Morgunblaðið - 16.05.2000, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 16.05.2000, Qupperneq 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI SH kaupir hluti í sjávarútvegsfyrirtækjum í Kanada og á Spáni Fjárfestingar fyrir 1,6 milljarða króna SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihús- anna hf. hefur fest kaup á hlutum í þremur erlendum fyrirtækjum fyr- ir samtals 1,6 milljarða króna. Fyrirtækin eru Fishery Products International Ltd., sem staðsett er á Nýfundnalandi, HighLiner Foods í Nova Scotia og Pescanova S.A. á Spáni. Stærstu kaupin eru á 14,6% hlut í Fishery Products, eða 2,2 millj- ónir hluta. Voru hlutirnir keyptir í áföngum á 10 kanadadollara hver hlutur, eða sem samsvarar 1,1 milljarði íslenskra króna. Gunnar Svavarsson segir að nokkur samlegðaráhrif geti hlotist af kaupunum á Fishery Products. „SH mun auðvitað kanna hvort ekki sé hægt að ná þeim áhrifum fram, en við erum auðvitað aðeins litlir hluthafar í kanadíska félag- inu. En fyrirtækin eiga margt sameiginlegt, t.d. að þau starfa á sömu mörkuðum í Bandaríkjunum og vinna svipaðar vörur. Við telj- um að Fishery Products sé um margt mjög áhugavert fyrirtæki." Fyrir nokkrum mánuðum tók SH ásamt fleiri aðilum þátt í skil- yrtu tilboði um að kaupa öll hluta- bréf fyrirtækisins. Tilboðið var skilyrt lagabreytingu á Nýfundna- landi um að aflétt yrði hömlum um 15% hámarkshlut hvers einstaks aðila. Það gekk ekki eftir og var tilboðið dregið til baka. Fjárfest- ingin nú er því gerð undir þeim lagaramma og samþykktum fé- lagsins sem í gildi eru. Útilokar ekki hlutafjáraukningu SH hefur einnig gengið frá framvirkum samningum um kaup á 5% hlutum í HighLiner Foods og Pescanova. Samanlagt kaupverð hlutanna er hálfur milljarður króna. Gunnar segir að þama séu á ferðinni fyrirtæki sem SH þekki vel til og reki skylda starfsemi og SH. Hann telur að upphæðirnar sem SH fari með í kaupin séu ekki háar og að hlutirnir í báðum félög- um hafi fengist á góðu verði. „Fyr- irtækin eru bæði skráð á hluta- bréfamarkaði, þau eru í sam- bærilegum rekstri og SH og væn- legur fjárfestingarkostur að mati félagsins." Ekki hefur verið gengið endanlega frá fjármögnun á kaup- unum í félögunum þremur, að sögn Gunnars. „Við áætlum að fjár- magna kaupin meðsamblandi af eigin fé og láni. Síðan munum við taka tillit til þess hversu lengi fjárfestingin stendur og hvað kem- ur meira til. Ég útiloka ekki að við munum fara í hlutafjáraukningu." Gunnar segir aðspurður að hand- bært fé SH verði líklega notað til fjármögnunar. Þar er um að ræða fé sem SH fékk út úr sölu hluta- bréfa í fyrra og nam um 1,5 millj- örðum króna. í ræðu á aðalfundi SH í lok marsmánaðar fjallaði Róbert Guð- finnsson, stjórnarformaður SH, um fjárfestingar félagsins á er- lendri grundu á síðustu árum og sagði að margar þeirra hefðu að öllum líkindum verið óskynsamleg- ar. Gunnar Svavarsson segir að ekki sé hægt að líta á þessar fjár- festingar sem hugsanlega viðbót við hinar eldri. „Við erum aðeins að fjárfesta í félögum sem skráð eru á markað í hinum vestræna heimi. Áhættan af því er því ekk- ert meiri en að fjárfesta í hluta- bréfum á íslandi. Vissulega getur verð bréfa farið upp eða niður, en við teljum okkur þekkja þessi fé- lög og starfsemi þeirra vel. Við er- um líka ekki að fara langt út fyrir þá starfsemi sem við sjálfir erum í eða höfum þekkingu á.“ 500 millj. kr. hagnaður af Fish- ery Products og Pescanova Markaðsvirði Fishery Products er í kringum 7 milljarða króna, en heildarvelta þess nemur um 36 milljörðum króna. Á síðasta ári skilaði rekstur fyrirtækisins um 500 milljóna króna hagnaði. Markaðsvirði HighLiner Foods er um 2 milljarðar íslenskra króna, en sala þess nemur um 15 milljörð- um króna. Félagið var rekið með tapi í fyrra, en afkoman af fyrsta ársfjórðungi var heldur betri og nam hagnaðurinn að loknu því tímabili 148 milljónum króna. Hagnaður Pescanova S.A. á ár- inu 1999 var um 500 milljónir króna. Markaðsvirði félagsins er um 8,5 milljarðar og heildarveltan tæpir 32 milljarðar króna. Vaxtaákvörðun í Bandaríkjunum Mikil spenna á fjármála- mörkuðum í DAG kemur í Ijós hvort seðlabanki Bandaríkjanna mun enn hækka vextina en þeirrar ákvörðunar er beðið með óþreyju á fjármálamörk- uðunum um heim allan, segir í grein í Siiddeutsche Zeitung. Seðlabank- inn bandaríski hefur hækkað vextina um 0,25% tvisvar sinnum það sem af er árinu til þess að slá á þensluna í