Morgunblaðið - 12.11.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.11.2000, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR12. NÓVEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ menntum. Hann á góða æsku, er umkringdur fólki sem elskar hann, sem setur honum ramma en leyfir honum um leið að lifa í eigin hug- myndaheimi - með misgóðum af- leiðingum. Það er ekki skrítið þó maður með slíka barnæsku endi sem formaður sveitarstjórnar í heimabyggð sinni. Betri fulltrúa barna en Astrid Lindgren er ekki að finna í nor- rænum barnabókmenntum, en þess má geta að á hún á 93 ára af- mæli í bókasafnsvikunni. Er hægt að finna betri leið til að halda upp á afmæli þessa ástkæra rithöfund- ar en að bjóða þúsundum barna á öllum Norðurlöndum að hlusta á sögu úr einni af hennar vinsælustu barnabókum? Bækur hennar hafa verið þýddar á mörg tungumál og persónurnar í bókunum eru fyrir- myndir barna um allan heim,“ seg- ir í kynningu. Bókasöfn á Norðurlöndunum halda fast í hefðina og því hefst dagskráin í bókasöfnunum kl. 18, mánudaginn 13. nóvember, með því að öll rafljós verða slökkt, kveikt verður á kertum og lesið upphátt úr bókinni um Emil. 72 bókasöfn, bæði almennings- og skólabókasöfn um allt land taka þátt í bókasafnavikunni. Gluggasýn- ing í Sneglu Listhúsi KOLBRÚN Sigurðardóttir / KolSi hefur gengið til liðs við Sneglu list- hús, Grettisgötu 7. Af því tilefni stendur nú yfir gluggasýning á verkum hennar. Þar gefur að líta leirvasa sem allir eru unnir á þessu ári. Þeir eru unn- ir með blandaðri tækni ýmist hand- byggðir eða renndir. Kolbrún vinnur jöfnum höndum í málverk og leir. Hún lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla íslands 1995, að því loknu fór hún til fram- haldsnáms við Ungverska listiðnað- arháskólann í Búdapest og lauk þaðan mastersnámi vorið 1997. Að Sneglu standa 15 myndlistar- menn sem allir hafa lokið viður- kenndu list- eða hönnunarnámi. Þar gefur að líta verk af öllum stærðum og gerðum, unnin í mis- munandi listmiðla og er sjón sögu ríkari. Sýningunni lýkur 26. nóvember. Snegla er opin á virkum dögum kl. 12-18, og á laugardögum 11-15. Sýnmgar hefjast attur felef?skí dansflokkurinn Námskeið og fyrirlestrar í Opna Listhá- skólanum Fyrirlestrar Mánudaginn 13. nóvember kl. 15 flytur Margrét Blöndal myndlistar- kona og kennari íyrirlestur í LHI, Laugarnesi, stofu 021. Margrét útskrifaðist úr MHI 1993 og hélt þaðan til Bandaríkj- anna þar sem hún nam við Rutg- ers-háskóla í New Jersey. Hún hef- ur haldið einkasýningar í Bandaríkjunum og á íslandi og tekið þátt í fjölda samsýninga inn- an lands sem utan. Samfara mynd- listinni stundar hún kennslu í Myndlistaskólanum í Reykjavík og Listaháskóla íslands. í fyrirlestrin- um mun Margrét fjalla um eigin verk. Námskeið Leikhúsið í Kirsuberjagarðinum. Þjóðleikhúsíð frumsýndi undir lok október Kirsuberjagarðinn eftir AntonTsjekhov . Námskeiðið er tví- þætt. Þriðjudagskvöldið 21. nóvem- ber heldur Árni Bergmann rithöf- undur erindi um Kirsuberjagarðinn og höfundinn, en þriðjudagskvöldið 28. nóvember verða umræður um verkið og sýninguna ásamt að- standendum hennar en þá hafi nemendur séð sýninguna. Nemendur velja sér sjálfir sýn- ingardag en miðaverð er innifalið í þátttökugjaldinu. Fyrirlesturinn og umræðurnar fara fram í Listaháskóla Islands, Skipholti 1, stofu 113 og hefjast kl. 20. Þátttökugjald 4.000 krónur. Emil í Katt- holti á nor- rænni bóka- safnsviku NORÐURLÖNDIN efna nú í fjórða sinn til sameiginlegrar bókasafnsviku 13.