Morgunblaðið - 16.05.2000, Side 64

Morgunblaðið - 16.05.2000, Side 64
64 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR styrkleika- Styrkleikaflokkakerfið blómstrar víða. Feðgarnir Kristinn Már og Þor- kell Traustason voru efstir í fjórgangi 2. flokks hjá Herði. Kristinn er kominn með meistaraflokksgráðu á hryssu sinni Vordísi en sá „gamli“ var á Blátindi og var hann jafnframt elsti keppandi mótsins. Næst þeim komu Brynhildur á Álmi, Vilhjálmur á Garpi og Berglind á Létti. Enn sanna flokkarnir sig AFSTAÐIN er íþróttamótahelgin mikla þar sem hestamenn héldu ein sex íþróttamót auk annarskon- ar móta. Það vekur nokkra athygli að fjögur íþróttamót skuli haldin á höfuðborgarsvæðinu á sama tíma. Dreyri var með mót á Æðarodda við Akranes, Hörður var með mót á Varmárbökkum í Mosfellsbæ, Fákur með opið Reykjavíkurmót í *Víðidal, Andvari með mót á And- varavöllum í Garðabæ og Sörli með sitt fyrsta mót á endurgerðu vallarsvæði á Sörlavöllum. Að síð- ustu er að nefna opið íþróttamót Geysis sem haldið var á Gadd- staðaflötum og rumpað var af á einum degi. Þeir eru ekkert að hanga yfir hlutunum, Rangæingar. En það var létt yfir mannskapn- um í Hafnarfirði þegar blaðamann bar þar að garði enda full ástæða að gleðjast. Sörli var að taka í notkun nýja velli en sá gamli var fyrir löngu orðinn barn síns tíma. Hafist var handa um framkvæmdir á miðjum vetri og hafa þær tekið ótrúlega stuttan tíma. Virtist al- menn ánægja með vellina meðal Sörlafélaga svona eftir fyrstu reynslu en formleg vígsla verður síðar í mánuðinum. Þátttaka var allþokkaleg hjá Sörla miðað við undanfarin ár en ekki var um skiptingu í styrkleikaflokka að ræða hjá fullorðnum. Aðeins var keppt í opnum flokki. Hjá Herði var þátttakan heldur minni en var í fyrra en þar var aft- ur keppt í þremur styrkleikaflokk- um þótt ekki væru keppendur margir í meistaraflokki. Þá var keppt í bæði fyrsta og öðrum flokki og voru skráðir keppendur í tölti í fyrsta flokki átján og fjórtán í öðrum flokki svo dæmi sé tekið. Það voru því margar úrslitaviður- eignir á Varmárbökkum á sunnu- dag eða fjórtán talsins. Reykjavíkurmótið var sterkt eins og oft áður og sem dæmi má nefna að í bæði öðrum og fyrsta flokki í tölti voru afar sterkir keppendur í úrslitum. Rennir Jón Ólafur Guðmundsson glaður í rigningunni eftir góðan sigur í fimmgangi hjá Andvara. Sandra Líf sigraði í tölti á Gný frá Langholti vel tók í fimmgangnum náði þriðja sæti í for- keppninni og tók því þátt í úrslitum. Ann- ar unglingur var nokkru neðar og náði ekki inn í úrslit. Sá fyrrnefndi hafði orð- ið efstur að stigum í bæði tölti og fjór- gangi og taldi því víst að sigur í stiga- keppninni væri vís en svo reyndist al- deilis ekki. Sam- kvæmt upplýsingum hjá Einari Ragnars- syni sem dæmdi á mótinu segir í regl- um að ef keppandi keppir upp fyrir sig og tekur þátt í úr- slitakeppni hefur hann fyrirgert rétti sínum til að nota stigin úr þeirri grein í stigakeppnina í sín- um aldursflokki. Rökin fyrir þessu segir Einar vera þau að ekki sé bæði hald- ið og sleppt. Með þátttöku í úrslitum væri keppandi úr neðri flokki að taka í barnaflokki hjá Sörla og var ekki annað að sjá en hrossin nytu sín á hinum nýja velli Sörla. þetta enn frekari stoðum undir styrkleikakerfið. Sérstaklega í Fáki og Herði virðist vera mikil breidd í reiðmennsku þeirra sem taka þátt í keppni. Virðist það allt- af sannast betur og betur að ekk- ert stuðlar eins vel að framförum í reiðmennsku en þátttaka í keppni þar sem sem flestir keppendur hafi að einhverju að stefna. A móti Fáks varð örlítil reki- stefna vegna niðurstöðu úr keppni unglinga um stigahæsta knapann. Ekki var keppt í fimmgangi ungl- inga og þeir sem höfðu skráð sig í greinina fengu því að keppa í for- keppni fimmgangs ungmenna. Einn af þeim unglingum sem þátt nsTuns // sæti af keppanda í sjötta sæti og væri þar með orðinn fullgildur keppandi í eldri flokknum í þeirri grein sem hann tekur þátt í og gæti því ekki tekið stigin með sér í stigakeppni neðri flokksins. Sá keppandi úr unglingaflokki sem ekki tók þátt úrslitum mátti því nota sín stig í stigakeppnina og hlaut því sigur sem samanlagður sigurvegari unglinga. Einar tók fram að hann hefði ekki tekið þátt í gerð þessara ákvæða í reglum og væri því kannski ekki rétti maður- inn til að túlka þau. Hjá Andvara var mótið með nokkuð hefðbundnum hætti, þátt- takan með betra móti og röggsam- ur þulur, Þorvaldur Sigurðsson, var fylginn sér við framkvæmd dagskrár og höfðu menn á orði að hann hefði hlotið æviráðningu sem þulur hjá Andvara. Þessi mikla mótahelgi gefur góðan tón fyrir sumarið. Vænta má góðrar þátttöku á mótum sum- arsins og ekki þarf að óttast að hestakosturinn standi ekki undir væntingum. Úrslit mótanna sem að framan getur munu birtast á hestasíðu á miðvikudag. BALEN Valdimar Kristinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.