Morgunblaðið - 12.11.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.11.2000, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELSA D. HELGADÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, Reykjavík, áður til heimilis á Skúlagötu 40, lést á heimili sínu að morgni laugardagsins 11. nóvember. Halla Guðmundsdóttir, Gunnlaugur H. Gíslason, Hans Bjarni Guðmundsson, Steinunn Njálsdóttir, Friðjón Guðmundsson, Karen Emilsdóttir, Snorri Guðmundsson, Lilja Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall JÓNS PÉTURSSONAR, Austurbyggð 21, áður Oddeyrargötu 23, Akureyri. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Krist- nessþítala og Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri fyrir góða umönnun. Gunnar Jónsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Erling Aðalsteinsson, Pétur Jónsson, Helga Eyjólfsdóttir, Pálmi Geir Jónsson, Erla Guðmundsdóttir, Kristinn Örn Jónsson, Gísley Þorláksdóttir, Anna Margrét Jónsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur vin- áttu og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og bróður, GUNNARS VALDIMARS HANNESSONAR, Seilugranda 3, Reykjavík. Sigurjóna Símonardóttir, Gróa Dagmar Gunnarsdóttir, Þórhallur Ólafsson, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Bergsveinn Jóhannesson, Ragnar Gunnarsson, Sveindís Danný Hermannsdóttir, Guðrún Björk Gunnarsdóttir, Jón Ingi Magnússon, Elísabet Harpa Steinarsdóttir, Ástþór Ragnarsson, Sigríður Steinarsdóttir, Einar Kr. Þórhallsson, barnabörn, barnabarnabörn og systkini hins látna. + Þökkum innilega samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, fósturföður, afa og langafa, ÓLAFS HELGA AUÐUNSSONAR frá Dalseli, Háaleitisbraut 43. Ingibjörg Erlendsdóttir, Hafdís Guðlaug Ólafsdóttir, Friðrik H. Ólafsson, Aðalbjöm Steingrímsson, barnabörn og barnabarnabörn. LEGSTEINAR Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 HELGA H0RSLEV S0RENSEN + Helga H. Seren- sen fæddist á Selfossi 5. janúar 1944. Hún lést á heimili sínu hinn 5. nóvember siðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Val- gerður Þ. Sorensen frá Gerðhömrum í Dýrafirði, f. 16. júní 1918, d. 29. nóvem- ber 1998 og Thor- vald Sorensen, mjólkurfræðingur, f. í Árósum í Dan- mörku 1. júní 1914, d. 18. apríl 1970. Systkini Helgu eru Björg Þórunn, f. 26.2. 1940, búsett á Selfossi; Hafsteinn Páll, f. 16.8. 1942, búsett- ur í Reykjavík og Herdís Erla, f. 1.11. 1956, búsett í Reykjavík. Helga eignaðist soninn Hinrik Sævar 9. nóvember 1966, sambýliskona hans er Inger Cesilie Brendehaug, f. 17. apríl 1961, þau eiga dótturina Fransisku Björk, f. 4. júlí 1992, fyrir átti Hinrik son- inn Hinrik Frey, f. 12. aprfl 1989. Hinn 3. júní 1969 eignaðist hún annan son, hann heitir Hafsteinn Ingi- mundarson, hann var ættleiddur. Hinn 15. mai 1971 giftist Helga, Jóhanni Gíslasyni frá Mundakoti á Eyrarbakka, f. 14. apríl 1949, foreldrar hans voru Guðríður Vigfúsdóttir, f. 3. des- ember 1912, d. 1. apríl 1989 og Gísli Jónsson, f. 27. febrúar 1906, d. 22. september 1965. Þau eignuðust þrjú börn: 1) Guðrún f. 8. febrúar 1971, hún á einn dreng Jóhnn, f. 25. febr- úar 1993, sambýlismaður Guð- rúnar er Ólafur Einarsson, f. 27. júli 1967, hann á eina dótt- ur, Aðalheiði, f. 2. mars 1996. 2) Gísli Ragnar, f. 11. febrúar 1974, sambýliskona hans er Tenna Herby, f. 4. maí 1973. 