Morgunblaðið - 12.11.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.11.2000, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ W Morgunblaðið/Golli Ég held að öll rök varðandi ástand á vinnu- markaði og byggðaþróun í landinu mæli með því að leggja alla áherslu á atvinnuuppbyggingu annars staðar á landinu en suðvesturhominu." Smári segir Ijóst að ráðast verði í mikla und- irbúningsvinnu vegna stækkunaráformanna, finna þurfi út hvar eigi að virkja og viðkomandi virkjanir verði svo að ganga í gegnum ferli um- hverílsmats sem ákvarðað hafl verið með lög- um. „Þetta ferli er mjög tímafrekt, eins og menn þekkja, og ég get því ekki betur séð en undir- búningur hér eystra vegna Kárahnjúkavirkjun- ar og álvers á Reyðarfirði sé miklu lengra á veg kominn. Af þeim ástæðum er ekki annað eðli- legt en að telja verkefnin eystra á undan, eigi á annað borð að raða þessum verkefnum í ein- hveija röð.“ Smári bendir á að iðnaðarráðherra hafi ítrek- að lýst því yfir að verkefni númer eitt á þessu sviði samkvæmt stefnu rílásstjómarinnar sé Kárahnjúkavirkjun og uppbygging orkufreks iðnaðar á Austurlandi. Hann hafi enga ástæðu til að velkjast í vafa um hvort staðið verði við þau fyrirheit. Mál eystra í eðlilegum farvegi , Að mínu mati em mál hér eystra í eðliiegum farvegi. Um er að ræða hugsanlegar fjárfest- ingar upp á allt að 200 milljarða króna og það hlýtur að vera eðlilegt að undirbúa slíka íjár- festingu með vönduðum hætti. Sá undirbúingur er í fullum gangi og unnið er að honum af festu og ákveðni í samræmi við þá áætlun sem fyrir liggur.“ Smári segist hins vegar vera þeirrar skoðun- ar að eðlilegt sé að stjómvöld svari beiðni Norð- uráls af fyllstu kurteisi. „Mín skoðun er sú að þessi áform þeirra ættu að vera hvetjandi fyrir þá sem huga að upp- byggingu þessa iðnaðar annars staðar á land- inu. Þetta sýnir auðvitað að þessi rekstur geng- urvel,“segirhann. „Jafnljóst er að fjölmargir aðilar í samfélag- inu hafa hom í síðu hugsanlegra framkvæmda hér eystra. Mér hefur þótt merkilegt að fylgjast með málflutningi þessara aðila, enda sýnist mér að á sama tíma og þeir segja ekki orð eða jafn- vel fagna störfum í orkufrekum iðnaði á suð- vesturhominu tali þeir hátt um að störf í sam- svarandi iðnaði hér á Austurlandi séu af hinu illa.“ Ótti fólks og áhyggjur Ekki fer þannig á milli mála að á Austurlandi taka menn tíðindunum af Grundartanga með ákveðinni varúð. Ambjörg Sveinsdóttir, þingmaður Sjálfstæð- isflokks á Austurlandi, segist einmitt hafa orðið vör við þetta; ótta fólks á Austurlandi og áhyggjur þess af þróun mála „Það er heldur ekkert óeðlilegt," segir hún. „FVrstu viðbrögð fólks eru að álykta sem svo að nú eigi enn að taka suðvesturhomið á undan okkur.“ Að mati Ambjargar hefur ekki tekist nægi- lega að koma því til skila að vel sé framkvæm- anlegt að ráðast í byggingu álvers á Reyðarfirði þótt jafnframt verði stækkað álverið á Gmnd- artanga. f síðara tiivikinu hafi erlendir eigend- ur álversins metið það svo að fjárhagslega sé vænlegt að stækka verksmiðjuna og þar ráði einungis viðskiptasjónarmið ferðinni og um það sé ekkert nema gott að segja. I I I I I 1 1 1 I 1 1 I 1 1 1 I I I I 1 fi B I B fi fi fi fi fi fi 8 fi I I 8 B I fi I fi I fi B 8 1 I Jóhannes Nordal, fyrrverandi seðlabankastjóri Komin upp vandasöm stada Jóhannes Nordal, fv. seðiabankastjóri. JÓHANNES Nordal, fyrrverandi seðla- bankasfjðri og formaður stóriðjunefiidar um langt árabil, segir það nánast siðferði- lega kvöð stjórnvalda að leyfa Norðuráli hf. að stækka álbræðslu sína á Grundartanga að minnsta kosti upp í þau 180 þúsund tonn sem stefnt var að í upphafí. „Það er Ijóst að álverið á Grundartanga er ekki vænlegur kostur til næstu áratuga án þess að stækkun komi þar til,“ segir Jóhannes við Morgunblaðið. „Það má því líta þannig á að ekki einasta sé mikilvægt fyrir eigendur þess að heimild fáist til þessarar stækkunar, því með stækkuninni verður álverið einnig örugg- ari vinnustaður og traustari raforkukaupandi. Ég myndi því hvetja til þess að reynt verði að semja um stækkunina; tel að nánast sé siðferði- leg kvöð á stjómvöldum að gera Norðuráli kleift að komast að minnsta kosti upp f þau 180 þúsund tonn sem þeir stefndu að í upphafi. Það væri að mínu viti áhætta fólgin íþví fyrir okk- ur Islendinga að gera það ekki.