtalin,” sagði dómarinn. A meðan á dómsuppkvaðning- únni stóð þeytti hin 27 ára gamla hippastúlka epli i saksóknarann oghitti hann i gagnaugað. — Að öðru leyti var hún tiltölulega stillt Jólasveinn á hjólaskautum Það var ekki útlit fyrir það, þegar þessi mynd var tekin á aðalþjóð- veginum til Helsinki, að Finnar fengju hvit jól. — Og jólasveinninn á leiðinni til byggða hefur neyðst til að segja skilið við sleðann sinn, en grípa í staðinn til hjólaskaut- anna. Þrátt fyrir asann gaf hann sér þó tíma til að veifa til fréttaljós- myndarans. — Jafnvel jólasveinar gera sér grein fyrir þýðingu þess að koma upplýsingum um ferðir sínar greiðlega til f jölmiðlanna. og reyndi að predika yfir réttin- um um mengunarhættuna. Hún sagði, áður en það varð að fjarlægja hana, að megintilgang- ur hennar með að ógna lffi Fords hefði verið að fá Charles Manson lausan úr San Quentin-fangelsinu. — Hann afplánar lífstiðarfangelsi fyrir að hafa skipulagt hryllileg morð á leikkonunni Sharon Tate (sem gekk með barni þá), og sex til viðbótar. Fromme sagði: „Ég vil, að Manson verði sleppt. Ég vil frið til handa mannkyni.” MacBride dómari sagðist ekki trúaður á að endurhæfa mætti Fromme. Hann sagði við hana: „Eina leiðin til þess að halda aftur af þér er að stia þér frá þvi samfélagi sem þú hefur þegar sagt skilið við, eins og ,,x”-ið á enni þér ber vitni um.” A enni Fromme er x-laga ör frá þvi að hún og aðrar vinstúlkur Mansons mörkuðu sig þannig i framan i mótmælaskyni við dóm- inn yfir honum á sinum tima. Fromme getur ekki vænst þess að hún verði látin laus til reynslu fyrr en hún hefur afplánað að minnsta kosti 15 ára fangelsis- vist. önnur kona biður dóms i San Francisco fyrir að hafa reynt að ráða Gerald Ford af dögum. Sara Jane Moore var fundin sek um að hafa skotið af skammbyssu að forsetanum, en dómarinn á eftir að ákveða refsinguna. Skutu verk- smiðjulœkni Læknir sem stjórnar sjúkradeild hinna risa- stóru Fiat-verksmiðja i Torino á ítaliu var skot- inn fjórum skotum þar sem hann var staddur fyrir utan heimili sitt i gær. Það er talið að ofstækismenn vinstrisinna sem staðið hafa fyrir ýmsum hryðjuverkum og tilræð- um við stóriðju og ráöamenn hennar séu valdir aö þessari skot- árás. Læknirinn fékk þrjú skot i vinstri fót og eitt i þann hægri. Skömmu eftir árásina var hringt i ritstjórnarskrifstofu Ansa, og sagðist maðurinn í sim- anum vera félagi i hryðjuverka- samtökunum „Rauðu herdeild- inni”, sem vildi lýsa þessari árás á hendur sér. Fyrir nokkrum vikum sætti framkvæmdastjóri Leyland — Innocenti-verksmiðjanna i Mila- nó svipaðri árás, og var sömu- leiðis skotinn i fæturna. Stríðsglœparéttarhöld Saksóknari rikisins i Hanover i V-Þýskalandi krafðist þess fyrir rétti i gær að 65 ára gamall tré- smiður sem svarar til saka fyrir meinta striðsglæpi verði dæmdur i lifstiðarfangelsi. Heinrich Wexler sem var einn af fangavörðum nasista i Hanover-Ahlem-fangabúðunum er ákærður fyrir að hafa myrt tvo fanga sina. Upphaflega var hann kærður fyrir morð á alls niu föng- um, en hinar kærurnar voru látn- ar falla niður eftir að réttarhöldin hófust 4. geptember. Tuttugu vitni, sum frá Israel og önnur frá Bandarikjunum, hafa veriö leidd fram i málinu. Búist er við dómsuppkvaðningu i janú- arlok.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.