Morgunblaðið - 12.11.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.11.2000, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2000 MORGUNB LAÐIÐ Loftmyndir ehf. hafa tekið myndir af 85% landsins á fímm árum Morgunblaðið/Golli í verslun Loftmynda ehf. er hægt að kaupa loftmyndir af mestöllu landinu, myndkort og þar er unnt að fá ljósmyndir stækkaðar. Stjómendur fyrirtæk- isins eru Örn Arnar Ingólfsson framkvæmdastjóri og Jóhannes Pálsson stjórnarfomiaður. ÚTBÚA FYRSTA ÍSLENSKA KORTAGRUNNINN Eftir Helga Bjamason FYRIRTÆKIÐ Loftmyndir ehf. beitti nýrri tækni við töku loftmynda og úr- vinnslu þeirra þegar það hóf starfsemi fyrir tæpum fimm ár- um. Fyrirtækið hóf strax skipulega vinnu við að taka loftmyndir af öllu landinu og að byggja upp myndkorta- grunn. Er nú svo komið að það á loft- myndir í lit af 85% landsins og stefnir að því að koma upp myndkortagrunni af öllu landinu innan fimm ára. Verð- ur það fyrsti alíslenski korta- grunnurinn. Nú hafa Loftmyndir opnað verslun á Skólavörðustíg og taka að sér að stækka ljósmyndir, auk framleiðslu og sölu á eigin afurðum. Hönnun og ráðgjöf ehf. á Reyðar- firði og ísgraf ehf. í Reykjavík stofn- uðu Loftmyndir ehf. vorið 1996. „Það var mikil þörf á endumýjun korta hjá sveitarfélögum á Austurlandi en þau höfðu þá ekki verið endurnýjuð í tíu ár. Ég þekkti Öm frá því ég var við nám í Alaborg en þá var hann þar að gera kort eftir loftmyndum og leitaði ráða hjá honum,“ segir Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri Hönnun- ar og ráðgjafar, sem nú er að samein- ast verkfræðistofunni Hönnun hf., um aðdragandann að stofnun Loft- mynda ehf. Jóhannes er stjómarfor- maður fyrirtækisins og Óm Arnar Ingólfsson, eigandi ísgraf ehf., er framkvæmdastjóri. „Ég var aftur á móti með viðskiptavini sem vom að taka í notkun landupplýsingakerfi. Slík kerfi byggjast á góðum og ná- kvæmum kortum og myndum sem ekki vom fyrir hendi. ísgraf var búið að fjárfesta í tækjum til að gera kort eftir loftmyndun en vantaði myndim- ar,“ segir Öm. Til þess að gera nákvæm kort þurftu þeir framgögn, filmur úr Ijós- myndaflugi, en Landmælingar ís- lands neituðu þeim um þau. Þá segj- ast þeir hafa óskað eftir tilboði frá Landmælingum í loftmyndatökur af tilteknum svæðum. „Við fengum bara sent afrit af verðlistanum sem lá frammi í afgreiðslunni hjá þeim, með kveðju,“ segir Jóhannes. VIÐSKIPn AIVINNULÍF Á SUNNUDEGI ► Jóhannes Pálsson, stjómarformaður Loftmynda ehf., er fæddur í Iteykja- vík 23. janúar 1959. Hann lærði vélvirkjun í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og tók þaðan stúdentspróf. Hann nam véltæknifræði við Tækniskóla Islands og lauk prófi sem véla- og rekstrarverkfræðingur frá háskólanum í Álaborg í Danmörku árið 1985. Hann vann hjá skipasmíðastöð og iðnfyrirtæki í Ála- borg að námi loknu en hóf störf hjá verkfræðistofunni Hönnun hf. á Reyðar- firði 1987. Hann stofnaði verkfræðistofuna Hönnun og ráðgjöf ehf. á Reyð- arfirði á árinu 1990 með Sveini Jónssyni og Hönnun hf. og hefúr verið framkvæmdastjóri fyrirtækisins frá upphafi. Eiginkona Jóhannesar er El- ísabet Benediktsdóttir rekstrarhagfræðingur og eiga þau þijú böm. ► Öm Arnar Ingólfsson, framkvæmdastjóri Loftmynda ehf., er fæddur í Reykjavík 28. janúar 1943. Hann er stúdent frá Menntaskólanum á Akur- eyri og lauk stærðfræðiprófi frá Háskóla íslands 1969. Að námi loknu vann hann hjá verkfræðistofunum Forverki hf. og Hnit hf. þar til hann stofnaði eigið fyrirtæki, Isgraf ehf., árið 1989 ogþað hefur hann rekið síðan. Eigin- kona Arnar er Elsa Finnsdóttir fulltrúi og eiga þau tvo syni. Allar myndir sem Loftmyndir hafa látið taka eru í lit. Fyrirtækið á nú myndir af 85% landsins. Tóku myndir á eigin kostnað Þetta varð til þess að Hönnun og ráðgjöf og ísgraf stofnuðu Loftmynd- ir. Jóhannes og Öm byijuðu á því að kynna sér hvemig staðið er að töku loftmynda í nágrannalöndunum og settu sig í samband við mörg fyrir- tæki. Síðan fóm þeir í heimsókn til fimm fyrirtækja, í Ósló, Helsinki, Kaupmannahöfn og London. Þetta var stutt en strembin ferð, þeir fóm af stað á mánudagsmorgni og vora komnir heim síðdegis á miðvikudegi. Á heimleiðinni ákváðu þeir að semja við danska fyrirtækið Kamp- saxGeoplan um loftmyndatökur af til- teknum svæðum þá um sumarið. Það samstarf hefur haldist síðan en auk þess hefur verið samið við önnur fyr- irtæki um myndatökur með annarri tækni. Þetta sama ár bauð Vegagerðin út