Morgunblaðið - 12.11.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.11.2000, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR12. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ISLANDOGALI Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Kemur ekki til greina að fresta framkvæmdum á Austurlandi Valgerður Sverrisdóttir, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, telur alls ekki hægt að meta sem svo að stóriðjustefna stjómvalda sé í uppnámi vegna þeirrar stöðu sem komin er upp. Hún segir að upp sé einfaldlega komið verkefni sem verði að fást við á ákveðinn hátt á næstunni. „Þetta byggist vitanlega á því að unnt sé að útvega nægilega orku og um leið að haga málum með þeim hætti að ekki stefni öllu í óefni hér í þjóðfélaginu hvað of- þenslu varðar. Ég vil alls ekki tala um neitt uppnám í þessu sambandi og finnst miklu frekar ánægjulegt að fyrir hendi skuli vera þetta mikill áhugi á að fjárfesta hér.“ Valgerður segir að meðan á við- ræðum ráðuneytisins við Norðurál um yfirstandandi stækkun álvers- ins á Grundartanga stóð hafi kom- ið í ljós skýr vi(ji forráðamanna fyrirtækisins til enn frekari stækkunar. Hún viðurkennir hins vegar að svo mikil stækkun- aráform hafi komið sér á óvart: „Þetta stórt álver á svo skömmum tima. Það var heldur meira en ég hafði reiknað með,“ eins og hún orðar það. Er ekki rétt metið að spenna sé komin í málin í ljósi svo mikilla stækkunaráforma, einkum þegar haft er í huga að Austfirðingar telja sig vera á undan öðrum landshlutum í röðinni, ef þannig má að orði komast? „Þcir eru ekkert hálfpartinn á undan í röðinni, það er staðreynd sem liggur fyrir að við höfum undirritað ákveðna yfirlýsingu sem kveður á um samstarf við Reyðarál. Við hlaupum ekki frá því þótt málefni Norðuráls séu nú komin í ákveðinn farveg hér í ráðuneytinu, eins og eðlilegt er. Ég veit því ekki betur en að ánægja sé með það.“ Ráðherrann upplýsir að emb- ættismenn úr ráðuneytinu hafi átt viðræður við Landsvirkjun vegna þessa máls, en málið sé hins vegar ekki komið á það stig að þurfi að taka ákvarðanir af nokkru tagi. En kæmi til greina að fresta með einhverjum hætti fram- kvæmdum á Austurlandi til þess að koma fyrir stækkun verksmiðj- unnar á Grundartanga? „Nei, það kemur ekki til greina." Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. „Það væri í hæsta máta óeðlilegt ef Landsvirkj- un svarar ekki hvort unnt sé að afhenda þeim nægilegt rafmagn innan þessara tímamarka. Jafn eðlilegt er að fólk fyrir austan upplifi þetta sem einhvers konar ógnun, enda fer mjög í taug- amar á fólki hversu duglegar sjálfskipaðar her- sveitir manna eru við að berjast gegn hvers kyns fyrirætlunum í atvinnumálum á Austurlandi, þótt þær á sama tíma virðist hafa minni áhyggjur af framkvæmdum annars staðar á landinu.“ Sýnir Hydro að þeir eru ekki einir í heiminum Ambjörg segir hins vegar ekki óeðlilegt að Austfirðingar séu orðnir þreyttir á umræðunni, miðað við „alla þá óskapa hörmungar sögu sem stóriðjumál hafa verið fyrir austan", eins og hún orðar það. Hún telur jafnframt, og tekur þar undir með fleimm, að nýjustu tíðindi geti orðið til þess að ýta á Norsk Hydro. „Þetta sýnir Hydro að þeir era ekkert einir í heiminum," segir hún. Sjálf segist hún alls ekki upplifa áformin á Grandartanga sem ógnun við Reyðarálsverkefn- ið. „Það er ekki sama raforkuframleiðsla sem á að þjóna þessum áformum, komi þau til fram- kvæmda," segir hún, en leggur þó áherslu á að farið verði gætilega að, því lfldega lendi fram- kvæmdir saman á einhveijum tímapunkti með tilheyrandi þensluáhrifum. Hún telur þó að vel eigi að vera hægt að raða málum þannig að framkvæmanlegt sé, einkum ef forsvarsmenn Norðuráls eru reiðubúnir að áfangaskipta með einhveijum hætti stækkun ál- versins á Grandartanga. Mikið lagt undir í baráttunni Þorvaldur Jóhannsson, framkvæmdastjóri SSA, segir að fólk á Austurlandi sé orðið mjög óþreyjufullt eftir niðurstöðu í stóriðjumálunum. „Næsta ár eða fram að ákvarðanatöku verður okkur ákaflega erfitt meðan niðurstaðan liggur ekki fyrir. Þetta ástand hefur verið erfítt og deg- inum ljósara að þetta verður enn erfiðara,“ segir hann. „Við verðum hins vegar að bíða og vona það besta.