Morgunblaðið - 12.11.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.11.2000, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Bandaríkjamenn eru framarlega í heiminum hvað varðar umhverfislöggjöf. Samkvæmt henni er réttur einstakl- ingsins til að hafa áhrif í þeim málum víðtækur. Hér á landi hefur hins vegar ekki verið hægt aö vefengja réttmæti ákvaröana á sviói virkjana, vegalagningar eða annarra mannvirkja úti í náttúrunni nema eiga persónulegra hags- muna aö gæta. Hildur Einarsdóttir ræöir viö Katrínu Theódórsdóttur sem stundar nám í umhverfisrétti í New York. Presslink/RAX Miklugljúfur í Bandaríkjunum og Dimmugljúfur á íslandi - tvær náttúruperiur. Auðvelt að krefjast umhverfismats Morgunblaðlð/Ásdís „Virkt aðhald almennlngs { umhverfismálum er fyrirbyggjandl," seglr Katrín Theodórsdóttir lögfræðlngur sem stundar nám! umhverfisrétti f New York. KATRÍN Theódórsdóttir lög- fræðingur lauk nýlega mastersprófi í alþjóða- og samanburðarlögum frá San Fransisco-háskóla. Meðan á náminu stóð kviknaði áhugi hennar á umhverfisrétti og ákvað hún að sérhæfa sig í honum. Nú stundar hún nám í almennum um- hverfisrétti við PACE-háskólann í New York. Fannst okkur forvitnilegt að fá að heyra hvemig Bandaríkja- menn hafa búið í haginn í umhverfis- málum en þeir voru meðal fyrstu þjóða til að lögfesta ákvæði er lúta að umhverfinu á áttunda áratugnum. „Hluti af námi mínu í alþjóðalög- um var bandarískur umhverfisréttur og vakti það athygli mína hve Banda- ríkjamenn eru framarlega í heimin- um hvað varðar hugmyndir og lög- gjöf á þessu sviði en í upphafi áttunda áratugarins voru þeir komn- ir með mjög framsækna löggjöf á sviði lofts, lands og lagar. Það sem er sérstakt við löggjöfina er að hún nær til alls landsins en í Bandaríkjunum er mikil togstreita milli þingsins og fylkjanna sem eru ófus að gefa löggjafarvald sitt eftir,“ segir Katrín og útskýrir andrúmsloftið sem ríkti á þessum tíma í Bandaríkjunum og gerði það mögulegt að lögfesta svo víðfeðmar reglur án mikilla átaka. „Á þessum árum voru menn að vakna til vitundar um sívaxandi mengun frá aukinni umferð og öflug- um iðnfyrirtækjum og fólk var með- vitaðra um ábyrgð sína en áður,“ segir hún. ,Andrúmsloftið var þrungið félagshyggju og fólk var til- búið til sameiginlegra átaka. Flestir eru sammála um að svona róttæka löggjöf væri ekki hægt að fá sam- þykkta nú. Flókln löggjöf Bandaríkjamenn voru með þeim fyrstu til að rannsaka mengun í and- rúmsloftinu og setja leyfileg meng- unarmörk, oft á tíðum mjög stranga staðla, sem lögin um takmörkun á mengun í andrúmsloftinu byggjast á. Öll umhverfislöggjöfin eru skráð lög sem hafa verið samþykkt af þinginu sem er undantekning í Bandaríkjun- um, þar eð löggjöfin er mótuð af dómstólum eins og í Bretlandi. Þetta er rammalöggjöf sem þingið hefur síðan falið stjómsýslunni þ.e. um- hverfisstofnunum að útfæra og framfylgja. Svo dæmi sé tekið um út- færslu laganna þá er í lögunum um takmörkun á mengun í sjó og vötn- um ákveðið að flokka vötnin með til- liti til framtíðamotkunar í drykkjar- vötn, vötn til sundiðkunar, veiðivötn og svo framvegis. Fylkin bera síðan ábyrgð á því að takmarkið náist. Bannað er að henda úrgangi í vötn, ár og læki en fylkin veita leyfi til los- unar og verða öll fyrirtæki með leyfi að fylgjast reglulega með ástandinu hjá sér með sýnatökum. Maður veltir því óneitanlega fyrir sér hver staðan væri nú ef Bandaríkjamenn hefðu ekki byijað að taka til hjá sér upp úr 1970 og sett sér ströng mengunar- mörk. Lögin um mengun í vötnum ná einnig til votlendis en þar hefur blað- inu verið snúið við varðandi fram- Umhverfisréttar- vemdin markvissari í Bandaríkjunum en víðast annars staðar ræslu mýra