Morgunblaðið - 12.11.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.11.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR12. NÓVEMBER 2000 39 MINNINGAR * + Hákon Elías Kristjánsson, trésmíðameistari frá Tröð í Önundar- firði, síðast til heim- ilis í Þverholti 30, Reykjavík, fæddist 23. júlí 1924. Hann lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi í Fossvogi aðfaranótt 7. nóvember síðast- liðins. Foreldrar Hákonar voru Krist- ján Bergur Haga- línsson, bóndi í Tröð í Önundarfírði, f. 1888, d. 1973, og Sigríður Jóns- dóttir húsmóðir, f. 1898, d. 1953. Hákon var fjórði í röð sjö systkina en þau voru: Sólveig, fv. kennari, búsett í Kópavogi, f. 1918, gift Ólafi H. Kristjánssyni, fv. skólastjóra Reykja- skóla. Þau eiga Ijóra syni; Jófríður hús- móðir, f. 1920, d. 1995, gift Bjarna Jónssyni (látinn), bónda í Haga í Þingi, A-Hún. Þau eignuð- ust sex börn; Sigríður Margrét, iðnverka- kona í Reykjavík, f. 1923, d. 1996, gift Jó- hannesi Bjarnasyni verslunarmanni (lát- inn). Þau áttu tvær dætur; Haga- lín Þorkell, trésmiður í Reykja- vík, f. 1926, ókvæntur ög barnlaus; Jens, byggingaverka- maður, búsettur á Sauðárkróki, f. 1929, var kvæntur Margréti Guð- mundsdóttur húsmóður en hún lést siðastliðið vor. Þau eignuðust fjögur börn; Páley Jóhanna læknaritari, búsett á Patreksfirði, f. 1945, gift Vigfúsi Þorsteinssyni verkamanni. Þau eiga tvö börn. Hákon var ókvæntur og barn- laus. Hákon lauk gagnfræðaprófi frá Héraðsskólanum á Núpi í Dýra- firði og stundaði trésmíðanám við Iðnskólann i Reykjavík og hlaut siðar meistararéttindi í þeirri grein. Hann rak um árabil, ásamt frænda sinum Kristjáni Guð- mundssyni, Trésmiðju Hákonar og Krisfjáns í Auðbrekku 14, Kópavogi. Hákon gegndi trúnað- arstörfum fyrir Trésmiðafélag Reykjavfkur og sat í sljórn þess á árunum 1955 og 1956. Utför Hákonar fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 13. nóvember og hefst athöfnin klukkan 13.30. HAKON ELIAS KRISTJÁNSSON Komið er að vegamótum. Hákon móðurbróðir minn hefur lokið jarð- vist sinni. Ljúft er mér að minnast hans á þeim tímamótum og þakka honum samfylgdina. Sérstaklega vil ég þakka honum hversu ljúfmann- lega hann tók því að vera meistari að húsi er ég byggði, en þá var hann um það bil að ljúka starfsævi sinni. Hygg ég að hús mitt hafi ver- ið það síðasta sem hann stóð fyrir að byggja. Betri mann hefði ég ekki getað fengið. Kom þá sem fyrr vel í ljós hversu úrræðagóður, vandvirkur og duglegur maður Hákon var. Þó aldur og lúi langrar starfsævi væri farinn að segja til sín gaf hann yngri mönnum ekkert eftir í krafti og úthaldi. Hann hlífði sér hvergi fremur en endranær. Ekki einungis var Hákon frábær verkmaður, hann var einnig mjög skemmtilegur maður í umgengni. Hákon var samt ekki allra, hann var fremur seintekinn, hógvær og lítillátur og flíkaði ekki tilfinningum sínum. Raungóður var hann. Hann hafði gaman af skoðanaskiptum og tók jafnan virkan þátt í umræðum um þjóðfélagsmál þegar þau bar á góma, sem og margt annað. Hann hafði ákveðnar skoðanir, var víðles- inn og fjölfróður. Enginn kom að tómum kofanum hjá Hákoni. Hann kunni þvílík ókjör af sögum, kvæð- um og vísum sem hann hafði á hraðbergi við hvers konar tækifæri. Vitnaði hann oft í fornsögumar þegar það átti við. Öfundaði ég hann af því stálminni sem hann hafði lengst af. Hákon var skarpgreindur. Lang- skólanám hefði legið vel fyrir hon- um, en efnin leyfðu það ekki. Ein- hverju sinni spurði ég hann hvað hann hefði langað að leggja fyrir sig hefði langskólanám staðið til boða. An umhugsunar svaraði hann því til að verkfræði hefði orðið fyrir