Morgunblaðið - 16.05.2000, Síða 39

Morgunblaðið - 16.05.2000, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 39 Gullöld RCA TONLIST Geislaplötur ÝMSAR STÓRSTJÖRNUR LÍFS OG LIÐNAR Vladimir Horowitz - The Ind- ispensable: Píanóverk og út- setningar eftir Horowitz, Chopin, Rachmaninoff, Scriabin, Liszt, Moszkowski, Scarlatti og Sousa. Hljóðritanir RCA frá tónleikum og úr hljóðverum frá 1945 til 1982. Út- gáfa: BMG Classics 74321 63471 2. Heildartími: 2’32. Verð: kr. 999 (2 diskar). Dreifing: Japis. ÞEIR lesendur, sem muna þá ein- földu tíma þegar hljómplöturnar fengust aðeins í Fálkanum og Hljóð- færahúsi Reykjavíkur og plötum- erkin sem buðust voru örfá, muna sjálfsagt eftir bandarísku RCA-plöt- unum. Útgáfan gat státað af ýmsum af fremstu tónlistarmönnum síns tíma og þess vegna jafnan af vönd- uðum flutningi. Hins vegar var RCA-útgáfan fræg að endemum fyr- ir óvenju tíða galla í pressu, undnar plötur, rispur og bólur í plastinu sem orsökuðu reglubundin högg þegar þær voru spilaðar. Hljóðritan- ir RCA voru jafnan skýrar en vant- aði stundum fyllingu á neðra sviði sem gerðu þær svolítið hvassar. Þetta féll sumum illa en hentaði öðr- um vel eins og gengur. RCA-útgáfan féll nokkuð í skugg- ann á tímabili, var ekki áberandi á markaðnum en hefur sótt í sig veðr- ið upp á það síðasta með því að lokka til sín ungar stórstjörnur. Útgáfan er nú hluti af BMG-samsteypunni. Mér bárust á dögunum 11 tvöföld sett sem flest eru frá þeim tíma sem ég hef leyft mér að nefna gullöld RCA-útgáfunnar. BMG nefnir út- gáfuröðina „Artists of the Century" og mun ég fjalla um þessa 22 diska í þremur pistlum hér í blaðinu. Hvert diskasafn er troðfullt af tónlist og kostar aðeins þúsund krónur svo að hér gefst kærkomið tækifæri fyrir áhugafólk um tónlist að kynnast ýmsum helstu listamönnum 20. ald- arinnar án þess að það fari alveg með fjárhag heimilisins. Enginn efast um að Vladimir Horowitz (1903-1989) sé einn mesti snillingur píanósins fyrr og síðar. Tækni hans var óviðjafnanleg og þóttu tónleikar hans engu líkir. Spilamennska Horowitz er hreint hrikalega glæsileg og skipta þá litlu allmörg feilslög sem heyrast á tón- leikaupptökunum. Andrúmsloftið skilar sér vel og flest sem hann leik- ur vekur óskipta aðdáun. Maður spyr sig: Hvernig er þetta eiginlega hægt? Situr hann virkilega einn við hljóðfærið? Hlustið t.d. á Meíisto- vals Liszts (nr. 1 á diski 2), Raeóczy- mars (nr. 9 á diski 2) og hina al- ræmdu útsetningu Horowitz á Stars and Stripes Forever þar sem hann virðist geta komið allri lúðrasveit- inni fyrir í /mgrunum tíu (nr. 14 á diski 2). Ótrúlegt! Horowitz var einnig frægur fyiir makalausa dýna- mík og heyrum við fjölmörg dæmi um það í þessu ágæta safni. Hið fín- lega lét honum líka ákaflega vel að túlka eins og glöggt má heyra í Scarlatti-sónötunum (nr. 2-4 á diski 1). Hljóðritanirnar eru böm síns tima en engin þeirra þannig að hún komi í veg fyrir að maður geti notið tónlistarinnar út í ystu æsar. Nafn diskanna er „Horowitz - The Indis- pensable". Það tek ég heils hugar undir. Þetta safn er ómissandi. Jascha Heifetz - The Supreme: Bach: Chaconne úr Partítu nr. 2. Gershwin: 3 prelúdíur (úts. Hei- fetz). Fiðlukonsertar eftir Brahms, Tchaikovsky, Glazunov og Sibelius. Skosk fantasía eftir Bruch. Stúdíó- upptökur RCA frá 1955 til 1970. Út- gáfa: BMG Classics 74321 63470 2. Heildartími: 2’34. Verð kr. 999 (2 diskar). Dreifing: Japis. Ómissandi er einnig orð sem mætti nota um safnið sem helgað er Jascha Heifetz (1901-1987). RCA- menn taka stórt upp í sig þegar þeir skýra þessi sett: „Horowitz - The Indispensable, Heifetz - The Su- preme“ o.s.frv. Það er satt - Heifetz var afburðagóður, það er óumdeilt. Hins vegar hefur sumum þótt tónn hans vera kaldur og vanta mýkt. Þetta er auðvitað smekksatriði en eitt er víst að túlkun hans á fímm þekktum fíðlukonsertum í þessu safni (ég leyfi mér að kalla Skosku fantasíuna fiðlukonsert) er afar glæsileg, andrúmsloftið jafnan raf- magnað. Hins vegar finnst mér Hei- fetz skorta