Vísir - 18.12.1975, Blaðsíða 17

Vísir - 18.12.1975, Blaðsíða 17
VISIR Fimmtudagur 18. desember 1975. ( ) ff JOLAÞYRNIR UTVARP KL. 20.25: OG BERGFLÉTTA ## Útvarpsleikritið í kvöld heitir ,,Jólaþyrnir og bergf létta". Það var áður f lutt á árinu 1957. Er ekki að efa að margir opna fyrir tækin sin á morgun, að minnsta kosti eldra fólkið, því leikendur eru gamalkunnir og vinsælir. Einn þeirra, Brynjólfur Jóhannesson, er nú horf- inn af sjónarsviðinu. Aðra má nefna, sem ekki sjást nú lengur á sviði og marga fýsir að rif ja upp kynni við, eins og Emelíu Jónasdóttur og Nínu Sveinsdóttur. Guðbjörg Þorbjarnardóttir er og þarna kornung. Alltaf er líka gaman að heyra í Þorsteini Ö. Stephensen. Efnisþráðurinn er annars sá, að prestur nokkur, sem orðinn er ekkjumaður, fær börn sin i heimsókn á jólunum. Ýmis vandamál koma upp í þessu sambandi. Þau hafa verið lengi fjarverandi og hafa haft litið samband við föður sirin. Höfundur leikritsins er bresk- ur, Winyard Brown. Hann var i tisku i Bretlandi á árunum 1940- 60 og voru þá sett upp mörg verk eftir hann. Hér á landi hefur eitt verka hansverið flutt tvivegis i útvarpi og einu sinni á sviði auk þessa. Nefnist það i islenskri þýðingu Sumarsólhvörf Hann er mjög nettur höfundur og þetta leikrit hans hlýtt og þægilegt og kemur okkur von- andi i notalegt jólaskap. -VS ÚTVARP KL. 19.45: Haraldur úlafsson, lektor tal- ar um bækur og viðburði liðandi stundar i útvarpið kl. 19.45 i dag. Þáttinn nefnir hann „Lesið i vikunni.” Við hringdum i hann i gær og spurðum hann hvað hann ætlaði að taka fyrir i þessum þætti. ,,Ég ætla að tala þýðingar og mikilvægi þýðinga fyrir is- lenska menningu og islenska tungu”, sagði hann. Dæmi verða og tekin til skýringar og auk þess ætlar hann að lesa úr þýðingu i klass- isku riti. Hann minntist á að skipulagn- inguþyrfti á þessu sviðiogbenti á það sem vel væri gert i þess- um efnum eins og útgáfu Hins islenska bókmenntafélags á L æ r d ó m s r i t u n u m og Menningarsjóðs á Hómerskvið- um. 1 þessum þáttum hefur hann talað um tengslin við viðburði utan úr heimi. Að þessu sinni er meiningin að tala um nútima höfunda, bæði frá Indiandi og Tyrklandi. Um það annars hvernig efnis- þráður þáttarins spinnst verður að biða Haraldar sjálfs þegar hann mætir við hljóðnemann. — VS. Haraldur ólafsson lektor.. ÚTVARP KL. 22.40: Gospel-tónlist ófrom Krossgötur eru aftur á dag- skrá á morgun. Þessi þáttur er sá áttundi i röðinni af tiu. Tónlistin er sem fyrr Gospel-tónlist. Trúarlegur boðskapur fluttur i tónlistar- búningi. Kristindómurinn er viðar falinn en undir hempum prestanna. A þennan hátt hefur trúarboðskapurinn fengið á sig nútimalegri blæ en með kirkju- predikunum og tilheyrandi sálmasöng. Flytjendur telja sig og ná betur til ungs fólks með þessum hætti. Tónlistin, sem flutt er að þessu sinni er ensk og banda- risk. Flytjendur eru allsstaðar frá, bæði einstaklingar og hópar. Helst mundi hinn almenni hlust- andi kannast þar við Choralerna, sænskan kór, sem hingað kom og söng i Háskóla- biói fyrir ekki löngu sfðan. Umsjá er sem áður i höndum þeirra systkina, Jóhönnu Birgisdóttur og Björns Birgis- sonar. — VS. HvaO skeöi? (16.15 Veðurfregnir). Tónleikar. 16.40 Barnatimi Guðmundur Magnússon stjórnar. 17.30 Framburðarkennsla i ensku. 17.45 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.45 Lesið i vikunni. Haraldur ólafsson talar um bækur og viðburði liðandi stundar. 20.00 Gestir i útvarpssal. The Lyric Arts Trió frá Kanada syngur og leikur tónlist eftir Norman Symonds, Mieczys- law Kolinski og Harry Freedman. 20.25 Leikrit: „Jólaþyrnir og bergflétta” eftir Winyard Brown. (Aður útvarpað 1957). Þýðandi og leikstjóri: Þorsteinn O. Stephensen. Persónur og leikendur: Séra Martin Gregory: Þor- steinn O. Stephensen, Jenny: Guðbjörg Þor- bjarnardóttir, Margrét: Herdis Þorvaldsóttir, Nick: Steindór H jörleifsson, Bridget: Emelia Jónasdótt- ir, Lydia/ Nina Sveinsdótt- ir, Richard Wyndham: Brynjólfur Jóhannesson, Davið Peterson: Baldvin Halldórsson. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Forkeppni ólympiuleikanna i hand- knattleik, Island—Júgó- slavia. Jón Ásgeirsson lýsir. 22.50 Kvöldsagan „Dúó” eftir Willy Sörensen. Dagný Kristjánsdóttir lýkur lestri þýðingar sinnar (3). 23.15 Krossgötur. Tónlist- arþáttur i umsjá Jóhönnu Birgisdóttur og Björns Birgissonar. 23.25 Fréttir i stuttu máli: Dagskrárlok. 1 ÚTVARP + FIMMTUDAGUR 18. desember 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunieikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Svala Vald- dimarsdóttir les þýðingu sina á „Rlalenu og hamingjunni” eftir Maritu Lindquist (3). Til- kynningar kl. 9.30. Þing- fréttir kl. 9.45. Létt lög á milli atr. Við sjóir.n kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson ræðir við Árna Þórarinsson fyrrum skipstjóra og hafn- sögumann i Vestmannaeyj- um, þriðji þáttur. Á frivakt- innikl. 10.40: Margrét Guð- mundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 14.30 „Skrumskæling konunn- ar” eftir Barbro Eachberg- er Guðrún Birna H.annes- dóttir les þýðingu sina (4). 15.00 Miðdegistónleikar. Hljómsveitin i Amsterdam leikur „Daphnis og Chloé, svitur eftir Maurice Ravel. Bernard Haitink stjórnar. Hljómsveit Tónlistar- háskólans i Paris leikur Divertissement eftir Jacqu- es Ibert. Jean Martinon stjórnar. André Watts leikur á pinaó Etýður eftir Paganini/Liszt. 16.00 Fréttir. Tilkynningar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.