Morgunblaðið - 12.11.2000, Síða 51

Morgunblaðið - 12.11.2000, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Árnað heilla STJÖRNUSPÁ cl'tir Frances Drake P A ÁRA afmæli. í dag, O U sunnudaginn 12. nóvember, verður fimmtug- ur Guðmundur Rúnar Guð- mundsson, lögregluþjónn, Úthlíð 15, Hafnarfirði. Hann er að heiman í dag. BRIDS Umsjún (iiiðinundur Páll Arnarson NICOLA Smith hefur um langt árabil verið virk í breska kvennalandsliðinu. Hún er dóttir Nico Gard- eners (1908-1989), sem var landsliðsspilari og frum- kvöðull í bridskennslu í London, þar sem hann stofnaði og rak bridsskóla um áratuga skeið. I ný- legri bók eftir Mark Smith (sem ekki er skyldur þeim feðginum), segir Nicola frá eftirminnilegasta spili fer- ils síns, en þar var faðir hennar í hlutverki makk- ers: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♦ A753 ¥ G642 ♦ K1096 *2 Vestur Austur A G842 A D109 ¥ 1073 ¥ KD5 ♦ 54 ♦ G32 * 10964 * DG75 Suður A K6 ¥ Á98 ♦ ÁD87 AÁK83 Vestur Norður faðir Austur Suður dóttir - - - 2grönd Pass 31auf Pass 3 tíglar Pass 3 hjörtu Pass 3grönd Pass 5tíglar Pass 6tíglar Pass Pass Pass Svarið á þremur laufum var Baron-sagnvenjan, sem biður um að sögn í lægsta íjórlit. Nico kaus að ljúka sögnum í fimm tígl- um eftir nokkrar rann- sóknir, en Nicola hækkaði í slemmu. Út kom tromp, sem Nicola tók ódýrt heima, lagði niður laufás og stakk lauf. Hún fór heim á tromp og trompaði annað lauf með síðasta tígli blinds. Síðan kom spaði á kóng og síðasta tromp austurs var tekið. Spaðaás og spaðastunga hreinsuðu austur af öllum spöðunum og eftir lauf- kónginn voru aðeins þrjú spil eftir á hendi. Blindur átti G64 í hjarta, en heima var Nicola með A98. Aust- ur var með KD5. Nicola spilaði hjartaáttu og svín- aði fyrir tíu vesturs. Aust- ur fékk á drottninguna, en varð síðan að spila frá hjartakóng í lokin og gefa tólfta slaginn á gosa blinds. Stórglæsilegt handbragð, en í minning- unni var ánægjusvipurinn á pabba meira virði en toppurinn sem spilið gaf að sjálfsögðu. Q A ÁRA afmæli. í dag, í/U sunnudaginn 12. nóvember, er níræður Hjörtur Jónsson, kaupmað- ur, Haukanesi 18, Garðabæ. Hjörtur og eiginkona hans, Þórleif Sigurðardóttir, taka á móti gestum í dag, afmæl- isdaginn, á heimili sínu Haukanesi 18, kl. 17-20. /?/AÁRA afmæli. Á morg- UU un, mánudaginn 13. nóvember, verður sextug Hansína Einarsdóttir frá Hnifsdal, Eyrargötu 3, ísa- firði. Eiginmaður hennar var Kristján K. Jónasson sem lést 1994. Hansína er erlendis á afmælisdaginn. r A ÁRA afmæli. í dag, t) V/ sunnudaginn 12. nóvember, er fimmtug Ingi- björg Jónasdóttir, fræðslu- stjóri Búnaðarbankans, Melhaga 3, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum í Oddfellowhúsinu Vonar- stræti 10, í dag kl. 17. SKAK llinsjúii llelgi Áss Grétarsson Ólympíuskákmótið í Ist- anbúl stendur nú sem hæst. Mikill munur er á keppni einstaklinga og liða í skák. Þó að skákin sé í eðli sínu einstaklingsíþrótt er það svo að sumir skák- menn finna sig mun betur í liðakeppni en hefðbundn- um mótum. Einn af þeim er ofurstórmeistarinn Vassily Ivansjúk (2.719) frá Úkraínu og er Ólymp- íuskákmótið í ár engin undantekning. Honum hefur tekist að leggja að velli marga af sterkustu stórmeisturum heims en staðan er frá viðureign hans við hinn síunga Vikt- or Kortsnoj (2.620). Gamli baráttujaxlinn hafði eins og oft áður lagt mikið á stöðuna en að þessu sinni var honum refsað fyrir bjartsýnina. 34. - Hxe3! 35. fxe3 Dh4 36. Hd2 Sorgleg nauðsyn til að koma í veg fyrir mát. 36. - Dg3+ 37. Khl Dxe3! 38. Hc2 Rg3+! 39. Kg2 39. Kh2 væri vel svarað með 39. - Rfl+ 40. Kg2 Dg3+ 41. Khl Bd3 og svartur Hvítur á leik. vinnur. 39. - Bfl+ 40. Kh2 Re4 41. Dcl Aðrir mögu- leikar komu vart til álita þar sem svartur hótaði 41. - Df4+ 42. Khl Rg3+ 43. Kh2 Re2+ 44. Khl De4+ og svartur mátar í næsta leik. 41. - Dg3+ 42. Khl Bd3 43. Hc8+ Kh7 44. Hh8+! Kg6! Svartur fellur ekki í gildruna með 44. - Kxh8 45. Dc8+ Kh7 46. Df5+ og þráskák verður óumflýjanleg. 