Morgunblaðið - 12.11.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.11.2000, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, HALLDÓR KJARTANSSON, Hlíðarási 5, Mosfellsbæ, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðju- daginn 14. nóvember kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsam- legast bent á Oddssjóð á Reykjalundi. Kristín Vigdís Valdimarsdóttir, Valdimar Páll Halldórsson, Laurie Anne Berg, Bjami Ingvar Halldórsson, Lóa Björk Óskarsdóttir, Björk Halldórsdóttir, Dögg Halldórsdóttir, Emma Ashley Valdimarsdóttir. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, BENEDIKT ÞÓRÐUR JAKOBSSON, Meðalholti 19, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 14. nóvember kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er vinsamlega bent á Styrktarfélag vangefinna. Svandís Guðmundsdóttir, Bergur Benediktsson, Ragnhildur Þórarinsdóttir, Helgi Benediktsson, Kristin Helgadóttir, Sigurbjörn Benediktsson, barnabörn og barnabarnabarn. + Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærrar unnustu minnar, dóttur okkar, systur og bamabarns, BERGLINDAR EIRÍKSDÓTTUR, Borgarholtsbraut 38, Kópavogi. Sérstakar þakkir fær starfsfólk heimahlynningar Krabbameinsfélagsins. Guð blessi ykkur öll. Tómas Þorgeirsson, Ásdís J. Karlsdóttir, Eiríkur Bjarnason, Ingþór Karl Eiríksson, Bryndís Eiríksdóttir, Bryndís Eiríksdóttir, Ingiríður Daníelsdóttir. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, STEFANÍA Þ. ÁRNADÓTTIR, Ægisfðu 46, Reykjavík, lést þriðjudaginn 7. nóvember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 15. nóvember kl. 13.30. Guðrún Inga Bjarnadóttir, Ámi Þór Bjarnason, Ásdís A. Þorsteinsdóttir, Gunnar Viðar Bjarnason, María Elíasdóttir, Birgír Sveinn Bjarnason, Kristín Porter, Stefán Bragi Bjarnason, Iðunn Bragadóttir, barnabörn og systur. + Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, ARNBJÖRG EYSTEINSDÓTTIR, Vesturvallagötu 1, sem lést sunnudaginn 5. nóvember á hjúkrun- arheimilinu Droplaugarstöðum, verður jarðsung- in frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 14. nóvem- ber kl. 10.30. Jóhanna S. Sigurðardóttir, Baldvin Þór Grétarsson, Júlía Baldvinsdóttir, Arnbjörg Baldvinsdóttir. JÓN PÉTURSSON + Jón Pétursson fæddist í Mikla- garði í Eyjafjarðar- sveit 3. ágúst 1915. Hann lést á gjör- gæsludeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri 28. október siðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 2. nóvember. Látinn er uppáhalds- frændi minn og okkar allra í minni fjölskyldu, Jón Pétursson. Það er sárt að sitja heima veðurtepptur og geta ekki fylgt honum síðasta spöl- inn. Mér finnst ég hafa misst meira en frænda - líka bróður og jafnvel föður. Þegar ég var lítil telpa og hann ungur og ókvæntm- maður bjó hann á heimili foreldra minna og var okkur systkinunum sem besti bróðir. Jón var góðum gáfum gæddur. Hann stundaði nám við Héraðsskól- ann á Laugarvatni og mér er ekki grunlaust um að hugur hans hafi staðið til frekara náms, en það var ekki auðvelt í þá daga. Hann var vel lesinn og hafði áhuga á mörgu þar á meðal ættfræði og tók hann saman mikla ættarskrá á seinni árum. Jón hafði einhveija fegurstu rithönd, sem ég hef séð, og hélt henni fram á síðustu ár. Einnig var hann vel máli farinn og sagði skemmtilega frá. Hann var hraustmenni og varð sjaldan misdægurt. Þegar hann svo seinna kvæntist Auði Pálmadóttur, hinni ágætustu konu, æxlaðist það svo til, að þau keyptu húsið á Oddeyrargötu 23 sem var í næsta nágrenni við okkur. Þannig hélst vinskapurinn og sam- bandið áfram. Ekki minkaði sam- gangurinn þegar bömin fæddust, en Auður og Jón eignuðust sex mann- vænleg böm. Jón keyrði vömbíl á yngri ámm og á ég góðar minnmgar um ferðir, sem hann tók mig og systkini mín með sér í. Stundum kom hann með bláber handa okkur, þegar hann var að keyra austur fyrir Vaðlaheiði. Eg er oft að hugsa um það núna, þegar hann eftir erfiðan vinnudag keyrði að sandnámi, sem hann hafði aðgang að, og mokaði einn sandi með handafli á vömbílspaUinn. Fór kanski tvær til þijár ferðir að kvöldi til að drýgja tekjur heimilisins. Eg man eftir yndislegum ferðum í sum- arbústaðinn í Tjarnagerði við Leyn- ingshóla. Auður með litlu krakkana sína og Jón kom um helgar ef hann var þá ekki að vinna, sem oft var. Það era bjartar minningar sem koma fram í hug- ann á þessum tímamót- um tengdar fjölskyldu Auðar og Jonna. Aldrei bar skugga á vináttu þessara tveggja heimila. Þegar við flutt- um burtu frá Akureyri og komum þangað í frí á sumrin var alltaf pláss fyrir okkur, þrátt fyrir mannmargt heim- ili. En heimOi Jóns og Auðar var myndarlegt svoafbar. Þegar Ragnheiður dóttir þeirra starfaði sem flugfreyja bjó hún á heimili okkar Birgis í Kópavogi um tíma. Jón þekkti landið sitt vel og mundi ótrúlegan fjölda bæjamafna og ör- nefna. Hálendisferðir