Vísir - 18.12.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 18.12.1975, Blaðsíða 4
 Versta efna- hags- 9 9 ar i sðgu IATA 1 ársskýrslu sem lögö var fram á IATA-fundinum I Osló fyrir nokkru var upplýst að á árinu 1974 hafi i fyrsta skipti engin aukning oröiö á alþjóölegu far- þegaflugi. Efnahagsáriö 1974 -’75 var það versta i sögu IATA. Kostnaöur jókst og umferðar- aukning minnkaöi. Reksturs- innkoma var 0,3 prósentum undir kostnaði. Að visu varð aukning um 5,2% á fjölda seldra farþegakilómetra i áætlanaflugi en i leiguflugi varð llprósent minnkun. Á timabilinu 1970-73 fóru 30% af farþegum með léiguflugi en 27% árið 1974. Alþjóðlegt áætlunarflug félaganna I IATA jókst um 4,1 prósent, á meöan alþjóðlegt leiguflug minnkaði um 11 prósent. Á innanlands og alþjóðlegum flugleiðum félaganna voru far- þegar samtals 317 milljónir á árinu 1974, sem er fjórum prósentum meira en árið áður. Aukningin hefur aldrei verið eins litil i sögu IATA. Einu flugleiðir IATA sem uröu fyrirbarðinuá minnkuninni, voru leiðirnar á milli Norður- og Mið-Ameriku og leiðirnar yfir Norður-Atlantshafið IATA-félögin urðu að sætta sig við 31,6 prósent minnkun i leigu- farþegaflugi yfir Norður-Atlants hafið, á meðan farþegafjðldi á áætlunarleiðum minnkaði um 6,8 prósent, Vöruflutningar jukust um 11 prósent i tonnkilómetrum árið 1974, á móti 18 prósentum árin 1972 og 1973. -EA. um borð í geimrannsóknastöð Það er timi til kom- inn að Evrópumenn fari að reyna sig úti í geimnum finnst sjálf- sagt sumum, og nú styttist i frumraun þeirra á þvi sviði. Væntanlega ættu þeir að geta spókað sig þar á árinu 1980. A vegum ESRO, eða „European Space Research Organisation”, hafa VFW-Fokker og fleiri aðilar unnið að rannsóknum siðan árið 1972 á möguleikum fyrir evrópska geimrannsóknarstöð, sem kölluð er „Spacelab”. Gehnstöð þessi mun verða staðsett um borð I hinni svoköll- uðu amerisku „Space Shuttle” Segja má að „Space-Shuttle” sé einskonar samband af flugvél og geimfari. Ráðgert er að Space Shuttle verði skotið á loft á árinu 1980. Lokastig rannsóknanna á Spacelab innihélt bygginar- lýsingu á geimstöðinni, sem sið- an var rannsökuð gaumgæfilega af ESRO. Hvað er Spacelab? Spacelab samanstendur af jafnþrýstum lokuðum hylkjum þar sem rannsóknarstofurnar eru, og opnum tækjapöllum. Hylkið og viðeigandi tækja- pallur eru flutt af Space Shuttle, annaö hvort saman eða sitt i hvoru lagi, til og frá sporbaug um jörðu. Hylkið og tækja- pallurinn eru I farmrými Space Shuttle og eru áföst við hana á meðan á hverri för stendur. Spacelab mun verða hönnuð með það fyrir augum að hún fari 50feröir Ut i geiminn. Hver ferð mun standa yfir i sjö til þrjátiu daga i 200 til 500 kilómetra hæð yfir jörðu. Um borð munu verða að öllu jöfnu fjórir visindamenn og 2ja manna áhöfn sem stjórnar tæk- inu. Þeir sem um borð verða, munu framkvæma ýmiss konar rannsóknir. Þar á meðal varð- andi stjörnufræði, eðlisfræði, flug- og geimsiglingafræði, tæknifræði, liffræði og athugan- ir á jörðu. Viöriðin smiðarnar eru 17 rannsóknar- og iðnfyrirtæki i 9 löndum og eru Douglas flug- vélaverksmiðjurnar einn af ráðgjöfum þeirra. A svipuðum tima munu Evrópumenn skjóta ómönnuð- um gervihnöttum á loft, en þetta verður i fyrsta skipti sem þeir fara Ut i geiminn. — EA Evrópumenn í fyrsta skipti út í geiminn „Trúi því ekki að nokkur sé svo gamaldags að setja það fyrir sig að ég er kvenmaður" — spjallað við stúlku, sem stefnir nú að kennaraprófi „Ég reyni að ná sem allra fyrst i kennararéttindin. Ég er búin með það hóklega sem til þarf og eiginlega er mjög lítið eftir i það að ég geti náð þessum réttindum”, sagði Ásta Hallgrimsdóttir þegar við röbhuðum við hana. Ásta lauk nýlega atvinnuflugprófi og var um leið fyrsta kouan á landinu sem varð sér úti um blindflugs- réttindi. Við getum þvi státað af þvi að eiga tvokvenatvinnuflugmenn á Islandi. „Auövitað leita ég fyrir mér með atvinnu i fluginu” sagði Ásta. „Enn sem komið er hef ég þó ekki nægan timafjölda að báki til þess að fá atvinnu i leiguflugi. Ég er með um 420 tima en þarf 500 tima. En ef ég tek kennaraprófið á næstunni er mér heimilt að vinna við kennslu i flugi.” En skyldi vera nokkur von til þess að Asta fái vinnu hér á landi sem flugmaður? Sjálf á húnekki von á þvi strax. Margir eru á undan i röðinni, en skyldi einhver setja það fyrir sig að hún er kvenmaður i faginu? „Ég trúi þvi' ekki að nokkur sé svo gamaldags að setja það fyr- ir sig”, segir Ásta. „Annars fer ég þangað sem ég fæ vinnu”, bætir hún við, og það skiptir þá ekki máli hvort það verður utanlands. Ásta byrjaði að læra fyrir tæpum fjórum árum siðan og lærði lengst af hjá Flugstöðinni. Nú að undanförnu hefur hún þó lært hjá Vilhjálmi Vilhjálms- syni flugmanni sem flýgur hjá Sverri Þóroddssyni. Ásta upplifði það eitt sinn að þurfa að nauðlenda rétt utan við Reykjavik og tókst það vel. En hrædd hefur hún aldrei orðið i flugi. „Þá væri ég hætt”, hefur hún sagt. „Sist af öllu má maður verða hræddur. Enda hef ég aldrei lent i neinu slæmu. Ég hef jú lent i misjönum veðrum, en ekki neinu sérstöku óhappi.” — EA „Reyni að ná I kennararéttindin sem allra fyrst.” — Asta Hallgrimsdóttir. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.