Vísir - 18.12.1975, Blaðsíða 11

Vísir - 18.12.1975, Blaðsíða 11
HAFNARBIO GULLÆÐI CHAPLINS Hafnarbló Gullæöið gerð Charlie Chaplin Hafnarbió svikur engan biógest um jólin með jólamynd sinni, Gullæðinu eftir Chaplin. Gullæðið hefur stundum verið talin besta mynd hans. Þar kemur fram að lif gullgrafaranna var hreint ekkert sældarlif oft á tlðum og aðeins þeir stálheppnu urðu rikir, og þá kannski aðeins stuttan tima i einu. Vosbúð og þrengingar, mis- heppnaðar ástir er efni myndarinnar, útfært á þann hátt sem Chaplin einn kann. Gullgraf- arinn (Chaplin) freistar gæfunnar þegar hann fréttir af gullfundi við rætur fjallsins. Meðan hann dvelur i þorpinu við fjallið verður hann ástfanginn af dansmey einni i þorpinu. En hann verður að tygja sig til fararinnar. Þegar hann kemur á fjailið brestur á fárviðri og hann fýkur inn i kofa til eftirlýsts glæpa- manns. Glæpamaðurinn er ekki sérlega gestrisinn, en það er sama hvernig hann reynir að kasta litla gullgrafaranum út, hann fýkur alltaf inn aftur. Siðan kemur til þeirra þriðji maður og með þeim tekst félagsskapur sem hefur það að markmiði að út- vega eitthvað að borða. Það gengur ekki vandræðalaust fyrir sig, einn fer út að leita að mat, en gullgrafarinn sýður skóna sina og snæðir með bestu lyst. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Skógarbjörn kemur til þeirra félaga, þeir drepa hann og hafa eitthvað að snæða. Eftir illan leik bjargast þeir ofan af fjallinu og komast til. þorpsins slyppir og snauðir. Gullgrafarinn er ennþá ástfanginn og stúlkan lofar að koma til hans i veislu á gamlárs- kvöld. Grafarinn mokar snjó fyrir þorpsbúa til að fjármagna veislu- höldin, en þegar stóra stundin rennur upp hefur stúlkan gleymt loforðinu og er að skemmta sér i veitingahúsinu. Þar sem gull, auður og frægð áttu að vera reyndist ekkert nema kuldi og vosbúð. Hér er gullgrafarinn (Chaplin) aðreyna aðylja fætur sinar i miðstöðinni i kofanum upp i fjöllunum. . Vegna fyrri atvika verður gullgrafarinn og félagi hans annar (hinn er dauður) rikir og þegar þeir stiga um borð i skipið eru þeir skartklæddir. Þá uppgötvar stúlkan i veitingahús- inu hver þessi riki maður er og fellur um háls honum. Þetta er þráður myndarinnar i grófum dráttum, en eins og endranær er Chaplin viss með að sýna okkur fram á ýmsa mann- lega bresti i nýju ljósi og skop- búningi. Eldri borgarar muna sennilega vel, þegar gullæðiö var sýnt hér fyrr á árum, en nú hefur bióinu borist nýtt eintak af film- unni, sem er heilt og gott. Blóðsúpa með blýkúlum Umsjón: Rafn Jónsson. BÆJAR- BÍÓ Glœpamynd Bæjarbió Newmann’s Law Bandarisk. Newmann, lögregluforingi i fikni- efnadeild lögreglunnar mútar smáglæpamanni til að segja frá. Félagi Newmanns er leikinn af Roger Robinsson og er lengst til hægri á myndinni. Þessi kvikmynd kemur frá Universal og er dæmigerður bófahasar, þar sem aðal- glæpurinn er fikniefnasmygl. Vincent Newman (George Peppard) hefur verið leynilög- reglumaður i 15 ár og er öllu vanur af glæpamönnum og öðrum. Hann og félagi hans taka svertingja fastan en hann fær sig lausan með þ\/í að segja til um stað þar sem fikniefni eru geymd. Á þessum stað finna þeir 200 kiló af efnum. Á meðan þeir eru á staðnum hringir siminn frá ftaliu og landrækur bófi er i simanum. Hann spyr hvort ákveðin sending hafi komist til skila en áttar sig á þvi að hann er að tala við lög- regluna og skellir á. Simtalið er hægt að rekja og bandarisk stjórnvöld fara fram á að þessi bófi verði framseldur. Málið gengur þó ekki eins snuðrulaust og menn skyldu ætla og New- mann er settur af um stundar- sakir. Hann tekur þá til sinna ráða og hefur áður en varir leitt málið tíl lykta. Barátta upp á lif og dauða. Venjulega leikur Bronson glæpamann en í þetta skipti leikur hann löggu sem hefur megnustu fyrirlitningu á glæpum og glæpamönnum. Stjörnubió Stone Killer Bandarisk. Stjörnubió sýnir um jólin lög- reglumynd sem er sögð af hrotta- legra taginu. Hún fjallar um lög- reglumann i New York sem verður að láta af störfum þar eftir að hafa drepið 17 ára pilt, sem var að ræna skartgripabúð. Lögreglumaðurinn (leikinn af Charles Bronson) fer til Los Ang- els og gerist lögga. Hann hand- tekur brátt glæpamann sem er eftirlystur i New York og er sendur með hann þangað. A leiðinni vill glæpamaðurinn semja við hann um það að fá að sleppa gegn upplýsingum um morð sem eigi að fremja brátt. Löggan vill það ekki en á flug- vellinum i New York er glæpa- manninum gerð fyrirsát og hann myrtur. Löggan notar þessar litlu upplýsingar sem hann fékk frá glæpamanninum til að rannsaka málið og kemst brátt að þvi að mafian ætli að hefna fyrir morð sem framin voru 40 árum áður. Málið gerist æ dularfyllra og þess vegna er það sífellt betur rann- sakað.... Stone Killer hefur verið sýnd i Danmörku og fékk þar góða dóma, sum blöðin sögðu að Guð- faðirinn fölnaði i samanburði við þessa. B.T. i Kaupmannahöfn sagði m.a.: „Blóðsúpa með blý- kúlum. Það er mikið framboð á hinu blóðuga og hávaðasama — en ef blóðsúpa með blýkúlum er hirðmáltið, þá er hún lika' útlátin með stórri ausu.” Af þessu sést að myndin sem sýnd verður sem jólamvnd i Stjörnubiói i ár er ekki fjöl- skyldurhynd. Trésmiðjan f Eigum mikið og fjölbreytt úrval af /V ~ up 'ri " ^w ; / -"tv skattholum, skrifborðum og skrifborðsstólum VIÐIR h.f. Hentugt til jólagjafa m Mjög góðir greiðsluskilmólar auglýsir: Trésmiðjan VÍÐIR h.f. Laugavegi 166 sími 22229

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.