Vísir - 18.12.1975, Blaðsíða 8

Vísir - 18.12.1975, Blaðsíða 8
8 VtSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson Ritstjórifrétta: Arni Gunnarsson Fréttastjóri erl. frétta: Guðmundur Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Ilverfisgötu 44.Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. sími 86611. 7 linur Askriftargjaid 800 kr. á mánuði innanlands. i lausasöjiu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Okkur er full alvara Umræður i öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um kæru íslands á hendur bretum urðu heldur stuttara- legar, þegar til kastanna kom. Það er ennfremur mat sérfræðinga, að öryggisráðið muni ekki aðhafast frekar i málinu, nema til nýrra átaka dragi i deilu þjóðanna. Það var tvimælalaust rétt ákvörðun hjá rikis- stjórninni að kæra ofbeldisaðgerðir breta fyrir öryggisráðinu. í raun réttri hefði verið full ástæða til þess að gripa fyrr til aðgerða af þessu tagi. Við fengum með þessari aðgerð gott tækifæri til þess að koma sjónarmiðum okkar fram á áhrifamiklum vettvangi. Kæra rikisstjórnarinnar fyrir öryggisráði Sameinuðu þjóðanna sýndi, hversu alvarlegum augum við litum á aðgerðir breta á miðunum hér við land. Hitt máttum við alltaf vita, að öryggis- ráðið myndi ekki standa á öndinni, þó að það fengi þetta mál til meðferðar. Þó að megin gildi kærunnar felist e.t.v. i þvi að knýja fram umræður á þessum vettvangi um of- beldisaðgerðir breta, hlýtur tilgangur hennar að hafa verið sá að fá fram afstöðu ráðsins. Málalyktir urðu þvi að þessu leyti ekki eins hagstæðar og best hefði verið á kosið. Eftir þetta má hins vegar öllum, sem hlut eiga að máli, vera ljóst, hversu alvarlegum augum við lit- um aðgerðir breta. Þegar einnig er horft á mál- flutning utanrikisráðherra á ráðherrafundi Atlants- hafsbandalagsins ættu bandalagsriki okkar ekki heldur að þurfa að vera i vafa um, að bretar eru með flotaihlutun sinni að tefla varnarhagsmunum þeirra i tvisýnu. Samstaða gegn verðbólgu Viðræður um endurnýjun kjarasamninga eru nú að hefjast. Ljóst er, að sjaldan eða aldrei hefur verið jafn mikil þörf á að halda krónutöluhækkun- um kaups innan skynsamlegra marka. Kjaramálin eru einn þátturinn i viðnámsaðgerðum gegn óða- verðbólgunni. Hér eru þvi miklir hagsmunir i húfi. Verkalýðshreyfingin hefur oft á tiðum verið sökuð um óraunhæfa kröfugerð og það með réttu. Aðgerðir forystumanna verkalýðshreyfingarinnar vegna kjarasamninganna, sem nú standa fyrir dyr- um, bera hins vegar ótviræðan vott um fullan skilning þessara aðila á samræmdum aðhalds- aðgerðum i efnahags- og fjármálum eins og áður hefur verið bent á i þessu blaði. Það er ekki einvörðugu að við stöndum frammi fyrir ógn óðaverðbólgunnar, heldur blasir við böl atvinnuleysisins, ef ekki tekst að ná tökum á efna- hagsvandanum. Efnahags- og framfarastofnun Evrópu hefur bent á að forsenda árangurs i þessum efnum, sé viðtæk samstaða launþega, vinnuveit- enda og rikisvalds. Forsætisráðherra hefur lýst þvi sem stefnu rikis- stjórnarinnar, að kjaraákvarðanir eigi fyrst og fremst að miða við það að tryggja óbreyttar raun- tekjur heimilanna. Þetta er eðlilegt markmið þó að jafnframt verði að lita sérstaklega á hag þeirra, sem við erfiðastar aðstæður búa. V Fimmtudagur 18. desember 1975. VISIR Umsjón: Guðmundur Pétursson. Hinn nýkjörni