Morgunblaðið - 16.05.2000, Page 28

Morgunblaðið - 16.05.2000, Page 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT * i Fjölmenn mótmæli Belgrad Belgrad.AFP.AP. YFIR 20.000 manns fjölmenntu á mótmælafund stjórnarand- stöðuaflanna í Serbíu í gær og kröfðust þess að stjórnvöld efndu til kosninga eins fljótt og auðið yrði. Óttast hafði verið að lögreglan léti til skarar skríða gegn mannfjöldanum líkt og í liðinni viku gegn mótmælum í fæðingarborg Slobodans Milo- sevies Júgóslavíuforseta, en fundurinn fór þó fram and- stöðulaust. Fundurinn fór fram í mið- borg Belgrad og fólk veifaði serbneska fánanum og einkenn- isflöggum stjórnarandstöðunn- ar og hrópaði vígorð er stjórn- arandstöðuleiðtogarnir Vuc Draskovic, Zoran Djindjic og Brako Ilic birtust undir borðum sem letrað var á: „Stöðvum of- beldið - í þágu frjálsra kosn- inga.“ Vladan Batic, einn ræðu- haldara, sagði að Milosevic hafí lýst yfir stríði gegn eigin þegn- um og brotið á þeim litlu mann- réttindum sem þeir njóta. Andlát Obuchis í Japan og væntanlegar þingkosningar Stjórnarflokkurinn sagð- ur ætla að gera út á samúð Tokyo. AP, The Daily Telegraph. JAPÖNSK stjórnvöld skýrðu frá því í gær að opinber útför Keizo Obuchis, fyrrverandi forsætisráð- herra, færi fram 8. júní. Gert er ráð fyrir að þingkosningar verði tveimur vikum síðar eða 25. júní sem er afmælisdagur hins látna leiðtoga. Sumir stjórnarandstæð- ingar vilja að útförin verði haldin eftir kosningar og saka ráðamenn stjórnarflokksins, Frjálslynda lýð- ræðisflokksins (LDP), um að ætla að reyna að notfæra sér samúð al- mennings vegna fráfalls Obuchis í von um fleiri atkvæði í kosningun- um. Þjóðarleiðtogar um allan heim sendu Japönum samúðarkveðjur vegna fráfalls Obuchis og sagðist Bill Clinton Bandaríkjaforseti vera hinum látna þakklátur fyrir að hafa veitt Japönum forystu á erfiðum tímum og fyrir gott samstarf við Bandaríkin. Obuchi lést á Juntendo-sjúkra- XV Vornámskeið Greiningar og ráðgjafarstöðvar ríkisins Grand Hótel Reykjavík, 25. og 26. maí, kl 9:00-16:00 Þroska- og hegðunarfrávik barna, grunur - frumgreining - greining Skráning í síma 564 1744, á fax 564 1753, á netfang: fraedsla@greining.is Skráningu lýkur 19. maí Dagskrá er á www.greining.is ráðc Greiningar-og ráðgjafarstöð ríkisins húsinu í Tokyo á sunnudag, 62 ára að aldri, en hann hafði þá verið meðvitundarlaus í nær sex vikur á sjúkrahúsi eftir að hafa fengið hjartaslag. Útför á vegum fjöl- skyldu hans verður í dag en opin- bera athöfnin verður umfangsmikil og boðsgestir allt að 5.000, að sögn Mikio Aokis, ritara ríkisstjórnar- innar. Embættismenn sögðust vilja að opinbera athöfnin yrði sem fyrst eftir að Akihito keisari og Michiko keisaraynja koma heim úr Evrópu- heimsókn sinni 1. júní. Aðrir hafa bent á að dagsetningin sé heppileg af annarri ástæðu. Leiðtogafundur átta helstu iðnvelda heims verður í Japan í júlí. Kjósendur sem vilja efla stöðugleika séu líklegir til að halla sér að íhaldssömu afli eins og LDP fremur en frjálslyndari keppinautum þegar mikilvægur at- burður í alþjóðamálum sé í aðsigi. Gætu misstigið sig Aoki vísaði gagnrýni stjórnar- andstæðinga á bug og sagði að hugsanleg samúðaratkvæði hefðu ekki haft nein áhrif. ,Ákvörðunin um dagsetningu var ekki tekin með tilliti til kosninganna," sagði hann. LDP vann einn af stærstu sigrum í sögu sinni árið 1980, tíu dögum eft- ir lát Masayoshi Ohira forsætis- ráðherra. Stjórnmálaskýrendur eru margir á því að stjórnarflokk- urinn geti einnig notið góðs af sam- úðarbylgju vegna andláts Obuchis en hins vegar verði að gæta að mis- stígi ráðamenn sig á einhvern hátt í málinu geti atburðurinn virkað öfugt. Aoki og fleiri ráðamenn LDP voru á sínum tíma gagnrýndir fyrir að reyna að dylja hve alvarleg veikindi Obuchis voru er hann fékk hjartaáfallið og einnig hefur leynd- in sem hvíldi yfir vali eftirmanns- Reuters Keizo Obuchi, fyrrverandi for- sætisráðherra Japans, ávarpar liðsforingjaefni í Tokyo í fyrra. ins, Yoshiro Moris, verið gagn- rýnd. Daginn eftir að Obuchi veiktist sagði Aoki á blaðamannafundi að ráðherrann hefði beðið sig um að taka við völdum, þetta hefði Obuchi gert áður en ástand hans var orðið mjög slæmt. Hefðu þeir verið einir í herberginu er þeir ræddu þessi mál. Nokkrum dögum eftir áfallið valdi flokkurinn Mori í stöðu for- sætisráðherra. Yoshikuni Mizuno, læknir sem stundaði Obuchi, sagð- ist hins vegar á sunnudag hafa furðað sig á þessum ummælum Aokis vegna þess að forsætisráð- herrann hefði ekki getað gert sig fyllilega skiljanlegan dagana áður en hann missti meðvitund. „Við teljum að ummæli læknisins hafi orðið til að auka efasemdir al- mennings," sagði Kenji Ozeki, einn af talsmönnum Lýðræðisflokksins, helsta flokks stjórnarandstöðunn- ar. „Við munum halda áfram að kanna málið.