Morgunblaðið - 16.05.2000, Síða 56

Morgunblaðið - 16.05.2000, Síða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Hafa skal 'það sem sann- ara reynist BORGARFULLTRÚINN Guð- laugur Þór Þórðarson ritar grein í Morgunblaðið 10. maí undir yfir- skriftinni Af hverju brýtur borgarstjóri ,lög? I greininni gerist ! borgarfulltrúinn sekur um tvennt. annars veg- ar að rangtúlka niður- stöðu félagsmálaráðun- eytisins um framsetn- ingu fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar. Svo illilega, að með réttu má halda því fram að niðurstöðu félags- málaráðuneytis sé bókstaflega snúið á haus í öllum málflutn- ingi borgarfulltrúans. Hins vegar hamrar hann á þeim ósannind- um að borgarstjóri hafi vísvitandi kosið að brjóta lög í því ' skyni að blekkja fólk og draga upp villandi mynd af fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar. Þetta er reynd- ar ekki í fyrsta sinn sem borgarfull- trúinn verður uppvís að nokkrum skorti á sannleiksást og eiga lesend- ur Morgunblaðsins rétt á því að haldið sé til haga því sem rétt er og satt. Bréf félagsmálaráðuneytisins Sveitarstjórnarlög tóku nokkrum breytingum fyrir tveimur árum og í lögum nr. 45/1998 er ákvæði um að fram skuli koma í fjárhagsáætlunum sveitarstjóma áætlun um efnahag í upphafi og lok árs. I athugasemd við greinina kemur fram að þetta nýmæli sé liður í því að styrkja fjár- hagsáætlun sem mikilvægt stjórn- tæki í rekstri sveitarfélaga. Sveitar- félögum á landinu var gefinn aðlögunarfrestur að lögunum eins og fram kemur í svari félagsmálaráðu- neytisins við fyrirspum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um það hvort Reykjavíkurborg hafi brotið lög með framsetningu fjárhagsáætlunar fyr- ir árið 2000. Ráðuneytið fellst á að fjárhagsáætlun borgarinnar sé ekki í fullu samræmi við ofangreind ákvæði laganna, 5. mgr. 61. gr., en síðan segir: „Ráðuneytið hefur talið eðlilegt að veita sveitarfélögum svigrúm til að aðlagast hinum nýju lagaákvæðum. Búast má þó við að ráðuneyt- ið herði kröfumar strax á næsta ári...“ Því fer fjarri að á grundvelli þessa bréfs sé hægt að hrópa á torgum, að afdráttar- laus niðurstaða hafi fengist og „ráðuneytið staðfest gagnrýni und- irritaðs á meint lögbrot R-listans,“ eins og borgarfulltrúinn kemst að orði í umræddri grein sinni. I bréfi ráðuneytisins segir ennfremur: „Ljóst er einnig af fjárhagsáætl- un annarra sveitarfé- laga sem borist hafa ráðuneytinu að ekki eru þær allar í samræmi við um- rætt lagaákvæði.“ Borgarmál Skuldasöfnun borgar- sjóðs heyrir nú for- tíðinni til, segir Alfreð Þorsteinsson, en hins vegar hafa lántökur fyr- irtækja borgarinnar sem í fjárhagsáætlun eru aðgreind frá borgarsjóði aukist. Af hálfu borgaryfirvalda hefur því hvergi verið haldið fram að efnahag í upphafi og lok árs sé að finna í fjár- hagsáætlun borgarinnar. Það hefur hins vegar komið skýrt fram í mál- flutningi borgarstjóra og annarra, að sveitarfélögin þyrftu ákveðinn að- lögunartíma til þess að fullnægja öll- um áskilnaði nýju laganna. Borgar- yfirvöld hafa gefið ráðuneytinu lýsingu á að það sé gert í áföngum. Hjá Reykjavíkurborg hefur á und- anförnum áram verið unnið að gagn- gerðum endurbótum á fjárhagsupp- lýsingakerfi borgarinnar og vinnulagi og framsetningu við fjár- hagsáætlun. Þessar endurbætur og breytingar hafa allar það að mark- miði að styrkja fjárhagsáætlun sem stjórntæki í rekstri Reykjavíkur- borgar og hafa þegar skilað miklum árangiá. Um þetta vitnar t.d. endur- skoðunarskýrsla með ársreikningi borgarinnar 1998 en þar segir: „Árið 1998 markaði tímamót í framkvæmd fjárhagsáætlunar hjá Reykjavíkur- borg. Jafn lítill munur á útkomu og fjárhagsáætlun hefur ekki sést um langa hríð, hvort heldur miðað er við endanlega áætlun eða hina upphaf- legu.