“ Þorvaldur er einn leiðtoga Framsóknarflokks- ins á Austurlandi, en engum blandast hugur um að stjómvöld og þá sérstaklega Framsóknar- flokkurinn hafa lagt mikið undir í baráttunni um stóriðju og virkjanir á Austurlandi. Höfuðpaur- inn í þeirri baráttu hefur verið formaður flokks- ins, Halldór Ásgrímsson, sem jafnframt er fyrsti þingmaður Austurlands og um árabil verið einn helsti leiðtogi fjórðungsins. Greinilegt er að hann er meðvitaður um viðkvæma stöðu mála, því á fundi með flokksbróður sínum Jóni Kristjáns- syni í Egilsbúð á dögunum í tilefni kjördæma- viku barst talið einu sinni sem oftar að stóriðjum- álunum. Blaðið Austurland skýrir frá fundinum 2. nóvember sl. og í frásögn blaðsins kemur m.a. fram að Halldór hafi rakið í fáum orðum ýmis mál og sagt að fréttir af landsbyggðinni ein- kenndust af neikvæðni í garð hennar. Hann tók það tfl dæmis að talað væri um Reyðarál í allt öðram og neikvæðari tóni en Norðurál. Um álverið sagði hann að það yrði mikið áfall ef ekki yrði af álversframkvæmdum, bæði fyrir hann persónulega og íjórðunginn. Athyglisvert er í þessu samhengi að geta þess að með breyttri kjördæmaskipan tilheyrir Höfn í Homafirði, heimabær Halldórs Ásgrímssonar, ekki lengur Austurlandi, heldur hinu nýja Suður- kjördæmi. Norðurland eystra og Austurlands- kjördæmi mætast í nýju Norðausturkjördæmi og þar er ekki ólíklegt að leiðtogi framsóknar- manna verði iðnaðarráðherra, Valgerður Sverr- isdóttir frá Lómatjöm. Reyðarálsverkefnið heyrir því nú undir hennar nýja kjördæmi. Fjárfestamir halda ótrauðir áfram En bendir eitthvað til þess að áform Norðuráls hafi áhrif á fyrirætlanir Norsk Hydro varðandi Reyðarálsverkefnið? Svo virðist ekki vera, því ráðamenn Norsk Hydro og Hydro Aluminium segja að ósk Norðuráls um stækkun breyti engu um áform þeirra varðandi álver í Reyðarfirði. Þetta kom fram á fundi með starfsmönnum ál- versins í Aardal í Noregi á dögunum, að því er greint er frá á heimasíðu Reyðaráls, fyrirtækis Hydro og íslenskra fjárfesta. Þar segir að aðal- trúnaðarmaður starfsmanna hafi sagt á fundin- um að Columbia Ventures vildi stækka álver sitt á íslandi nú þegar. Hydro Aluminium hefði þar með fengið samkeppni og hann spurði hvort þessi tíðindi hefðu einhver áhrif á fyrirætlanir norska fyrirtækisins á íslandi. Hann spurði jafn- framt hvort hugsast gæti að Hydro Áluminium notaði fjármunina frekar til uppbyggingar í Nor- egi, til dæmis í Aardal þar sem er gamall ker- skáli. Eivind Reiten, forstjóri Hydro Aluminium, svaraði fyrirspuminni og sagði að fyrirtækið hefði enga samkeppni fengið á íslandi. Álver Columbia Ventures væri á Suðvesturlandi en nýtt álver yrði reist á Austurlandi, ef af yrði. Hydro Aluminium myndi því halda sínu striki með verkefnið. Mikil einföldun að segja Norðurálsmenn tilbúna Geir A. Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Hæfis og stjómarformaður Reyðaráls, telur heldur ekki að fyrirætlanir Norðuráls hafi áhrif á þá vinnu sem stendur yfir vegna Reyðarálsverk- efnisins. Hann telur hins vegar mikla einföldun að segja Norðurálsmenn tilbúna með peninga meðan allt sé í óvissu eystra. „Þetta er mikfl ein- földun og málum er í raun öfugt farið,“ segir hann. „Við vinnum um þessar mundir eftir ákveðinni áætlun og hluti af henni felst í mati á umhverfis- áhrifum virkjunar og álvers á Austurlandi. Þetta er heilmikið ferli sem gert er ráð fyrir að ljúki næsta sumar. Mér sýnist hins vegar ljóst að áform Norðuráls krefjist umfangsmikilla virkj- unarframkvæmda á Suðurlandi, framkvæmda sem ekki verður ráðist í án undangengins um- hverfismats. Slík vinna er ekki hrist fram úr erminni eins og dæmin sanna og tekur nokkum tíma. Við þetta bætist að svo mikil stækkun verksmiðjunnar á Grandartanga þyrfti einnig að fara í umhverfismat og þegar allt kemur tfl alls sýnist mér ljóst að þessi stækkun á