Morgunblaðið - 12.11.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.11.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2000 41 Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir alit og allt. (V. Briem.) Sóley Hallgrímsdóttir, Hinrik Freyr Hinriksson. Þá ert þú farin, Helga frænka mín. Þetta er svo sárt. Ég veit núna að þú varst búin að kveðja mig en ég hlustaði bara ekki nógu vel. Því ætla ég að kveðja þig núna. Þú hafð- ir trúna og trúðir sterkt en mér reynist það erfitt en ég er að segja sjálfri mér að þér líði vel og allt sé gott þar sem þú ert því þar átt þú svo sannarlega heima og eins og hún Herdís systir þín sagði svo réttilega þá ert þú ein af englum al- heimsins og henni ætla ég að trúa. Vertu sæl Helga mín og góða ferð. Þín frænka, Hekla. Birtu er brugðið í lífi Helgu Sör- ensen og dagarnir taldir. Misjafnt hlutskipti er okkur mönnunum ætl- að og hlutur Helgu var á tíðum afar erfiður. Helga var ein af þessum ógleym- anlegu mannvinum í samfélaginu sem aldrei líða úr minni. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að eignast Helgu að traustum og miklum vini á vordögum í fyrra. Einn daginn skálmaði Helga inn úr dyrum kosn- ingamiðstöðvar okkar og bauð fram krafta sína. Hún kryddaði tilveruna og var okkur hinum ljós í erli dags- ins. Helga var framúrskarandi greind og leiftrandi persóna og þeg- ar hlé varð á ágjöfunum, sem sá rammi sjúkdómur sem hrjáði hana kallaði yfir hana, nutu þessir eðlis- kostir hennar sín vel. Kynni af manneskju sem Helgu bæta og stækka þá sem vináttu og samskiptanna njóta. Hún var stór í sorgunum og hrífandi glöð í sigrun- um. Smámunir hversdagsins voru sem hjóm við hlið þeirra hluta sem raunverulegu máli skipta í lífinu. Ég þakka Helgu fyrh- þau allt of stuttu kynni sem við áttum og sendi að- standendum hennar samúðarkveðj- ur. Minningin lifir um góða mann- eskju. Björgvin G. Sigurðsson. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðarviðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka, Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Já, kallið er komið. Margs er að minnast, eins og segir í sálminum og margt er hér að þakka. í dag kveðjum við einn af englum al- heimsins, Helgu Sorensen. Við sem þekktum Helgu eigum minningar um hana sem eru okkur mikils virði og munu hjálpa til að varðveita minningu hennar. Minningar um glæsilega konu sem barðist lengi við erfiðan sjúkdóm. Minningar um konu sem fór ekki í felur með sjúk- dóm sinn og kenndi okkur margt. Minningu um konu sem átti auðvelt með að koma okkur til að hlæja með skemmtilegum sögum og bröndur- um. Með sárum söknuði vil ég með þessum orðum kveðja ástkæra frænku mína, þakka henni sam- fylgdina og hlýhug. Elsku Hinrik, Guðrún, Gísli Ragnar, Kristinn Karel og fjöl- skyldur. Elsku mamma, Haddi og Herdís. Sorg ykkar er mikil. Megi algóður Guð veita ykkur styrk og huggun. Guð blessi minningu Helgu. Elísabet St. Jóhannsdóttir og fjölskylda. GUÐBJORG GUÐMUNDSDÓTTIR + Guðbjörg Guð- mundsdóttir fæddist á Bíldudal 20. ágúst 1911. Hún lést á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar 20. október síðastliðinn. Guðbjörg var jarð- sungin frá Bfldu- dalskirkju 28. októ- ber. Gengin er mæt kona, Guðbjörg Guðmunds- dóttir frá Bíldudal. Langar mig að minn- ast hennar fáeinum kveðjuorðum. Það er margs að minnast frá liðnum árum og koma þá fyrst í huga mér öll þau góðu samskipti sem við áttum í kvenfé- laginu Framsókn á Bíldudal. Þar var hún ein sterkasta stoðin og alltaf tilbúin að leggja sitt af mörkum og rúmlega það. Eg veit að kvenfélags- konur á Bíldudal minnast hennar með þakklæti og virðingu og á út- farardaginn minntust þær hennar í verki eins og þeim einum er lagið. Þökk sé þeim. Guðbjörg var glæsileg kona og alltaf svo mikil reisn yfir henni og mikill myndarskapur í kringum hana. Eiginmaður Guðbjargar var Sig- urmundur Jörundsson skipstjóri, mikill dugnaðarmaður. Húsið sem þau hjónin byggðu sér stendur á fal- legum stað á Bíldudal, lítið fallegt hús sem alltaf var glansandi af hreinlæti og snyrtimennsku utan- húss sem innan. Húsið nefndu þau Sólbakka. Blóma- og trjágarðurinn umhverfis húsið var mjög fallegur. Margt var þar fallegra blóma sem Guðbjörg var alltaf að gefa