Vísir - 18.12.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 18.12.1975, Blaðsíða 2
T Finnst þér of mikið til- stand hjá fólki við jóla- undirbúninginji? Haflina Breiftf jörð, starfsstúlka : — Já. allt of mikið. Sérstaklega finnst mér þessi kaup á jólagjöf- um og baksturinn vera kominn út i öfgar. l>ormóður Jónsson, nemi: — Fólk undirbýr jólin þó nokkuð mikið. Samt ekkert meir en áður. Það sem mér finnst mest áberandi við undirbúning jólanna.eru verslan- irnar og öll jólaljósin. Hjordis lngvadóttir, húsmóðir: — Nei. það finnst mér ekki. Að minnsta kosti er ekki svo mikið tiistand viö undirbúninginn hjá mér. Þó finnst mér fólk metist of rnikiðá um jólagjafirnar sem það gefur. Gjafir sem það hefur varla efni á að gefa. I.inda Kragadóttir, kennari: — Já, mér finnst það vera orðið of' mikið. Það er að vissu leyti komið út i öfgar. Fólk er að keppast við að kaupa flottar gjafir. Sighvatur Bjarnason, gjaldkeri: — Það er alltaf erfitt að segja hvað sé of mikið og hvað sé of litiö. Kg held að það sé hægt að finna jólagleðina án þess að eyða jafn miklum peningum og fólk gerir. Anna Sigriður Jörundsdóttir, af- greiðslustúlka:— Nei, það finnst mér ekki. Ég er ánægð með undirbúninginn eins og hann gengur fyrir sig núna. Fólk á auð- vitaö aö ráða sinum jólaundir- húningi sjálft, það er ekki hægt að setja þvi nein skilyrði i þeim efnum. Á gjalþrota smáþjóð að framfleyta stórþjóðum? Skúli ólafsson skrifar: Grein, sem F.H. skrifar I Dagblaðið 3. des, nefnist: Mis- tök að virða Haagdómstólinn að vettugi, þar má sjá þetta 5) Komið er fram að leyfileg veiði er ekki nægjanleg fyrir okkar skip, en hvers vegna eiga aðrar þjóðir (verr settar og fjöl- mennari) að kippa að sér hendinni en ekki við? spyr hinn frómi maður F.H. Verr settir en gjaldþrota smáþjóð, sem rikustu þjóðir Evrópu þ.e. Þjóðverjar, Frakkar og ollu- veldið Stóra Bretland, hafa haft að leiksoppi, með refsitollum, þrátt fyrir að íslendingar hafa neyöst til að gera (nauðungar-) samninga viö einhvern arm kol- krabbans (EBE) þá hefur ein- hver skorist úr leik svo við höf- um staðið uppi með nauðungar - samning, án nokkurra úrbóta fyrir tilslakanir okkar. Það virðist augljósi að (nauðungar-) samningur sá, sem við gerðum við Breta og Þjóðverja, um 12 mllna ut- færslu, samrýmdist ekki við kvaðalausa 12 milna útfærslu, sem samþykkt var á Hafréttar- ráðstefnunni I Genf, aí þeim ástæðum var sá samningur úr- eltur, og gat á engan hátt gefið Haagdómstólnum rétt til þess að dæma eftir honum. Allir samningar okkar um fisk- veiðar hér við land til handa út- lendum stórþjóðum eru nauðungarsamningar. Starfsaðferðir Haagdóm- stólsins I kærumáli Breta og Þjóðverja á hendur okkur minna óneitanlega á aðferðir Jóns Vilhjálmssonar Hóla- biskups árið 1432- Jón Vilhjálmsson (enskur) var fyrstur biskupa þeirra, að um sé getið, hér á landi, að vera sóknari og vættberi og dómari sakar sjálfur (Espólin) Bretar vorusóknarar IHaag, forseti réttarins var Sir Z. Kahn (aðlaður af Bretum) og Bretar ásamt fylgirikjum þeirra og sóknurum á Islands- mið, að fáum undanteknum, dæmdu svo, þó þeir væru aðilar að málinu beint eða óbeint. Hver myndi láta slikan dóm- stól dæma i lifshagsmunamáli sinu nema e.t.v. F.H. Hitt er annað mál, að við