Morgunblaðið - 12.11.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.11.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2000 35 að því að tækn- inni verði beitt til að bæta lífskjör og lífsgæði þegn- anna. Skynsamleg nýting náttúru- auðlinda samfara áherslu á samspil menntunar og at- vinnulífs hefur skipað íslandi á bekk auðugustu þjóða heims ef miðað er við höfða- tölu. Mikil áhersla er í dag lögð á nýsköpun á íslandi, hvort sem um er að ræða nýsköpun í atvinnulífi, menningarlífi, félagslegri þjónustu eða opinberri stjómsýslu. Sagan hef- ur kennt okkur íslendingum að frjó hugsun og nýsköpun eru lykillinn að velferð og framförum. Verstu skeið Islandssögunnar bæði á þessari öld og fyrri öldum hafa verið þegar menn vildu ekki styðja við nýsköpun og áhrifamenn voru þeirrar skoðun- ar að á íslandi giltu önnur lögmál um íramþróun en annarsstaðar í heimin- um. Sem betur fer gilda þessi viðhorf ekki í dag og vonandi ná fulltrúar þeirra ekki aftur áhrifum í samfélagi okkar Gunnar Steinn Pálsson Þriðji megin- þáttur þeirra breytinga sem bíða okkar, og e.t.v. sá mikil- vægasti íyrir samskiptaiðnað- inn, er hröð þró- un nýrra samfé; laga á Netinu. í upplýsingasamfé- laginu sem er á hraðri leið með að ná til allrar heimsbyggðarinnar verða engin eig- inleg landamæri þegar þekkingaröfl- un, áhugamál og afstaða til hnatt- rænna vandamála er annars vegar. Og það er ef til vill eins gott að mannkynið finni nýjar leiðir til að miðla þekkingu, skiptast á skoðun- um og leysa vandamál. Þegar litið er yfu- farinn veg á tuttugustu öldinni blasir við að maðurinn hefur verið trúr uppruna sínum og beitt valdi í takt við þá staðreynd að 98% af erfðamengi hans eru þau sömu og í simpansaapanum. Ættflokkahyggja okkar, stöðumat og viðbrögð, sér- staklega þegar við teljum okkur vera ógnað, hafa ekki verið ósvipuð því sem við sjáum meðal apanna. Tvær heimsstyrjaldir, 200 svæðisbundin stríð og nokkrar tilraunir til þjóðar- morða á öldinni eru til vitnis um hæfileika okkar til að taka á vanda- málum. 170 milljónir manna dóu af völdum stjómarfarslegs harðræðis og 37 milljónir í stríðum á öldinni sem nú er að baki. Við vitum af eyði- merkurmyndun og þurrkum, eyð- ingu regnskóga í Amazon-beltinu og umhverfisvá vegna skógareyðingar í Kína. Það er að hluta til mannanna verk að 50 þúsund lífverur hverfa ár- lega af yfirborði jarðarinnar. Óson- lagið þynnist og gróðurhúsaáhrif gætu haft slaem áhrif á veðrakerfi jarðarinnar. Islendingar eru ekki barnanna bestir því að á einu árþús- undi hefur þeim tekist að ganga svo nærri landinu að það hefur að megin- hluta orðið uppblæstri að bráð. Sigurður Guðmundsson Hér hefur verið reynt að gera grein fyrir fáein- um hugmyndum um þróun nokk- urra þátta heil- brigðiskerfisins á næstu áratugum. Þau grundvall- aratriði sem skipta þar mestu máli eru aukin ábyrgð og sjálf- stæði almennings um ákvarðanir á eigin heilsu, vaxandi kröfur um þjón- ustu, gildi nýrrar þekkingar og að- ferða og nauðsyn þess að þeim sé komið á framfæri. Miklu máli skiptir Gunnar Steinn Pálsson, stjórnarformaður Mekkano. Páll Kr. Pálsson verkfræðingur. að sú þróun sem í hönd fer verði leidd af fagfólki, heilbrigðisstarfs- mönnum sjálfum. Vaxandi kröfur verða gerðar til þeirra um ráð og stefnumótun, enda mun, eins og áður sagði, sérhæfing innan heilbrigðis- þjónustunnar aukast. Heilbrigðisstarfsmenn mega hins vegar ekki ganga of langt í predikun- um sínum, lífið verður að vera ánægjulegt, ekki sífelldur meinlæta- lifnaður, og eins og sagði í upphafí þessa pistils má það ekki hafa þann tilgang einan að fresta dauðanum. Sjálfsákvörðunarrétt fólks og for- ræði verður að virða, fólk ræður sér sjálft. Áður en við teljum okkur hafa svör við vandamálum annarra, geta ráðið öllum heilt og haft vit fyrir fólki, er rétt að minnast þess sem Halldór heitinn Laxness sagði í Sjálfstæðu fólki: „Þegar öllu er á botninn hvolft þá fer allt einhvem veginn, þótt margur efist um það á tímabili.