45. Dc6+ Rf6 46. He8 Kh7! og Kortsnoj gafst upp enda ræður hann ekki við tvöf- alda hótun svarts. íslandsmútið f Netskák verður haldið 12. nóvem- ber kl. 20.00 á skákþjónin- um ICC. Áhugasamir eru beðnir um að skrá sig til leiks í síðasta lagi kl. 19.45 en hægt er að nálgast nán- ari upplýsingar um mótið á vefsíðunni skak.is. LiOÐABROT KVEÐIÐ í KÖRINNI Æskan mín var ómaglögg. Allt varð henni að ljóði. Litabrigði, leiftur snögg lagði hún í sjóði. Enn er kannske einhver lögg eftir af skáldablóði, fyrst ég man, hve morgundögg á máríustakknum glóði. Það, sem elli færði í fang, flest var klippt og skorið. En er tún og víðavang vekur geislarnorið, vegamóðum vonalang verður létt um sporið. Þegar mér er þyngst um gang, þrái ég heitast vorið. Örn Arnarson. SPORÐDREKI Afmælisbarn dagsins: Þú ert ákaflega margbrotinn pers- ónuleiki ogmenn eiga erfitt með að ráða íþað hver þú ert í raun. Hrútur (21. mars -19. apríl) Þú þarft að geta lokað þig betur af svo þú náir að sinna þeim fjölmörgu verkefnum, sem þú hefur tekið að þér. Mundu að orð skulu standa. Naut (20. apríl - 20. maí) Kipptu þér ekki upp við það, þótt þú mætir einhverju mót- læti í dag. Þú ert með þitt alit á hreinu og öll él birtir upp um síðir. Tvíburar . ^ (21.maí-20.júní) ÁÁ Það er oft fleira sem samein- ar fólk en hitt sem sundrar. Það síðamefnda er því miður oft háværara en allt hefst með áherslu á samstarfið. Krabbi (21. júní-22. júlí) Ekki er alit sem sýnist og þú skalt gefa þér góðan tíma til þess að rannsaka mál, áður en þú tekur ákvöðrun. Það sparar bæði fé og tíma. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) ** Ekkert er dýrmætara en heilsan og þú skalt ekki draga það lengur að gera þér eitt- hvað tii góða, stunda göngu- ferðir eða aðra holla lík- amsrækt. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) (SSL Dropinn holar bergið svo þú skalt ekki gefast upp að berj- ast fyrir málstað þínum. Einn góðan veðurdag stendur þú uppi sem sigurvegarinn. (23. sept. - 22. okt.) m Þótt velgengni þín sé sannar- lega mikils virði er óþarfi að hrópa um hana á torgum. Lít- illæti er dyggð sem reynir á undir þessum kringumstæð- Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Hlustaðu vandlega á þá ráð- gjöf sem þú færð og berðu hana saman við það sem þér finnst sjálfum. Áð vandlega íhuguðu máli hlýtur þú að finna bestu lausnina. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) XT) Tilbrej'ting er nauðsynleg en hún þarf svosem ekki að vera fólgin í stórum hlutum heldur eru það líka litlu hlutirnir sem gefa lífinu gildi. Steingeit — (22. des. -19. janúar) ttSmf Það sem einu sinni þótti gott kann að vera úrelt í dag. Gerðu þér far um að fylgjast með nýjungum á þínu sviði. Það tryggir framtíð þína. Vatnsberi (20. jan. -18. febr.) GSvl Sýndu þínum nánustu hversu vænt þér þykir um þá því í raun og veru eru þau sann- indi aldrei of oft kveðin. Bryddaðu upp á nýjungum í samskiptunum. Fiskar imt (19. feb. - 20. mars) Það er nauðsynlegt að finna sér tíma til leikja öðru hverju því ekkert jafnast á við að leyfa barninu í sér að leika svolítið lausum hala. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Meðvirkni Námskeið um meðvirkni, samskipti, tjáskipti og tilfinningar verður haldið föstudagskvöldið 17. nóvember og laugardaginn 18. nóvember 2000 í kórkjallara Hallgrímskirkju. Nánari upplýsingar og skráning í síma 553 8800. Stefdn Jóhannsson, MA, fjölskylduráigjofi Ý Taktu mér eins og ég er, svo ég geti lært hvað ég get orðið ^ LAGER Laugavegil 78 SALA 1 . VönduS vörumerki IOdio: Virka daga: 12-18 Laugardaga: 10-17 Sunnudaga: 12-17 Barnafatnaður Dömufatnaöur Herrafatnaöur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.