eigum að kynna okkur málsmeðferðina og fylgjast með lævislegum aðferðum breta til að sverta okkur i augum umheimsins t.d. virðist augljóst að formaður lögmannafélags Islands Páll S. Pálsson var kosinn forseti fjöl- menns lögfræðingamóts, svo hann yrði að hlusta á rætnar árásir á okkur fyrir að lúta ekki klikudómstólnum i Haag, sem er eins og enskt réttarfar of- lofaður. Noel-Baker flokks- bróðir Wilsons lék sitt nýjahlut- verk sem þjónn leyniþjónustu Breta, vel eftir aldri (f. 1889) og hreifst Páll mjög af kempunni Noel-Baker. Gunnlaugur Þórðarson varð aftur á móti að verjast árásum á islendinga fyrir sela og hvaladráp. Skinhelgi Breta hefur svifiö yfir vötnunum eða glösunum á lög- fræðingamótinu mikla, en voru þeir ekki einum of sniðugir? Hvert barn ætti að sjá i gegnum slikan skollaleik. Þarf að kaupa umbúðir Húsmóðir i Austurbænum hringdi: Ég versla mikið i Alþýðubrauðgerðinni og það er i sjálfu sér ágætt, nema ég er óánægð með um- búðaþjónustuna þar. Verslunin selur bæði mjólk og brauð. Utan um brauðið fær maður litla bréfpoka, sér að kostnaðarlausu, en það er afar óþægilegt aö kom- ast leiðar sinnar með mjólk og brauð allt i smá- pinklum. Verslunin hefurlíka á boöstólum plastpoka und- ir varninginn, en hann kostar sjö krónur. A pokan- um er auglýsing frá brauðgerðinni og finnst mér þetta óeðlilegt að verslunin skuli selja auglýsing- ar sem umbúðir utan um vörurnar. Visir hafði samband við Alþýðubrauðgerðina og sögðu forsvarsmenn hennar að utan um allt brauðmeti væru látnar ókeypis bréfumbúöir. Hins vegar væri ekki til þess ætlast að mjólkinni væri pakkað inn. Fólki er það siðan i sjálfsvald sett hvort það vill kaupa plastpokana til að auðvelda burðinn, eða hvort það hefur með sér eitthvað til að bera vörurnar i. Hins vegar sögðu þeir að sala plastpokanna væri ekkert einsdæmi hjá þeim, það væri viðar gert og væri ekkert óeðlilegt við það. Jafnframt var þess getið að þetta væri eina kvörtunin sem þeir hefðu fengið eða heyrt um vegna umbúðanna. Bíða bankastjór- ans á tröppunum Bilstjóri hafði samband við blaðið: A hverjum morgni á ég yfir- leitt leið niður i pósthúsið I Póst- hússtræti. Yfirleitt er ég þar á ferðinni milli hálf niu og niu. Þá blasir við augum misjafn- lega stór hópur fólks sem himir á tröppum Landsbankans i hvernig veðri sem er og er að biða eftir að bankinn opni og að fá viðtal við bankastjórann. Bankinn opnar ekki fyrr en hálf tiu og þá eru sumir búnir að biða þarna á tröppunum klukkutima eða meira, til þess að tryggja sér að komast að hjá bankastjóranum, hvað svo sem það hefur upp úr þvi. Af hverju i ósköpunum er ekki hægt að hleypa fólkinu inn fyrir dyrnar og leyfa þvi að biða þar? Það væri strax skárra fyrir það að hima i anddyrinu en úti á tröppunum i frosti eða rigningu eins og verið hefur undanfarið. Mér finnst óliklegt að það væri eitthvert stórmál fyrir bankayfirvöldin að kippa þessu i lag, og það mundi áreiðanlega mælast vel fyrir hjá viðskipta- vinunum. Visir fékk þær upplýsingar hjá Landsbankanum að fólki sem biði bankastjóra, væri hleypt inn i bankann korter yfir niu. Hins vegar eru það ekki nema u.þ.b. 30 til 40 manns sem komast að, hinir verða að snúa heim aftur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.