Morgunblaðið - 12.11.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.11.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2000 25 Vöm í sókn Nú er greinilegt að þú ert á móti einkavæð- ingu í opinberum rekstri. Hins vegar virðist vera þegjandi samkomulagíþjóðfélaginu um að árangursríkt hafí verið að fara út í einkavæð- ingu ákveðinna verkefna, t.d. ræstinga í skól- um! Spurðu ræstingarfólkið hverju breytingin hafi skilað í launaumslag ið, vinnuálagi. I mig hringdi skólameistari í fjölbrautaskóla til að taka undir með baráttu okkar gegn einkavæð- ingunni. Hann kvartaði yfir því að ómögulegt væri að fá ræstingarfyrirtækið í skólanum til að kaupa almennilegt þvottaefni. I samningnum hefði verið minnst á uppþvottalög en ekkert þar sem bannaði að hann væri í lægsta gæðaflokki. BSRB hefur vissulega andæft einkavæðing- arstefnunni um langa hríð. En við höfum jafn- framt reynt að finna baráttu okkar farveg inn í framtíðina. Fyrir um það bil tveimur árum ákvað BSRB að snúa vöm í sókn. Við byrjuðum á því að fá Félagsvísindastofnun Háskólans til liðs við okkur til að gera umfangsmilda könnun á afstöðu íslendinga til velferðarþjónustunnar, hvemig hún skuli fjármögnuð og rekin. Eftir að farið hafði verið yfir svörin kom í ljós að yfir- gnæfandi meirihluti þjóðarinnar vildi að velferð- arþjónusta yrði áfram almannaþjónusta - ekki einkarekin. Ekki var heldur um að villast að Islendingar viija greiða fyrir þjónustuna með almennri skattlagningu - ekki svokölluðum notendagjöld- um. Almenningur veit að hið sakleysislega orð, „notendagjöld" þýðir í raun skólagjöld og að- gangseyri að elliheimilum og spítölum og að slík gjöld em ávísun á mismunun. Við létum ekki þar við sitja heldur fengum sérhæfða fræðimenn, innlenda og erlenda, til að fjalla um viðfangsefnið. BSRB taki ekki afstöðu til ESB • „Ég er andvígur ESB-aðild. Ég myndi þó aldrei beita mér fyrir því að BSRB tæki þá af- stöðu. Samtök sem vilja varðveita samheldni verða að vanda sig í málum þar sem skoðanir eru mjög skiptar." Erindin höfum við gefið út í bæklingum og einn slíkan bækling gáfum við út þar sem stefna BSRB í velferðarmálum er tíunduð. Heiti bækl- ingsins, Bætum samfélagsþjónustuna, segir allt sem segja þarf um ásetning okkar. BSRB vill með þessu sýna fram á að samtökunum er full alvara að leggja sitt af mörkum til upp byggilegs samstarfs um framtíð samfélagsþjónustunnar í landinu. Við teljum eðliiegt að spurt sé þriggja spum- inga þegar til stendur að ráðast í kerfisbreyting- ar. í fyrsta lagi hvort þjónustan batni. I öðru lagi hvort fjármunir nýtist betur. í þriðja lagi hvort kjör starfsmanna batni. Ef svarið við öll- um spuming unum er neikvætt þarf ekki að velkjast í vafa um að breytingin eigi ekki rétt á sér. Ef svarið við öllum spurningun um er hins vegar jákvætt má ætla að breyting eigi rétt á sér. Almennt er reynslan af einkavæðingu bæði hér á landi og annars staðar neikvæð. Pannig kom í Ijós í rannsókn sem gerð var á einka- framkvæmd innan almannaþjónustunnar í Bret- landi að einu tilvikin þar sem kostnaður við starfsemina hafði minnkað var þar sem starfs- fólki hafði verið fækkað og launin lækkuð. Hvorki var hægt að greina jákvæðar breytingar í þjónustu né nýtingu fjármagnsins. Hægt er að fara tvær leiðir til að tryggja hag notandans. Hin fyrri byggist á innri styrk kerf- isins, þ.e. vilja starfsmannanna til að standa vörð um notandann: nemaadann, sjúklinginn, eldri borgarann. Þetta er hægt að tryggja í kerfi sem