Morgunblaðið - 12.11.2000, Page 59

Morgunblaðið - 12.11.2000, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2000 59 I ævintýra- heimi barna TOIVLIST r>eisla(liskur BULLUTRÖLL Flytjendur: Anna Pálína Árnadóttir: söngur og raddir. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson: söngur og ljóð. Gunnar Gunnarsson: píanó. Gunnar Hrafnsson: kontrabassi. Pétur Grét- arsson: trommur, slagverk og harmónikka. Sigrún Eðvaldsdóttir: fiðla. Krakkakór: Anna Hjördís 8 ára, Álfgrímur 3 ára, Árni Húmi 12 ára, Elísabet 6 ára, Hrund 9 ára, Ólöf Jara 11 ára og Þorgerður Ása 10 ára. Öll lög og text- ar eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson utan texta við „Sáuð þið hana systur mína“ eftir Jónas Hallgrímsson. Illjóðrituð í Salnum, Kópavogi, og Hljóðveri FÍH, ágúst 2000. Hljóðritun og eftirvinnsla: Sveinn Kjartans- son/Stafræna hljóðupptökufélagið ehf. tít- gefandi: Dimma. 12 lög, lengd 38.10 minútur. FYRIR tveimur árum kom út bráðsmellinn geisladiskur, Berrössuð á tánum, en hann inni- hélt tónlist og sögur eftir hjónin Önnu Pálínu Arnadóttur og Aðalstein Ásberg Sigurðsson, sem hafa getið sér gott orð víða á tónlistarsvið- inu. Diskurinn innihélt m.a. hið vinsæla „Krús- ilíus“, sem flest böm ættu að kannast við. Nú er kominn út nýr diskur með þeim hjón- um sem ber nafnið Bullutröll. Að þessu sinni er eingöngu um lög að ræða, fyrir utan eina þulu um drauga. Bestu gagnrýnendur á svona tón- list eru auðvitað böm og fékk því undirrituð einn fimm ára gutta í lið með sér til að gefa sitt álit. Á disknum er að íinna 12 lög og texta sem öll eru samin af Aðalsteini Ásbergi fyrir utan einn texta, en það er kvæðið „Sáuð þið hana systur mína“ eftir Jónas Hallgrímsson. Efni plötunnar er að stómm hluta sótt í íslenska þjóðtrú og sagðar sögur af tröllum, um- skiptingum, álfum og aft- urgöngum svo eitthvað sé nefnt. Eitthvað sem nútíma- barnið þekkir ekld svo vel, en þessi fyrirbæri em útskýrð á einfaldan hátt á plötunni þannig að hlustandinn ætti fróður eftir á (líka þeir fullorðnu). Fyrsta lag disksins er hið fjömga „Bullu- tröll“ um tröllin og þursana með grípandi við- lagi sem sá fimm ára var farinn að syngja með eftir aðra hlustun. Lagið er sungið af Önnu Pál- ínu, eins og reyndar flest lög plötunnar en hóp- ur bama syngur með. Annað lagið er um um- skipting, sem þráii- heitast að komast aftur í verða Það eru Anna Pálína Ámadóttir og Aðal- steinn Ásberg Sigurðsson sem standa að baki Bullutröllunum skemmtilegu. álfheima þar sem hennar bíða hundrað kjólar. „Ormurinn mjói“ er djassað og skemmtilegt lag sem kemur hlustand- anum undireins í dansgírinn, textinn heimspekilegur og ætti að fá böm til að pæla í af hverju heimurinn er eins og hann er. Eins er gaman að heyra svona djassað barnalag, það hefur háð mörg- um barnaplötum hversu tónlistin er ein- hæf, eins og ekki sé gert ráð fyrir því að böm hafi gaman af fjölbreyttum tónlist- arstefnum. Það er einmitt þetta lag og það næsta á eftir „Óskaðu þér“ sem er með salsa- sveiflu, sem heilluðu unga hlustandann fyrst. „Kmmmavísur“ sem Aðalsteinn Ásberg syng- ur koma næst og svo „Lobbukvæði", skemmti- legt lag með sérlega fyndnum texta, a.m.k. fannst áðumefndum ungum félaga mínum mjög fyndið að heyra um að þau ætu „ ... illa lyktandi ullarsokk, andrésblöð og spunar- okk...“ ásamt öðram. „Undarlegar verur“ er sjöunda lag disksins um rómantíska risa- fiskinn, frekjuljónið sem þarf að passa og skjaldböku í skíðaferð. „Hestur og kerra“ og „Sjö, níu, þrettán!“ koma þar næst. í því síð- arnefnda segir af margs konar hjátrú og hvernig maður getur leyst álögin sem fylgja, t.d. ef maður brýtur spegil og vill forðast sjö ára ógæfú, þágetur maður „ ... “. Næst flyt- ur Aðalsteinn Ásberg „Draugaromsu", nokkurs konar þulu og síðan er það kvæðiV Jónasar Hallgrímssonar „Sáuð þið hana systur mína“ en Aðalsteinn samdi nýtt og fjöragt lag við kvæðið og var það valið bamalag Ríkisútvarpsins á síðasta ári. Lokalag plötunnar er „Vögguvísa handa pabba“, rólegt lag og mjög vel sungið hjá Ónnu Pálínu. Hulstur disksins er afar vandað og vel hannað af Hlyni Helgasyni, með fjölmörgum myndum eftir Sigrúnu Eld- járn, sem bregst ekki bogalistin frekar en fyrri daginn. Það er ekki síður áhugavert fyrir krakkana að sitja með umslagið og láta lesa fyr- ir sig (eða lesa sjálfir) textana sem era margir mjög fyndnir og vel heppnaðir. Þeir innihalda ýmis orð sem krakkar eru ekki vanir að heyra og era þeir þannig málörvandi og eins tekst Að- alsteini Ásbergi að bulla texta, líkt og krakkar^ gera, án þess að þeir verði eitthvað tilgerðar- legir. Rödd Önnu Pálínu er mjög aðlaðandi og flutningur allur til fyrirmyndar, enda eintómt fagfólk sem vinnur að plötunni með þeim. Tónlistin er ekkert endilega frumleg enda snýst þetta ekki um það. Hér er tónlist flutt af virðingu við böm, flytjendurnar setja sig í þeirra ævintýraheim án nokkurs rembings. Það er óhætt að mæla með þessum diski fyrir börn á öllum aldri, þetta er líka diskur sem við full- orðnu ættum að hafa gaman af og gefur forvera sínum, Berrössuð á tánum, ekkert eftir. íris Stefánsdóttir d® Frumsýning SRKw v v §3sr -fókus aTis EDDIE MURPHY er KLUMPARNIR kl. 6, 8 og 10. mán. HARRISON FORD MICHELLEP FEIFFER WHAT LIES BENEATH POIBY | Simi 462 3500 • Akureyri • www.nell.is, bprgarbio RÁDHÚSTORGI ★ ★★ SV“>. samfilm.is CtlNT.fAST»OOU-IO.VIMY UU(j.vn DONAl 1> K SMfmlM* swaaiiP tM.nawr-NVJAflfc! Keflavik - simi 421 1170 - samfilm.is Frumsýning EDDIE MURPHY er KLUMPARNIR fyrir alla fjölskylduna. staðar hefur slegið i gegn. Vönduð islensk talsetning með leikurum á borð við Hilmir Snsr, Ladda og Ingu Mariu Valdimarsdóttur. Mynd sem allir verða að sjá. Sýnd kl. 2. ísl. tal. Vit nr. 144.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.