og er nú bannað að þurrka upp mýrar að viðlagðri hárri sekt og fangelsun. Þá hefur ákveðinn fjöldi dýra verið skráður á lista yfir dýr í útrýmingar- hættu samkvæmt lögum þar að lút- andi en sú löggjöf hefur reynst öflugt tæki til að koma í veg fyrir að ósnort- in landsvæði hafi verið tekin undir framkvæmdir því lögin vernda heim- kynni þeirra dýra sem á listanum eru. Ótakmörkuð ábyrgð á losun skaðlegs úrgangs Lögin um meðferð skaðlegra efna voru sett árið 1980 en þau kveða á um að menguð svæði skuli hreinsuð. Þau eru afturvirk þannig að fyrir- tæki, sem stóðu að losun hættulegra efna út í náttúruna meðan það var leyfilegt, sæta nú ábyrgð og verða annað hvort að hreinsa upp eftir sig sjálf eða greiða kostnað af hreinsun. Eitt aðalhlutverk umhverfisstofnan- anna er að leita að slíkum efnum og láta fjarlægja þau úr umhverfinu. Þeir sem verða uppvísir að losun hættulegra efna út í umhverfið bera sameiginlega ábyrgð án tillits til sak- ar. Það er að segja ef kemur á daginn að einhver þeirra er saklaus af ákæru um losun hættulegra efna eða hefur losað sig við minna magn af viðkomandi efni en þeir voru sakaðir um í upphafi þá verður fyrirtækið samt að taka jafnan þátt í kostnaðin- um en á endurkröfurétt á hina. Það hefur verið töluvert rætt um það í Evrópu að taka upp þessa reglu en menn eru hræddir við þjóðfélagsleg- an kostnað við hreinsunina. Það er hins vegar staðreynd að Band;iríkja- mönnum hefur tekist að hreinsa upp heilu landshlutana án þess að það hafi gert út af við þá fjárhagslega því efnahagurinn hefur sjaldan eða aldrei verið jafn góður allan þann tíma sem lögin hafa verið í gildi. Hafa verið að draga úr útgjöldum til mengunarmála í heiminum Þrátt fyrir glæsilega löggjöf er þó langt í frá að staðan í umhverfismál- um sé algóð í Bandaríkjunum. Katr- ín bendir á að á síðustu fimmtíu ár- um hafi Bandaríkjamenn gengið ótæpilega á óendurnýtanlegar, sam- eiginlegar orkulindir heimsins svo sem olíu og kol og því verið sú þjóð sem hafi mengað mest allra þjóða. ,Á síðustu árum hafa Bandaríkja- menn verið að draga úr útgjöldum til mengunarvama í heiminum og verið mjög tregir þegar komið hefur til þess að samþykkja alþjóðlegar til- lögur um mengunarvamir. Það er miður hversu lítið bar á umhverfis- umræðu í forsetakosningunum. A1 Gore hefur það á stefnuskrá sinni að efla ríkjandi landsréttarfyrirkomu- lag í umhverfismálum. Hann hefur barist fyrir aukinni verndun skóga og þjóðlendna meðan George Bush talar fyrir nýtingu á því sviði og vill efla skógarhögg í þjóðlendum og námugröft. Bush telur að umhverfis- málunum verði best fyrir komið hjá fylkjunum sjálfum og ekki sé ástæða eða þörf fyrir sameiginlegt átak þjóðanna varðandi loftmengun. Gore telur hins vegar að Bandaríkjamenn eigi að undirrita Kyoto bókunina um skuldbindingu þjóða til að draga úr loftmengun. Ralph Nader, foringi græningja er með ágæta umhverfis- stefnu. Hann hefur þá sérstöðu að vera að móta stefnu í umhverfismál- um sem kemur aldrei til með að verða að veruleika og talar því án ábyrgðar. Þá er það í Bandaríkjunum sem annars staðar að menn standa allt í einu frammi fyrir því að það er ekki nóg að beina spjótum sínum ein- göngu að fyrirtækjunum. Nú stafar umhverfinu mest ógn af mengun sem rekja má til lifnaðarhátta manna svo sem ýmissa efna sem notuð eru til heimilishalds, mikils úrgangs, tjöru og olíuleka á götum sem í rigningu renna úr í næstu ár og vötn eða safn- ast fyrir í jarðveginum. Snjómokstur á vetrum út í ár og vötn flytur einnig með sér mengun. Þjónustufyrirtæki eins og efnalaugar og bensínstöðvar falla undir þennan flokk. Talið er að ástæðan fyrir því hversu Banda- i L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.