Morgunblaðið - 12.11.2000, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 12.11.2000, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2000 23 LISTIR Morgunblaðið/Golli Þau leika Bach í Bústaðakirkju: Elín Guðmundsdóttir, Gunnar Kvaran, Sigrún Eðvaldsdóttir og Martial Nardeau. Bach-kvöld í Bústaðakirkju ÞRIÐJU tónleikar Kammermúsík- klúbbsins á þessum vetri verða lialdnir í Bústaðakirkju f kvöld, sunnudag, kl. 20. Flutt verða fjögur verk eftir Johann Sebastian Bach í tilefni af 250 ára ártíð hans á þessu ári. Verkin eru Svíta fyrir selló nr. 5 í c-moll, Partíta fyrir fiðlu nr. 2 í d-moll, Partíta fyrir flautu í a-moll og Tríósónata fyrir flautu, fiðlu, selló og sembal í c-moll úr Tóna- fórninni. „Almennt er litið svo á að hinir óumdeildu snillingar (séní) vestrænnar tónlistarsögu hafi verið Mozart og Bach. Tónlistar-Bach kemur fyrst fram á 16. öld, og þeg- ar hinn siðasti féll frá 1846 hafði fjölskyldan átt a.m.k. 75 tónlistar- menn - þar af sex ágæt tónskáld auk Johanns Sebastians sjálfs. En einmitt um það bil sem ættin var öll uppgötvuðu Mendelssohn og Schu- mann hinn mesta Bach allra ti'ma, og síðan hafa frægð hans og vin- sældir farið sífellt vaxandi, þannig að nú, 250 árum eftir dauða hans, er vegur Johanns Sebastians Bach meiri en nokkru sinni fyrr,“ segir í efnisskrá. Flytjendur verða Gunnar Kvaran sellóleikari, Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari, Martial Nardeau flautuleikari og Elín Guðmunds- dóttir semballeikari. Italskur kammer- hópur í Salnum KAMMERTÓNLEIKAR í 3. hluta tónleikaraðar Tónskáldafélagsins verða í Salnum í kvöld, sunnudags- kvöld, kl. 20. Tónleikaröðin hefur hlotið heitið: íslensk tónlist á 20. öld. Tónlist frá lokum aldarinnar. Þessi tónleikaröð Tónskáldafélags íslands er í sam- vinnu við Reykjavík - menningar- borg Evrópu árið 2000. Það er ítalski kammerhópurinn MusicAttuale sem flytur verk eftir La Licata, Sciarrino, Cappelli, Rom- itelli, Atla Ingólfsson, Þuríði Jóns- dóttur (frumfl.) og Jón Nordal. Stjómandi er Francesco La Licata en tónleikarnir eru á vegum Tón- skáldafélags ís- lands og M-2000. Spilarar eru: Stefano Malferr- ari, píanó, Nunzio Dicorato, slag- verk, Þuríður Jónsdóttir, flauta, Federico Paci, klarínett, Anton- ella Guasti, fiðla, Valentino Corvino, víóla, Nicola Bar- oni, selló, og Cristiana Passerini, harpa. Stjómandi er Francesco La Licata. Um helgar er miðasalan opn- uð klukkustund fyrir tónleika og síminn er 570 0400. Erich Piasetzki leikur verk eftir Bach á orgeltónleikum í dag. Orgeltónleikar í Skálholtsdómkirkju ÞYSKI orgelleikarinn Erich Pias- etzki heldur tónleika í Skálholts- dómkirkju í dag, sunnudag, kl. 17. Hann mun leika verk eftir Johann Sebastian Bach fyrir hin ýmsu tímabil kirkjuársins. Piasetzki leikur á hið nýupp- gerða og stækkaða orgel Skál- holtsdómkirkju en organisti kirkjunnar, Hilmar Örn Agnars- son, stundaði framhaldsnám hjá Piasetzki. Það gerði einnig Guðni Guðmundsson, organisti Bústaða- kirkju, sem lést nýverið og lék Piasetzki á minningartónleikum um hann í Bústaðakirkju sl. fimmtudag. Piasetzki hefur verið organleik- ari við Opinberunarkirkjuna í Berlín, auk þess sem hann hefur verið virkur sem einleikari og haldið tónleika víða um heim. Tónleikarnir í Skálholti eru öll- um opnir og aðgangur ókeypis. Svlss: Boðið verður upp á 5 brottfarir tii hins fjölbreytta 09 skemmtilega skíðasvæðis í Crans Montana. 2 stjörnu hótel m/morgunv. 4 stjörnu hótel m/morgunv. og kvöldv. 8 daga ferðir 4.og 11. febrúar 74.100 kr. 98.600 kr. 14 daga ferð 4.-18. febrúar 93.400 kr. 142.360 kr. Páskaferð 7.-16. apríl 99.900 kr. Innifalið í verði: Flug um Kaupmannahöfn tii og frá Zurich, flugvallaskattar, akstur milli flugvallar og Crans-Montana, gisting í tveggja manna herbergi og íslensk fararstjórn. Páskaferð 11.-16. apríl 56.585 kr. Innifalið í verði: Flug um Kaupmannahöfn til og frá Zurich, flugvallaskattar, akstur milli flugvallar og Crans-Montana, gisting í tveggja manna herbergi og íslensk fararstjórn. Vail í Colorado: Eitt stórkostlegasta skíðasvæði Klettafjallanna er Tveggja vikna ferð þann 16. febrúar. Leltlð nánari upplýsinga hjá _ m m.m, Ferdaskrifstofa GUDMUNDAR JÓNASSONAR EHF BORGARTÚNI 34, SÍMI 51 T 1515. ESTEE LAUDER Full taska af förðunarvörum fyrir aðeins 6.420 kr. Verðmæti um 27.000 kr. Fullkomið litasett með 4 Re-Nutriv varalitir 3 varablýantar Augnblýantur Maskari nýjustu litunum 12 augnskuggar 2 kinnalitir 3 naglalökk 4 förðunarburstar Allt þetta í fallegri svartri ferðasnyrtitösku. Tilboðið gildir meðan birgðir endast. Sendum í póstkröfu. Lyfja Lágmúla, sími 533 2300 Lyfja Laugavegi.sími 552 4045 Lyfja Hamraborg, sími 554 0102 Lyfja Setbergi, sími 555 2306 &ÉM LYFJA Fyrir útlitið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.