“ Rétt er að fram komi að í fjárhags- áætlun næsta árs verður unnt að fullnægja öllum ákvæðum laganna frá 1998. Framkvæmdir og uppbygging hjá Reykjavíkurborg Skuldasöfnun borgarsjóðs heyrir nú fortíðinni til en hins vegar hafa lántökur fyrirtækja borgarinnar sem í fjárhagsáætlun era aðgreind frá borgarsjóði aukist. Astæður þess era fyrst og fremst þær, að um gífur- legar framkvæmdir og fjárfestingar er að ræða, t.d. hjá Orkuveitu Reykjavíkur og Reykjavíkurhöfn vegna framkvæmda og hjá Félags- bústöðum vegna kaupa á íbúðum til útleigu. Engum dytti í hug að halda því fram að þótt heimili tæki lán til arðbærrar fjárfestingar mætti túlka það svo að staða þess færi versnandi. Það er á granni slíkrar röksemda- færslu sem borgarfulltrúar minni- hlutans halda því fram að skulda- staða borgarsjóðs og íyrirtækja borgarinnar hafi farið versnandi á síðustu misseram. Sem dæmi má nefna, að raforku- verið á Nesjavöllum hefur verið að skila Reykvíkingum nærri 400 millj- ónum króna árlega og mun sú tala hækka veralega, þegar Nesjavalla- rafmagnið verður trappað inn á dreifikerfið í Reykjavík. Gerð ársreiknings borgarsjóðs íyrir árið 1999 er nú á lokastigi og er hann gerður í samræmi við sveitar- stjórnarlög nr. 45/1998. Ekkert bendir til að ástæða sé til að þyrla upp moldviðri vegna fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar og fyrirtækja hennar. Allt bendir til að rekstrar- staða sé betri en áður og borgaryfir- völd nái því markmiði sínu að rekstr- arútgjöld að frádregnum tekjum málaflokka í hlutfalli af skatttekjum verði undir 80%. Það væri betri árangur en náðst hefur um langt skeið og má minna á það að í tíð Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn fóra rekstrarútgjöld allt að 120% fram úr skatttekjum. Þá mun ársreikningur væntanlega leiða í ljós að þær framkvæmdir og uppbygging sem átt hefur sér stað á liðnum misseram skili sér í bættri eignastöðu og skyldi engum koma á óvart þótt þar væri ekki um milljónir að ræða heldur milljarða eignaaukn- ingu á milli ára. Höfundur er borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans. Slitolían frá Weleda engu lík, fáðu prufu ÞUMALÍNA Pósthússtræti 13 s. 5512136 Góð fyrirtæki — mikil sala 1. Sportvöruverslun á mjög góðum stað, sú eina í 20 þús. manna byggðarlagi. hefur fasta samninga við iþróttafélög. Selur eingöngu fatnað og skóf. Mjög snyrtileg búð sem bíður eftir íþróttaáhuga- manni, sem þekkirvel til og vill hafa framfærslu af þekkingu sinni. 2. Þekkt prentvinnustofa sem Ijósritar, er með tölvuvinnslu og prentar smærri verk. Sérstaklega vel tækjum búin. Er í eigin húsnæði sem einnig gæti verið til sölu. Mikið af föstum viðskiptum. 3. Einn þekktasti kjúklingastaður borgarinnar til sölu. Mikil og vaxandi viðskipti. Mjög vel staðsettur. Góður tælkjabúnaður. "Take a way” staður sem einnig er með sæti fyrir 40 manns. 4. Frábær veisluþjónusta með góð tæki í eldhúsi og mjög góða að- stöðu. Er einnig með smáframleiðslu á einstaklegra góðri vöru. Laus strax. Pekktur staður. Föst viðskiptasambönd. 5. Innrömmunarfyrirtæki sem er mjög vel tælkjum búið, eitt það besta í borginni. Næg verkefni. Vinna fyrir hvern sem er. Góð vinnuaðstaða og frábær staðsetning. 6. Mjög þekkt og virðulegt framleiðslufyrirtæki til sölu sem getur verið hvar sem er á landinu. Framleiðir úr leðri. Margir fastir viðskiptavin- ir, stórir sem smáir. Flytur inn allt hráefni. 7. Framköllunarfyrirtæki, sem hefur verið á sama stað og I eigu sama aðila í 10 ár. Er með alla aðstöðu fyrir allar tegundir af Ijós- myndaþjónustu og mikið af tækjum. Þjálfun innifalin. Mikil vinna framundan á mesta Ijósmyndaári sögunnar. Mikið af stórum fyrirtækjum á skrá. Uppiýsingar aðeins á skrifstofunni. F.YRIRTÆKIASALAIM SUÐURVE R I SlMAR 581 2040 OG 58t 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Alfreð Þorsteinsson Hvers vegna er eftirlaunafólki sýnd lítilsvirðing og1 yfirgangur? SAMKVÆMT end- urskoðun á almenna tryggingarkerfinu 1971-1974 var áætlað að grannlífeyrir al- mannatrygginga jafn- gilti 26% af meðallaun- um verkafólks á höfuðborgarsvæðinu, með fullum greiðslum úr almenna lífeyris- sjóðskerfinu, þegar að þeim kæmi og tryggði þá eftirlaunafólki 90% af tekjum verkafólks. Nú er hlutfall þessa grannlífeyris fallið nið- ur í 10-12%, eftir því hvort um einstakling eða hjón er