Morgunblaðið - 16.05.2000, Page 61

Morgunblaðið - 16.05.2000, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 61 Skipan raforku- mála á Islandi FRAMUNDAN eru miklar breytingar á skipulagi orkumála hér á landi. Sumpart eru þessar breytingar til komnar vegna inn- lendrar þróunar, t.d. vegna efling- ar orkuveitna sem eru í stakk bún- ar til að fjárfesta í nýjum raforkuverum og óánægju þessara aðila með einkarétt þann sem Landsvirkjun hefur í raun haft á vinnslu raforku. Skipulagsbreyt- ingarnar eru raunar einnig samn- ingsbundnar, vegna aðildar íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og tilskipunar ESB frá 1996 um raf- orkumarkaðinn. íslendingar hafa frest þar til í febrúar árið 2002 til að festa ákvæði þessarar tilskipun- ar í lög. Undirbúningur hér á landi hófst raunar með starfi s.k. orku- nefndar, sem skilaði áliti haustið 1996 og nýlega hefur nefnd um framtíðarskipulag raforkuflutnings skilað áliti. Markmið tilskipunar ESB er að mynda sameiginlegan „innri mark- að“ fyrir raforku í ESB líkt og með aðrar vörur og þjónustu, en jafn- framt mótast hún af þeirri þróun í frjálsræðisátt sem orðið hefur á þessu sviði í fjölda landa um allan heim. Þar til fyrir u.þ.b. áratug einkenndist raforkumarkaðurinn viðast hvar af víðtækum höftum og ríkisafskiptum. Afleiðingin varð að markaðurinn lenti í ógöngum, vegna offjárfestinga og óhag- kvæms reksturs. Þetta leiddi til þess að sjónarmið varðandi þennan geira hagkerfisins breyttust og flestir telja nú að markaðsbúskap- ur eigi jafn vel við raf- orku eins og hverja aðra vöru og þjónustu og muni skila veruleg- um hagsbótum þegar fram líða stundir. Bretar og Norð- menn urðu fyrstir til að leysa markaðsöflin úr læðingi á raforku- sviðinu (1990/91), en aðrir fylgdu í kjölfarið, t.d. Finnar og Svíar (1994/1995). Hliðstæð þróun varð í Astralíu og Nýja-Sjálandi (1994/1993). í mörgum fylkjum Bandaríkj- anna er þetta sama að gerast, sem og í ýmsum þróunar- ríkjum (t.d. Argentína, Chile, Perú). Vegna tilskipunar Evrópu- sambandsins er markaðsbúskapur kominn á í ríkjum þess og jafn- framt eru löndin í Mið- og Austur- Evrópu sem ætla sér inn í sam- bandið að koma á samsvarandi breytingum hjá sér. Það er vert að leggja áherslu á að Noregur, Sví- þjóð og Finnland (og brátt Dan- mörk) eru nú í hópi landa sem hafa komið á hvað mestu írelsi í fram- leiðslu og dreifingu á raforku. Forsendur samkeppni Það er tómt mál að tala um sam- keppni og markaðsbúskap með ein- hverja tiltekna vöru nema nýir framleiðslu- og söluaðilar geti óheftir komið inn á markað og að neytendur séu upplýstir og hafi frelsi til að velja sér söluaðila. Jafnframt þarf að vera hægt að koma vörunni til skila með hagkvæmum hætti. Skipulags- breytingar í ná- grannalöndunum miða að því að for- sendur samkeppnis- markaðar verði til staðar, þ.e.a.s. að tryggja frelsi í vinnslu og sölu raforku og frjálsan aðgang að flutnings- og dreifi- kerfum. Flutningur (tilfærsla háspenntrar raforku) og dreifing (tilfærsla lágspenntrar raforku) eru hins vegar talin náttúruleg einkaréttarsvið, því er þessi starf- semi skilin frá vinnslu og sölu og þar gildir (landa- eða svæðisbund- inn) einkaréttur. Jafníramt hefur víða verið komið á fót skyndimörk- uðum fyrir raforku til að tryggja að markaðurinn sé virkur og sveigjanlegur. Skv. tilskipun ESB geta riki val- ið um tvær leiðir hvað varðar fjár- festingar í nýrri vinnslugetu, þ.e.a.s. leyfisveitingar og útboð. Fyrri leiðin felst í því að þeir sem hyggjast byggja raforkuver sækja um leyfi sem síðan er veitt eða hafnað skv. reglum þar um. Til- skipunin tilgreinir ekki takmark- aða eftirspurn sem gilda ástæðu til að hafna virkjunarleyfi. Síðari leið- in, útboðsleiðin, felst í því að Friðrik Már Baldursson stjórnvöld meta þörfina fyrir við- bótar orku og lýsa eftir tilboðum í