grundvallast á þjónustu en ekki arðsemi, kerfi sem ekki lýtur lögmálum markaðsaflanna. Hin síðari byggist á að gæðaeftirlitið komi frá notanda sem þá eigi val á markaði. Honum verði gefinn kostur á að velja á milli ákveðinna stofn- ana og greiða fyrir þjónustuna. Nýja hug- myndafræðin er einhvers konai- „bastarður" þarna á milli og byggist á því að samið er við fyr- irtæki um ákveðin verkefni og síðan reynt að hafa eftirlit með því að staðið sé við slíkan þjón- ustusamning. Gallinn er sá að erfitt er að beita eftirliti á viðunandi hátt inni í samfélagsþjónust- unni. Að sjálf sögðu er hægt að athuga hvort tryggt sé samkvæmt þjónustusamningnum að borin sé fram súpa i hádeginu á elliheimilinu. En ekki hvað er í þeirri súpu. Hvemig á að mæla umönnun á sjúkrastofnun? Hugsanlega gefur besti sjúkraliðinn sér góðan tíma til að vinna verldn vel og sýnir tillitssemi. Ekki er sjálfgefið að sá fljótasti við að skipta á rúmunum sé endi- lega bestur. Þessum þáttum er erfitt að festa hönd á í þjónustusamningum og í eftirliti með því að þeim sé framfylgt. Með einkavæðingu veikist innra eftirlit og starfsmenn verða háðir því markmiði eiganda stofnananna um að skapa þeim arð. Ef markaðsleiðin er farin verðum við líka að taka fylgifiskunum, þ.e. félagslegri mismunun enda verður boðið upp á mismunandi þjónustu fyrir mismunandi verð. Samkvæmt fyrmefndri könnun okkar vilja Islendingar jafnan aðgang þegnanna að grundvallarþjónustu samfélagsins á sviði velferðarmála, uppeldi, kennslu og heilsugæslu. Hvernig getur gengið að opinbert fyrirtæki eins og Landssíminn keppi við önnur fyrirtæki á frjálsum markaði? Eg spyr nú bara á móti hvers vegna ekki? Að sjálfsögðu er það álitamál hvar draga eigi lín- umar hvað opinberum rekstri viðvíkur. Hið op- inbera á tvímælalaust að standa á bakvið um- önnunar-, mennta- og heilsugæslukerfið. Ég lít á ýmiss konar grannþjónustu eins og samgöngur með svipuðum hætti og velti því fyr- ir mér hvemig best sé hægt að tryggja að allir íslendingar njóti þjónustunnar. Ef svarið er að þegnum landsins verði best tryggð þjónusta með fyrirtæki í almenningseign á ekki að gera fyrirtæki eins og Landssímann að hlutfélagi og selja á almennum markaði. Við skulum heldur ekki gleyma þvi að Lands- síminn er gullkýr og skilar milljörðum í ríkis- sjóð. Ég held að þrýstingurinn um einkavæðing- una komi frá fjármálalífmu núna. Fjármálamenn vita að þjónustuna verður að Þjóðarbanki skapi kjölfestu • „Hlutafélagsbankar munu rísa upp og stjórnendumir verða vafalítið fagmenn. Þeir munu þó allir koma úr sama flokki með sömu viðhorfin. Að þjóðbanka kæmu fulltrúar mis- munandi viðhorfa." því að BSRB tæki afstöðu gegn Evrópusam- bandsaðild, einfaldlega vegna þess að ætla má að um þetta séu mjög skiptar skoðanir innan bandalagsins. Samtök sem vilja varðveita sam- heldni verða að virða lýðræðislegan vilja og vanda sig við að afmarka verkefni' sín. Eg tel þetta vera viðfangsefni stjómmálaflokka og hreyfinga sem stofnað er til sérstaklega um þetta málefni. Verkalýðshreyfingin má aldrei gerast undirgefin stjómmálaöflum og henni má aldrei misbeita í þágu pólitískra hagsmuna. Þeg- ar stjórnvöld tóku ákvörðun um að íslendingar gerðust aðilar að EES-samningnum gerðu BSRB og ASÍ kröfu um að fram færi þjóðar- atkvæðagreiðsla um ákvörðunina vitandi að um kosti og galla samningsins væra skiptar skoðan- ir innan verkalýðshreyftngarinnar. Á þessum tíma reyndum við allt hvað við gátum að stuðla að upplýstri umræðu um