Vísir - 18.12.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 18.12.1975, Blaðsíða 9
VISIR Fimmtudagur 18. desember 1975. 9 AutoriMrat rad iadeangsmkráterieta Cirkulaere Nr. aoo af i^de December 1U4. ungir að yrkja, kannski i skóla siðar komu menn inn I ljóði og ljóði i blað eða timarit, ef ástæða var, til var tekið eftir þeim og menn fengu kjark til að koma út bók. Þessi ferill tók venjulega nokkur ár og viðkom- andi komst ekki hjá að öðlast einhvern listrænan þroska — eða hætta. Af ýmsum ástæðum er nú hægt að breyta þessum ferli og koma fyrr út bók en hvað viðkemur listrænum þroska og gæðum hefur auðvitað ekkert breyst. Og vegna þess að það eimir enn töluvert eftir af gamla gildismatinu að bók sé einhver árangur i sjálfu sér halda sumir að þeir séu nú orðnir stórir kallar. Hvað yrði sagt um mann sem kæmist með einhverju móti á bifreið inn i rétt og hrópaði: Hæ, billinn er kominn inn i réttina, billinn er lamb! Ég hef fengið undanfarið i hendur bækur sem eru kveikjan að hugleiðingunum hér að framan. Slikar bækur geta verið mjög ólikar, offsett-fjöl- vitfirrta drykkju með bræðrum og frændum hamingjudaga. Ég þekki marga virðulega embættismenn islenska rikisins, sem ortu mikiu betur i skóla en þetta — en eru löngu hættir. Dæmi 2. Lif mitt Sumarið kemur og fer með örlög jf jöldans i skauti sér. Ein ég veit, hvers viröi það er að eiga samastað hjá þér, þvi þú skilur þjáningu mina eins og hún væri þin. Fremur vildi ég lifinu týna en missa þig, draumsýn min. Þvi er lif mitt eins og það er, sem laufblað, er fellur af grein, eins og hnifur, sem burtu sker sorg og sviðandi mein. Höfunda né bóka verður ekki jí getið. Já, það er nú það. I Þorvarður Helgason. KOMMISSIONEN TIL BED0MMELSE AF DE I LOV 29. DEC. 1857 8 27 OMMELDTE SVENDEPR0VER I K0BENHAVN gor vitterligt: at Aar 190 7 d*/rs> & Ajvúl) A/vruxctAtúr, fedt (J/£o/ncL di/r\j 3 ,/883^ Svendepreve i at LtlXnvu fmaljL it ^/vruxr>WnZ /&rn£ <í <LMaXAnrWilTUx/ hvilken Preve ifelge Kommissionens Bedemmelse blev antagen Ojjdrrux/biJiuJ. $ Under Formandens Haand og Kommissionens Segl. K0BENHAVN, d. Ö ''vútctA) (ftHtrn) Söguleg konuœvi Áata. tók tveinapróf í mdlaraión i Kaupmannahöfn áríó 1007. Vió hátíólega athófn í Báóhúeinu tók hún vfð þeeeu tveintbréfi úr hendi borgarttjórane. ASTA MALARI. ENDUR- MINNINGAR ASTU ARNA- DÓTTUR, RITAÐAR EFTIR FRUMDRÖGUM HENNAR SJALFRAR OG ÖÐRUM HEIMILDUM. Gylfi Gröndal skráði. Otg. Bókbindarinn. ritaðar eftir illa vélrituðum stenslum eða prentaðar á glans- pappir og jafnvel myndskreytt- ar. Dæmi I. Frændsemi Er hallar að vetri hjá erlendum þjóðum ber hug okkur jafnan (eins langt og hann nær) að þrá okkar óskum og vonum Skandanaviskum konum. Ævisögur og æviþættir eru ekki sjaldgæfur varningur þessa dagana, en ASTA MALARI er þó sérstök bók að mörgu leyti. Sérstök meðal ann- ars fyrir það hvernig hún er unnin. Um sjötugt skráði Asta sjálf minningar sinar, en með ótal annmörkum, segir Gylfi Gröndal, og brá hann þvi á það ráð að semja þær upp og auka eftir öðrum heimildum, en leggja Astu eftir sem áður allan textann i munn. Ómögulegt er að átta sig á vinnubrögðum Gylfa eða vita hvað eru hans orð og hvað Astu, en svo mikið er vist að bókin hefur hlotið sam- fellt og sannfærandi yfirbragð og um leið þann persónulega tón sem Gylfi vildi ekki glata með þvi að steypa henni i venjulegt ævisöguform. Hefur hann að þessu leyti unnið verk sitt eink- ar haglega, þótt einstaka fróð- leiksklausur séu óþarfar. Óvenjuleg er bókin þó