Morgunblaðið - 12.11.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.11.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2000 37 . JÓHANN VALDÓRSSON + Jóhann Valdórs- son frá Þrándar- stöðum í Eiðaþinghá fæddist á Hrúteyri við Reyðarfjörð 20. febrúar 1920. Hann lést á heimili sínu 25. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Egilsstaða- kirkju 4. nóvember. Jarðsett var frá Eið- um. Þegar haustið geng- ur í garð finnst sumum að sælutímabili sé lokið. Mér leið þannig eftir að andláts- fregnin um fbður minn kom, sólin hætt að skína, sumarið búið, allt svo drungalegt, eins ogværi ískaldur vet- ur. Það að fá þó að hafa hann í öll þessi ár er þakkarvert, því að ekki er öllum gefið að verða áttræðir. Hann var nokkuð lengi, að eigin sögn, búinn að fresta brottför sinni héðan. í sam- ræðum okkar var eins og hann sam- þykkti fyrst að lifa aldamótin, síðan afmælið sitt og svo var það ættarmót- ið í sumar sem átti hug hans allan. Það var svo mikils virði fyrir hann og eins fyrir okkur að njóta samvista við hann þar. Þegar mér verður hugsað til baka koma svo ótalmargar ljúfar minning- ar um hann upp í hugann. Hversu mikill forkur hann var í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og aldrei neitt mál með neitt. Ég held að ég megi fullyrða að bón- betri mann væri tæpast hægt að hugsa sér. Hann sagði að það ætti aldrei að neita því sem beðið væri um því það kæmi sér alltaf vel, maður fengi það margfalt til baka. Ef við gerðum ekki samstundis það sem hann bað okkur um var nóg fyrir hann að líta á okkur. Þá vorum við fljót að hlaupa af stað. Oft hef ég furð- að mig á, eftir að ég fullorðnaðist, hvemig þau foreldrar mínfr gátu rek- ið svo stórt heimili, eins og var hjá þeim, bæði á Þrándarstöðum, Seyðis- firði og svo aftur uppi á Héraði. Oft- ast var einhver aukagestur í mat eða kaffi. I æsku minnist ég þess að þegar hann var að koma heim í landlegum komu yfirleitt einhverjir með honum sem ekki komust til síns heima. Gestrisnin hjá þeim báðum, foreldr- um mínum, var þvílík, að mig undrar það oft, því alltaf var meðlæti borið á borð fyrir gesti og ekki af verri end- anum. Oftast fylgdu orðin: „Gjörið þið svo vel, borðið nú, nú eruð þið ekki heima hjá ykkur.“ Þegar hann var í Iðnskólanum voru skólabræður hans iðulega bæði í mat og gistingu. Auk tveggja bræðra minna sem voru með honum í skólanum voru yfirleitt fjórir til fimm til viðbótar. Það þótti honum gott, því um leið fékk hann að- stoð við lærdóminn, enda ekki kannski auðvelt fyrir fimmtugan mann sem hafði eingöngu nokkurra mánaða skólagöngu í æsku að setjast á skólabekk. En þijóskan, sem var mildl, var hans aðalsmerki. Öll ferðalögin sem hann fór með okkur eru í fersku minni, hvort sem þau voru löng eða stutt. Öll hersingin aftur í gömlu Guddunni og síðar í Land-Rovemum, og alltaf var landa- fræðikennsla með, því hann var alltaf að segja frá staðháttum á hverjum stað. Svo þegar hann keypti sér nýjan bíl var það Ladan sem bamabömin fengu að ferðast í, það var ekki talið eftir að keyra með þau. Ferðalög vora honum mikið yndi og seinni ár ferðaðist hann mikið. Þegar hann varð sjötugur gáfum við systkinin honum ferð til Spánar, það var hon- um mikils virði og í þeirri ferð kynnt- ist hann Ólöfu, „kærastunni“, sem reyndist honum vel sem lffsforu- nautur í þau ár sem hann lifði eftir það, saman ferðuðust þau um alla landshluta íslands og fóru líka til Spánar. Það var sameiginlegt áhuga- mál þeirra að ferðast og alltaf var myndbandstökuvélin með. Það var stundum spaugilegt þegar þau buðu bamabömum með í ferð, því ekki var alltaf fylgt reglum um fjölda farþega. Hann hélt því fram að þunginn á far- þegunum gilti og með alla hersinguna fóra þau, þá í styttri ferðir og gjaman haft nesti með og það snætt úti í náttúranni. Það var skemmtilegt að heyra ferðasögumar hjá þeim þegar heim var komið og alveg ótrúlegt hvað bömin mundu af sögun- um þeirra þar sem þau sögðu frá „gömlu dög- unum“. Það var alltaf nota- legt að koma í heimsókn í íbúðina hans á Lagar- ásnum, eins og dóttir mín sagði, þetta er eins og á heimavist, bara opið á milli þeirra Jóanna. Það var gott