þetta mikilvæga efni. Sami háttur yrði hafður á gagnvart Evrópu- sambandinu ef aðild kæmi til álita. Hitt er svo annað mál að öllum stundum eram við að taka afstöðu til einstakra þátta í Evrópusamstarfinu eftir því sem við á og þeir snerta hag launafólks. Hvaða áhrif hefur vaxandi alþjóðavæðing á starfsemi samtakanna? Eitt helsta einkenni samtímans er án efa al- þjóðavæðing fjármagnsins og þar er heimurinn allur undir. BSRB á aðild að margbrotnu fjöl- þjóðasamstarfi launafólks. Við finnum fyrir mik- ilvægi þess að auka slíkt samstarf, sækja okkur fróðleik og efla tengsl við stéttabræður okkar og systur sem era að fást við svipuð viðfangsefni víða um veröld. Lítil dæmisaga segir meira en mörg orð. Ekki alls fyrir löngu greindu fjölmiðlar frá því að danska fyrirtækið ISS hefði ákveðið í ein- hvers konar samstarfi við Securitas að hasla sér völl í hreingemingum og annarri starfsemi af þeim toga hér á landi. Við vildum forvitnast um Hagfræðistofnun launafólks • Ég hef stungið upp á því að öll samtök launafólks, ekki bara BSRB og ASÍ, samein- ist um rekstur hagfræðistofhunar til mót- vægis við samsvarandi stofnanir atvinnurek- enda og ríkisins." veita, það þarf að veita fræðslu, ummönnun og svo framvegis og fjármunirnir til að standa straum af þessari þjónustu munu alla vega að hluta til koma frá ríkinu um ókominn tíma. Frá þeirra sjónarmiði er samfélagsþjónusta því auð- lind sem þeir vilja komast yfir. Hvað um bankana? Ég hef lýst yfir áhuga á því að öflugur þjóðar- banki rísi hér á landi. Hlutverk bankans yrði að veita almenna þjónustu og skapa ákveðna kjöl- festu í fjármálalífinu. Eðlilegt er að hlutafélags- bankar rísi upp og stjómendumir verða vafalít- ið fagmenn. Gallinn er að þeir munu allir koma úr sama flokki og sama hluta samfélagsins. Að þjóðbanka kæmu hins vegar fulltrúar mismun- andi viðhorfa. Annars er oft stutt í að manni fallist hendur yfir því hvað fjármálakerfið er orðið hrakið og illa á sig komið. Ekki er alltaf staðinn jafn traustur vörður um almannahagsmuni, menn stóðu t.d. agndofa þegar Landsbankinn lýsti því fjálglega yfir að hann hygðist aðstoða fjármála- menn við að koma peningunum sínum fram hjá skattheimtu með því að fara inn á skattaparadís- ir á Ermarsundi og gott ef ekki víðar. Éf menn gera alvöra úr því að selja ríkisbankana þá hef ég talað fyrir því að reynt verði að tryggja sem dreifðasta eignaraðild að þeim. Ef bankarnir fara á fáar hendur er mjög líklegt að þeir fari á hendur þeirra sem stýra öðram þáttum í efna- hagslífinu. Röksemdir þeirra sem hafa viljað taka bankana úr höndum ríkisvaldsins hafa fengið út á að útrýma pólitískum hagsmunum. Ig spyr þá á móti: Ef þessar lánastofnanir era komnar í hendumar á þeim sem halda um taum- ana í efnahagslífinu, og hafa að sjálfsögðu mikla fjárhagslega hagsmuni, er þá ekki hætta á því að hið sama verði uppi á teningnum nema núna verði það ekki þjóðarhagsmunir eða hagsmunir byggðarlaga sem verið er að hlaupa undir bagga með heldur fyrirtækum þeirra manna sem ráða hér efnahagslífinu. ASÍ daðrar við Evrópusambandið. Heldur þú að slíkt samband gæti skilað sér meðjákvæðum hætti til félagsmanna þinna? Ég hef miklar efasemdir um að aðild að ESB komi íslendingum til góða. Hins vegar myndi ég aldrei láta mér koma til hugar að beita mér fyrir þennan nýja landnema og slógum fyrirtækinu upp á upplýsinganeti hinnar alþjóðlegu verka- lýðshreyfingar. Þar kom fram að fyrirtækið sver sig mjög í ætt við önnur fjölþjóðleg fyrir- tæki