fór hann marg- ar og undi sér hvergi betur en þar. Seinni ár dvaldi hann stundum hjá okkur í nokkra daga og þá fómm við oft í sumarbústað okkar við Þing- vallavatn. Þar kunni hann vel við sig- .Ef við fómm í lengri ferðalög vakti það athygli okkar hvað hann var miklu fróðari en við um staðina og sveitimar á Suðurlandi. Auður, kona Jóns, lést 25. mars 1978 og var það honum mjög þung- bært. Eftir nokkur ár flutti hann í litla og fallega íbúð á Dvalarheimil- inu Hlíð á Akureyri, en íbúðina hafði hann út af fyrir sig. Þar undi hann hag sínum vel. Nú er enginn Jonni frændi, sem hringir á Þorláksmessu til að óska gleðilegra jóla. Nokkuð sem ég beið alltaf eftir, því þá vom jólin komin hjá mér. Við Birgir og fjölskylda okkar sendum bömum Jóns og fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur. Erla Júlíusdóttir. Elsku afi minn. Þær em ófáar minningamar sem hafa skotið upp kollinum síðustu daga frá samskiptum okkar í gegn- um tíðina. Minningar sem ná allt frá því að ég man fyrst eftir mér og þangað til við kvöddumst í síðasta sinn fyrir nokkmm dögum. Þá kvöddumst við á okkar hefðbundna hátt, væntanlega þess fullvissir að þessi kveðja væri á engan hátt frá- bmgðin öðmm. Annað var nær óhugsandi þar sem það lá svo dæma- laust vel á þér og mér fannst ég skynja meiri trú og vilja en oft áður til að takast á við það erfiða áfall sem þú hafðir orðið fyrir í sumar. Það var heldur ekkert skrýtið að það lægi vel Blómaskreytingar við öll tilefni Opið til kl. 19 öll kvöld Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins me^ þjónustu allan % % sólarhringinn. yyi? Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. á þér á þessum fallega haustdegi. Pálmi Geir var hjá þér fyrir og þið vomð að skiptast á sögum eins og svo oft þegar þú og móðurbræður mínir komuð saman. Sögum sem yfirleitt snemst um hið broslega í samskipt- um mannanna og einkenndust af sér- stæðu skopskyni og öðluðust líf með frásagnargáfunum. Minninguna frá þessari síðustu heimsókn minni til þín af mörgum geymi ég ásamt svo mörgum öðmm á sérstökum stað. Einu sinni þegar mamma var í heimsókn hjá þér niðrí Kaupfélagi leist þú út um gluggann og sagðir: „Nei, þama kemur hann Malli minn labbandi niður tröppurnar. Hann er alltaf brosandi þessi strákur“. Ætli ég hafi ekki verið nokkuð oft bros- andi gangandi niður Kaupfélags- tröppumar á leið í heimsókn. Fót- bolti frammi á gangi og jafnvel inni í stofu, feluleikir og kaffi, eða í okkar tilfelli mókk og kökur vom fastir liðir en í raun aðeins hluti af því sem var á boðstólum á efstu hæð Kaupfélags- ins því heimsóknimar til þín snerust um meira en leik. Þú varst þekktur fyrir að segja það sem þér bjó í bijósti og hafðir ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum líðandi stundar og hálf- velgja var eitthvað sem átti ekki upp á dekk, hvort sem var til orðs eða æð- is. Spumingar þínar vom margar hveijar áleitnar og kreljandi og oftar en ekki sem stóð á svari, sérstaklega varðandi kveðskap, en þér fannst það ekkert óeðlilegt. Mín kynslóð væri búin að vera svo lengi í skóla að það væri varla hægt að búast við því að við könnuðumst við kveðskap þekkt- ustu skálda landsins. Segja má að þú hafir verið óút- reiknanlegur. Varst ekki mikið fyrir að láta aðra ganga að einhverju sem sjálfgefnu þegar skoðanir þínar og viðhorf vom annars vegar. Eitt sinn spurðir þú mig og Robba frænda hvort við væmm famir að drekka. Eins og svo margar aðrar spurning- ar kom þessi eins og þmma úr heið- skím lofti og við Robbi horfðum hvor á annan um stund þangað til við stundum mjóróma: ,já, smá“. Það stóð ekki á svarinu: „Gott, annars verðið þið bara aumingjar“. Við höf- um oft hlegið að þessu því þama var þér rétt lýst, sérstæð viðhorfin sett fram á einfaldan og hreinskilinn hátt. Ég held að með sanni megi segja að allt þitt fólk hafi borið fyrir þér réttmæta virðingu. Hvað mig varðar hefur álit þitt alltaf skipt mig máli og ég er stoltur að geta sagst vera af „ Jónka Pé-slektinu“. Það gaf mér því mikið hversu mikinn áhuga þú sýndir námi mínu og starfi og í raun enn eitt dæmi um hvað þú varst óútreiknan- legur þegar þú tókst jákvætt í að koma með mér í flugtúr fyrir rétt rúmum tveimur ámm, þá áttatíu og þriggja ára. Ég vissi að þú værir flestum fróðari um landið en bjóst ekki við að þú kannaðist svona vel við þig úr lofti sem þú gerðir. Það virtist ekki vera neitt sem þú ekki vissir um þetta fallega land okkar sem þú barst svo sterkar taugar til. Nú á dögum, þegar tími stórfjöl- skyldunnar virðist liðinn, hljóta það að teljast mikil forréttindi að hafa notið jafn mikilla samskipta við þig eins og ég hef gert í gegnum árin. Ég vil þakka þér fyrir þau um leið og ég kveð þig með miklum söknuði. Hvíl í friði. Ingimar Ora. BANKASTRÆTI 4 SfMI 551 6690
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.