af í aðra garða og naut ég þess í ríkum mæli sem og alls góðs frá henni alla tíð. Guðbjörg og Sigurmundur eignuð- ust sjö böm, sex dætur og einn son, sem flest hafa búið á Bíldudal og áttu þau fjölmarga af- komendur. Dætur þeirra hafa flestar ver- ið góðar og traustar fé- lagskonur í kvenfélag- inu Framsókn. Þegar ég bjó á Dalbraut 18 á Bíldudal bjuggu dætur þeirra, Erla og Stein- unn, sitt hvorum megin við mig í húsunum númer 16 og 20. Vorum við góðar vinkonur og mikill sam- gangur á milli heimilanna. Við áttum það allar sameiginlegt að vera mikl- ar áhugamanneskjur um garðrækt og hlúði Guðbjörg vel að þessum áhuga okkar og hvatti okkur óspart við garðræktina. Þegar komið er að kveðjustund er mér efst í huga þakklæti fyrir góðar stundir. Síðustu árin dvöldu þau hjónin á sjúkrahúsinu á Patreksfirði sökum heilsubrests og létust þar bæði í hárri elli, Sigurmundur í maí á síð- asta ári og Guðbjörg fyrsta vetrar- dag í ár. Södd lífdaga. Búin að ljúka miklu og góðu ævistarfi. Samúðar- kveðjur sendum við, ég og fjölskylda mín, til allra aðstandenda þeirra. Blessuð sé minning þessara góðu hjóna. Hvíli þau í guðsfriði. Sigríður Pálsdóttir frá Bfldudal. UNNUR SIGURÐARDÓTTIR + Unnur Sigurðar- dóttir fæddist í Bolungarvík 30. júlí 1919. Hún lést 30. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Neskirkju 7. nóvember. Hin langa þraut er liðin nú loksins hlaustu friðinn og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt er runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Elsku Gógó mín. Mig setti hljóða er ég frétti um andlát þitt, þó svo að þú værir orðin fullorðin og veikburða þá er ávallt til staðar söknuður og minningar sem rifjast upp við slík atvik. Ég átti því láni að fagna að kynnast þér og syni þínum, Sigurði Viggó, í gegn um samband okkar Björgvins, vinar ykkar. Af langri reynslu þinni um ævina varð ég ýmsu fróðari. Ég gleymi ekki, heldur geymi þær góðu minningar sem ég á um þig, ég geymi líka öll kortin og bréfin, sem þú sendir mér frá Bandaríkjunum, þegar þú dvaldir þar hjá syni þín- um, sem þú elskaðir svo heitt og ekki elskaðir þú minna Svandísi Unni, dóttur hans, enda voru þínar sælustundir, þegar þú fékkst litlu „dísina“ í heimsókn á Hagamelinn. Þegar ég bjó með Björgvini suður með sjó stóð heimilið þitt ávallt opið fyrir okkur, þegar við komum í bæinn. Þar áttum við margar góðar stundir saman við fallega arineldinn þinn, kertaljós og reykelsi og síðast en ekki síst gleymi ég aldrei þegar þú settir mig í drottninganáttslopp- inn þinn bláa, sem þú aldrei vildir nota sjálf. Ekki varst þú heldur að flýta þér þegar þú heimsóttir okkur á Suðurnesin, heldur dvaldir hjá okkur í nokkra daga í senn. Elsku Gógó mín, það eru svo miklu fleiri minningar sem fylla huga minn þegar ég rita þessar línur en ég ætla að láta þetta duga að sinni. Ég votta öllum ætt- ingjum og vinum mína dýpstu samúð og megi góður Guð styrkja þau í sínum söknuði og sorg. Hvíl þú rótt í faðmi Drottins og blessuð sé minning þín, elsku vin- kona. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Edda Eyfeld. HELGI ÞORLÁKSSON + Helgi Þorláksson fæddist i' Múla- koti á Síðu 31. októ- ber 1915. Hann lést á Droplaugarstöðum 18. október síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Langholts- kirkju 30. október. Mig langar að minn- ast Helga Þorláksson- ar í fáeinum orðum. Kynni okkar hófust þegar fjölskylda mín fluttist í Nökkvavog 21 en þar bjuggu þá Helgi og Gunnþóra með bömum sínum ásamt foreldrum Gunnþóra. Mikill samgangur var á milli fjölskyldn- anna og sambýlið einstaklega gott. Með mér og dóttur þeirra hjóna tókst mikill vinskapur enda ekki nema tæpt ár á milli okkar í aldri. Ekki spillti nú fyrir þegar uppgötv- aðist að skyldleiki var milU feðra okkar og við þar með orðnar frænk- ur. Ur Nökkvavoginum á ég afskap- legar ljúfar bemskuminningar og er það ekki síst vegna þessa góða sam- býlis við þau Helga og Gunnþóru. Helgi var einstaklega ljúfur og geð- góður maður og tók ólátunum í okk- ur Þóru af stöku jafnaðargeði þótt honum fyndist stundum ástæða til að siða dömurnar eilítið til eða skakka leikinn þegar upp á vinskapinn slett- ist. Af Helga stafaði ákveðinn virðu- leiki og hlýleiki sem gerði það að verkum