sem sérhæfa sig i opinberri þjónustu sem er boðin út, einkavædd eða sett í einkafram- kvæmd. Fyrirtækið er vissulega upprannið í Danmörku og rekur þar umfangsmikla starf- semi. Núna er fyrirtækið samt ekki danskara en svo að starfsemin nær til 30 þjóðlanda í öllum heimsálfum og er með um 200.000 manns á launaskrá. Mynstrið virðist vera á þann veg að byrjað er á því að bjóða í hreingemingar og síðan er haldið á önnur mið, t.d. rekstur elliheimila, dagheimila, farið er út í gatnagerð og jafnvel niður í holræsi. Ekkert er þessum íjölþjóðarisum óviðkomandi þegar einkavædd velferðarþjónusta er annars vegar. Vandinn er sá að nær alls staðar þar sem þessi fyrirtæki koma við sögu hafa þau sætt gagnrýni fyrir að vanrækja skjólstæðinga sína enda býður það hættunni heim þegar allt er látið víkja fyrir því markmiði að lágmarka kostnað til að hámarka gróðann. Leikskólar verði fríir Þú hefur talað um að endurreisa verði félags- lega húsnæðiskerfíð. Hvað áttu við? Við eigum að leita nýrra leiða og koma á hús- næðisbótum þar sem ekki verði gerður greinar- munur á eignarformi. Nú fá þeir sem kaupa hús- næði mun meiri bætur í formi óskattskyldra vaxtabóta en leigjendur fá með skattskyldum húsaleigubótum. Jafnframt slíkum kerfisbreyt- ingum tel ég brýnt að raunhæfur stuðningur verði veittur þeim aðilum sem reisa og reka fé- lagslegt leiguhúsnæði. Þar horfi ég til aðila á borð við námsmannasamtök, Öryrkjabandalag- ið, Sjálfsbjörg og Búseta og önnur samvinnufé- lög. Þessir aðilar hafa fengið stuðning með láns- fjármagni á lágum vöxtum. Mér finnst ekki sáluhjálparatriði í hvaða formi stuðningurinn er veittur svo framarlega sem hann er myndarleg- ur og verður talinn í beinhörðum peningum. Það er grandvallaratriði að hér verði komið á góðum leigumarkaði fyrir húsnæði. Við verðum að horf- ast í augu við að lágt launað fólk mun ekki ráða við sjálfseignarformið eftir að ákveðið var að láta lánskjörin fylgja markaðsvöxtum. Ég var þessu mjög andvígur en tel að snúa eigi vörn í sókn með stórátaki á leigumarkaði og þar ber ríki og sveitarfélögum að veita félagslegum aðil- um myndarlegan stuðning. Hvað um barnafólkið? Þrátt fyrir ný lög um fæðingarorlof erum við stutt komin. Eftirað or- lofí lýkur tekur við frjálst dagmæðrakerfí, rándýrir leikskólar og grunnskólar sem ekki starfa yfír sumarið. Allt þetta þarf að skoða heildstætt. Ég sakna þess að atvinnurekendur skuli ekki hafa verið duglegri að leggjast á sveif með okkur í barátt- unni fyrir bættum kjöram bamafólks því þetta era sameiginlegir hagsmunir. Þegar danskir atvinnurekendur vora spurðir hverju þeir legðu mest upp úr í tengslum við val á staðsetningu fyrirtækja nefndu um 90% góða skóla og bama- heimili. BSRB hefur beitt sér mjög í þágu bamafólks. Við höfum vakið á því athygli að fyr- ir 10 árum vora bamabætur tveimur milljörðum lægri en nú að raungildi. Úr þessu þarf að bæta og að sjálfsögðu á aðgangur að skólum og þar með töldum leikskólum að vera endurgjalds- laus. Engum fær dulist að tilkostnaður bama- fólks er veralegur. Núna þarf að greiða um 24.000 kr. fyrir heilsdagsgæslu á leikskóla. Ekki er heldur óalgengt að greiðsla fyrir bamagæslu fari upp fyrir 50.000 kr. á mánuði ef annað bam er hjá dagmóður. Við skulum til samanburðar minna á að alltof stórir hópar í þjóðfélaginu fá innan við 100.000 kr. í mánaðarlaun. Aðrir eru einhvers staðar rétt þar fyrir ofan. Kostnaður við bamapössun getur því mjög auðveldlega numið helmingi heildarlauna