Morgunblaðið - 16.05.2000, Page 11

Morgunblaðið - 16.05.2000, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 11 FRÉTTIR Verslunarmenn og vinnuveitendur semja um að stytta vinnuviku um 30 mínútur Morgunblaðið/Jón Svavarsson Magnús L. Sveinsson, formaður VR (t.v.), og Finnur Geirsson, formaður SA, takast í hendur að lokinni undir- skrift samninga. Vinstra megin við Magnús er Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, formaður LIV, og hægra megin við Finn er Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA. Samið um veru- lega hækkun launa í stórmörkuðum Samningur verslunarmanna við vinnuveitendur kveður á um 33% hækkun lágmarkslauna, styttingu vinnuviku um hálftíma, persónubundin laun og sérstaka hækkun til afgreiðslufólks í stórmörkuðum. Samningurinn gerir ráð fyrir 13,53% almennri launahækkun á tæplega fjórum árum. MAGNÚS L. Sveinsson, formaður Verzlunarmannafélags Reykjavík- ur, segir að í nýjum kjarasamningi félagsins við Samtök atvinnulífsins hafi tekist að ná fram helstu áhersluatriðum sem félagið lagði upp með í kröfum sínum. Fyrir utan launahækkanir séu í honum merk ákvæði sem stuðli að styttingu vinnutíma. Ari Edwald, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, segir að samningurinn feli í sér svipaðar kostnaðarhækkanir og samið hafl verið um í öðrum samn- ingum. Ingibjörg R. Guðmun- dsdóttm, formaður Landssambands íslenzkra verzlunarmanna, segir samninginn mikilvægan fyrir versl- unarmenn á landsbyggðinni. Samningurinn, sem gildir frá 1. maí sl. til 1. mars 2004, kveður á um að vinnuvikan styttist um hálfa klukkustund á viku, í 36:15 mínútur hjá skrifstofufólki og í 36:35 mínút- ur hjá afgreiðslufólki. Styttingin tekur gildi frá og með 1. október nk. Samningurinn gerir ráð fyiir 10.000 kr. eingreiðslu 1. júní þar sem vinnutímastyttingin tekur ekki gildi fyrr en í haust. Veruleg hækkun lágmarkslauna Lægstu laun hjá afgreiðslufólki hækka um 33% á samningstímanum og verða 93.000 kr. hinn 1. janúar 2003. Hjá skrifstofufólki hækka lægstu laun um svipað hlutfall og verða 100.000 kr. 1. janúar 2003. Samhliða aðalkjarasamningi voru gerðir fyrirtækjasamningar við tvær stærstu verslunarkeðjur landsins, Kaupás hf. og Baug hf. þar sem samið var um viðbótar- greiðslur. Launakannanir sýna að kjör afgreiðslufólks í stórmörkuð- um eru lakari en flestra annarra verslunarmanna og þess vegna var lögð áhersla á að bæta þau. Samkvæmt samningunum við Kaupás og Baug hækka lægstu laun afgreiðslufólks í lok samningstím- ans og verða 101.000 kr. eftir 6 mánaða starf. Eftir 5 ára starf verða launin í lok samningstímans 110.000 kr. á mánuði. Þessa sér- stöku hækkun í stórmörkuðum má rekja til þess að hluti yfirvinnuálags hefur verið færður inn í dagvinnu- launin, en yfirvinnuprósenta er lækkuð úr 76,5% í 46,5%. Samkvæmt samningnum hækka almenn laun á samningstímanum um 13,53%. Þetta er ívið meiri hækkun en samið var um í Flóa- samningnum en á móti kemur að sá samningur gildir 6 mánuðum skem- ur. Laun hækka um 3,9% 1. maí ár- ið 2000, en síðan hækka þau um hver áramót fram til 1. janúar 2003 um 3%. Samið um persónubundin laun í kröfugerð VR á hendur vinnu- veitendum var þess krafist að gerð- ir yrðu markaðslaunasamningar