Morgunblaðið - 16.05.2000, Page 24

Morgunblaðið - 16.05.2000, Page 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Morgunblaðið/Golli Halldór Þórarinsson, þróunarstjóri Bakkavarar, segir að framtíðar- stefna fyrirtækisins sé að vera leiðandi í sölu og dreifingu á alþjóða- markaði á kældum sjávarafurðum undir eigin merki. Erindi á aðalfundi fslensk-sænska verslunarráðsins Gott gengi hjá Bakkavör í Svíþjóð ÁRNI M. Mathiesen, sjávarútvegs- ráðherra, sagði á aðalfundi Islensk- sænska verslunarráðsins í gær að viðskipti með sjávarafurðir væru orðin stór þáttur í íslenskum sjávar- útvegi og í máli Halldórs Þórarins- sonar, þróunarstjóra Bakkavarar, kom fram að verksmiðja Bakkavar- ar í Svíþjóð byði upp á mikla mögu- leika, en hún er með um 25% af sænska markaðnum í sínum vöru- flokkum. Aðalfundur Islensk-sænska versl- unarráðsins var haldinn á Hótel Sögu, en að aðalfundarstörfum lokn- um ávarpaði Arni Mathiesen sjávar- útvegsráðherra fundinn og vakti at- hygli á mikilvægi félagsins þrátt fyrir að Svíþjóð væri ekki ein af okk- ar helstu viðskiptaþjóðum. „Þessi viðskipti hafa þó aukist hin síðari ár þó heldur halli á íslendinga,“ sagði Árni, „en um 80% af útflutningi Is- lendinga til Svíþjóðar eru sjávar- afurðir." Ekki aðeins veiðar og vinnsla í máli hans kom einnig fram að þegar litið væri á íslenskan sjávar- útveg þá væri hann ekki aðeins veið- ar og vinnsla heldur væru viðskipti með sjávarafurðir að verða stór þáttur af greininni eins og útþrá ís- lenskra fyrirtækja bæri vott um. Is- lensk fyrirtæki væru farin að hasla Um 80% af út- flutningi íslend- inga til Svíþjóðar eru sjávarafurðir sér völl erlendis með því að vinna og selja á erlendri grundu hráefni sem aðrir hefðu dregið úr sjó og skilaði þetta tekjum allt eins og okkar eigin veiðar og vinnsla. Framtíðarsýn Bakkavarar Á síðasta ári keypti Bakkavör sænska fyrirtækið Lysekils Havs- delikatesser AB. Halldór Þórarins- son, þróunarstjóri Bakkavarar, sagði á fundinum að kaup Bakkavar- ar hafi verið í samræmi við framtíð- arstefnu fyrirtækisins sem væri að vera í fararbroddi í sölu og dreifingu á alþjóðamarkaði á kældum sjávar- afurðum undir eigin merki. Ætlun fyrirtækisins væri að ná styrk stór- fyrirtækis án þess að fyrirgera sveigjanleika og snerpu lítHs fyrir- tækis en það ætti að gera með því að byggja sölumiðstöðvar í helstu sölu- löndum og eins með því að byggja mörg tiltölulega smá fyrirtæki sem tengdust með innkaupum, vöruþró- un, fjármálum og markaðsfærslu. Verksmiðjan í Svíþjóð er 14.000 fermetrar og þar vinna 130 starfs- menn. Helstu afurðir sem þar eru framleiddar eru síld, sem er ýmist keypt frá Islandi eða Noregi, túbukavíar, lútfiskur og ansjósur. Bakkavör í Svíþjóð framleiðir bæði undir eigin vörumerkjum auk þess sem verksmiðjan pakkar vörum einnig í pakkningar merktum stór- um verslunarkeðjum. Velta verk- smiðjunnar á liðnu ári nam 202 millj- ónum sænskra króna, liðlega 1,7 milljarði kr., en hún er með um 25% af