Morgunblaðið - 16.05.2000, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 16.05.2000, Qupperneq 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 MGRGUNBLAÐIÐ • • > Pólfarinn Haraldur Orn Olafsson segir ferðina hafa verið gríðarlega erfíða Morgunblaðið/Einar Falur í Twin Otter-flugvélinni á leiðinni af norðurpólnum skoðar Haraldur Örn, ásamt Ingþóri Bjarnasyni og Skúla Björnssyni úr bakvarðasveit leiðangursins, úrklippubók með fréttum um gönguna. Morgunblaðið/Einar Falur Á lofti yfir svæðinu á milli 88. og 89. breiddargráðu blasti við mikið vakasvæði, en þessi hluti leiðarinnar, meira en 100 km, var Haraldi Emi einstaklega erfiður yfirferðar vegna vakanna og reks á ísnum. Óðs manns æði Norðurpólsleiðangri Haraldar Arnar Olafssonar lauk í gærmorgun þegar tekið var á móti honum með blómum og húrra- hrópum í Leifsstöð. Unnusta hans og félagar úr bakvarðasveit leiðangursins eyddu nær 50 klukkustundum í flugi þegar hann var sóttur og á heimleiðinni ræddi Einar Falur Ingólfsson við Harald Örn um bakgrunn hans í útivist, ólík heimskauta- svæði, erfíðleikana í ferðinni - og hvert hann ætlar næst. Morgunblaðið/Einar Falur Heimkomu Haraldar Arnar var fagnað í Leifsstöð í gærmorgun. Hér er hann með foreldrum sínum, Sigrúnu Richter og Ólafi Emi Haraldssyni, og Sigursteini Baldurssyni. HARALDUR Örn tekur hressilega til matar síns þessa dagana. Á göngunni á norðurpólinn borðaði hann mat með þreföldu því hitaein- ingamagni sem venjulegur maður borðar. Engu að síður léttist hann um níu kíló og segist hafa verið far- inn að brenna vöðvum. Matarlystin er mikil þótt ferðinni sé lokið og í þessum löngu flugferð- um var hann síborðandi og lét sig ekki muna um að hesthúsa stærstu steik sem hann gat fengið á frægu steikhúsi í Boston í fyrradag, þar sem Örvar bróðir hans, sem starfar í Connectícut, kom til móts við hann ásamt unnustu sinni. Á undan hafði Haraldur Örn borðað heilt fjöl- skyldubox af ís í nálægri ísbúð, og í eftirrétt var súkkulaðiterta. Ekki leið á löngu þar til hann var búinn að sporðrenna matnum í Flugleiða- vélinni sem flutti hópinn síðasta legginn heim. Haraldur virðist furðu lítið þreyttur eftir þessa löngu göngu og segir að sér líði mjög vel. Þessi ferð marki ákveðin þáttaskil í sínu lífi. Hann er lögfræðingur að mennt og hefur síðustu misserin starfað sjálf- stætt. „Nú er ég hættur því,“ segir hann, „og farinn að huga að breyt- ingum. Eg ætla að starfa sjálfstætt að tímabundnum verkefnum þegar ég kem heim, síðan er framtíðin nokkuð óráðin. Það eru margar spennandi hugmyndir í farvatninu og ekki endilega á sviði lögfræðinn- ar. Það getur verið eitthvað tengt ferðamennsku. Ferðamennskan er í blóð- inu, hún er sönn ástríða." Og svona erfíð ganga slær ekkert áþá ástríðu? „Nei, þvert á móti. Hún magnar hana.“ Haraldur Örn segist vera maður sem setur sér markmið. Hann þarf sífellt að vera að stefna að einhverju. „Mér leiðist kyrrstaða og vil alltaf vera að víkka sjóndeildarhringinn. Þegar maður hefur lokið svona áfanga tekur eitthvað nýtt við. Mér finnst mjög mikilvægt að hafa eitt- hvað að stefna að. Ef ekki, þá myndi ég bara drabbast niður.“ Mikið frelsi frá foreldrunum Þú ert 28 ára gamall og kominn með gríðarlega reynslu af útívist og þrekraunum. „Ég byrjaði mjög ungur í útivist- inni. Þetta hefur verið í blóðinu síð- an ég man eftir mér. Afl minn, Haraldur Mattíasson, sem er nýlátinn, hefur sjálfsagt ómeðvitað verið mér fyrirmynd og foreldrar mínir ferðuðust mikið með mig þegar ég var ungur; pabbi hafði mjög mikinn áhuga á ferðalögum þótt hann hafi ekki stundað fjalla- mennsku sem slíka. Þetta kom mjög snemma fram hjá mér. Þegar ég var smá- strákur, þá krafðist ég þess í ferð í Brúarárskörð að fá að vera með reipi um öxlina, jöklareipi sem afi átti, og héngu á virðulegum stað í húsinu þeirra ömmu. Ég held ég hafi verið á fermingaraldri þegar ég fór fyrstu sjálfstæðu ferðina án foreldranna. Þá gekk ég með göml- um félaga mínum í Innstadal við Hengil. Ég fór aðeins í skátana en fann mig ekki alveg þar, það voru ekki alveg nógu miklar gönguferðir, en síðan fór áhuginn að beinast að Alpaklúbbnum. Ég komst yfir bók sem heitir Fjallamennska, eftir Ara Trausta Guðmundsson, og ég las hana spjaldanna á milli. Ég var fjórtán ára þegar ég fór fyrst að fara á fjöll með jafnöldrum. Minn fyrsta leiðangur út fór ég