og í fyrstu samningunum, sem gerðir voru í vetur milli VR og Samtaka verslunarinnar, var byggt á mark- aðslaunum. I samningi VR/LIV við SA er stigið skref í átt að markað- slaunasamningi. Samningurinn kveður á um að laun skuli endur- spegla vinnuframlag, hæfni, mennt- un og færni viðkomandi starfs- manns, svo og innihald starfsins og Oábyrgð sem starfinu fylgir. Tekið er fram að við launaákvarðanir skuli gætt ákvæða jafnréttislaga. Samkvæmt samningnum eiga fé- lagsmenn VR og LIV árlega rétt á viðtali við vinnuveitendur um laun sín og styttri vinnuviku. Þetta er í fyrsta sinn sem SA gerir samning um persónubundin laun. Samningurinn kveður á um greiðslur í sérstakan fræðslusjóð. Greiðslur í sjóðinn skulu nema allt að 0,15% af launum starfsfólks, en fyrirtæki sem sjálf sinna fræðslu- málum greiða 0,05%. Jafnframt greiða atvinnurekendur í áföngum 2% mótframlag í séreignalífeyris- sjóð gegn 2% greiðslu frá launa- manni. Ennfremur var samið um að greitt yrði fyrir vinnu á frídegi verslunarmanna samkvæmt stórhá- tíðarálagi, sem þýðir helmings- hækkun á launum. Þá var samið um að réttur foreldra til að vera heima hjá veiku barni eykst úr 7 dögum í 10 daga eftir þrOiggja ára starf. Einnig gerir samningurinn ráð fyr- ir að orlofsdögum fjölgi um einn, úr 27 í 28 daga eftir 10 ára starf. Skref í átt að markaðslaunum Magnús L. Sveinsson, formaður VR, sagðist vera nokkuð ánægður með samninginn. í honum væri stigið skref í átt að markaðslaunum þó þau væru ekki jafn afgerandi og í samningi félagsins við Samtök verslunarinnar í vetur. Samningur- inn fæli þó í sér öll þau grundvall- aratriði sem markaðslaunasamn- ingur byggist á. Hann sagði að samningsaðilar væru sammála um að koma sér saman um vinnubrögð launakannana og slíkar kannanir yi-ðu áfram gerðar og myndu nýtast félagsmönnum. Það væri ekki hægt að líta fram hjá því að verulegur hluti verslunarmanna tæki mið af markaðinum þegar laun þeirra væru ákveðin. Magnús sagði að í samningnum væru lágmarkslaun hækkuð um 33% og starfsfólk í stórmörkuðum fengi sérstaka hækkun. Laun af- greiðslufólks í stórmörkuðum hækkuðu um 48,6% eftir 5 ára starf. Þetta væri mjög mikilvægt þar sem launakannanir sýndu að þetta fólk hefði haft hvað lægstu launin. Það væri hins vegar ekki síður mikilvægt að í samningnum hefði tekist að stíga mikilvæg skref í átt að styttri vinnutíma. Samningurinn kvæði á um að vinnuvikan yrði stytt um 30 mínútur. Hann sagði að þetta væri fyrsti kjarasamningurinn í 30 ár sem fæli í sér styttingu á vinnuviku. Verslunarmenn hefðu verið þeir einu sem settu fram kröfu um stytt- ingu vinnuviku. Jafnframt hefði ver- ið samið um einn viðbótarorlofsdag. Þá væri að hluta til verið að hækka dagvinnu á kostnað yfirvinnu. Magnús sagði að þessir samning- ar næðu til um 25.000 manna. Hann sagði athyglisvert að samningurinn fæli í sér sömu grundvallarþætti og samningur VR og Samtaka verslun- arinnar sem gerður var í janúar, en sá samningur var fyrsti kjarasamn- ingur sem gerður var. Þar hefðu verið lagðar línur varðandi launa- breytingar, styttingu vinnutíma, markaðslaun og breytingar í lífeyr- ismálum. Svipaður kostnaður Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagðist vera ánægður með