sænska markaðnum í sínum vöru- flokkum. Miklir möguleikar Halldór sagði að verksmiðjan í Svíþjóð byði upp á mikla möguleika fyrir Bakkavör þar sem Svíþjóð væri einn stærsti markaður fyrir kældar sjávarafurðir í Evrópu og opnaði Bakkavör greiðari leið til annarra Evrópusambandslanda heldur en nú væri vegna tolla sem lönd utan Evrópusambandsins þyrftu að greiða. í erindi sínu sagði Halldór einnig að Bakkavör í Svíþjóð hefði yfir að ráða góðu starfsfólki, sterkum vöru- merkjum og góðri aðstöðu og því væri Bakkavör í Svíþjóð heilbrigt fyrirtæki sem kæmi vonandi til með að skila góðum hagnaði í framtíðinni. Stúdentastjarnan hálsmen eða prjónn 3ön Sipunisson Skortyripaverzlun Laugavegi 5 - sími 551 3383 SOLARTILBOÐ IVICHY Þú kaupirivö eða fleirí sölartorefn i VICHY og feerö SÓLGLERAUGU Ikaupbæli. Fasöt etií!®öm@u íí apfMðunn ViCHY. HEILSULIND Fili rwwwL, ....... Fremri röð f.v.: Laufey Jóna Sveinsdóttir, Sædís Sigur- björnsdóttir, Gísli Erlendsson, skólameistari Fiskvinnsluskól- ans, Sólrún Oddný Hansdóttir og Hlynur Birgir Steinþórsson, skólameistari Flensborgarskóla. Aftari röð f.v.: Ingimar Waldorff, Kristinn Ólafur Hreiðarsson, Björgvin Már Hansson, Elís Hlyn- ur Grétarsson, Gunnar Logason og Pétur Ægir Hreiðarsson. HandkbeðaaAiar Vandaðir handklæðaofnar. Fáanlegir I ýmsum stærðum. Lagerstærðir: 700x550 mm 1152 x 600 mm 1764x600 mm TCflGI Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sfmi: 564 1088 - Fax: 564 1089 •' i:r. tiMfflgmifcimrsUmim. un inní nll: www.mbl.is Morgunblaðið/Jón Svavarsson Fiskvinnsluskólinn í Hafnarfirði útskrifar nemendur Eftirsóttir starfskraftar FISKVINNSLUSKÓLINN í Hafn- arfirði útskrifaði á laugardag 9 nem- endur. Við útskriftina voru þeim Laufeyju Jónu Sveinsdóttur og Sól- rúnu Oddnýju Hansdóttur veitt verðlaun fyrir góðan árangur í fisk- vinnslufögum og fyrir hæstu meðal- einkunn í skólanum á þessum vetri. Gísli Erlendsson, skólastjóri Fiskvinnsluskólans í Hafnarfirði, segir fjölda útskrifaðra nemenda nú svipaðan því sem verið hafi undan- farin ár. Hann segir nemendur skól- ans hinsvegar hafa verið of fáa und- anfarin ár. „Fiskvinnslumenntað fólk er eftirsóttir starfskraftar og reyndar vantar fólk með þessa menntun á markaðinn. Þetta fólk fer ekki einungis til fiskvinnslustarfa, heldur einnig til margvíslegra ann- arra starfa, svo sem þar sem gæða- eftirlitskerfi eru í notkun, til útflytj- enda og annarra fyrirtækja sem koma að sjávarútvegi." Fiskvinnslan með slæma ímynd Gísli á von á því að aðsókn að fiskvinnsluskólanum verði með svip- uðum hætti á komandi árum. „Orsök þessarar dræmu aðsóknar að skólan- um er að hluta til sú að ímynd fisk- iðnaðarins er ekki nógu góð. Það þykir ekki spennandi kostur að mennta sig inn í starfsgrein þar sem allt er á vonarvöl, fyrirtækjum fækk- ar og samkeppnin um störfin eykst. Fiskvinnslan þarf að gera átak í að bæta ímynd sína í þessum efnum,“ segir Gísli. i I-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.