valinu. Þar hefði hann notið sín og fengið tækifæri til að stunda skap- andi starf. Þessa náms var ekki kostur og varð trésmíðin fyrir val- inu. Hákon naut þess að sjá verkin eftir sig og mörg voru húsin sem hann byggði. Það var eftirtektarvert hversu góður íslenskumaður Hákon var. Þar kom auðvitað til greind hans og lestraráhugi. Hann las allt milli himins og jarðar. Á síðari árum lagði hann sig eftir að læra tungu- mál. Var þar um sjálfsnám að ræða. Náði hann það góðum tökum á t.d. dönsku, ensku og þýsku, að hann las sér til gagns og gamans á þeim málum, auk þess sem sú kunnátta kom sér vel á þeim fjölmörgu ferð- um sem hann fór í á síðari árum til framandi landa í góðra vina hópi. Fyrstu kynni mín af Hákoni voru þegar ég, tólf ára dreifbýlispiltur, kom til Reykjavíkur og dvaldi hjá móðursystur minni þar sem Hákon bjó einnig. Hann hefur þá verið 32 ára gamall. Er mér í minni bifreið hans, en dyr hennar opnuðust á annan veg en almennt var. í bifreið þessari ók hann mér um borgina og sýndi mér það sem honum þótti markverðast að skoða. Við fórum m.a. í Tívolí sem þá var í Vatns- mýrinni og í mini-golf í Hljóm- skálagarðinum. Næst hittumst við ekki fyrr en eftir að fjölskyldan fluttist vestan af fjörðum að Reykj- um í Hrútafirði þar sem faðir minn tók við skólastjórn. Þegar uppbygging hófst á Reykj- um undir forystu foreldra minna var leitað til Hákonar og hann fenginn til að standa fyrir bygg- ingaframkvæmdum á staðnum. Var það vel ráðið og óumdeilanlegt. Veit ég að það létti mjög á foreldrum mínum að hafa Hákon við stjóm þessara verka og þau hafa ævinlega verið honum þakklát fyrir störfin þar nyrðra og margt fleira. Þá má ekki gleyma þætti Hákon- ar við að reisa foreldrum mínum hús í Kópavogi um miðjan sjöunda áratuginn, þar sem þau hafa átt heima eftir að starfsævinni lauk á Reykjum. Hákon var hvatamaður að því að það hús var reist. Eins og ég gat um fyrr var Hák- on óhemju duglegur og samvisku- samur maður og hann var einnig mjög ósérhlífinn. Hann hafði í æsku fengið lömunarveiki og var annar fótur hans visinn, grennri og styttri en hinn. Dáðist ég oft að því að hann skyldi geta starfað við iðn sína útivið hvemig sem viðraði í stað þess að vinna verkstæðisvinnu. Þessu réði að Hákon þoldi betur að vera á ferðinni, uppi í stigum, verk- pöllum og þökum, en að vinna á verkstæðisgólfi. Allt það álag sem þessu starfi fylgdi setti síðan mark sitt á Hákon á síðari ámm. Hann var orðinn útslitinn af vinnu. Ég vil að leiðarlokum þakka Hákoni frænda mínum samfylgdina og það traust sem hann ævinlega sýndi mér, ekki síst nú á síðustu mánuðum ævinnar er heilsu hans var svo komið að hann treysti sér ekki til ýmissa nauðsynlegra verka sem hann bað mig að annast fyrir sig. Far í friði, kæri frændi, við hitt- umst síðar. Kristján Ólafsson. Á morgun ó og aska hí og hæ og ha og uss og pú og kanski og seisei og korriró og amen, bí og bæ og bðsl í hnasli, sýsl í rusli og þeyþey. Hákon móðurbróðir minn er mér mjög minnisstæður. Ég var um fermingu þegar ég kynntist honum að ráði. Þá vann ég í byggingavinnu heima á Reykjaskóla en Hákon hafði umsjón með byggingafram- kvæmdum þar um árabil. Hann var með afbrigðum góður yfirmaður og leiðbeinandi. Hákon var vinnusam- ur og ósérhlífinn og gerði einnig kröfur til annarra en var aldrei ósanngjarn. Hann var vel lesinn og hafsjór fróðleiks, kunni að segja sögur, fara með vísur og kvæði og hafði tilvitnanir í bókmenntir á hraðbergi. Þannig fór hann oft með vísuna eftir Halldór Laxness, sem er í upphafi þessarar minningar- greinar, en hana lærði ég af Hákoni sem unglingur. Hákon