að búið væri að gera þennan samning. Þarna væri um að ræða stærsta einstaka hóp- inn sem SA hefði gert samning við í ár og þann síðasta af stóru samn- ingunum. Kostnaðarlega fæli samn- ingurinn í sér svipaða niðurstöðu og aðrir samningar, en hann væri hins vegar dálítið frábrugðinn öðrum samningum fyrst og fremst vegna þess að kröfur verslunarmanna hefðu ekki verið þær sömu og ann- arra. Þetta hefðu því verið ílóknar og tímafrekar viðræður, en niður- staðan væri viðunandi. Ari sagði að vinnuveitendur hefðu ekki verið tilbúnir að ganga að þeim róttæku tillögum um breyt- ingar á samskiptum vinnuveitenda og launþega sem verslunarmenn hefðu lagt fram. Engu að síður væri stigið skref í átt að persónubundn- um launum og launþegar ættu nú orðið samningsbundinn rétt á að ræða árlega við vinnuveitendur um laun sín. Ari sagði að á móti styttingu vinnuviku afgreiðslufólks kæmi að felldir væru niður aukatímar um helgar. Hann tók einnig fram að breytingar á vinnutíma skrifstofu- fólks væru mjög víða komnar til framkvæmda í einstökum fyrir- tækjum. Ari sagði að þær breytingar sem gerðar hefðu verið á launum starfs- fólks í stórmörkuðum fælu í sér að dregið yrði úr vægi yfirvinnu, en á mót hækkuðu dagvinnulaun nokkuð hratt með tilliti til starfsaldurs. Mikil hreyfing hefði verið á starfs- fólki í stórmörkuðunum, sem fæli í sér umtalsverðan kostnað fyrir fyr- irtækin, en vonast væri eftir að þessi samningur drægi úr þessu. Góður samningur fyrir versl- unarmenn á landsbyggðinni Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, formaður Landssambands ís- lenzkra verzlunarmanna, sagðist vera mjög ánægð með þessa samn- inga. Þetta væru að vissu leyti tíma- mótasamningar því þarna hefði tek- ist að stíga skref í þá átt að stytta vinnutímann, en einnig hefði verið bætt í lágmarkslaunin. Hækkun lágmarkslauna væri mjög mikil- vægt fyrir verslunarmenn á lands- byggðinni sem almennt væru með lægi'i laun en verslunar- og skrif- stofumenn á höfuðborgarsvæðinu. Ingibjörg sagði að sú taxtahækkun sem samið hefði verið um fyrir starfsfólk í stórmörkuðum nýttist best fólki sem hefði lifibrauð sitt af þessu starfi, en síður fólki í hluta- starfi eða með stuttan starfsaldur. Ingibjörg sagði að eftir væri að gera samning við nokkra aðra stór- markaði, s.s. KEA-Nettó og Sam- kaup. Hún sagðist vænta þess að gengið yrði frá sambærilegum samningum við þá og gerðir hefðu verið við Baug og Kaupás. Stefnt er að því að laun verði greidd eftir nýja kjarasamningnum um næstu mánaðamót, en til þess að það verði hægt verður atkvæða- greiðslu um samninginn að ljúka fyrir mánaðamót. Fyrirtækjasamn- ingarnir við Baug og Kaupás tekur þó ekki gildi fyrr en 15. mai. Líkur eru á því að VR láti fara fram póstatkvæðagreislu um samn- inginn en önnur félög verða líklega flest með opinn kjörstað. Vörubílar Sendibílar Grindarbílar - Hagstœtt verð. - Loftfjöðrun að aftan er staðalbúnaður. - Lógur rekstrarkostnaður. - Frábœrlega mjúkur og lipur í akstri. - EuroCargo er mest seldi millistœrðar vörubíll í Evrópu. - Kojuhús, drif á öllum og margt fleira er fáanlegt. - Verð frá kr. 2.466.000 án VSK. SMIÐSBÚÐ 2 - GARÐABÆ - SÍIVll S 400 600

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.