-19. nóvember. Bókasafnsvikan „í ljósaskiptun- um“ er samvinnuverkefni norrænu félaganna og norrænu bókasafns- samtakanna. Verkefnið fær fjárstuðning frá Norrænu ráðherr- anefndinni/N ordbok. Um það bil 1.300 bókasöfn víðs vegar af Norðurlöndum, auk nokk- urra safna í Eystrasaltslöndunum, taka þátt í vikunni. Þemað á bóka- safnsviku ársins 2000 er: Norræn börn. Með því er athyglinni beint að tengslum barnsins við umheim- inn, við vini, fjölskyldu og aðra fullorðna. Eins og fyrri ár er valinn ákveð- in bókartexti sem lesinn verður upphátt á sama tíma í bókasöfnum um öll Norðurlönd. Áður hafa ver- ið lesnir textar úr Egils sögu Skallagrímssonar, Ormi rauða, Rottunni í Pizzunni og Kalevala. Bókartexti ársins er tekin úr bók Astrid Lindgrens: „Ný skammarstrik Emils í Kattholti" blaðsíðu átján, í kaflanum „Laug- ardagurinn 28. júlí. Þegar Emil hvolfdi deiginu yfir föður sinn og tálgaði hundraðasta spýtukarlinn". Fulltrúi glaðra og frjálslegra barna „Emil er fulltrúi allra þeirra glöðu og frjálslegu barna sem fínna má í flestum norrænum bók- Hringferð um Heimaey ÚR SUMARSÆNUM, Vestmanna- eyjabók heitir nýutkomin bók eftir Olafíu Ásmundsdóttur. Bókin inni- heldur myndir Ólafíu og sonar hennar, Ásmundar Ingasonar, frá Vestmannaeyjum og texta við myndirnar og formála eftir Ólafíu, en textarnir og formálinn eru birt- ir í bókinni á þremur tungumálum, íslensku, ensku og þýsku. I stuttu spjalli við Ólafíu kom fram að bók- in er í raun óður hennar til æsku- stöðvanna í Vestmannaeyjum og þá ekki síður til fegurðarinnar sem umvefur eyjarnar að sumarlagi. „Nokkur undanfarin ár hef ég átt mér þann draum að búa til ljós- myndabók um Vestmannaeyjar, þar sem ég er fædd og uppalin, og gera þannig hinni undurfögru og fjölbreyttu náttúru eyjanna nokk- ur skil,“ segir Ólafía Ásmundsdótt- ir. „Að lokum var þessi hugmynd orðin svo ágeng að ég snaraði mér inn í Ijósmyndavörubúð, keypti góða myndavél, hengdi hana um hálsinn og flaug út í Eyjar með fyrstu ferð. Ásmundur sonur minn tók einnig nokkrar myndanna. Nú hefur bókin orðið aö veruleika og hefur hlotið nafnið Úr sumarsæn- um en titilinn tek ég að láni úr ljóði Ása í Bæ „Heima“ sem margir kannast við. Ási var frábært skáld og ljóðin hans eru dýrt kveðin. Við Vestmannaeyingar erum lánsamir að hafa átt svona gott skáld, í rauninni okkar eigið „ættjarðar- skáld“. Hann hefur ásamt Oddgeiri Kristjánssyni átt mikinn þátt í að samcina Vestmannaeyinga og auka með þeim ást á eyjunum. Lög þeirra og Ijóð kunna allir Eyja- menn og þau sameina þá á góðum stundum.“ Þannig að það hefur ef til vill vakað fyrir þér með myndunum að lýsa ást þinni og aðdáun á eyjun- um? Það vakti aðallega fyrir mér að lýsa fegurðinni og leyfa öðrum að njóta þess með mér hversu mikil fegurðin er þarna úti og í leiðinni gera æskustöðvunum skil og kannski í leiðinni skrifa mig frá þeim. Ég yfirgaf eyjarnar þegar ég var tvítug en hef farið þangað á hverju einasta ári síðan, svo djúpar eru ræturnar. Þetta hef- ur togað í mig svona sterkt, þetta litla land þarna úti. For- eldrar mínir voru báðir fæddir úti í Eyjum og voru mikil náttúrubörn. Móðir mín dó þegar ég var lítil og móðurfólk Ólafía mitt tók mig að sér Ásmundsdóttir og þetta var mikið náttúrufólk, sjómenn og íþrótta- menn. Ég fékk að vita öll örnefni eyjanna löngu áður en ég fór í skóla. Örnefnin léku á vörum fjöl- skyldu minnar, fólkið var svo ná- tengt náttúrunni í þá daga.