sextán ára, en þá kleif ég Mt. Blanc. Ég fékk mikið frelsi frá foreldr- unum til að gera þetta, þau treystu mér og ég held það hafi verið rétt og er þeim mjög þakklátur fyrir að hafa fengið þetta frelsi. Þetta vatt síðan upp á sig. Ég var mikið í klifri, það var ástríðan; ís- og kletta- klifur. Árið 1990 fór ég í klifurleið- angur til Grænlands, til fjallasvæðis sem er á Norðaustur-Grænlandi og mjög afskekkt. Þarna vorum við sex félagar í sex vikur og klifum fjöll sem fáir hafa séð. Það var stórkost- legt. Ég var mikið í ferðum innanlands og fór yfir í gönguskíðin með pabba. Við byrjuðum eiginlega saman í þessu, hann fór að þvælast með mér og mínum vinum. Við gengum á Snæfellsjökul og yfir Vatnajökul; vorum mikið á ferðinni. Þetta var skemmtileg samsetning og vinir mínir urðu vinir hans. Hann er svo léttur, okkur lyndir vel og erum mjög nánir. Svo kemur þessi hug- mynd um ferð yfir Grænlandsjökul. Enginn íslenskur leiðangur hafði farið yfir Grænlandsjökul en við höfðum óljósa hugmynd um að hægt væri að ganga yfir hann, rétt eins og Vatnajökul. Og það gerðum við í maí 1993.“ Þá bættist Ingþór Bjnrnason í hópinn með þér og föður þínum, Ólafíi Erni Haraldssyni. „Já, upphaflega hugsuðum við þetta sem fjögurra manna leið- angur. Okkur fannst mikilvægt að hafa einhvern sem væri vanur skíðamaður og var bent á Ingþór sem var kunnur skíðakappi. Hann var strax mjög spenntur, kom með okkur í æfingaferð og okkur líkaði frá upphafi mjög vel við hann. Þá ákváðum við að hafa þetta þriggja manna ferð og ég er mjög feginn því, eftir á sér maður að það er lítill ávinningur af að vera fleiri. Stórir leiðangrar skapa yfirleitt bara meiri vandamál. Næstu árin á eftir varð hlé á ferð- um, ég var upptekinn við laganámið en stundaði þó alltaf fjallamennsku. Við vorum alltaf að velta suður- pólnum fyrir okkur. Það var of dýrt í fyrstu en þegar verðið lækkaði helltum við okkur í undirbúning. Fórum síðan af stað og það var stórkostlegt að ganga á suðurpól- inn. Það var minn stærsti leiðangur fram að því og að standa á syðsta bletti jarðar og sjá sólina hring- snúast, það var magnað. Þetta var 51 dags leiðangur." Grundvallarmunur að vera á hafís Þið fóruð þá strax að tala um norðurpólinn. „Þetta lá í loftinu þótt við töluð- um ekki mikið um það, en við skild- um hver annan og það var ekki fyrr en við vorum komnir heim að við fórum að tala um þetta af einhverri alvöru; í byrjun árs 1998. Eins og með allar hugmyndir, þá eru orð til alls fyrst.Við fórum að afla upplýs- inga, lesa okkur til. Við skynjuðum strax að þetta væri gerólíkt því sem við höfðum reynt tU þessa. Það er grundvallarmunur að vera úti á haf- ís.“ Nú ertu búinn að ganga á báða pólana og hvað er það sem gerir norðurpólinn svona miklu meiri ögrun? „Þetta eru tveir gjörsamlega ólík- ir heimar. Þeir eru líkir að því leyti að þetta er hvor sinn endinn á jörð- inni og þarna mætast lengdarbaug- arnir. Þeir eiga fátt annað sameig- inlegt. Ef þú horfir á þetta út frá staðsetningarhnitum, þá eru þetta eineggja tvíburar. En ef þú horfir á landafræðina, þá ertu annars vegar að ganga yfir hafi, hinsvegar á föst- um jökli. Það er mjög ólíkt. Að vera á hafís var mér mjög framandi. Og ég held að það sé almennt mjög erf- itt fyrir fólk að skilja það, átta sig á því hvað það er að vera ekki á föstu landi. Að skilja að undir fótum manns er ís sem er frá tveimur sentimetrum á þykkt upp í nokkra metra, og þar undir er haf sem er þriggja kílómetra djúpt. ísinn er á stöðugri hreyfingu og vakir opnast. Þetta er mjög sérstakt og svolítil geggjun að menn skuli yfirleitt hafa farið út í að ganga á norðurpólinn. í upphafi ætluðu menn alltaf að sigla þangað. Ég held að mönnum hafi ekki dottið ganga í hug, það var svo mikið brjálæði." Þegar við flugum yfír þessa sprungnu og hrikalegu ísbreiðu með öllum þessum vökum, þá gat ég ekki annað en hugsað að það væri fífldirfska að ganga þessa leið. „Já, ég hugsaði eiginlega það sama þegar ég kom á pólinn", segir Haraldur Örn og brosir. „Ég hugs- aði með mér að það væri í raun óðs manns æði að menn skuli vera að stunda þetta. Og ég verð að viður- kenna að ég sá það ekki í því Ijósi fyrr en ég kom á pólinn. Fólk sem ekki hefur séð þennan heim á erfitt með að skilja þetta.“ Varstu ekki hræddur um að falla í vök?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.