myndaflug og kortagerð af svæðum þar sem framkvæmdir vora fyrfrhug- aðar. Hönnun og ráðgjöf og ísgraf buðu best og fengu samninginn. „Þegar það lá fyrir ákváðum við að stofna sjálfstætt fyrirtæki, Loft- myndir ehf., um flugið og til að láta taka loftmyndir á eigin kostnað," seg- ir Öm. í stað þess að taka eingöngu mynd- ir af þeim afmörkuðu svæðum sem fyrirtækin þurftu að láta mynda vegna starfsemi sinnar og búið var að selja fyrirfram fóru Loftmyndir fljótt að nota flugvélamar til að taka mynd- ir af miklu stærra svæði í þeirri von að hægt yrði að gera myndirnar að söluvöru og selja síðar. I þessu fólst töluverð áhætta enda var og er fyrir- tældð í samkeppni við ríkisfyrirtæki, Landmælingar íslands, um ljós- myndaflug og kortagerð. Hálendið bætíst við Stjómendur fyrirtækisins reyndu að átta sig á því hvaða svæði gætu orðið söluvara og bættu þeim við. Þeir settu sér fljótlega það markmið að taka loftmjmdir af öllu láglendi ís- lands á tveimur til þremur árum því að hægt yrði að gera söluvöra úr af- „Það er einkenni- legt að ekki skuli vera hægt að samnýta þessa vinnu en það er eins og enginn haf i trúað því að einkafyrirtæki tækist að gera fyrsta íslenska kortagrunninn." rakstri þess vegna skipulagningar og framkvæmda. ,Á þessum tíma kom okkur ekki til hugar að við myndum láta mynda hálendið Kka, það yrði alltof kostnaðarsamt. Sú hugmynd kom ekki upp fyrr en á síðasta ári að starfshópur sem vinnur að ramma- áætlun um nýtingu vatnsafls og jarð- varma bauð út töku loftmynda af Síðuvatnasvæði og nokkram öðrum svæðum sem tengjast viðfangsefni hópsins. Við lögðum fram frávikstil- boð sem fólst í því að taka myndir af öllu hálendinu en í miklu meiri hæð en áður hafði verið reynt á Norðurlönd- um, 8,5 kílómetrum. Við fengum verkið og sömdum við norskt fyrir- tæki um að fljúga og taka myndirnar. Verkkaupinn og aðrir sem notað hafa afraksturinn era hæstánægðir með gæði myndanna. í sumar héldum við áfram og náðum að ljúka myndatök- um af hálendinu og hálendisskögum að mestu leyti,“ segja þeir félagar. Nefna þeir sem dæmi um ávinning af þessu verki að öll vinna við mat á umhverfisáhrifum Kárahnúkavirkj- unar byggist á þessum myndum. Ekki hefði verið unnt að ráðast í jafn nákvæmt mat og nú er unnið að ef þeirra hefði ekki notið við. Er nú svo komið að á fimm sumr- um hafa Loftmyndir látið taka mynd- ir af 85% alls landsins og er stefnt að því að Ijúka verkinu á næstu tveimur til þremur árum. Ekki telja Jóhannes og Öm að þeir séu að gera fyrirtækið óþarft með því að flýta loftmyndatökunum jafn mik- ið og raun ber vitni. Segja stefnt að nýjum myndatökum af þéttbýlisstöð- um á tveggja til þriggja ára fresti og öðra láglendi á fimm til tíu ára fresti. Eftir að tekin hefur verið mynd tekur við dýr vinna við úrvinnslu loft- myndanna og sú vinna er mun skemmra á veg komin enda ræðst hún af því hvemig gengur að selja af- urðimar. Nýja tæknin er ódýrari Loftmyndir tóku í notkun nýja tækni við loftmyndatökur og úr- vinnslu þeirra. Myndimar eru teknar í þremur flughæðum, þéttbýli er myndað úr 1.400 metra hæð, dreifbýli úr 3.000 metram og hálendið úr 8.500 metra hæð, eins og áður hefur komið fram. Hönnun og ráðgjöf ehf. hefur kom- ið upp GPS-jarðstöðvum á þekktum punktum á Egilsstöðum og í Reykja- vík og skrá þær stöðu gervitungla með einnar sekúndu millibili á meðan Ijósmyndaflugvél er á lofti. í flugvél- inni er einnig GPS-búnaður sem skráir stöðu vélarinnar með sömu ná- kvæmni. Þannig má að loknu flugi reikna út staðsetningu flugvélarinnar þegar myndin er tekin. Segja Öm og Jóhannes að þegar þessi tækni er nýtt til hins ýtrasta geti hún að mestu komið í stað hefðbundinna landmæl- inga vegna kortagerðar. Isgraf ehf. fær gögnin úr fluginu og GPS-mælingamar og vinnur tölvu- tækt landlíkan úr þeim og fellir á rétt- an stað á landinu. Það nýtist við hönn- un á vegum, stíflum og öðram mannvirkjum sem byggjast á jarð- vegsflutningum. Með sérstökum hugbúnaði má einnig laga skekkjur og eyða áhrifum mishæða í landi og úr verður upprétt loftmynd sem oft er nefnd myndkort. Þær geyma einnig í sér hnitakeríi við- komandi staðar. Á granni þessarar vinnu er unnt að framleiða venjulegt landakort og nota til að teikna ofan í það vegi og hvaðeina sem þörf er á. Sú vinna er talsvert á eftir loftmynda- tökunum, enda dýr, en þó hafa verið útbúin myndkort af um 20% landsins. |g|
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.