sér- staklega fyrir það hve merki- legur æviferill Ástu var. Barn i Njarðvikum, fátæk og föðurlaus i vistum austur og norður um land, unglingur við nám i húsa- málun i Reykjavik og þar með uppreisnarmaður gegn hefð- bundinni ver.kaskiptingu kynj- anna. Á eigin vegum i Kaup- mannahöfn, og lauk þar sveins- prófi i málaraiðn fyrst kvenna 1907. Einstæð móðir við nám og störf i Þýzkalandi og tók þar meistarapróf i iðn sinni. Við sjálfstæð störf i Kaupmanna- höfn og Reykjavik. Eiginkona, móðir og stjúpmóðir i Sviss- lendingabyggð vestur undir Kyrrahafi. Ekkja, gift á ný og starfandi málari i Islendinga- byggð vestur þar. Sannarlega fjölbreyttur ferill og forvitnileg- ur að kynnast. Frásögnin af öllu þessu er greið og fjölbreytt og mörgu lýst á minnisstæðan hátt. Loks er Ásta sjálf óvenjuleg kona, persóna hennar, aðstæður og örlög. Asta vikur allviða að skapgerð sinni og hugrenning- SYENDEBREY. Ásta við vinnu sína á Tanganum. Þorvarður skrifar Heigason Þær fara viða ‘veita okkur allt sem við þráum til þeirra er auðvelt að rata og stutt að fara Þeim sem við náum i þyrstum föðumum er haldið i þögulum unaði minningu um horfnar stundir Vitneskja um aðrar i va'ndum m ^TíW nnrdfti Helgi Skúli Kjartansson skrifar y um, en hvergi i löngu máli, og i senn einlæglega og feimnis- lega, stundum likt og hún sé sjálfri sér nokkur ráðgáta. Dug- leg hefur hún verið og rifið sig fram úr ótal erfiðleikum, en þó eins og rótlaus og i rauninni ekki gæfumaður. Ekki hafa henni alltaf hentað jafnvel kvenhlut- verkin. Um þessi efni eru hvergi sett- ar á hrókaræður i bókinni, Gylfi stillir sig um að túlka Ástu mjög fyrir lesandanum sem getur lát- ið sér nægja rás atburðanna ef hann vill, en getur lika safnað saman stökum visbendingum og reynt að ráða i eðli og örlög merkilegrar konu og sérstæðr- ar. ASTA MÁLARI þarf ekkert kvennaár sér til afsökunar, hún er með betri ævisögum og verð- ur það lika eftir áramót. BÓKMEIN Við lifum á timum hins ódýra ljóðs, að koma út ljóðabók virðist ekki mikið fyrirtæki, menn svala einhverjum þörfum með þvi að krota eitthvað á blað, formfrelsið virðist gera það að verkum að menn treysta sér til að kalla hvað sem er ljóð, offsett-fjölritunin getur komið til hjálpar, það kostar litinn pening að klastra þessu saman i bók, það er gert i snatri og siðan er þessu troðið upp á vini og kunningja og blöðunum ætlað að segja frá þvi. Formfrelsi er i sjálfu sér gott ef við stillum þvi up sem and- stæðu við hið hefðbundna form stuðla og rims og segjum: ljóð er ekki gott af þvi það er i hefðbundnu formi, hefðbundna formið er engin trygging fyrir gæðum, andlaus hagmælskan, er næg sönnun þess, en ljóð verður heldur ekki gott vegna þess að það er i frjálsu formi, formfrelsið eitt er engin trygging fyrir gæðum, og sist af öllu eitthvað sem kalla mætti formleysu, góður skáldskapur gerir sér alltaf form, lýtur alltaf formgerð, hvort sem hún er hefðbundin ekki, hún er árangur ögunar listamannsins, hreinsun á persónulegum tón hans. Nú eru til listgreinar sem mörgum þykir gaman að fúska i og selja jafnvel árangur fúsksins, sumir mála, aðrir leika, syngja eða yrkja. Slik ástundun getur haft sinar góðu hliðar — en það er mjög slæmt þegar farið er að rugla þessu saman við raun- verulegt listrænt viðfangeins og dæmin sýna að farið er að gera nútildags hérlendis — og er þetta sérstaklega slæmt hvað viðkemur úngu fólki. Ferill ljóðaskálds var oft erfirfarandi: Menn byrjuðu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.