3) Kristinn Karel, f. 9. september 1984. Helga og Jóhann slitu samvist- um. Útför Helgu fer fram frá Selfosskirkju mánudaginn 13. nóvember og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku systir mín. Örfá minninga- brot á kveðjustundu. Manstu stelpuna sem vildi vera með ykkur skvísunum og hélt að það væri nóg að setja upp slæðu og fara í háhælaða skó? Manstu þegar stelpan sat uppá eldhúsborði og hlustaði á sögurnar þínar frá því þú varst á Gullfossi? Manstu lítinn fallegan dreng á þríhjóli útí garði, sen) stelpan pass- aði? Manstu sögurnar um veiðiferð- irnar þínar og drauginn sem reynd- ist bara sprungið bíldekk? Manstu þegar Elísabet Taylor sendi eftir þér í brúðkaupið sitt og stelpan trúði? Manstu stelpuna og strákinn sem átu allt súkkulaðistykkið sem stelp- an lofaði að láta mömmu hafa frá þér? Manstu stelpuna sem fór ein með rútunni frá Selfossi í bæinn að heimsækja þig og fór út hjá kaffi- brennslu Kaaber og hélt að hún væri á BSI og stóð þar ein og bara grét? Manstu stelpuna sem kom í heim- sókn til þín á Röðul og sagðist ekki drekka vín, þegar henni var boðið kókglas með ísklökum í sem hún aldrei hafði séð? Ég mun aldrei gleyma og alltaf muna. Þakka þér, elsku Helga mín, fyrir að hafa verið systir mín og ég trúi því að núna sért þú einn af englum alheimsins og sért hjá mömmu, pabba og Jóhanni. Guð varðveiti þig. Þín systir, Herdís. Kveðja til ömmu Pabbi hefur sagt mér að núna sértu hjá Guði. Hvernig líður þér amma mín? Vonandi vel. Ég man svo vel hvað það var gaman að fá þig í heimsókn, þú varst oft svo skemmtileg og stundum komstu með gjafir til mín. Ég vildi óska þess að þú værir ekki farin frá okk- ur. Ég sakna þín mjög mikið og mun alltaf muna eftir þér. Pabbi sendir marga kossa og mamma myndi vilja halda utan um þig- Megi Guð geyma þig, elsku, elsku amma mín. Fransiska Björk Hinriksdóttir. Kynni mín af Helgu Sorensen hófust fyrir um það bil 30 árum þeg- ar ég var í Iðnskólanum á Selfossi. Skólinn stóð niðri við Ölfusá við hliðina á gömlu Kaupfélagsverk- stæðunum. I sjoppunni, þar sem áð- ur hafði verið farmiðasala fyrir rút- una og pakkaafgreiðsla fyrir allt héraðið, starfaði ung kona sem tók ákaflega hlýlega á móti svöngum iðnskólanemum. Þarna var Helga komin. Hún var oft með ungan snáða með sér sem hún átti og heitir Hinrik Sævar, hann var spurull og fróðleiksfús. Helga hafði ríka út- geislun og var greinilega vinsæl meðal viðskiptavina greiðasölunnar. Síðar áttu eftir að takast betri kynni milli okkar þegar bróðir minn fór að renna hýru auga til innan- búðarstúlkunnar í Kaupfélagssjopp- unni. Helga leigði litla íbúð á Selfossi sem seinna átti eftir að verða við- komustaður eftir að hún og Jói bróðir rugluðu saman reitum sín- um. Hann var eins og ég við nám í Iðnskólanum á Selfossi og nam þar vélsmíðar. Oft var kátt á hjalla í litlu íbúðinni á Selfossi, Helga var talsvert lífsreynd, hún hafði verið þerna á millilandaskipum og því siglt um heimsins höf og séð margt sem við höfðum ekki séð og vissum ekki einu sinni að væri til. Hún hafði góða frásagnargáfu og krydd- aði frásögnina oft með góðlátlegu gríni sem engan særði. Fyrsta barn Helgu og Jóa fædd- ist þeim meðan þau bjuggu á Sel- fossi, dóttirin Guðrún. Hún var dökk á brún og brá líkt og mamman og voru þau mjög hamingjusöm og geislaði af þeim. Eftir að Jói lauk vélsmíðanáminu festu þau kaup á gömlu húsi á Eyr- arbakka, Kirkjuhúsi, sem dregur nafn sitt sjálfsagt af kirkjunni sem stendur skáhalt á móti, og svo Hús- inu sem stendur beint á móti. Þetta er að mörgu leyti sögu- frægt hús, þar var apótek og þar byrjaði Guðlaugur Pálsson að versla en hann átti eftir að versla lengur en nokkur íslendingur og þó víðar væri leitað. Þau byrjuðu fljótlega að endur- byggja stig af stigi og lögðu mikinn metnað í að gera eins vel og kostur var. Mikil áhersla var lögð á að allt væri í upprunalegum stíl, þau studdu hvort annað af ráð og dáð í þessu. Fljótlega eftir að þau fluttust að Kirkjuhúsi eignuðust þau annað barnið en þar var kominn strákur- inn Gísli Ragnar. Helga naut þessa tíma vel. Hún var myndarleg húsmóðir, natin og umhyggjusöm. Hún var dugleg og stundaði ýmis störf með heimili; söl- ustörf, fiskvinnu og blaðburð svo eitthvað sé nefnt. Helga eignaðist stórt áhugamál þegar þau hjónin fóru að renna fyrir