“ Ágúst Valfells Við þurfum að ná samkomulagi um nýtingu auð- linda og verndun lands og endur- ræktun þess sem uppblásið er. Áð- ur var minnst á að orkulindir okkar nægðu u.þ.b. fimmtán stóriðju- verum. Viljum við hafa þau fimmtán eða viljum við tak- marka þau við lægri tölu vegna nátt- úruverndarsjónarmiða, jafnvel þó að það skapi minni þjóðartekjur en ella, en varðveiti landsvæði sem okkur eru almennt kær? Er ef til vill hægt að hafa þau fimmtán talsins án þess að valda náttúmspjöllum sem menn em almennt ósáttir við? Þarf að velja milli stóriðju og annars? Er ekki best að hafa hvort tveggja, ef hægt er? Saga 20. aldarinnar sýnir að þrennt af því sem nauðsynlegt er til að þjóðfélag sé ekki eftirbátur ann- arra, sé góð almenn menntun, víð- tæk sérfræðiþekking og síðast en ekki síst frelsi til framtaks. Þessi at- riði verða stjómvöld að tryggja. Baldur Elíasson Margir á Is- landi velta því sennilega fyrir sér, hvort al- heimsumhverfis- mál komi íslandi yfirleitt eitthvað við. Hlutur ís- lands í útblæstri á gróðurhúsagas- ui. uíuuu, inu C02 nemur Elíasson aðeins um 0,01% verkfræðingur. af koltvísýrings- útblæstri alls heimsins. Einnig er mengun andrúmslofts á íslandi frek- ar lítil miðað við mörg önnur lönd í Evrópu. Þetta var líklega ein ástæð- an fyrir því, að ísland fór fram á sér- stöðu í Kyoto-samþykktinni og vildi hærri kvóta og leyfi til að auka sinn útblástur á koltvísýringi um 10% á ámnum 2008-2012 miðað við árið 1990. Ekkert annað land af þeim 38, sem falla undir Kyoto-samþykktina fengu eins háa prósentutölu og ís- land. Ekki nóg með það, heldur sagði íslenska ríkisstjórnin á árinu 1999 að henni fyndist þetta ekki vera nægi- leg viðbót, allt of lítil, og af þessum sökum myndi ísland ekki undir- skrifa Kyoto-samningana, eitt allra iðnríkja. ísland naut þess vafasama heiðurs á COP-ráðstefnunni, sem var haldin í Bonn í nóvember 1999 að vera talið opinberlega með ríkjum, sem hefta framgang ó sviði gróður- húsamála. Þannig komst ísland í hóp landa eins og Saudi-Arabíu, sem frægt er fyrir andstöðu sina. Fjöldi erlendra umhverfissinna hristi höf- uðið yfir slíkri eigingirni. Ósam- vinnuþýðni íslendinga innan sam- taka iðnvæddra ríkja til að berjast á móti ógnun gróðurhúsaáhrifanna kom mörgum á óvart. Ég tel ísland hafa skorað sjálfmark með afstöðu sinni. Það hrapaði mjög í áliti Evrópuríkja hvað alheimsumhvérf- ismál varðai'. ísland ætti að taka allt annan pól í hæðina. Þjóðin á ekki að líta á þessi mál sem ógnun eða vandamál heldur sem gullið tækifæri til að sýna getu sína og hugsjón. ísland býr við sér- stöðu, sem ekki allir átta sig á. ísland býr yfir mikilli og hreinni orku í formi vatnsorku, sem er endurnýj- anleg og óþrjótandi, og í heitavatns- lindum. Þær hafa hingað til verið vel nýttar og geta jafnvel verið betur nýttar í framtíðinni. ísland er í fremstu röð á báðum þessum svið- um, sérstaklega þó hvað viðkemur jarðhita. Trausti Valsson Hvað varðar umræðuna um verndun hálend- isins hafa margir sauðfjárbændur orðið tvísaga; þeir segjast vilja þá vemdarstefnu, sem nauðsynleg er til að fá um- hverfisvottun