“ En hvað varð til þess að náttúru- barnið heillaðist af Ijósmyndun? „Ég hef aldrei verið ljósmyndari en hef þó alltaf tekið myndir. Það er gaman að velta þvf fyrir sér hvað er ljósmynd og hvað ekki og myndirnar í bókinni eru valdar með það fyrir augum að þær séu ljósmyndir. Ég byrjaði bara að taka myndir og valdi síðan það úr sem mér fannst vera ljósmyndir, en hugsaði ekki um það hvað væri á myndunum. Til þess að tengja saman myndirnar í bókinni er þeim raðað saman eins og um lítið ferðalag sé að ræða, hringferð um Heimaey um hásumartíð. Byrjað er við innsiglinguna inn Víkina, síðan haldið út á Eiði, niður á bryggju, upp á Skerslin og að Dal- fjalli. Eftir viðkomu í bænum er farið suður á Stórhöfða og þaðan austur á Eyju og út á Nýjahraun. Siðan koma fuglinn og fólkið í bænum við sögu og óveðrið á Stór- höfða, en það er þó bara gott veður á myndinni í bókinni. Ásmundur sonur minn fór í klettana og tók myndir þaðan, varð einhvers kon- ar áhættuljósmyndari á meðan á því stóð og á um fjórðung mynd- anna f bókinni." Mörg falleg og sér- kennileg hús í kaupstaðnum vekja at- hygli manns þegar maður flettir bókinni. „Já, ég tók myndir af húsum sem ég hélt að ég hefði gaman af og vöktu athygli mína. Hús sem mér fannst svolítið falleg og skemmtileg viðfangs. Þarna eru myndir af gamla húsinu sem ég ólst upp í, gamla barnaskólahúsinu og ráðhúsinu sem notað var sem sjúkrahús alveg fram yfir gos en þá var það gert að ráðhúsi." Manni virðist stundum sem Vest- mannaeyingar séu óvenjulega tengdir eyjunum sfnum. „Já, það er þannig með eyjabúa, Islendingar eru tengdir Islandi sterkum böndum og Eyjamenn Vestmannaeyjum. Einhversstaðar las ég það að eyjabúar hefðu mun sterkari bönd til heimahaganna en meginlandsbúar." Hvert ber þessi fegurðaróður þig? Hvar nemur þú staðar með orð og mynd í bókinni? „I Vestmannaeyjum blasir feg- urð náttúrunnar alls staðar við og fjölbreytnin er ótrúleg. Hraun, úf- ið nýtt og gamalt gróið, móberg slétt og mjúkt, fagurgræn grastó á fjallatoppum. Hamrar, víkur og vogar, úteyjar, urðir og sker brydduð hvítri biúndu brims með hafið allt í kring, næsta land í suðri er Suðurskautslandið. Húsin f bæn- um þjappa sér saman í leit að skjóli milli Heimakletts og Helgafells, Dalfjalls, Háar og nýja hraunsins með Eldfell sem hæst ber í austri. Ferð okkar endar við Eiðið, kvöld- sólin hnígur í sæinn og litar himin og land, en gamli báturinn í slippn- um bíður eftir enn einni nótinni." Blái hnötturinn ÆFINGAR eru nú hafnar á barnaleikritinu Bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason sem verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu um miðjan janúar. í verkinu segir frá villibörnunum á bláa hnettinum sem eru algerlega frjáls og halda að lífið geti ekki orð- ið fallegra og skemmtilegra. En þegar geimskrímsli lendir þar og kennir börnunum að fljúga, upphefst ótrúlegra ævintýri en nokkurt þeirra hefði getað grun- að. Þetta er verðlaunaleikrit úr leikritasamkeppni Þjóð- Morgunblaðið/Golli í Þjóðleikhúsinu leikhússins sem fram fór sumarið 1999 í tilefni hálfrar aldrar afmælis leikhússins. Verkið kom einnig út á bók og hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin 2000. Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson. Tónlist: Múm. Leikmynd og búningar: Axel Hallkell. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Leikendur: Inga María Valdimarsdóttir, Atli Rafn Sigurðarson, Kjartan Guð- jónsson, Guðmundur Ingi ÞorvaldsSon, Bjarni Haukur Þórsson, Marta Nordal, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Linda Ásgeirsdóttir, Valur Freyr Einarsson o.fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.