sam- komulag þar hjá þeim sveitungum, honum og Jóhanni Magnússyni. Ekki mátti samt stoppa lengi, yfirleitt þakkaði hann fyrir heimsóknina fljót- lega eftir að komið var inn og talaði um að það væri gaman að sjá okkur. En samt fylgdist hann alltaf með bömunum sínum og öllum afkomend- um sem hann var veralega stoltur af. Það var ætíð mikill gustur á honum þegar hann kom í heimsókn, við- kvæðið var, þegar hann var búinn að þiggja veitingar: „Þá er ég búinn að fá að borða, þá get ég farið,“ og svo var hann farinn. Samt var það oft, að hann og Ólöf gistu hjá mér og það era ógleymanlegar stundir, alltaf var beðið með spenningi, þegar þau afi og Ólöf amma keyrðu í hlað. Það eru svo margar góðar minningar sem koma upp í hugann um foður minn og er ég þakklát fyrir þær. Ég þakka þér fyrir samfylgdina, elsku pabbi minn, og bið guð að styrkja alla þá sem syrgja en minningin um góðan föður, afa, lang- afa og vin lifir í huga okkar allra. Þín dóttir, Ásdís Jóhannsdóttir. Elsku afi. Þær vora ófáar stundimar sem við Steini bróðir dvöldum hjá ykkur ömmu, fyrst á Seyðisfirði þó ég muni nú kannski minnst eftir því og svo á Egilsstöðum þar til þið loks fluttuð í Þrándarstaði aftur og þá í hús sem þú hafðir hannað sjálfur, afi, af þinni ein- stöku snilld. Þar var sko mikið hlegið og haft gaman. Allar mínar helstu bernskuminningar á ég þaðan. Það var alltaf jafn gaman að koma til ykk- ar ömmu og sumir töluðu um undan- villingana hennar Ásdísar því við vild- um hvergi annarstaðar vera og voram alveg ómöguleg ef við fengum ekki að fara úteftir um helgar. Það gladdi mig alveg óskaplega þegar þú svo komst er ég útskrifaðist sem bú- fræðingur frá Hólum. Eitt sinn er þú varst á heilsuhælinu í Hveragerði fyr- ir ekki allmörgum árum, buðum við þér og Ólöfu í mat. Þú spurðir auð- vitað „hvað væri í matinn góa mín“ en ég ætlaði að gefa þér kjötsúpu og taldi að þú mundir nú ekki fúlsa við því en þá spurðirðu; „áttu ekki hrossakjöt góa mín?“ Eitthvað varstu orðin leiður á grænmetisfæðinu og vildir eitthvað feitara, sem þú auðvit- að fékkst. Og eins man ég hér í gamla daga, þegar þú fékkst þér brauðsneið þá byijaðir þú alltaf á að smyija hana þykku lagi smjöri og settir oft jóla- köku þai’ oná eða slátursneið. Eg á eftir að sakna þín mikið afi minn en minnist með hlýju allra góðu stund- anna og vísumar þínar gleymast ei, en gamall draumur þinn rættist í vet- ur er út kom bókin Þrándarljóð sem geymir mikið safn Ijóða eftir þig. Ég bið að heilsa ömmu. Lovísa Herborg Ragnarsdóttir. Kæri afi og langafi. Þegar mamma hringdi í mig seinnipart miðvikudags, heyrði ég um leið á rödd hennar hvaða fréttir hún hafði að færa. Þá frétt sem ég var búinn að kvíða fyrir að fá en samtímis vonast eftir að ég fengi ekki strax. Ég var að vonast eftir að þú biðir þangað til ég flytti til baka frá Noregi, því mig langaði til þess að Patrik fengi að kynnast þér áður en þú yfirgæfir okk- ur. Við náðum sem betur fer að hitta þig í sumar og þó að hann hafi ekki áttað sig á hver þú varst, þá get ég allavega sagt honum þegar hann verður eldri að hann hafi hitt langafa sinn sem ég var svo stoltur af og hann er skírður í höfuðið á. Þegar ég lít til baka minnist ég allra þefrra stunda sem ég eyddi úti á Þrándarstöðum hjá þér og ömmu. Ég og Jói Erling voram heimagangar hjá ykkur og gátum leikið okkur tímun- um saman fyrir utan húsið sem við ætluðum að búa saman í, þegar þú og amma félluð frá. Veturinn sem ég bjó hjá ykkur Ólöfu á Akureyri, kynntist ég þér ennþá betur. Ég vil þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við höfum átt sam- an á mínum 25 áram. Við sendum okkar samúðarkveðj- ur til allra ættingja. Þorsteinn, Patrik Þrándur og Merete. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ELÍAS ARNLAUGSSON, sem lést á heimili sínu, Bjargi, Stokkseyri, laugardaginn 4. nóvember, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju þriðjudaginn 14. nóvember kl. 15.00. Erna Elíasdóttir, Guðrún Elíasdóttir, Ingvar Elíasson, Guðni Elíasson, Rósa Þórey Elíasdóttir, Davíð Sigurðsson, Gyða Guðnadóttir, Gunnar E. Híibner, Sigríður J. Sigurðardóttir, Álfhildur Guðbjartsdóttir, Þorbjörg Yngvadóttir, Helga Guðný Sigurðardóttir, Jón Haukur Ingvason, barnabörn og barnabarnabarn. Nú er hann Jóhann faðir og afi, hðinn á braut í sorg og gleði. En nú er hann glaður uppi hjá Guði. Þorvaldur. Afi minn, ég vil þakka þér fyrir alla hjálpina og góðu stundimar sem við höfum átt saman í gegnum árin. Að kenna mér að telja uppi í koju á kvöldin og að læra að spila á spil og hafa hjálpað mér þegar eitthvað bját- aði á, og fyrir allt gotteríið og margt margt annað. Ég bið að heilsa öllum þama uppi. Vonandi sjáumst við einhvem tímann aftur. Bless bless afi og góða ferð. Þitt barnabarn, Þorleifúr. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og afi, PÉTUR WILHELM BERNBURG JÓHANNSSON, skipstjóri, Grænási 3b, Njarðvík, lést á Landspítala Vífilsstöðum fimmtudaginn 9. nóvember. Harpa Hansen, Ólafur I. Brandsson, Halldóra S. Brandsdóttir, Anna Katrín Pétursdóttir, Andrés Pétursson, Pétur Brim Þórarinsson. Elsku afi. Elsku afi, nú þegar þú ert farinn finnst mér eitthvað vanta, þegar pabbi sagði mér frá því að þú værir dáinn var mér mjög bragðið og ég fór að gráta. Mér fannst sem eitthvert ljós slokknaði í hjarta mínu og mér leið eins og eitthvað hefði verið tekið frá mér. Þá fór ég að hugsa um allar þær góðu minningar sem ég á með þér, þannijg tókst mér að vinna á sorginni. Eg veit núna að þér h'ður betur og ert kominn til ömmu, von- andi líður þér vel þar. Þegar við komum í heimsókn aust- ur var alltaf tekið jafn vel á móti okk- ur öllum. Þú áttir alltaf nammi, alltaf kúlur sem við krakkamir kölluðum afakúlur. Á hveijum jólum í nokkur ár samd- ir þú Ijóð til mín sem ég hef haldið mikið upp á og mun ávallt geyma. Það eina sem mig langaði að fá að gera þegar ég frétti að þú værir dáinn var að fá að taka einu sinni enn utanum þig og kyssa þig bless í síðasta sinn. Hér era nokkrar hnur sérstaklega til þín: Nú ert þú farinn afi minn, far- inn langt í burt. Ég veit að í annað sinn, við hittumst munum á ný. Þitt bamabam, Bóel Björk Jóhannsdóttir. Elsku afi! í fáeinum orðum langar okkur að þakka fyrir stundimar sem við áttum með þér. Þær hafa vissu- lega verið færri en skyldi nú í seinni tíð af landfræðilegum orsökum en við vissum að fjölskyldan var þér alltaf ofarlega í huga og þér var annt um að halda utan um þennan stóra hóp. Oft var þröngt á þingi hjá ykkur ömmu þegar allur bama- og bamabamaflot- inn kom saman. Það þýddi óneitanlega að kynni okkar urðu mismikil þar sem þú varst alltaf umkringdur fólki. Samt sem áð- ur fylgdirðu okkur eftir, hafðir alltaf á hreinu hver var hvar og mundir jafnvel afmælisdaga bamabama- bamanna sem skipta orðið tugum. Frændræknin í fjölskyldunni er ekki síst þér að þakka, þar sem þú hefúr ætíð alið á nauðsyn þess að halda sambandi. Við þökkum þér fyrfr það hversu minnugur þú hefur verið í okkar garð og munum á sama hátt ávalltminnastþín. Kær kveðja og þakkir, Bóas, Hulda, Margrét, Herborg, Iljálmar, Selja og íjölskyldur. + Elskuleg systir okkar og mágkona, ÞORGERÐUR INGIBERGSDÓTTIR, sem lést þriðjudaginn 7. nóvember á Kumb- aravogi, Stokkseyri, verður jarðsungin frá Aðventistakirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 14. nóvember kl. 15.00. Hulda Long Ingibergsdóttir, Ríkarður Long Ingibergsson, Jón Páll Long Ingibergsson, Jóhann Long Ingibergsson, Þorbjörg Ingibergsdóttir, Sigurborg Sigurðardóttir, Sverrir Traustason, Þórunn Þorvarðardóttir. + Elskuleg frænka mín, MARGRÉT N. LÝÐSDÓTTIR, Meistaravöllum 5, Reykjavík, lést á Landspítala, Landakoti, föstudaginn 10. nóvember. Guðný Margrét Skarphéðinsdóttir. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, SÓLVEIG SNÆLAND GUÐBJARTSDÓTTIR, Víðilundi 2 I, Akureyri, sem lést á heimili sínu laugardaginn 4. nóvem- ber, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 15. nóvember kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vilja bamadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. minnast hennar, er bent á Jón Ellert Guðjónsson, Guðjón Axel Jónsson, Bjarney Hrafnberg Hilmarsdóttir, Guðbjartur Ellert Jónsson, Sigurbjörg Rún Jónsdóttir, Leonard Birgisson og barnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.