nokkuð hlýju í Chaconnu Bachs og útsetning hans á Prelú- díunum fallegu eftir Gershwin eru lítið annað en tækifæri snillingsins til að sýna leikni sína og stendur um- ritun hans frumgerð Gershwins langt að baki. Hljóðritanirnar eru almennt í góðu lagi þótt þær séu að sjálfsögðu misfullkomnar. Þessu setti má hiklaust mæla með. Fáum hljómsveitarstjórum tutt- ugustu aldarinnar tókst að magna upp eins spennuþrungið andrúms- loft í tónlistinni og Leopold Stok- owski (1882-1977). Þeir BMG-menn kalla hann „töframanninn“ („Stok- owski - The Magician") og hefur margt vitlausara verið sagt. Ef til Islandsförin fær góða dóma FYRIR skömmu birtist ritdómur um skáldsögu Guðmundar Andra Thorssonar, Islandsför- ina, í þýska dagblaðinu Frankfurter Allge- meine Zeitung, einu virtasta dagblaði Þýskalands. Þar er lagt út af þeirri nöturlegu mynd sem dregin er upp í bókinni af Islandi um miðbik 19. aldar og för aðalsöguhetjunnar þangað í því skyni að leita uppruna síns. Greinarhöfundur, Ing- eborg Harms, segir að í stað sakleysis og upp- runa hitti hún fyrir nýlendukúgaða þjóð í niðurrigndu landi þar sem fyllibyttur ráfa um og húsbónda- lausir hundar gelta að ferðamönn- um. Island verður eins konar allra- djöflastaður þar sem sögumanni er gert að upplifa samviskukvalir sín- ar og þar sem allar vonir hans og væntingar verða að engu uns hann Guðmundur Andri Thorsson Leopold Stokowski - The Magician: Hljómsveitarverk og útsetningar eftir Stokowski, Bach, Beethoven, Liszt, Wagner, Smetana, Brahms, Rimsky-Korsakoff, Rachmaninoff, Enescu, Villa-Lobos, Prokofieff og Shostakovich. Upptökur RCA frá 1954 til 1974. Útgáfa: BMG Classics 74321 70931 2. Heildarlengd: 2’29. Verð: kr. 999 (2 diskar). Dreifing: Japis. vill er hér vitnað til þess þáttar sem hann átti í tilurð Fantasíu, frægrar teiknimyndar Walts Disneys. Stok- owski var ávallt umdeildur hljóm- sveitarstjóri, sumum þótti hljóm- sveitarstjóm hans sjálfmiðuð og sérviskuleg og hljómsveitarútsetn- ingar hans t.a.m. á verkum Bachs voru ekki fyrir allra smekk. En eng- inn getur efast um einlægnina í vægast sagt mjög svo rómantískri túlkun Stokowskis á Aríu Bachs á G- streng og Wachet auf-kóralnum (diskur 1, nr 1 og 2). Hvað svo sem mönnum kann að finnast um svona umritanir yfirleitt þá gengur þetta fullkomlega upp - maður verður bara að sætta sig við þá staðreynd að þetta er aðeins að hluta til Bach. Hljóðritun Stokowskis á Vocalise Rachmaninoffs og Bachianas Brasi- leiras nr. 5 frá 1964 með söngkon- unni Anna Moffo er löngu orðinn sí- gild í sögu hljóðritana. Hér fáum við bæði verkin á broti þess sem fram- útgáfan kostaði á sínum tíma. Túlk- un Moffos og Stokowskis er í einu orði sagt fi'ábær. Einnig má nefna magnaðan flutning á Gullaldarsvítu Shostakovich og ótrúlega ferska túlkun á margþvældri Rúmenskri Rapsódíu nr. 1 eftir Enescu. Hafi einhver efast um hvort nafngiftin „töframaðurinn” gæti átt við um Stokowski þá held ég að sá vafi hijóti að rjúka út í veður og vind þegar hlustað er á þessi verk. Ég hafði geysilega gaman af því að hlusta á þessa diska og trúi ekki öðra en að aðrir hljóti að hrífast með. Safnið er þegar komið í „upp- áhaldsflokk" hjá mér. James Galway - Classical Medita- tions: Ýmsar útsetningar og brot úr verkum eftir Albinoni, Vivaldi, Handel, Pergolesi, C.P.E. Bach, J.S. Bach, Piacentino, Galuppi, Pachelbel, Massenet, Debussy, Gluck, Rachmaninoff, Field, Chop- in, Schubert, Rodrigo og Mozart. Upptökur RCA frá 1977 til 1996. Útgáfa: BMG Classics 74321 63466 2. Heildarlengd: 2’29. Verð: kr. 999 (2 diskar). Dreifing: Japis. Enginn vafi leikur á því að nafn írska flautuleikarans James Galways (f. 1939) er sveipað töfra- ljóma. Tækni hans á gullflautuna þykir óviðjafnanleg og útgeislun hans á tónleikum er viðbrugðið. Hins vegar hefur BMG-útgáfan skotið rækilega yfir markið á þessu setti sem nefnist „Classical Medit- ations". Eins og nafnið bendir til er hér um að ræða tónlist „til íhugun- ar“, tónlist til að slaka á, tónlist sem setur heilann í