Morgunblaðið - 12.11.2000, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.11.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2000 11 Morgunblaðiö/Golli fyrir austan, en geri þær það, telja þeir hins veg- ar engum vafa undirorpið að þeir séu á undan Vestlendingum „í röðinni“ ef svo má segja og því verði þess vegna ekM tekið þegjandi ætli menn að hafa áhrif á það með einhverjum hætti. Verður að róa þegarfiskast „Það ber nýrra við þegar við stöndum allt í einu frammi fyrir því að fyrirtæki sýnir áhuga á svo aukinni framleiðslu og orkukaupum eins og Norðurál hefur nú gert,“ segir Sturla Böðvars- son, samgönguráðherra og þingmaður Vestur- lands, um stækkunaráformin á Grundaitanga. Hann eins og margir viðmælenda Morgunblaðs- ins telja að málið sé snúið með tilliti til þeirrar vinnu sem stendur yflr vegna Reyðarálsverkefn- isins, en þingmaður Vesturlands, eða hins nýja Norðvesturkjördæmis, telur að allt kapp eigi að leggja á að sinna erindi Norðurálsmanna fljótt og vel. „Við hljótum að skoða slíkt boð mjög vandlega, ekki síst í Ijósi óvissunnar um áformin á Austur- landi. Það er alveg ótvírætt í mínum huga að reynt verði að ná samningum um þessa stækkun á Grundartanga," segir hann. Sturla segir að allar aðstæður á Grundartanga séu mjög hagstæðar til frekari stækkunar ál- versins, t.d. með tilliti til hafnarmannvirkja. „Sem þingmaður Vesturlands legg ég mikla áherslu á að reynt verði að verða við þessum ósk- um, ef nokkur kostur er. Þetta er auðvitað spurn- ing um raforku og afhendingu hennar. Það er engum blöðum um það að fletta að fyrir allt suðvestursvæðið hefur þetta heilmikla þýðingu. Þetta er að mínu mati þvílíkt tækifæri að ein- hverjar sérstakar aðstæður þurfa að koma til hjá Landsvirkjun til að ekki verði gengið til samn- inga. Það verður að róa þegar fiskast." Með peninga í vasanum Annar þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Vest- urlandskjördæmi, Guðjón Guðmundsson, tekur í sama streng og Sturla. Hann telur ekkert áhorfs- mál að ganga eigi undir eins tál viðræðna við Norðurál af fullri alvöru. „Það er nú þannig með þessi stóriðjumál að um áratugaskeið höfum við Islendingar leitað eftir aðilum sem tilbúnir eru að fara út í slíkar framkvæmdir, oft með litlum árangri þótt á því séu nokkrar undantekningar. Nú er hins vegar aðili tilbúinn í þessar framkvæmdir og með pen- ingana í vasanum. Þess vegna hljótum við að ganga til þessara viðræðna í fullri alvöru og stefna að samningum sem fyrst,“ segir hann. Guðjón bendir á að hér sé um íslenskt fyrir- tæki að ræða sem hafí farið einkar vel af stað í sínum rekstri og sé í góðum friði við sitt umhverfi á Grundartanga. Guðjón, sem er varaformaður iðnaðamefndar Alþingis, telur ekki að áformin á Grundartanga þurfi að hafa bein áhrif á Reyðarálsverkefnið fyr- ir austan, staða þessara tveggja verkefna sé svo ólík. „Við eigum auðvitað að grípa gæsina þegar hún gefst. Það hefur ekki gengið svo björgulega að eiga við þessi stóriðjufyrirtæki í gegnum tíð- ina og samskiptin við Hydro fyrir austan eru með þeim hætti að enn er ekkert fast í hendi. Auð- vitað vonar maður að Austfirðingar fái sína stór- iðju, en þetta liggur nánast á borðinu og menn eru tilbúnir," sagði Guðjón ennfremur og kvaðst myndu beita sér í þessu máli, enda hefði hann á sínum tíma verið ötull talsmaður þess að semja við Columbia Ventures um starfsemina hér á landi. „Menn hljóta að geta sameinast um að sinna þessu erindi með jákvæðum hætti. Það er skylda okkar stjómmálamanna, að mínu mati,“ sagði hann. Eykur með mönnum bjartsýni Hinn ráðherra Vesturlands, Ingibjörg Pálma- dóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, segir að áform um stækkun Grundartangaverksmiðjunnar