framleiðslu hennar. Óháð því hvor leiðin er valin þurfa reglur að vera hlutlægar og skýrar og ekki má mismuna aðilum. Öll ríki þar sem ég þekki til hafa farið leið leyfis- veitinga. Það er ástæða til að benda á að aðilar á EES-svæðinu eiga að sitja við sama borð, þegar kemur að veitingu virkjunarleyfa, aðgangi að dreifikerfum o.s.frv. Það verður þó að teljast ólíklegt að erlendir fjárfestar fari út í raforku- vinnslu hér nema í fullri sátt við ís- lensk stjórnvöld. I mörgum löndum hefur frelsi orkukaupenda til að velja sér sölu- Orkumálaskipan Flutningur og dreífíng raforku eru talin nátt- úruleg einkaréttarsvið, segir Fríðrik Már Bald- ursson í fyrri grein sinni um tilskipan ESB og þróunina erlendis. aðila verið komið á í skrefum og ESB-tilskipunin gengur tiltölulega skammt í þessum efnum. Miðað er við að stærstu kaupendumir fái frelsi fyrst og að á 4 árum verði um 1/3 markaðarins (miðað við orku- magn) heimilt að kaupa sér raf- magn af hverjum þeim sem það býður til sölu. Flest lönd fara þó hraðar en þetta í sakirnar, enda leiða takmarkanir á valfrelsi smærri orkukaupenda líklega til þess að þeir niðurgreiða orku fyrir þá stærri sem njóta frelsis. M.a. hafa allir kaupendur, stórir jafnt sem smáir, í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi valfrelsi og í Danmörku verður því komið á í síðasta lagi ár- ið 2002. í þessu sambandi er vert að benda á að tilskipunin er mála- miðlun sem mótaðist t.d. af afstöðu Frakka, sem vildu halda sem faáífc' ast í einokun Electricité de France. Hún gengur því að mörgu leyti til- tölulega skammt í frjálsræðisátt. Eins og áður sagði eru flutning- ur og dreifing raforku talin nátt- úruleg einkaréttarsvið. Þetta þýðir að á tilteknu svæði er einhverjum einum aðila falið að reka flutnings- og/eða dreifikerfi á því svæði. Víða er algengt að vinnsla/flutningur og dreifing/sala (og jafnvel allir 4 þættirnir) sé rekin innan sama fyr- irtækis, en það býður augljóslega þeirri hættu heim að einkaréttar- starfsemi sé notuð til að niður- greiða samkeppnisstarfsemi, eða jafnvel að fyrirtæki beiti tálmunum af ýmsum toga til að hindra aðgang að flutnings- eða dreifikerfum sín- um. Of langt mál yrði að fara út í atriði ESB-tilskipunarinnar hvað þetta varðar. Aðalatriðið er skýrt markmið tilskipunarinnar um að tryggja beri óheftan aðgang mark- aðsaðila að flutnings- og dreifikerf- um og að verðlagning endurspegli rekstrar- og fjármagnskostnað, en sé ekki notuð til að hindra sam- keppni. Að lágmarki er krafist bók- haldslegs aðskilnaðar einkaréttar- sviða frá samkeppnissviðum. Flest hagfræðileg rök hníga þó í þá átt að gengið sé lengra og stofnuð séiíF stök fyrirtæki um einkaréttar- rekstur í eigu annarra aðila en þeirra sem stunda vinnslu og sölu. I síðari grein minni mun ég fjalla um stöðu íslensks raforkumarkað- ar og hvaða stefnu ég tel að íslensk stjórnvöld eigi að fylgja í skipan raforkumála. Höfundur stundar rannsóknir við Hagfræðistofnun Háskóla íslands (www.ioes.hi.is). Fœddur leiðtogi Nýr Mitsubishi Pajero leggur línurnar í hönnun á jeppum framtíðarinnar. Einstakt útlit og ríkulegur búnaður þessa frábæra jeppa gerir hann að einum glæsilegasta bíl sinnar tegundar og verðið kemur skemmtilega á óvart! Komdu og sestu upp í nýjan Mitsubishi Pajero - við ábyrgjumst ánægjuleg kynni. Sjálfstæð fjöðrun á öllum hjólum Hefðbundin grind sameinuð heildstæðri yfirbyggingu Aldrifsbúnaður með fjölvali 1 Fimm þrepa INVECS II skynvædd sjáifskipting 1 Hemlalæsivörn (ABS) ’ Fjórir öryggispúðar 2,5 dísil CLX handsk. 100 hö. kr. 3.395.000 3,2 DID dísil GLX handsk. 165 hö. kr. 3.775.000 3,5 GDI bensín GLS handsk. 202 hö. kr. 4.375.000 Laugavegur 170-174 • Sími 569 5500 • Heimasíða www.hekla.is • Netfang hekla@hekla.is m HEKLA - í forystu á nýrri öld!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.