silung vestur í engjum og í ósum Ölfusár. Við þessa tómstundaiðju undi Helga oft lengi dags, hún hafði yndi af útiverunni og spennunni sem fylgdi veiðinni. Einu sinni fór ég með Helgu að veiða út í ós, veðrið var eins og best var á kosið, blæjalogn og blíða. Við undum okkur vel, Helga kenndi mér handtökin sem ég var búinn að gleyma vegna þess að langt var um liðið síðan ég hafði beitt veiðitólum. Dagurinn leið undurskjótt. Helga var með kaffi á brúsa og nesti og svo sagði hún mér veiðisögur milli þess sem við aðgættum færin. Okk- ur dvaldist víst full lengi við veið- ina því þegar klukkan var farin að nálgast 22 um kvöldið kom flugvél svífandi í kvöldkyrrðinni. Við fylgdumst með ferðum vélar- innar af athygli vegna þess að hún raskaði því jafnvægi sem ríkti, þeg- ar hún nálgaðist setti hún stefnuna á okkur og steypti sér ítrekað, líkt og kría í varpi. Við botnuðum ekk- ert í þessum aðförum en skýringin kom stuttu seinna þegar veiðivörð- ur birtist, ekki mjög glaðlegur, og sagði okkur að hífa strax ef við vild- um sleppa við sekt. Svona er nú auðvelt að gleyma sér við bakka Ölfusár, við lómasöng og sjónarspil sólseturs og dýrðlegs fjallahrings sem íbúar þessa svæðis njóta. Þriðja barn þeirra hjóna fæddist 13 árum eftir því fyrsta, það var pilturinn Kristinn Karel. Öll eru börnin vel af Guði gerð og bera for- eldrum sínum fagurt vitni, hafa hlotið í vöggugjöf góðar gjafir frá báðum foreldrum. Allt er lífið bundið sínum tak- mörkum, engar rósir eru án þyrna. Það fékk Helga að reyna svo um munaði, hún barðist lengi við sjúk- dóm sem erfitt er við að eiga, svo að læknavísindin eiga ekki einföld svör. Þessi sjúkdómur háði henni mjög en hún átti góða tíma og sá tími nýttist fjölskyldunni vel og var hamingjuríkur. Ég hitti Helgu síðast nú í septem- ber en hún átti lítið erindi við mig sem við leystum. Hún leit ákaflega vel út, við röbbuðum saman góða stund um fortíð og framtíð yfir kaffibolla. Hún sagði mér frá barna- börnum sínum sem voru henni mikl- ir gleðigjafar og sagði hún mér skondnar sögur eins og hún kunni best. Við höfðum bæði ánægju af þess- ari stund. Hún kvaddi mig innilega og bað fyrir góðar kveðjur. Um leið og ég og fjölskylda mín vottum börnum og ættingjum Helgu innilega samúð trúum við því að drottinn taki opnum örmum á móti góðri sál. Gisli Ragnar Gislason. Mig langar með nokkrum orðum að þakka fyrir mig og strákinn minn, það voru nokkrar ferðirnar sem hann var búinn að fara til þín og afa Jóa á bakkann og þú brasaðir með hann með þér að veiða út í engjar en veiðimennskan átti vel við þig og gastu dólað þér þar tímunum saman og þar í kring. Það var stundum broslegt að sjá hvað hann kom með heim, kaðalstubb, gamla blaðburðatösku og dósir en þú skildir hvað hann var að hugsa og hvers kyns söfnunaráráttu hann var haldinn enda hafði hann ekki langt að sækja það. En hann stækkaði og ferðunum fækkaði þó að aldrei hafi slitnað al- veg sambandið á milli, það eru bara nokkrar vikur frá því að hann hitti þig síðast og ég spurði hann hvað væri að frétta af þér, hún er alltaf svo lasin í höfðinu sagði hann, því hver getur nokkurn tímann skilið hvernig þér leið. Mig langar að segja takk fyrir allar sögurnar, hláturinn og fyrir að vera ótrúlega dugleg að gera grín að sjálfri þér og leyfa öðrum að njóta, mig langar að segja takk fyrir svikna hérann sem var hvergi eins góður og hjá þér, fyrirgefðu nautasteikina sem ég skemmdi og að ég hafi verið hryssingsleg við þig þegar sonur minn slasaðist. Takk fyrir mynda- albúmið sem þú safnaðir í fyrir okkur og allar góðu minningarnar sem ég og Hinrik eigum um þig. Hinrik segir bless en við hitt- umst í draumi amma mín, ég segi kveðjur frá hinum strákunum mín- um og Guð styrki og hjálpi ykkur öllum sem eigið um sárt að binda .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.