auki með mönnum bjartsýni á öllu atvinnusvæðinu. Ingibjörg segist hafa fylgst vel með stóriðju- framkvæmdum á þessu svæði allt frá árinu 1976 og þær hafi verið geysileg lyftistöng, ekki aðeins fyrir heimabæ hennar, Akranes, heldur einnig Borgarfjörðinn og í raun Vesturlandið allt. Hún bendir jafnframt á að engar þær hrakspár sem settar vom fram, fyrst um jámblendiverksmiðj- unaog síðar álverksmiðjuna, hafi ræst. „Óskir Norðuráls em komnar í ákveðinn far- veg og ég sé ekki að þær trufli á neinn hátt aðrar hugmyndir um framkvæmdir á Austurlandi. Það er mín skoðun að þessi tvö mál eigi ekkert að þurfa að rekast á,“ segir hún. Ingibjörg nefnir ennfremur að það sé áberandi hversu mál þetta njóti mikils stuðnings sveitar- stjómarmanna á Vesturlandi, mun meiri stuðn- ings en þegar hugmyndir um stóriðju Norðuráls á Grandartanga komu fyrst til umræðu fyrir fá- um áram. „Þetta er geysistór framkvæmd sem kemur nokkuð óvænt upp á borðið. Við hljótum að taka henni fagnandi. Um leið á ég þá ósk ekki aðeins fyrir Austfírðinga heldur allt þjóðarbúið, að af framkvæmdunum verði á Austurlandi. Þar hefur mikið og mMvægt starf verið unnið til að svo megi verða.“ Stjómvöld milli steins og sleggju Ekki fer á milli mála að þingmönnum Vestur- lands hugnast vel að bæta við atvinnustarfsem- ina í kjördæminu. Heimildir Morgunblaðsins herma þó að fregnimar hafi sett ugg að mörgum annars staðar á landinu, ekki síst vegna þeirrar biðstöðu og óvissu sem einkennt hefur málefni Austurlands í samhengi stóriðjunnar um nokkra hríð og nýrra fregna um aukið atvinnuleysi á ísland tæki forystu meðal þjóða Evrópu í álframleiðslu Framleiðsla áls í heimin- um fer stöðugt vaxandi. Aukningin milli ára er mismikil, en undanfarin ár hefur hún verið frá 2,5% og upp í 4,5%, að því er fram kemur í IS AL-tíðindum. Árið 1996 voru framleidd í heiminum 18.639 þúsund tonn af áli en árið 1999 voru framleidd 20.655 þúsund tonn. Ef síðari hluti þessa árs verður eins og sá fyrri verður heildarframleiðsla ársins 2000 ríflega 21 milljón tonna, sem er ríflega 13% meiri framleiðsla en árið 1996. Engar vísbendingar eru um að framleiðslan dragist saman á næstunni og útlit er fyrir að framleiðslugeta ál- vera í heiminum verði tæpar 23 milljdnir tonna í árslok 2002. Alls eru um 150 starfandi álver í heiminum. Tvö stærstu álverin eru í Rúss- landi, í Krasnoyarsk og Bratsk, og er framleiðslugeta hvors um sig um 800 þúsund tonn á ári. Alverið í Straums- vík er í 66. sæti yfír stærstu Heimsframleiðsla á áli 1996-2002 Engar vlsbendingar eru um að fram- leiðsla á áli dragist saman á næstunni og útlit er fyrir að framleiðslugeta álvera í heiminum verði tæpar álver heimsins, næst á eftir Century Aluminium í Rav- enswood í Bandaríkjunum og næst á undan Aluminium Essen í Þýskalandi. Álver Norðuráls á Grundartanga er hins vegar í 124. sæti, en það mun klifra listann nokk- uð strax næsta vor þegar framleiðslugetan verður orðin 90 þúsund tonn og gangi öll stækkunaráform eftir kæmist álverið á lista yfír 40 stærstu álver heims. Athyglisvert er í þessu samhengi, að gangi allar hugmyndir um upp- byggingu áliðnaðar hér á landi eftir, er útlit fyrir að strax árið 2010 - eftir ára- tug - hafi Islendingar tekið sér sæti við hlið Norðmanna sem stærstu álframleiðend- ur íEvrépu. Ákveði eigendur álvers- ins í Straumsvík svo ofan i kaupið á næstu árum að auka sína framleiðslu, eins og viðmælendur Morgun- blaðsins gera margir skóna, kemur upp sú athyglisverða staða að Island verður stærsti framleiðandi áls í Evrópu. Sú staða gæti jafn- vel verið komin upp eftir áratug, aðeins tæpri hálfri öld eftir að fyrst var farið að framleiða ál hér á landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.