á afurðirnar, en um leið vilja þeir halda í fjallrekst- urinn þótt hann spilli víða gróður- lendum hálendisins mjög. Það hljómar ekki mjög sannfær- andi, sem margir íslendingar vilja gera; að berja sér á brjóst sem fyrir- myndarþjóð í umhverfismálum og á sama tíma að beita fé á örfoka land og að nota óvistvæna útgerðartækni í sjávarútvegi. Það er nokkuð merki- leg staðreynd að íslendingar hafa nú þegar fengið það mesta sem hægt var að fá út úr umhverfisbyltingunni, með hækkuninni á fiskafurðunum. Það að kalla á athygli heimsins með að auglýsa ísland af ákafa, sem fyrir- mynd í umhverfismálum, bætir þar litlu við, en gæti hins vegar orðið til að beina athygli heimsins að slæm- um starfsháttum í ýmsum atvinnu- greinum hér á landi - og gæti því á endanum reynst þjóðinni dýrkeypt. Ingvi Þorsteinsson Það er ljóst að á nýrri öld verður gróðurvernd, stöðvun uppblást- urs og hefting sandfoks eins og áður forgangs- verkefni, og á því sviði er gífurlegt verk óunnið. Skógrækt í fjöl- þættum tilgangi er komin á gott skrið, og sú þróun mun halda áfram. Sýna þarf birkiskógum landsins meiri umhyggju og virðingu en nú er gert. Þeir þekja nú aðeins um 1.100 ferkílómetra lands, eins og áður var getið, og eru með síðustu minjunum um grósku og landkosti undralands- ins forna. En þessar leifar eru upp- spretta og fræbankar fyrir birki- skóga framtíðarinnar á íslandi. Þeir eru hins vegar að miklu leyti í van- hirðu - ekki lengur vegna beitar, heldur vegna skorts á grisjun og annarri umhirðu. Taka verður ákvörðun um að friða mestan hluta miðhálendisins fyrir beit, setja það í gróðurfarslega gjör- gæslu og afhenda það Landgræðsl- unni til varðveislu í þeim tilgangi, eins lengi og þörf krefur. Miðhálend- ið verðskuldar hvíld eftir nær linnu- lausa nýtingu sem afréttur í nær 1100 ár. Það er í sárum, er víða enn að blása upp og mun ekki gróa að nýju fyrr en beitinni hefur verið af- létt. Hálendið verður ekki nema að tak- mörkuðu leyti grætt upp með sán- ingu og áburði. Sú leið er tæknilega og líffræðilega möguleg upp að viss- um hæðarmörkum, en hún er alltof dýr til að koma til greina. Gróður há- lendisins verður fyrst og fremst end- urheimtur með sjálfgræðslu, og um leið og það verður friðað mun sú þró- un heíjast og sýnilegur árangur blasa við í lok þeirrar aldar sem nú er gengin í garð. Ágiist Valfclls verkfræðingur. In^vi Þorstemsson, náttúrufræðingur. Morgunblaðið/Elín Pálmadóttir Skriðuklaustur Gunnars skálds Gunnarssonar. Islenzki draumurinn íslenzki draumurinn er draumur fá- mennrar eyþjóðar um viðurkenningu í ______hinum stóra heimi. Stefán____ Friðbjarnarson staldrar við rithöfundinn Gunnar Gunnarsson sem lét þennan draum rætast. „EINU sinni áttu íslendingar sér draum. Þetta var mikill draumur. Draumur eyþjóðar um fögur lönd og víð..., draumur fátækrar þjóð- ar um mikil auðæfi sótt út í fjarskann..., draumur æsku- manna um mannraunir og ævin- týri, frægð og frama meðal ókunnra þjóða, draumur skáld- anna um mikla listsigra og veg- samlegar viðtökur í höllum kon- unga og tignarmanna." Þannig er komizt að orði í bók Þorkels Jóhannessonar prófess- ors, Lýðir og landshagir (AB 1966), þegar hann fjallar um víð- frægan rithöfund íslenzkan, Gunnar Gunnarsson. Sem fátæk- ur sveitapiltur ól hann í brjósti draum um frægð og frama. Sá draumur rættist með öðrum þjóðum - og hér heima um síðir. Það vóru einkum Danir og Þjóð- veijar sem greiddu götu Gunnars Gunnarssonar á rithöfundarferli hans. Það skyggði þó aldrei á ís- lendinginn í brjósti hans. „Einn merkasti