hafði ríka kímnigáfu og kunni að segja frá ýmsu spaugilegu. Hann sagði okkur strákunum margt skemmtilegt og lagði fyrir okkur gátur. Þannig var vinnan hjá Hákoni bæði lærdómur og skemmtun. Utan vinnunnar var ýmislegt minnisvert gert sem Hák- on tók fullan þátt í, svo sem að veiða, róa um fjörðinn eða skjóta í mark úr riffli sem hann átti. Hann predikaði aldrei yfir okkur en hafði lag á að segja sína skoðun á hlutun- um þannig að mark var á tekið. Á þessum árum dvöldu Hákon og Hagalín bróðir hans stundum hjá foreldrum mínum um jól. Það var ætíð tilhlökkunarefni að fá þá bræður í heimsókn. Þá var bæði teflt og spilað, stundum fram undir morgun. Hákon var hjálpsamur öllum sem til hans leituðu, jafnt innan fjöl- skyldunnar sem utan hennar. Hann var mér ætíð innan handar ef á þurfti að halda og fyrir það verður seint fullþakkað. Hann ætlaðist ekki til þakklætis, var Iítillátur og vildi að sem minnst væri fyrir sér haft. Þannig veit ég að þeir sem þekktu Hákon minnast hans. Á þjóðveginum b'ður líf vort skjótt og löndin bruna hjá með tuma og hallir. Sumarið hefur sagt þér góða nótt og sólskinsdagar þínir munu allir. (Halldór Laxness.) Blessuð sé minning Hákonar Kristjánssonar. Þórður Ólafsson. VQdngur átt þú að vera, víkingur komandi dags, velja þér vorhugans merki vormenn til fóstbræðralags. Sáttfús þú skalt, ef þú sigrar sanngjam um frið og um laun, fóstbróðir félaga þinna, fastur og tryggur í raun. Þetta er hluti úr ljóði sem Guð- mundur Ingi, kennari og frændi okkar Hákonar, orti á fermingar- kort til hans vorið 1938. Ég, undir- ritaður, sem var náinn samstarfs- maður Hákonar á fjórða áratug, get vitni um það borið að Hákon var góður fóstbróðir félaga sinna, fastur og tryggur í raun. Það var um vorið 1945 sem ég kom til Reykjavíkur til trésmíðanáms. Sumarið eftir kom Hákon suður sömu erinda. Á þeim árum var erf- itt að fá leigð herbergi í höfúð- staðnum. Ég hafði nægilega stórt herbergi fyrir okkur báða, þar sem ég leigði, á Grenimel 4. Nú gátum við rifjað upp gömul og góð kynni, frá bamaskólaárum okkar og frá ungmennafélagsstarfi ágætu, sem var undir traustri forustu frænd- fólks okkar á Kirkjubóli, Guðmund- ar Inga, Halldórs og Jóhönnu. Eftir um það bil tvö ár rættist svo úr með húsnæði hjá Hákoni. Það mun hafa verið í byrjun árs 1955 sem við Hákon, ásamt Reyni B. Pálssyni, hófum samvinnu á tré- smíðaverkstæði. Fyrstu húsakynni okkar voru gamla fjósið hans Sig- urðar í Görðunum (við Ægisíðu). Eftir nokkurra mánaða viðdvöl þar fluttum við tæki okkar og tól í fyrr- verandi hænsnahús, sem var þar, sem þá hét Bústaðarblettur 12. Hinn 1. mars 1956 stofnuðum við þremeningarnir formlegt félag um þessa starfsemi okkar og kölluðum Trésmiðjuna Ösp. Hinn 1. apríl 1959 var þessu ágæta samstarfi slitið, þar sem rífa átti verkstæðis- húsið. Næsta skref hjá okkur Há- koni var að flytja verkfærin okkar í 70 fermetra bílgeymslu á Þinghóls- braut 13. Svo gerðist það í janúar 1963 að við fengum bréf frá bæjar- stjóra Kópavogs, Hjálmari Ólafs- syni, þar sem sagði að bæjarráð gæfi okkur kost á lóð í Auðbrekku, undir trésmíðaverkstæði. Hafist var strax handa við að byggja, og í kjölfar þess varð til Trésmiðja Hákonar & Kristjáns sf., sem við starfræktum í hálfan þriðja áratug. Eina litla sögu langar mig að segja hér þó að málið sé mér skylt. Hún hefur, ásamt fleiri slíkum, yljað okkur Hákoni um hjartarætur. Inn- anhússarkitekt ágætur, Finnur P. Fróðason, hafði mikil og góð við- skipti við okkur Hákon. Nú vorum við búnir að smíða og setja upp inn- réttingu í nýbyggingu fyrir hjón ein. Finnur sagði við okkur: - „Ég hitti frúna og spurði hvort ekki hefði allt gengið eftir áætlun.