for- sætisráðherra Ástraliu, Malcolm Fraser er maður óvenjulega metnaðargjarn. Honum liður illa innan um margt fólk, og hefur þvi oft verið lýst sem kaldrif juðum, tortryggnum og hug- myndasnauðum. En engu að siður hefur hann notið mikils fylgis ihaldssamra manna bæði i borgum og úti á landsbyggðinni. Framkoma Frasers er enn sú sama og fyrir 20 árum, þegar hann hóf fyrst afskipti af stjórnmálum og var kallaður „sýslumaðurinn.” Þurrlegur i framkomu Þetta uppnefni er enn haft um hann i þinginu, þar sem mörg- um finnst ráðriki hans ganga úr hófi fram, en fjölskyldu hans og nánustu vinum finnst þessi þótti aðeins til marks um feimni. Fraser er 1.93 m hár og vegur 101.5 kg. Hann er þvl valds- mannslegur i útliti, en á opin- berum fundum kemur hann fremur stirðlega og ankanna- lega fyrir. En hvað sem andstæðingar hanssegja þá er Fraser seigast- ur allra við að ná þvi takmarki, sem hann hefur sett sér — að losá Astraliu undan skrifstofu- bákni og lagahöftum ríkisvalds- ins. Fraser er einarður andstæð- ingur sósialista og trúir þvi að einkaframtakið sé öruggasta leiðin til að rétta efnahag lands- ins við, sem i lengri tima hefur nær sligast undan minnkandi framleiðslu, atvinnuleysi og verðbólgu. „Einkaframtak i stað sósialisma” Breytingar, umbætur, hug- sjónir — en ekki sósialismi — voru kjörorð hans i kosninga- baráttunni. Skuldinni fyrir kreppuna skellti hann á „óheiðarleika og dugleysi” rikisstjórnar Gough Whitlam. Vegna þess hve þurrlegur hann er i framkomu, komu and- stæðingarnir fram með þá grin- sögu, að flokkur Frasers, Frjálslyndi flokkurinn — hefði eytt 50.000 áströlskum dollurum (fleiri hundruð milljóna isl. kr.) til að kalla fram bros fyrir myndatökur. Það er erfitt að kynnast hon- um, og erlendir diplómatar hafa lýst honum sem „þvinguðum i framkomu — mjög ólikt Gough Whitlam.” Af riku fólki Fraser fæddist til mikilla efna þann 21. mai árið 1930. Afi hans, Sir Simon Fraser, var fyrsti maðurinn, sem kjörinn var öldungadeildarþingmaður Viktoriufylkis, en áður hafði hann setið á þingi í 30 ár. Fraserættin er ættuð frá Skot- landi, en þaðan höfðu þeir flúið eftir uppreisn stuartsinna árið 1745. Svo er sagt, að óheppinn stjórnmálamaður Simon Fras- er, hafi verið sá siðasti er var hálshöggvinn i hallargarðinum i Tower. Malcolm Fraser hlaut menntun sina i einkaheima- vistarskóla i Nýja Suður-Wales. Siðan fór hann i mennta- skólann i Melbourne, sem er einn virðulegasti skóli landsins, siðan fór hann i Magdalen háskólann i Englandi, þar hlaut hann þriðju gráðu einkunn i heimspeki, stjórnmálum og hagfræði. Eftir að hann sneri heim til Astraliu árið 1952, dembdi hann sér þegar út I stjórnmálalifið. Árið 1954 keppti hann við þing- mann verkamannaflokksins um þingsæti fyrir heimariki sitt Wannon, i Vestur-Viktoriu. Hann tapaði með 17 atkvæða mun —ogerþaðeiginlega mesti ósigur sem hann hefur orðið fyrir á ferli sinum. En sú skömm stóð ekki lengi. Næsta ár vann hann með mikl- um yfirburðum þetta sama þingsæti, og hefur haldið þvi siðan. Var snemma spáð miklum frama Robert Menzics, þáv. for- sætisráðherra sá strax i Fraser upprennandi stjörnu en hann stofnaði friáislynda flokkinn og var formaöur hans i nær tvo áratugi. Næsta þrepið I met- orðastiganum losnaði þegar Sir Robert Menzies lét af embætti, og Henry Holt tók við, en þá varð Fraser hermálaráðherra. Holt drukknaði i', desember- mánuði árið 1972. 