Grandar- tanga verði alls ekki ákvörðunarhæf fyrr en eftir að við höfum tekið endanlega ákvörðun um Reyðarálsverkefnið, eða í byrjun árs 2002“ Geir telur með öðram orðum að ákvörðun um Reyðarálsverkefnið verði eftir allt saman tekin á undan endanlegri ákvörðun um stækkun álvers- ins á Grundartanga. „Ég tel þess vegna Jjóst að ákvörðun okkar, þegar að henni kemur, komi til með að hafa tals- verð áhrif á hvað verður, því fæstir held ég að mæli með því að ráðast í bæði þessi verkefni í einu,“ segir Geir. Jim Hensel, stjórnaiformaður Norðuráls Spurning um pólitískan vilja stjórnvalda Viðræður okkar við ís- lensk sljómvöld eru aðeins á byrjunar- stigj. Þess vegna get ég á þessu stigi málsins ekki fellt neinn dóm um þær,“ segir Bandaríkjamaðurinn Jim Hensel, stjórnaformaður Norðuráls, í samtali við Morgunblaðið. Hensel segist vera bjartsýnismaður að upplagi og því vonist hann eftir því að hugmyndir fyrirtækisins nái fram að ganga, en tekur jafnframt fram að fjölmargt sé á seyði hér á landi sem hvorki hann né fyrirtækið hafi nokkra stjóm á. „Við viljum að sjálfsögðu hafa nokkum gang / viðræð- unum, en við vitum líka að það er að ýmsu að hyggja. Eru stjómvöld almennt áhugasöm um slíkar fram- kvæmdir á okkar atvinnu- svæði? Getur Landsvirkjun útvegað þá orku sem þarf á tilsettum tíma og á verði sem eðlilcgt getur talist?" Aðspurður um túna- ramma stækkunaráfor- manna, þ.e. 2004, segist Hensel hafa heyrt þær gagn- rýnisraddir að um allt of knappan tíma sé að ræða. „Við teljum hins vegar að svo sé ekki. I óformlegum viðræðum okkar við Lands- virkjun komu fram óskir um að við settum hugmyndir okkar niður á blað og út- færðum þær nánar. Það höf- um við nú gert. Ég tel að Landsvirkjun sé tæknilega unnt að verða við óskum okkar innan þessa tíma- ramma. Þetta er því miklu fremur spuming um póli- tískan vilja stjórnvalda og orkuverðið, hvort það er eitthvað sem við getum sætt okkur við.“ Hensel segist meðvitaður um fyrirætlanir Qárfesta fyrir austan, en hann telur alls ekki hægt að bera þessi tvö verkefni saman, né beina þeim hvom gegn öðm. „Við lítum svona á málin: Við emm íslenskt fyrirtæki sem átt hefur samskipti við stjómvöld hér á landi og Landsvirkjun og hefur í gildi ítarlegan fjárfestingarsamn- ing við þing og ríkisstjóm um starfsemi og framleiðslu hér á Iandi, framleiðslu á allt að 180 þúsund tonnum á ári. Við emm því að tala um út- víkkun á okkar starfsemi sem er auðvitað allt annar hlutur en hrein og bein upp- bygging frá grunni eins og stendur til að gera á Austur- landi. Hins vegar virðist sem svo að í hvert sinn sem við ræð- um þessi áform okkar við sljómvöld séu málefni Aust- urlands drjúgt umræðuefhi um leið.“ Ilensel segir hið pólitíska landslag hér á landi nokkuð frábmgðið því sem var árið 1995, þegar Kenneth Peter- son, eigandi Columbia Vent- ures, og fleiri forsvarsmenn fyrirtækisins, hófu viðræður sínar við fslensk stjórnvöld um starfrækslu álvers hér á landi. „Við nutum þá góðs af því að íslendingar vildu gjaman laða til sfn orkufrekan iðnað. Nú er hið sama uppi á ten- ingnum með annan aðila og annars staðar á landinu. En samskipti við þá aðila sem fyrir em á markaðnum verða að skoðast í ljósi þessa.“ Til umræðu kom á sfðasta ári að Columbia Ventures kæmi að stóriðjumálunum fyrir austan, en eftir skamm- ar viðræður var ljóst að ekk- ert yrði af þeim áformum. Hensel segir um þau mál Columbia Ventures að engar upplýsingar hafi verið um aðstæður á Austurlandi og því lítið til að by ggja á. Af þeim sökum hafi ekki verið hægt að kanna málin af neinni alvöru. „Okkur var fjáð að við- ræður stæðu yfir við aðra aðila og þau mál yrðu til lykta leidd áður en aðrir kostir væm teknir til skoð- unar.“ Kæmi til greina af ykkar hálfu að endurskoða þau mál seinna? „Allt er mögulegt. Ég geri ráð fyrir að stjórnvöld muni tala við okkur, komi sú staða upp að Hydro hætti við þátt- töku í verkefninu fyrir aust- an. Hvort við hefðum áhuga þá, er auðvitað allt annað mál.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.