“ - Konan sagði: „Það dróst nú dálítið að við gætum flutt, það stóðst ekki alveg áætlunin hjá smiðunum.“ Finnur: „Hvað segirðu, á ég að trúa því að það hafi ekki gengið eftir sem þeir Hákon og Kristján lof- uðu?“ Þá kom ,jólaljósablik“ í augu konunnar, og hún sagði: „Ekki þeirra verk, það kom á umsömdum tíma og er handbragðið allt óað- finnanlegt.“ „Sanngjarn um frið og um laun,“ sagði Guðmundur Ingi í fermingar- kvæðinu hans Hákonar. Ekki var það lítill hluti launa að sjá ,jóla- ljósablik" í augum viðskiptavinar- ins. Nú var þessi verkstæðisrekstur ekki nægur starfsvettvangur fyrir Hákon. Tekið var höndum saman við Magnús Baldvinsson múrara- meistara á ofanverðum 7. áratugn- um, og farið að gera tilboð í ýmis byggingaverkefni. Samstarf Magn- úsar og Trésmiðju Hákonar & Kristjáns gekk með ágætum. Nefni ég hér aðeins fjögur verkefrú sem þessir samstarfsaðilar glímdu við: Frímúrarahúsið við Skúlagötu, Glæsibæ við Alfheima, Sundaborg við Kleppsveg og síðast rúmlega hundrað íbúðir ásamt verslunarhús- næði við Hamraborg í Kópavogi. I sambandi við síðastnefnda verkefnið var stofnað Byggingafé- Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Giró- og greiðslukortaþjónusta lagið Borgir sf. Þegar umsvif í úti- verkefnum fóru að aukast, ásamt verkstæðisvinnunni, fóru að koma beiðnir frá ungum mönnum að komast i nám. Það kom í hlut Há- v. konar, sem var nú í Meistarafélagi húsasmiða, að gera samning við nemana. Þeir munu hafa að minnsta kosti fyllt tuginn á fimm- tán árum fyrir utan nokkra sem voru á samningi hjá byggingameist- urum sem ekki voru með verk- stæði, en báðu fyrir nemendur sína tímabundið, svo að þeir fengju þjálfun við innréttingasmíðar. Árið 1955 skiptist Trésmíðafélag Reykjavíkur í tvennt, launþegafé- lag, sem hélt sínu gamla nafni og meistarafélag. Hákon var í stjórn félagsins 1955, bæði fyrir og eftir skiptinguna, og einnig árið 1956. Hann var á þessum árum í trúnað- armannaráði félagsins og einnig í svokallaðri „taxtanefnd", iyrstu ár- in sem hún starfaði. Á þessum ár- um, er Trésmíðafélagið var að klofna í tvennt, urðu stundum all- hörð orðaskipti á fundum félagsins. Hákon lét þessa umræðu ekki fram hjá sér fara. Það var haft á orði hve skemmtilega hann kryddaði ræður sínar með gamanmálum. Halldór Kristjánsson segir í af- mælisgrein um Jón, föðurbróður Hákonar. „Þessi systkini voru lík um margt. Öll voru þau stillt í lund og góðgjöm í tali, en höfðu þó næman smekk fyrir því sem v spaugilegt var, ef engin mannlöstur fylgdi. Hvergi hef ég fundið traust- ari ráðvendni gróna í kyn en með þeim og fólki þeirra." Þessi fallega lýsing á nánasta fólki Hákonar á svo vel við lýsingu á hans eigin persónu að ég vil hafa þau sem lokaorð þessarar greinar. Blessuð sé minning Hákonar Kristjánssonar. Krisfján Guðmundsson. ar v OSWALDS simi 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN ADAl SIIU I I ilS • 101 lil VK.IAVIK mSPI n i i ML Ihu'it) hu'i'i Oléifin l 'ffiiitn.'t/, l tptn/xtj. I 'tfimmtj. 1 IKKIS I l ’VINM STOI A HYVINDAR ÁRNASONAR •• •; vv. 1899 UTFARARÞJÓN USTAN EHR Persónuleg þjónusta Höfum undirbúið og séð um útfarir fyrir landsmenn í 10 ár. Sírni 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is utfarir@utfarir.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson útfararstjóri_________________útfararstjóri ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útf ararþ j ónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Baldur Frederiksen útfararstjóri, sími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.