að umvandanir hans dugðu alltaf þótt þær væru settar rólega fram en ákveðið. Helgi var því einn af föstu punktunum í bemsku minni, en þeg- ar við fluttum úr Nökkvavoginum 1971 og Helgi og Gunnþóra skömmu seinna hélst samt áfram sá vinskap- ur sem ríkt hafði með- an á sambýli okkar stóð og sambandið hélst þótt við færam sitt í hvora áttina og lengi vel var það venja að foreldrar mínir heim- sæktu Helga og Gunn- þóra í Akurgerðið á gamlárskvöld. Síðasta minningin sem ég á um Helga var þegar ég og móðir mín, ásamt yngri syni mínum, heimsóttum hann þar sem hann dvaldist á Borgarspítalan- um. Hann var þá nánast hættur að geta tjáð sig og var bundinn við hjólastól, en hlýjan sem skein úr augum hans var á sínum stað. Hann hafði sérstaklega gaman af að sjá son minn enda afskaplega bamelsk- ur. Sonur minn varð upprifinn af þessari heimsókn og spurði mildð um þennan mann á leiðinni heim. Helgi hafði haft sín áhrif á hann eins og flest böm sem hann umgekkst." Með þessum fátæklegu minninga- brotum vil ég kveðja góðan mann sem genginn er nú og þakka honum fyrir þann þátt sem hann átti í að gera bemsku mína ánægjulega. Við móðir mín, Una Guðrún Jónsdóttir, vottum Gunnþóra og fjölskyldunni samúð okkar. Blessuð sé minning Helga Þorlákssonar. Rúna S. Geirsdóttir. ALFHEIÐUR ERLA ÞÓRÐARDÓTTIR + Álfheiður Erla Þórðardóttir fæddist á Fossi í Mýrdal 24. maí 1946. Hún lést á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi 22. októ- ber síðastliðinn. Út- for Álfheiðar Erlu fór fram frá Foss- vogskirkju 27. októ- ber. Minningamar hrann- ast upp við fréttir um að frænka mín hún Erla sé dáin. Minningar síðan ég var lítill drengur sem kom daglega í heimsókn til að leika mér við frændur mína. Góðmennska og göfgi fylgdu henni hvert sem hún fór og alltaf var hún tilbúin að hjálpa mér og tala við mig. Lát hennar er mikill missir fyrir alla sem hafa kynnst henni, þó sérstak- lega fyrir hann Adda frænda, Óla og Steinar. Ég man enn tilhlökkunina þegar ég hljóp yfir túnið á jólunum, sem ungur drengur, til að heimsækja Óla og Steinar, því að hún Erla tók alltaf svo vel á móti mér. Fót- boltaleikir í ganginum heima hjá henni voru all rosalegir og oft þurfti hún að skakka leikinn. Mér varð bragðið þegar ég heyrði að Erla hefði fengið þann sjúk- dóm, sem hún að lokum varð að lúta í lægra haldi fyrir. En að sjá baráttuviljann sem hún hafði fannst mér sem ekkert gæti grandað henni. En það er eins og með annað; enginn veit hver sigrar fyrr en ann- ar liggur í valnum. Erla var eins og tré, stóð sterk og stór, en óveðrið sem skall á henni reif það tré upp með rótum og felldi það í blóma lífsins. Það er með söknuði sem ég rita þessar línur en með hlýju í hjarta, þess fullviss að nú líður henni vel. Komin í faðm móður sinnar sem hefúr öragglega tekið vel á móti henni. Elsku Addi, Óli og Steinar, Guð blessi ykkur í sorg og gleði. Ykkar frændi, Guðmundur J. Ólafsson (Gummi Jó.). EMILIA ESTHER ÞORFINNSDÓTTIR + Emilía Esther Þorfinnsdóttir fæddist 13. janúar 1923. Hún lést 24. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Keflavíkur- kirkju 3. nóvember. Elsku amma mín. Nú ertu farin, og þó að ég hafi vitað að það yrði fyrr en seinna von- aði ég alltaf að það yrði mikið seinna. Ég man alltaf eftir því þegar ég kom til þín á Máva- brautina og fékk þær skrýtnustu pönnukök- ur sem ég hafði séð og ekki ætlaði ég að borða þær, þá útskýrðir þú fyrir mér að þetta væru lummur. Við hlógum svo seinna að því þegar matvanda bamabarnið þitt vildi ekki borða skrýtnar pönnukökur. Og þegar ég kom heim til þín á Kirkjuveginn í síðasta skiptið með langömmubörnin þín og þú sagðir mér allar fréttimar af fjölskyldunni. Svo kom ég til þín upp á spítala og þú hélst svo lengi í hönd- ina á mér þegar ég var að fara eins og þú vissir að þú værir að kveðja mig í síðasta skiptið. Elsku amma, minningarnar um þig geymi ég f hjarta mínu og ég þakka þér fyrir alla þá ást, umhyggju og hlýju sem þú sýndir mér. Ég sendi þér kæra kvedju, nú komin er lífsins nótt Þig umvefji blessun og bænir, égbiðaðþúsofirrótt. Þótt svíði sorg mitt hjarta þásælteraðvitaafþví þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Þín Ester.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.