Vísir - 18.12.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 18.12.1975, Blaðsíða 5
VISIR Fimmtudagur 18. desember 1975. 5 Kvenna- fríið á jóla- balli! Það var glatt á hjalla i Foss- vogsskóla þegar Visismenn litu þar við i gærdag. Yngstu krakk- arnir i skólanum héldu jólaball með miklu fjöri. Þau sáu sjálf um skemmtiat- riðin. Enga leikara eða söngvara þurfti að fá utanfrá, þau voru einfær um alit slikt. Leikritin sömdu þau flest hver sjálf var okkur sagt. Þarna birtist til dæmis rakari á sviðinu, sem brá borðhnifi að viðskiptavini sin- um til þess að raka hann, og lét út úr sér um leið: ,,Ég er i morð- skapi i dag!” 1WW *■ | r uf \ V "J Rakari þessi var þekktur fyrir okur, og för allra viðskiptavin- anna tilharis endaði með yfirliði á stofu rakarans, þegar hann tjáði þeim að rakstur og klipping i þetta skiptið kostaði ekki neitt. Jafnvel pólitiið var ofurlitið borið við þær fréttir. Svo var sungið ,,í Betlehem er barn oss fætt”, og þá hófst mikil sýhing, þvi krakkarnir léku eftir texta lagsins, og að sjálfsögðu var sungið undir. Ýmislegt fleira var á dagskrá, t.d söng kór skólans. 1 dag er aftur jólaskemmtun i Fossvogs- skóla fyrir eldri börnin. Þau hafa lika séð um skemmti- atriðin, og þvi var lætt að okkur, að kvennafri'ið yrði á dagskrá hjá þeim. Það verður þá væntanlega fjallað eitthvað um basl föðurins sem er heima við og sér um verk- in þar þennan dag. Svo má ekki gleyma aðalatrið- inu. Fæstir vilja missa af þvi að ganga I kringum jólatréð, sist af öllu þegar jólasveinahúfa er á kollinum. Og svo tekur jólafriið við... — EA. Eru sérstakir jólasiðir hjá fjðlskyldunni? ........ * Margar fjölskyldur við- halda föstum jólasiðum sem mega helst ekki bregðast. Sumar fjölskyldur koma saman fyrir hver jól og baka laufabrauð, aðrar halda jólaboð og áfram mætti telja. Við spjölluðum við nokkra vegfarendur og spurðum þá hvort þeir héldu einhverja sérstaka jólasiði. Steindór Gunnarsson, starfar i Frihöfninni. Ja, það eru alltaf fjölskylduboð á jólunum. Það er þá annað hvort á jóladag eða annan jóladag. Fjölskyldan skiptist á að halda boðið. Ég hef hingað til sloppið, það hagar ne&iilega þannig til að ég á fjór- ar systur en er eini bróðirinn! Ég man ekki eftir einu öðru sér- stöku sem er fastur liður um jól- in. Björg Ingvarsdóttir, húsmóðir i Keflavik. Við bökum alltaf laufabrauð fyrir jólin. Varðandi mat um jólin er svo það að segja, að á jóladag er fastur lið- ur að borða hangikjöt. A Þorláksmessu borðum við alltaf skötu og á aðfangadagskvöld borðum við yfirleitt svinakjöt, og þá hamborgarahrygg. Jóla- boð eru svo alltaf um jólin, oft- ast á jóladag og á nýársdag. Erla Sigurgeirsdóttir, nemi. Ég man ekki eftir neinu sérstöku. Hjá móður minni er þó alltaf borðað hangikjöt um jólin, og svo er alltaf fjölskylduboð um jólin og þá á sama staðnum. Haila Björg Baldursdóttir nenii. Laufabrauð er alltaf bakað heima fyrir jólin. Nei, það er ekki búið að þvi núna, vegna, þess að við biðum eftir þvi að öll fjölskyldan geti verið saman að þvi. Þeim sið að borða hris- grjónagraut á aðfangada’gs- kvöld er alltaf haldið og svo að sjálfsögðu möndlugjöfinni. Hangikjöt er alltaf borðað, en það er litið um fjölskylduboð enda er fjölskyldan litil.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.