biðstöðu. Tveir klukkutímar og tuttugu og níu mín- útur á hraða sem varla fer fram úr adagiotempói! Á fyrri diskinum er aðallega tónlist frá barokktímanum og ekkert verkanna er spilað í heild sinni, við heyrum aðeins hægu kafl- ana úr verkunum því ekkert má trafla hlustandann, koma honum upp úr ástandi fullkomins sljóleika og sinnuleysis. Á seinni diskinum er tónlist sem er aðeins nýrri en ekkert sem hugsanlega gæti traflað hlust- andann við uppvaskið eða mogga- lesturinn. Auðvitað er mikið af þess- ari tónlist góðra gjalda vert í sínu uppranalega samhengi en þessi væmna samsuða markaðsfræðing- anna hjá BMG er hræðilegt sull af því tagi sem helst heyrist í lyftum stórmarkaða. Það er synd að for- ráðamenn BMG skuli hafa kosið að búa til svona „portrett“-disk með flutningi ágæts hljóðfæraleikara í stað þess að setja saman bitastæð- ara prógramm sem gæfi betri mynd af listamanninum. Spurningin sem vaknar þá er að sjálfsögðu: Er þetta kannski James Galway í hnotskurn? Varla var honum ókunnugt um þennan samsetning, því miður. Meðfylgjandi bæklingur gefur engar upplýsingar um Galway aðrar en þær að hann hafi útsett öll verkin - nema annað sé tekið fram. Það er hins vegar ekki annað að sjá en að hann eigni sér líka útsetningu þeirra fáu stykkja sem eru skrifuð upp- runalega fýrir flautu. Þetta á við um Mozartkonsertana, Syrinx Deb- ussys og flautustykkin úr Orfeifi og Evridís eftir Gluck sem þá einnig teljast til útsetninga Galways þótt annað heyrist manni nú! I næstu grein verður fjallað um hljóðritanir með gítaristanum Julian Bream, blokkflautuleikaranum Michala Petri og söngkonunum Montserrat Caballé og Leontyne Price. Valdemar Pálsson að endingu ákveður að verða að engu sjálfur. Spanskgrænn litur hins liðna f lokin segir grein- arhöfundur: „Það sem gerir þessa á köflum afar grípandi skáld- sögu Guðmundar Andra Thorssonar ekki síst hrífandi er hvernig hann ljær ferðafrásögninni spanskgrænan lit hins liðna, hin flóknu tón- brigði hennar og flóknar tilfinningar sem opna þeim sem les fjarlægar víddir. En íslands- förin lifnar einnig vegna sinnar beisku kaldhæðni sem blandast á sérkennilegan hátt saman við til- finningaþrunga þess sem leitar draumalandsins.“ Helmut Lugmayr þýddi bókina og útgefandi er bókaforlagið Klett- Cotta. Félagsstarf metið til fjár Bætt menntun - Betra starf Ráðstefna menntamálaráðuneytisins og Æskulýðsráðs ríkisins fimmtudaginn 18. maí 2000, kl. 13.00-17.30 í Borgartúni 6, 4. hæð. Ráðstefnustjóri: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður. Dagskrá: Kl. 13.00 Setning: Svanhildur Hólm Valsdóttir, formaður Æskulýðsráðs ríkisins. Ávarp: Björn Bjarnason, menntamálaráðherra. Til hvers tómstundastarf?: Þórólfur Þórlindsson, prófessor. Var tímanum vel varið í tómstundastörf?: Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hlé. Kaffihlé. Kl. 15.00 Menntun fólks i félags- og tómstundastarfi: Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla íslands. Gildi óformlegrar menntunar: Helgi Grímsson, fræðslustjórí Bandalags íslenskra skáta. Hlutverk framhaldsskólans: Sölvi Sveinsson, skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla. Starfsumhverfi í félags- og tómstundastarfi: Sigurður Albert Ármannsson, fræðslu- og kynningarfulltrúi Sambands íslenskra bankamanna. Vinnuhópar starfa: - Formleg og óformleg menntun. - Hlutverk ríkis og sveitarfélaga. - Hvað geta félögin lagt af mörkum til samfélagsins? - Markaðssetning tómstundastarfs - Hvernig er unnt að mæta kröfum markaðarins? Umsjónarmenn vinnuhópa: Anna Möller, framkvæmdastjóri Fimleikasambands íslands. Björg Ágústsdóttir, sveitarstjóri, Grundarfirði. Gyða Karlsdóttir, framkvæmdastjóri Landsambands KFUM og KFUK. Hrönn Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Menntar. Kl. 16.30: Niðurstöður vinnuhópa kynntar Spurningar og svör Kl. 17.30: Ráðstefnuslit Vinsamlega tilkynnið þátttöku til menntamálaráðuneytisins, íþrótta- og æskulýðsdeildar, sími 560 9530. Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.