að ræða. Tekjutrygging átti að brúa bilið þar til lífeyrissjóðir kæmust í gagn- ið. Þetta hefur ekki gengið eftir. Grannlífeyrir ásamt fullri tekju- tryggingu er núna hjá hjónum rúm- ar 43.000 kr. en 44.500 kr. hjá ein- staklingi. Til þess að ná 90% meðallaunum verkamanna þyrftu þessar greiðslur að ná um 70.000 kr. á mánuði. Kjör ellilífeyrisþega hafa því ver- ið freklega skert, mest á árinum frá 1987, gildir einu hvort svo kallaðir hægri eða vinstri menn hafa haldið í stjórnartaumana. Á árunum 1991-1998 lækkaði hlutfall grannlífeyris og tekjutrygg- ingar af almennum verkamanna- launum um 8%. Samkvæmt nýgerð- um launasamningum lækkar hlutfallið um rúm 2%. Þetta gerist þrátt fyrir ítrekuð loforð stjórn- valda um að „eftirlaun skuli hækka í takt við launaþróun". Bilið breikkar stöðugt milli eftirlaunafólks og laun- þega. I ofanálag hefur tekjutenging í almannatryggingarkerfinu farið alltof langt niður og komið illa við unga sem aldraða. Skattleysismörk hafa ekki fylgt launaþróunni og veldur það lág- launafólki þyngri búsifjun en há- launafólki, vegna þess að lægri prósentutala kemur í hlut þeirra fyrrnefndu en síðannefndu. Frítekjumark hefur ekki hækkað. Með framangreindum skerðingum nær ríkissjóður í auknar tekjur þegjandi og hljóða- laust sem meðal vest- rænna hagfræðinga nefnast „duldir skatt- ar“ því að hér koma til flóknar reikningsað- ferðir og margt er á huldu. Stjórnvöld leita ætíð eftir skýringum reiknimeistara, sem reikna dæmið út frá öðrum forsendum og rugla fólk. En eldra fólk finnur fyrir þess- ari skerðingu. Nær 50% eftirlauna- þegar bera nú úr být- um 62-65 þús. kr. á mánuði. Margir ná ekki 50.000 kr. tekjum á mánuði. Þeir veiku meðal aldraða sem áður nefndust öryrkjar fara Lífeyrir Við bjuggumst við betri og sanngjarnari af- greiðslu frá því mið- aldra fólki er tók við góðu búi af okkur, segir Ólafur Ólafsson, og sit- ur nú við stjórnvölinn. verst út úr leiknum, því að allt að 30% þeirra búa ekki í eigin húsnæði og geta ekki aflað aukatekna. Eftirlaunagreiðslur og trygging- arbætur eru 30-80% lægri hér á landi en í nágrannalöndum. Við þá útreikninga er stuðst við tölur frá Hagstofum Norðurlanda og upplýs- inga frá Háskóla Islands sem við teljum tryggari upplýsingar en út- reikninga stjórnarflokka fyrir kosn- ingar. Eigi að síður afrekuðu stjórnar- flokkarnir í síðustu kosningum, með hjálp reiknimeistara sinna, að telja mörgum trú um að afkoma eftir- launafólks sérstaklega ráðstöfunar- tekjur væri góð og ein sú besta mið- að við nágrannalönd. En málin snúast um eftirlauna- greiðslur frá Tryggingastofnun rík- Ólafur Ólafsson „Skraddarans pund“ ÉG hef lengi undrast tilvist sérstaks forseta- embættis á íslandi. Mér finnst þessi þjóð vera fremur alþýðleg að flestri gerð. Hún gerir sér yfirleitt lítinn mannamun. Er yfirleitt jafn vinsamleg við gesti og gangandi hvurjir svo sem þeir eru og búin að týna niður þér- ingunum. Gömlu vísuna „...því ef að úr buxun- um fógetinn fer, eða frakkanum örlitla stund, þá má ekki kenna hver maðurinn er, já mikið er skradd- arans pund...“ virðast flestir kunna. Það er annað mál, þó að íslenzkar hefðarkonur fylgist með hverju fót- máli útlendra konungsfjölskyldna í gegnum dönsku blöðin. Konungdóm- ur er alltaf annars eðlis en forseta- embættið eins og við þekkjum það. Forsetaembættið okk- ar hreppir einhver fremur vinstrisinnuð og góð alþýðupersóna, kosin af minnihluta þjóðarinnar eftir harð- vítuga kosningabaráttu við aðra. Og Islending- ar hafa yfirleitt flestir filsminni í pólitík. Ég þekki marga sem era enn vondir eftir tap séra Bjarna fyrir Ás- geiri hér um árið og því er jafnan grunnt á því góða hvað varðar þetta embætti. Ég held að Islend- ingum þyki í rauninni ekkert gaman að horfa á forseta vorn og fyrirmenni sitja dýrar veizl- ur og fá ekki annað útúr því en að borga reikninginn. Mér finnst að það hljóti að koma útá eitt að láta for- sætisráðherra sjá um móttökur er- lendra höfðingja og heimsækja þá ef Halldór Jónsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.