“ Töluverð skuldbinding fólgin í því að semja við Columbia Ventures Aðspurður segir Jóhannes vitanlega Ijóst að komin sé upp vandasöm staða í Reyðar- álsverkefninu í Ijósi nýjustu tíðinda þar sem hagsmunir beggja séu gríðarlega miklir. Allt þetta verði að hafa í huga þegar umsókn Norð- uráls um stækkun verði afgreidd, enda megi með ákveðnum hætti segja að töluverð skuld- binding hafi falist í því að semja við Columbia Ventures um starfsemi hér á landi. Jóhannes segir ekki hægt að segja annað, en góð reynsla sé af starfsemi álvera hér á landi. „Reksturinn hefur að vísu verið upp og niður Iijá ÍSAL, en sfðustu árin hefur hann verið afar hagstæður og ekki leikur vafi á því í dag að um er að ræða mjög hagkvæmt álver sem að auki er vel í sveit sett. Sömuleiðis er ákaflega merkilegt hversu vel þeim Grundartanga- mönnum hefur gengið með sfna starfsemi; þeir hafa vissulega verið heppnir þar sem verð hef- ur vcrið nokkuð gott nær allt frá því að þeir hófu starfsemi. Það fyrirtæki hefur því ekki þurft að ganga í gegnum taptímabil í upphafi eins og oft vill verða. En forsvarsmenn þess voru jafnframt séðir, fóru sér hægt í byijun og spöruðu í hvívetna en hefiir síðan vaxið mjög ásmegin." Álver eru að stækka Að sögn Jóhannesar hefur tilhneigingin ver- ið sú að álver um allan heim séu að stækka. Hann bendir á að nánast sé yfirlýst stefna að heQa nú helst ekki byggingu álvera sem eru minni en 2-300 þúsund tonn. Þá liggur beinast við að spyrja um álver ís- lenska álfélagsins í Straumsvík, er ekki líklegt að þar fari menn einnig að Iíta til stækkunar? Jóhannes segir um það mál að forsvarsmenn ÍSAL hafl nú þegar frestað aukningu á fram- leiðslugetu sem hefði verið þeim nyög ódýr og lfklega muni þeir sjá eftir því seinna því að langt geti orðið í að orka bjóðist til slfkra fyr- irætlana. „Samruni móðurfélags ÍSAL við Alcan hef- ur staðið yfir og á slfkum stundum er til- hneigingin sú að endurmeta það sem þegar hefur verið gert og nýframkvæmdir silja þá á halpnum. Ég hef engar áhyggjur af álverinu í Straumsvík íþessu samrunaferli, enda er þar um að ræða hagkvæma stærð álvers og rekst- ur þess hefur gengið vel. Það var mikið lán að framleiðslugeta þess var aukin fyrir fimm ár- um, áður en þessi sameining varð. Það er nú miklu sterkari stoð í nýju fyrirtæki en annars hefði verið.“ Staðsetning álvers á Reyðarfirði er góður kostur Jóhannes er aftur á móti bjartsýnn á að af framkvæmdum á Austurlandi verði enda sé þar um að ræða mjög álitlegan fjárfestingar- kost. „Mér blandast ekki hugur um að staðsetn- ing álvers á Reyðarfírði er góður kostur og það ætti að geta orðið mjög öflugt fyrirtæki. Þama eru hagkvæmustu virkjunarkostir sem eftir eru á Islandi og frá kostnaðarsjónarmiði tel ég óskynsamlegt að flylja þaðan orku yfir í aðra landshluta, sé á annað borð mögulegt að nýta hana fyrir austan. Þess vegna er ákaflega mikilvægt að nýta tækifærið til að reisa þarna álver, hagkvæmni þess ætti að geta orðið slík að þetta yrði góður fjárfest- ingarkostur fyrir fslenska fjárfesta. Það vant- ar í raun meiri fjölbreytni hér á landi fyrir huigtíinafjárfesta okkar. Það yrðu mér vonbrigði yrði ekkert úr framkvæmdum fyrir austan en menn vita að í þessum hlutum eru margir óvissuþættir þar til á lokastigið er komið. Bregðist hins vegar eitthvað nú geta fleiri samstarfsaðilar en Hydro komið til greina.“ Ekkert fast í hendi fyrr en skrifað er undir samninga Hann minnir þó á að ekkert er fast í hendi fyrr en endanlega hefur verið skrifað undir samninga. „Það er þannig í öllum viðskiptum, sérstak- lega viðskiptum þar sem ytri aðstæður geta breyst með skjótum hætti. Þar til að lokanið- urstöðu kemur er sá möguleiki ætíð fyrir hendi að menn dragi að sér höndina. Þetta hefur áður gerst; Atlantál-hópurinn svo- nefndi hætti við hin stóru byggingaráform sín hér eftir hrun Sovétrflqanna. Skyndilega varð mikið framboð þaðan af áli og í kjölfarið hrundi markaðurinn hreinlega, skyndilega og öllum að óvörum. í því tilfelli var ekki erf- itt að skilja hvers vegna fjárfestarnir hættu við. Hér er vitanlega um að ræða mjög stórar fjárfestingar og því er afar mikið atriði að fyrstu árin sé reksturinn við tiltölulega hag- stæðar aðstæður. Þá hefur einnig mikið að segja að lánskjör þessara fyrirtælqa miðast ekki aðeins við aðstæður á peningamarkaði almennt heldur einnig við aðstæður og mat manna á framtíðarhorfum í greininni. Fari ál- verð því lækkandi og horfur næstu ára versn- andi greiða fyrirtækin hærri vexti en ella.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.