bandaríska hagkerfinu en svo virðist sem það hafi ekki dugað til. Enginn gerir ráð fyrir óbreyttum vöxtum Hagvöxturinn í Bandaríkjunum var 5% á ársgrundvelli á fyrsta árs- fjórðungi og hefur ekki mælst meiri um langt skeið. Almennt er talin veruleg hætta á aukinni verðbólgu þegar hagvöxturinn er jafnmikill og raun ber vitni. Flestir sérfræðingar virðast telja að hækkunin nú verði hátt í helmingi meiri en hækkanirn- ar fyrr á árinu. Bloomberg-frétta- stofan gerði könnun á meðal sér- fræðinga og af þeim 54 sem spurðir voru voru 40 þeirrar skoðunar að vaxtahækkunin nú yrði 0,5% en hinir spáðu minni hækkun eða um 0,25% en enginn gerði ráð fyrir óbreyttum vöxtum. Ávísað beint frá rúmi siúklings TÖLVUMYNDIR hafa þróað hug- búnað sem gerir læknum á sjúkra- húsum kleift að ávísa lyfjum með raf- rænum og þráðlausum hætti beint frá rúmi sjúklings, og verður hug- búnaðurinn prófaður á hjartadeild og æðaskurðlækningadeild Land- spítala í Fossvogi. Verður spítalinn þar með einn af þeim fyrstu í Evrópu til að taka upp þráðlausa lausn af þessu tagi. Þessi tækni virkar þannig að læknirinn er með lófatölvu sem les strikamerki á armbandi sjúklings- ins. Tölvan gefur lækninum upplýs- ingar um lyfjagjöf sjúklingsins og getm- hann breytt henni að vild. Kerfið er beintengt við apótek sjúkrahússins, þar sem strikamerkt- um lyfjum er pakkað fyrir hvern sjúkling sérstaklega. Tölvumyndir segja hugbúnaðinn draga verulega úr mistökum við lyfjagjöf, og að er- lendar rannsóknir sýni að mistökum fækki um meira en 50% við innleið- ingu hugbúnaðar af þessu tagi. Lauáavefíur/bar Veitingahús við Laugaveg til sölu. Kjörið tækifæri og miklir möguleikar fyrir rétta aðila. Upplýsingar í síma 893 1084. íslenska járnblendifélagið birtir þriga’a mánaða uppgjör Tap af rekstrinum ! 137 milljónir króna TAP af rekstri íslenska jámblendi- félagsins á fyrsta fjórðungi þessa árs nam 137 milljónum króna, sam- kvæmt óendurskoðuðu uppgjöri fé- lagsins. Afkoman á sama tímabili í fyrra var tap upp á 157 milljónir. Rekstrartekjur félagsins námu á iyrstu þremur mánuðum ársins 943 milljónum en rekstrarkostnaður 1.009 milljónum króna. Fjármagn- skostnaður var 60 milljónir og skatt- ar 11 milljónir. Bjarni Bjamason, framkvæmda- stjóri íslenska járnblendifélagsins, segir að tæknileg vandamál hafi veruleg áhrif haft á afkomuna, en beinn og óbeinn kostnaður vegna þeirra er áætlaður um 66 milljónir króna á tímabilinu. „Við gemm þó ekki ráð fyrir því að vandamál af þessum toga endurtaki sig á árinu,“ segir Bjarni. Að hans sögn leið framleiðsla bræðsluofnanna þriggja í Járn- blendifélaginu fyrir afar erfiðan raf- skautarekstur í desember og janúar sL, en afleiðinga vandans gætti til febrúarloka. Vandamálin komu fram í skertri framleiðslu ofnanna og auknum viðhaldskostnaði á tímabil- inu. Bjarni segir að rekstur ofnanna sé nú eðlilegur og unnið sé að ítar- legri úttekt á orsökum vandans. Þá var verð á jámblendi afar lágt á fyrstu þremur mánuðum ársins 2000. Bjarni segir að afkoma félagsins á árinu verði mjög háð verðþróun á kísiljámi. „Við gerum ráð fyrir því að framleiðslan gangi eðlilega og að allir ofnamir verði reknir á fullum afköst- um út árið, að frátöldum stuttum, skipulögðum viðhaldsstöðvunum.“ Útbodslýsing birt á fimmtudag Útboðslýsing íslenska járnblendi- félagsins verður birt nú á fimmtu- dag, en stjóm félagsins samþykkti í iok mars sl. að auka hlutaféð um 350 milljónir króna. Verða bréfin boðin hluthöfum til sölu á genginu 1,5, en tekið verður á móti áskriftum þeirra á tímabilinu 22. maí til 5. júní nk. Hlutabréfin verða ekki boðin al- mennum fjárfestum til kaups en skrifi hluthafar sig ekki fyrir öllu út- boðnu hlutafé mun Elkem ASA, stærsti hluthafi í íslenska jám- blendifélaginu, kaupa þau hlutabréf sem eftir standa, á útboðsgengi. Stuðningur þinn setur æskufólk í öndvegi með íslenska þjóðfánanum. Flöggum á góðum degi Vöruúttektir í Kringlunni. Hver aö verðmæti kr. 100.000,- Glæsileg amerísk C0ACHMEN fellihýsi — Hvert aö verömæti kr. 799.800,- frá PLUS-FERÐUM Hver aö verömæti kr. 200.000,- 1,6iGL - 16V station, hlaöinn búnaöi kr. 1.830.000,- frá KENTUCKY FRIED CHICKEN, — Hver aö verömæti kr. 2.195,- PÓSTURINN »■ ’ »rga'JanBaiM Greiöa má meö greiöslukorti í síma 562 1390 — dregiö Comfort 5 dyra 1,6i - 16V, hlaöinn búnaöi kr. 1.690.000, 1,2i - 16V5 dyra, hlaöinn búnaöi kr. 1.293.000, i FERÐIR 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.