foreldris. Gleymum heldur ekki veiku bömunum. Allir foreldrar þekkja hversu erfitt getur verið þegar böm veikjast í stuttan tíma. Sum böm eiga við langvarandi veikindi að stríða með tilheyrandi erfiðleikum fyrir alla fjölskylduna. Auðvitað á að vera sameiginlegt keppikefli okkar allra að hlaupa þama undir bagga.Við getum ekki verið þekkt fyrir að þessar fjölskyldur þurfi að fara bónarveg eftir sjálfsögðum mannréttindum. Hvað um gamla fólkið? Aldrað fólk býr auðvitað við mjög mismun- andi kjör. I framtíðnni mun lífeyrissjóðakerfið sjá þorra aldraðra fyrir allgóðum ellilífeyri. En sá tími er hins vegar ekki ranninn upp og þurfa æði margir að treysta algerlega á bætur Al- mannatrygginga. Þær hafa ekki tekið eðlilegum hækkunum á undanfömum áram eins og marg- oft hefur verið rakið og er brýnt að þær verði hækkaðar myndarlega. I tengslum við slíka hækkun myndi ég síðan forgangsraða úrbótum á þann veg að styrkja réttarstöðu langveikra bama og í annan stað afnema tekjutengingu ör- orkubóta við tekjur maka. Hvort tveggja flokka ég undir mannréttindi. Þörf á kröftugri verkalýðshreyfingu Hvemigganga kjaraviðræður? Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var ekki gengið frá ákveðnum réttindapakka fyrr en undir lok síðasta mánaðar. Hinar eiginlegu launaviðræður era því rétt að hefjast og alltof snemmt að spá nokkra um niðurstöður. Að sjálf- sögðu hlýtur sameiginlegt markmið allra þeirra sem vilja hafa góða samfélagsþjónustu að þar sé starfandi fólk á viðunandi launakjöram. Ekki síst á þenslutímum þegar erfitt er að halda í fólk. Atvinnurekendur era ótrúlega skammsýnir ef þeir telja sig sinna hlutverki sínu af sérstakri trúmennsku með því að standa á öllum brems- um. Hver eru helstu baráttumálin framundan hjá BSRB? BSRB kemur til með að beita sér sérstaklega á tveimur sviðum. Annars vegar í réttindamál- um almennt, við viljum áfram þróa lífeyriskerf- ið, við viljum bæta starfsaðstöðu trúnaðar- mannsins, tryggingar og ýmislegt annað. Innan okkar raða era menn stútfullir af hugmyndum. Og við erum ófeimin að endurskoða allt það sem úrelt kann að teljast og fara inn á nýjar brautir ef við eram sannfærð um að þær leiði til góðs. Hvað efnahagsmálin áhrærir kemur baráttan til með að snúast um húsnæðiskerfið, stöðu barna- fólks, almannatryggingakerfið og lífskjör launa- fólks almennt. Þar eram við að sjálfsögðu með augun á heilbrigðiskerfinu. Heilbrigðisráðherra hefur tekið beiðni okkar um samstarf vel og bind ég vonir við að samstarf takist um stefnumótun á því sviði. Við eram staðráðin í því að láta hvorki einkavæðingarsinnaða lækna eða Fjár- festingarbanka atvinnulífsins ráða ferðinni. Við viljum hins vegar samstarf við ábyrga lækna og þau öfl í samfélaginu sem era staðráðin í því að hrinda hverri aðför að íslenska velferðarríkinu. Ég treysti mér til að lofa því að BSRB tekur þátt í þeirri baráttu, bæði í vöm og sókn. Ég er að mörgu leyti mjög bjartsýnn á fram- tíð verkalýðshreyfingarinnar og samtaka launa- fólks almennt. Sem betur fer virðist vera ákveð- inn skilningur fyrir því innan þjóðfélagsins að til þess að tryggja fjölþátta lýðræðislegt samfélag beri að virða það að einn af grannpóstunum í slíku samfélagi er hreyfing launafólks. Hún er mótvægið við fjármagnið inni á vinnustaðnum og annars staðar í þjóðfélaginu, við þá sem stýra í fyrirtækinu eða þjóðfélaginu. Þjóðfélagið yrði ansi mikið fátækara án kröftugrar verkalýðs- hreyfingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.