1 stað Holts kom John Gorton, hann vann einnig baráttuna um forsæti frjálslynda flokksins, en Fraser studdi hann. t þakklætis- skyni útnefndi Gorton hann menntamála- og visindaráð- herra og seinna, ráðuneytis- stjóra i varnarmálaráðuneyt- inu. Stjarna Frasers fór ört hækk- andi og bráðlega flæktist hann inn i baráttuna um forsæti frjálslynda flokksins. Fékk hrakið fyrrum vin sinn úr embætti Hann lét af ráðherrastöðu sinni, eftir að hafa lent i harðri orðasennu við Gorton vegna varnarmálastefnu stjórnarinn- ar, og hafði hann þá einkum Vietnam i huga.” Deila þessi batt endi á ráð- herraferil Gortons svo og feril hans innan flokksins. Fraser sagði i ræðu á þinginu að „Gorton hefði, vegna einþykkni sinnar, þrákelkni og frekju, orðið að vikja, þar sem flokkur hans, almannaheill og rikisstjórnin sjálf hefðu ekki átt samleið með honum.” Eftir afsögn Gortons var Fraser aftur skipaður mennta- og visindaráðherra i stjórn William McMahons. Frjálslyndi flokkurinn, sem hafði setið við völd i samfleytt 23 ár, beið mikinn ósigur fyrir verkamannaflokknum i desem- ber árið 1972. Bill Sneddan hreppti formannssætið af McMahon þrátt fyrir andstöðu Frasers, sem var einn fjögurra þingmanna sem greiddu at- kvæði gegn honum. Varð loks formaður 1 mars sl. tókst Fraser að ná formannssætinu frá Sneddan, er ekki hafði tekist að sigra Whitlam i kosningunum i mai 1974. En þegar Fraser varð loks orð- inn formaður, bauðst honum loks tækifæri til að sigra Whit- lam, sem hann og gerði. Eftir að tveir ráðherrar i stjórn Whitlams höfðu neyðst til að segja af sér útaf hneykslis- máli sem þeir höfðu flækst i, og sem snerist um lánveitingar til Miðausturlanda. RÍkisstjórnin hafði ætlað að veita allt að 8.000 milljónum bandarikjadala i-arabiska sjóði. Fraser lýsti þvi þá yfir, að til þess gæti ekki komið, nema allsherjarkosningar færu fyrst fram. Þvi neitaði Whitlam. Braut allar hefðbundn- ar reglur Mánuðum saman riktu viðsjár innan þingsins. Loks fékk Fraser talið nauman meirihluta frjálslyndra og þjóð- ernisflokksins i efri deild þings- ins á að stöðva fjárlagafrum- varp rikisstjórnarinnar. Slikt hafði aldrei áður gerst i sögu Astraliu. 1 heilan mánuð rikti algert sambandsleysi milli þingdeild- anna tveggja og ört gekk á fé rikisstjórnarinnar. Skyndilega skarst Sir John Kerr, fulltrúi drottningarinnar i leikinn, og lýsti Whitlam settan úr embætti. Fraser átti að gegna forsætisráðherraembætt- inu, þar til kosningar færu fram. Þetta vakti mikla athygli og reiði um allt landið. Stuðnings- menn verkamannaflokksins kölluðu Fraser „fasista” og „einræðisherra” og „valdnið- ing”. Einstaka sinnum var hálfétn- um kjúklingum þeytt i Fraser, * auk plóma og fleira góðgætis, þegar hann sýndi sig á al- mannafæri. Honum var send sprengja i bréfi, en hún var gerð óvirk i tæka tið. „Óvinur þjóðarinnar nr. eitt!” 1 augum margra verkalýðs- foringja breyttist Fraser úr harðskeyttum og óvægnum stjórnmálamanni, i „óvin þjóð- arinnar nr. eitt!” Þeir jafnvel hótuðu þvi, að þeir myndu velta stjórninni ef hann sigraði i kosningunum. Fraser hefur verið giftur Tamöru, dóttur auðugs bónda i um 19 ár, og eiga þau fjögur börn — Mark, 17 ára, Angelu 16 ára, Hugh 13 ára og Phoebe niu ára.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.