þátturinn í ritverkum Gunnars Gunnarssonar," segir prófessor Þorkell, „er þjóðrækni hans, ást hans á landinu og þjóð- inni og sögu þjóðarinnar..." Dr. Stefán Einarsson segir í Skáldaþingi (Bókaútgáfa Guð- jóns Ó. Guðjónssonar 1948); „Hann (Gunnar) hafði langað til að fara skólaveginn, - eiginlega virtist hann borinn til þess að verða prestur -, en erfiður hagur heimilisins leyfði það ekki, þegar til kom.Ungur hélt hann til Danmerkur, nam við lýðháskól- ann í Askov, orkti Ijóð og samdi sögur, „svalt heilu hungri“ fram- an af, en skrifaði sig smám saman til frægðar og frama. „Hafi nokk- ur núlifandi manna haldið nafni íslands á loft á erlendum vett- vangi með heiðri og sóma, þá er það Gunnar Gunnarsson, rithöf- undur,“ sagði dr. Stefán 1938. ís- lenzki draumurinn, draumur ey- þjóðarinnar, draumur skáldsins, rættist í lífi Gunnars Gunnars- sonar - fjarri heimaslóðum. „Sagnabálkur11 Gunnars Gunn- arssonar (Fóstbræður, Jörð, Hvíti-Kristur, Grámann, Jón Arason, Svartfugl og Heiðaharm- ur) tíundar þekkingu hans á þjóð- arsögunni og þjóðrækni. Og ís- lenzk þjóðrækni skarast mjög víða við þúsund ára kristni í land- inu. Dr. Gunnar Kristjánsson, sóknarprestur og kennari við Há- skóla Islands, segir í ritröðinni Ki'istni á íslandi (IV. bindi - Út- gefandi Alþingi 2000): „í skáld- verkum Gunnars Gunnarssonar (1889-1987) er víða tekist á um trú og lífsviðhorf og uppgjör fer fram við ýmis trúarviðhorf liðinn- ar aldar. I þeim átökum er prest- um oft fengið stórt hlutverk, má í því sambandi fyrst nefna séra Sturlu í Ströndinni (1915). í sögu Borgarættarinnar (1912-1925) er séra Ketill Örlygsson (Gestur eineygði) dæmigerður fulltrúi hins óheila prests í anda raun- sæisskálda. Hið sama verður ekki sagt um séra Sigurberg í Siggupabba í Leik að stráum (1923), fyrsta hluta Fjallkirkj- unnar. Nefna má séra Eyjólf Kol- beinsson, sögumanninn í Svart- fugli (1929), séra Björgvin í Sálu- messu (1952) og séra Ljót, dóm- kirkjuprest í Vargi í véum (1916). Allir endurspegla þeir á einn eða annan hátt kirkjuna og þar með kristna trú í íslenzku samfélagi.“ Söguleg skáldsaga Gunnars Gunnarssonar, Jón Arason (Landnáma 1948), vakti verð- skuldaða athygli. Það var mjög að vonum þar sem hún fjallar um líf og starf frelsis- og trúarhetj- unnar Jóns biskups Arasonar, sem fór íyrir samtíð sinni í þjóð- málum, trúmálum, menningu og skáldskap. Menn vóru þó engan veginn á einu máli um áherzlur og niðurstöður höfundarins. Þótti sumum hallað á siðaskiptamenn. Sjálfur segir Gunnar í eftirmála sögunnar „af herra Jóni og þeim Hólafeðgum“: „Ég hefi sagt hana eins og mér var eðlilegast. Þykist ég vita að ýmsu megi andæfa. Hins vegar gæti ég ekki hugsað mér að breyta henni að ráði frá því, sem hún er nú úr garði gerð.“ Draumur fámennrar og lengi fátæktrar og afskekktrar eyþjóð- ar um frelsi, farsæld og viður- kenningu í hinum stóra heimi hefur um flest ræzt. Fjölmargir íslenzkir afreksmenn í atvinnu-, lista- menningar-, íþrótta- og stjórnmálalífi hafa látið þennan draum rætast, bæði heima og heiman. En máski er hlutur hinna hógværu stærstur, hlutur hvunndagshetjanna, sem háðu erfiða lífsbaráttu á harðindatím- um en bjuggu afkomendum sín- um veg til mennta, þekkingar og betri tíðar. Þeir létu, öðrum fremur, íslenzka drauminn ræt- ast. Mestu máli skiptir þó að draumur Síðu-Halls og Þorgeirs Ljósvetningagoða árið þúsund um kristið Island hefur ræzt á flesta grein. Megi hann halda áfram að rætast meðan grös gróa á landinu bláa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.