Morgunblaðið - 16.05.2000, Síða 31

Morgunblaðið - 16.05.2000, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 31 LISTIR Guggenheim áformar byggingu ann- ars safns á Manhattan Gehry kallaður til að nýju New York. Morgunblaðið. MIKILL hugur virðist vera í söfnum víða um heim við upphaf nýrrar ald- ar. Breska Tate-safnið hefur vígt nýtt safnhús í Lundúnum og í New York eru að hefjast viðamiklar endurbæt- ur á safnbyggingu Nútímalistasafns- ins, MoMA á miðri Manhattan. Það safn hefur auk þess þanið starfsemi sína austur yfir ána, til Queens og Long Island City, með samruna við listamiðstöðina P.S. 1 og kaupum á geymslurými og skrifstofum í þessu rótgróna verksmiðjuhverfi. Þess var þá ekki lengi að bíða að hið stórhuga Guggenheim-safn léti að sér kveða aftur eftir vel heppaðar safnfram- kvæmdir í Bilbao á Spáni og í Berlín- arborg. Fyrir skipulagsnefnd New York-borgar liggur tillaga að nýrri safnbyggingu Guggenheim við aust- urána á neðanverðri Manhattan þar sem nú er ferjuhöfn. Arkitekt að byggingunni er Frank 0. Gehry sem áður hannaði safnið í Bilbao svo sem frægt er orðið. Vöxtur Guggenheim- safnsins hefur aukist jafn og þétt frá því að nýr forsöðumaður, Thomas Krens, tók við stjómun þess árið 1988. Fyrir rak safnið lítið útibú í Feneyjum á Ítalíu, á fyrrverandi sumarsetri listunnandans og auðkon- unnar Peggy Guggenheim. Síðan hafa bæst við söfnin í Bilbao og í Ber- lín auk þess sem Guggenheim jók tímabundið við húsakynni sín í SoHo- hverfi á Manhattan. Aðsókn að söfn- unum hefur aukist að sama skapi, frá um 600.000 gestum árið 1988 til tæp- lega 3 milljóna gesta á síðasta ári. Með nýrri byggingu á Manhattan gerir safnið sér vonir um að auka enn fjölda árlegra gesta um 1,5 milljónir. Ný öld, nýtt safn fyrir nýja list Líkt og forsvarsmenn annarra þekktra safna sem verið hafa að bæta við húsakynni sín ber Krens fyrir sig skorti á rými undir samtímamyndlist. Þá séu verk listamanna í dag mun stærri í sniðum og oftar en ekki inn- setningar sem taka yfir heilu rýmin. Ef af verður fengi safnið meira en 22.000 fermetra til viðbótar við þá 5.500 fermetra sem eru til ráðstöfun- ar í gömlu spíralsnúnu safnbygging- unni, hannaðri af Frank Lloyd Wright árið 1959. Hyggst safnið til- einka núverandi byggingu á 89. stræti sýningum verka frá fyrri hluta 20. aldar en í nýju safni yrði áhersla lögð á nýrri verk yngri listamanna sem fram að þessu hafa lítið verið sýnd. Þá er gert ráð fyrir aðstöðu undir arkitektúr- og hönnunarsafn og margmiðlunarverk. Verk Rauschenbergs til Guggenheim Með áformum þessum vonaðist safnið jafnframt til að laða tii sín mik- ilvæg listaverkasöfn úr einkaeign. Fljótlega tilkynntu svo Guggenheim- safnið og Robert Rauschenberg- stofnunin um samning sín á milli þar sem þessi mikilvægi bandaríski list- málari áhafnar safninu stóran hluta Ljósmynd/David Heald Ný safnbygging Guggenheim á Manhattan eftir Frank O. Gehry. Fáist tillagan samþykkt mun safnið r/sa við austurhöfnina á neðanverðri eynni. Ljósmynd/David Heald Tilbrigði við stef. Tillaga að nýju safni ber höfundareinkenni hins iðandi álþaks frá systurhúsi í Bilbao. verka sinna og umsjón með rekstri stofnunarinnar, svo framarlega sem af byggingu hins nýja safns verður. Yrðu 1.300 fermetrar lagðir undir sýningar á yfir eitt hundrað málverk- um og skúlptúrum listamannins, auk teikninga og ljósmynda úr einkasafni hans. Fyrsta stóra verkeftii Gehrys í New York Þrátt fyrir mikla velgengni arki- tektsins víða um heim er þetta í fyrsta sinn sem Frank O. Gehry er falið að hanna svo mikla byggingu í New York. Og vafalaust verður það verðugt verk fyrir Gehry að spreyta sig á svo krefjandi og andstæðu um- hverfi sem mótum skýjaklúfafrum- skógar Manhattaneyju og austuránn- ar. I tillögunni er gert ráð fyrir að húsið verði reist á burðarbitum fram yfir neðanverðan austurbakka Man- hattan og ef með eru taldir skúlp- túrgarður og göngustígar umhverfis og framan við safnið nær það yfir um 55.000 fermetra svæði. Módel og teikningar af nýju byggingunni verða til sýnis í Guggenheim-safninu næstu mánuðina. Við styðjum við bakið ber Fn heimsending a Stór-Reykjavíkursvæðinu Biörninn er J komiim til Marco Verð sem vekur athygli! TÍ1 boðsverð á dýnum m/stálgrind, stgr. Tegundir Queen King og Cal. King Nova Bonnell fjaðrakerfí 55.440,- 76.560,- Radiance Back supporter fiaðrakerfi 79.200,- 99.440,- Grand Award Back supporter fiaðrakerfi 95.920,- 120.560,-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.