“ Vanmetinn í upphafi Keizo Obuchi heimsótti ísland í fyrra, fyrstur japanskra forsætis- ráðherra. Hann var við völd í 20 mánuði og er hann tók við 1998 sögðu margir stjórnmálaskýrendur að hann væri atkvæðalítill og hug- myndasnauður flokkssnati en hann sýndi mikla lagni við að finna mála- miðlanir og fá samþykktar aðgerð- ir sem ætlað er að hleypa lífi í staðnaðan efnahag Japana. Einnig tókst honum að koma í gegnum þingið umdeildum samningum um varnarsamstarfið við Bandaríkja- menn þar sem kveðið er á um vax- andi hlutverk Japana í öryggismál- um í Austur-Asíu. Að auki bætti hann samskiptin við Rússland og grannríkin Kína, Norður-Kóreu og Suður-Kóreu. Obuchi lagði ekki áherslu á að vera mikið í sviðsljósinu en kaus fremur að reyna að þoka málum áfram bak við tjöldin. Arangurinn af auknum ríkis- framkvæmdum og öðrum efna- hagsráðstöfunum stjórnvalda í Tokyo er umdeildur og stuðningur við stjórnina hefur farið minnkandi undanfarna mánuði. Fjárlagahall- inn er geysimikill og ljóst að hann verður erfiður viðfangs á næstu ár- um. En stjórnmálaskýrendur eru þó sammála um að Obuchi hafi í upphafi ferilsins verið vanmetinn. Hann hafi sýnt á stuttum valda- tíma sínum að hann hafi verið starfi sínu vaxinn. Arásir á sendiráð Bandaríkjanna og Bretlands í Eþídpíu l.étlur og ineðfærilegtir GSM posi með iiinbyggðum prentara ®point Hlíðasmára 10 Kópavogi Sími 544 5060 Fax 544 5061 Les allar tegundir greiðslukorta sem notuð eru á íslandi. Er með lesara fyrir snjallkort og segulrandarkort. Hraðvirkur hljóðlátur prentari. Eþíópísk stjórnvöld hvetja til mótmæla Ababa, Asmara. AFP, Reuters. AP Eþíópíumcnn mótmæla fyrirhuguðu vopnasölubanni Sameinuðu þjóð- anna á Eþíópíu og Erítreu vegna landamærastríðs ríkjanna. Rúmlega 200.000 manns tóku þátt í mótmælum gegn banninu í Addis Ababa. YFIR 200.000 Eþíópíubúar gengu um götur Addis Ábaba í gær til að sýna stuðning sinn við landamæra- stríð Eþíópíustjórnar við nágranna- ríkið Erítreu. Þá söfnuðust hundruð manna fyrir utan sendiráð Banda- ríkjanna og Bretlands í borginni og mótmæltu fyrirhuguðu vopnasölu- banni Sameinuðu þjóðanna á ríkin. Mótmælendurnir hentu grjóti að erlendum fréttamönnum og sendi- ráðum Breta og Bandaríkjanna. Þá voru fánar ríkjanna brenndir en vopnaðar lögreglusveitir komu í veg fyrir frekari óeirðir. Ríkissjónvarp Eþíópíu hafði á sunnudag hvatt fólk til að sýna samstöðu og mótmæla harðlega fordæmingu SÞ á stríði grannríkjanna en á föstudag brutust út hörð átök á Badme-svæðinu eftir nokkurra mánaða hlé á bardögum. Á föstudag gaf öryggisráð SÞ stríð- andi aðilum 72 stunda frest til að láta af skærum. Að öðrum kosti myndi ótilgreindum refsiaðgerðum verða beitt. Stjórnvöld í Addis Ababa höfnuðu skilmálunum á laug- ardag og lýsti þeim í þá veru að aug- ljóslega væri verið að refsa fórnar- lömbum átakanna. Eþíópíustjórn hefur ítrekað sakað Bandaríkja- menn og Breta um að nota áhrif sín í öryggisráðinu svo landið verði beitt refsiaðgerðum. Miklir bardagar geisuðu á landa- mærum ríkjanna á sunnudag og seg- ir Erítreustjórn að um 25.000 eþíóp- ískir hermenn hafi verið felldir eða særðir. Yemane Ghebremeskel, tals- maður stjórnvalda í Asmara, sagði að her landsins hefði náð yfirhönd- inni í þeim skotgrafarhernaði er ein- kennir stríðið en bætti því jafnframt við að staðan væri afar óljós og því ekki hægt að segja til um hverjir réðu yfir svæðinu sem barist er um. Sameinuðu þjóðirnar og hjálpar- stofnanir hafa lýst yfir miklum ákyggjum af bardögunum sem geisa og segja að þeir valdi því að erfitt sé að koma matarbirgðum til milljóna manna sem séu í lífshættu vegna yf- irvofandi hungursneyðar á svæðinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.