Morgunblaðið - 12.11.2000, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 12.11.2000, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2000 29 FRETTIR Salan á Orkubúi Vestfjarða 500 millj. teknar af söluandvirði RAÐUNEYTISSTJORAR þriggja ráðuneyta hafa ritað sveitarstjómum á Vestfjörðum bréf þar sem staðfest er að greiðsla skulda og lausn á vanda félagslega íbúðakeríisins er skilyrði fyrir kaupum rfldsins á Orkubúi Vestfjarða fyrir 2,7 millj- arða króna. Margir sveitarstjórna- menn í kjördæminu sætta sig ekki við að hugsanleg sala á Orkubúinu sé tengd lausn á vanda þeirra vegna fé- lagslega íbúðakerfisins. Aætlað er að fella þurfi niður að minnsta kosti 700 milljónir kr. af lánum félagslegra íbúða auk þess sem sveitarfélögin skulda íbúðalánasjóði verulegar fjár- hæðir. Áætlað er að vanskil sveitarfé- laga á Vestfjörðum við íbúðalánasjóð vegna félagslega íbúðakerfisins nemi 400-500 milljónum kr. Megnið af skuldunum hvfla á Vesturbyggð og Isafjarðarbæ. Mótmæla skilyrtum samningum Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bolungarvík og formaður Fjórðungs- sambands Vestfirðinga, segir ekkert óeðlilegt að slík vanskil séu gerð upp komi til sölu eignarhlutar viðkom- andi sveitarfélags í Orkubúinu. Á hinn bóginn sætti menn sig ekki við að lausn á vanda félagslega íbúða- kerfisins sé blandað við söluna og vís- ar í því efni til samþykktar bæjar- stjórnar Bolungarvíkur um bi'eytingu á Orkubúi Vestfjarða í hlutafélag þar sem þessari tengingu er sérstaklega mótmælt. Segir Ólaf- ur eðlilegt að gengið sé til samninga við hvert og eitt sveitarfélag um ráð- stöfun fjármuna vegna hugsanlegrar sölu en samningar ekki skilyrtir um- fram vanskfl. Sveitarstjórnamenn á Vestfjörð- um ræddu í upphafi mánaðarins við fulltrúa ríkisins um þessi mál og í bréfi sem þeim barst í vikunni frá ráðuneytisstjórum iðnaðarráðuneyt- is, félagsmálaráðuneytis og fjármála- ráðuneytis eru málin skýrð. Vitnað er í samþykkt ríkisstjómarinnar fyrir kaupum á orkubúinu en þar kemur fram að söluverðmætinu verði varið til að greiða niður skuldir sveitar- sjóðanna og til lausnar á bráðavanda þeirra í félagslega íbúðakerfinu. Ráðuneytisstjórarnir segja að til grundvallar verði lagðar tillögur sem fram komu í áfangaskýrslu um félags- legar íbúðir á Vestfjörðum en þar er gert ráð íýrir að þau sveitarfélög sem þurfi að lækka verð félagslegra íbúða geri það með framlögum úr sveitar- sjóðum í samstarfi við varasjóð. Ekki liggja fyrir staðfestar upplýs- ingar um hvað áætlað er að þurfi að skrifa félagslegu íbúðhTiar mikið nið- ur til þess að hægt sé að leigja þær út eða selja á almennum markaði. Eftir því sem næst verður komist hefur verið áætlað að niðurskriftin gæti numið um 700 milljónum kr. og þar yrðu hátt í 500 milljónir kr. teknar af óskiptri eign sveitaiTélaganna í fé- lagslega íbúðakerfinu en varasjóður þessara lána í íbúðalánasjóði myndi leggja til 200 milljónir kr. Jón Gunnar Stefánsson, bæjar- stjóri í Vesturbyggð, segir að Vestur- byggð eigi 83 félagslegar íbúðir, með- al annars vegna innlausna, og tvær gætu átt eftir að bætast við. Segir hann að meðalskuldir hverja íbúð séu nálægt 6 milljónum en þær gætu ekki selst fyrir nema 1,5 til 2,5 milljónir kr. Ef Vesturbyggð ein ætti að bera þann skell, um 4 milljónir á íbúð, færi öll eign sveitarfélagsins í Orkubúinu, um það bil 400 milljónir kr., til þess að lækka skuldir á íbúðunum og að greiða vanskilaskuldh’ af þeim - og dygði ekki til. Um leið brystu þær vonir sem menn hefðu bundið við að salan á eignarhlutanum í Orkubúi Vestfjarða gæti orðið til að grynnka svo á skuldum Vesturbyggðar að sveitarfélagið stæði svipað að vígi og önnur sveitarfélög í landinu. Jón Gunnar vekur einnig athygli á því að ósanngjarnt sé að taka ákveðna fjármuni af óskiptu sölu- andvirði orkubúsins til að standa undir þessari lausn. Það gangi hrein- lega ekki gagnvart þeim sveitarfélög- um sem hefðu hreint borð í þessum efnum. Barnamyndatökur Svipmyndir Hverfisgötu 18, sími 552 2690 Orugg bmdunarteki meo bmnavom Hitastilltu Mora Mega blöndunartækin fyrir bað og sturtu tryggja öryggi og þægindi. Mora Mega er árangur margra ára vöruþróunar og betrumbóta. Mora - sænsk gæðavara TCflGI Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sími: 5641088 • Fax: 5641089 • tengi.is 0PIDTIL 0LLKV0LD Verslaðu þar sem úrvalið er Hsndlaug í bapð Kp.6.745,- Salerní með setu KP.14.725,- Veður og færð á Netinu v^mbl.is Wwii' v: . Sturtutiötn 80x8öi™. Kr.5.175,- M METRO Skeitan 7 • Sími 525 0800 Viltu vinna heima? www.ercomedia.com s. 881 5969 FRUMKVÖÐLASETUR Framtíðarsýn þín gæti orðið að veruleika! Láttu reyna á hugmyndina Frumkvöðlasetur Impru tekur hugmyndir og fyrirtæki með sérstöðu og nýsköpun í fóstur Þar sem nokkur fyrirtæki eru orðin fleyg og nýlega flogin úr hreiðrinu er laust rými fyrir nýja aðila á setrinu. Fyrirtækin njóta margvíslegrar aðstoðar og leiðsagnar starfsmanna Frumkvöðlasetursins ásamt móttökuþjónustu. Fyrirtækin fá húsnæði, húsgögn og tækjabúnað, aðgang að fundarherbergjum og fleira til afnota. Upplýsingar veitir Eiríkur Þorsteinsson í síma 570 7271. Einnig má fá upplýsingar á vefsíðu Iðntæknistofnunar www.impra.is ímpra æ k j a
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.