Morgunblaðið - 16.05.2000, Side 2

Morgunblaðið - 16.05.2000, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Líkams- árás í mið- bænum MAÐUR á fimmtugsaldri liggur al- variega slasaður á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir lík- amsárás í miðbænum. Tildrög málsins eru þau að tæp- lega tvítugur maður skallaði mann- inn fyrir utan veitingastaðinn Amst- erdam í Hafnarstræti um klukkan 6 sl. laugardagsmorgun. Maðurinn féll við það í götuna. Hann var fluttur á slysadeild. Þar kom í ljós að um var að ræða alvarlega höfuðáverka og gekkst hann undir bráðaaðgerð. ------*-♦-«---- Alvarlega slasaður eft- ir bflveltu MAÐUR liggur alvarlega slasaður á Landspítalanum með brjósthols- áverka eftir bílveltu á Ennisvegi skammt frá Hóhnavík síðasthðið laugardagskvöld. Maðurinn var und- ir stýri bíls sem var dreginn af öðr- umfólksbíl. Ökumaður dráttarbflsins varð þess áskynja að aftari bfllinn var kominn alveg upp að honum og eitt- hvað virtist bjáta á. Bfllinn lenti síð- an úti í vegkantinum og valt og við það slitnaði dráttartógin. Talið er að bíllinn hafi farið tvær veltur. Ökumaðurinn, sem var í bfl- belti, slasaðist alvarlega. Fremur bratt er á þessum kafla Ennisháls, sem liggur milli Kollafjarðar og Bitrufjarðar. Morgunblaðið/Þorkell Haraldur Orn Olafsson afhendir Ingibjörgu Sólrúnu Gfsladóttur borgarstjóra fána Reykjavfkurborgar sem hann reisti á norðurpólnum. Pólfara fagnað á Ingólfstorgi HARALDI Erni Ólafssyni pólfara var vel fagnað á Ingólfstorgi í gær, þar sem fjöldi manns var samankominn til að hylla hann. Ingibjörg Sólrún Gfsladóttir borg- arstjóri tók á fundinum við fána Reykjavíkurborgar, sem Haraldur hafði með í för og reisti á norður- pólnum í tilefni af því að Reykja- vík er menningarborg 2000. í ávarpi sínu sagði borgarstjóri meðal annars: „Þegar þeir Har- aldur og Ingþór lögðu af stað úr Ráðhúsinu með þá ætlan að fara á norðurpólinn voru þeir að leggja upp í mikla dirfskuför og þeir hafa sýnt það og sannað báðir tveir að þeir eru djarfir, þeir eru kjarkmiklir, þeir eru framsæknir en þeir vega og meta aðstæður sínar af raunsæi og það er mjög mikilvægt þegar lagt er upp í slfkan leiðangur. Og þeir hafa sýnt og sannað að þessi dirfska var ekki fífldirska." Haraldur Örn þakkaði stuðning- inn, góðar móttökur og þann heiður sem sér hefði verið sýndur. ■ Óðs manns æði/42 Yeður- tepptir á Grænlands- jökli TWIN Otter-skíðaflugvél sem lagði af stað frá ísafirði síðdegis í gær til þess að sækja fimm björgunarsveit- armenn frá Akureyri á Grænlands- jökul varð frá að hverfa vegna slæms skyggnis á jöklinum. Mennirnir hafa verið veðurtepptir á jöklinum frá því í síðustu viku, að sögn Ingimars Eydal, formanns björgunarsveitarinnar. Hann segir viðbúið að þeir séu orðnir matarlitlir. Mennirnir héldu á jökulinn á mið- vikudag til að freista þess að ná líki Hollendings upp úr jökulsprungu í Gunnbjornsfjalli á austurströnd Grænlands. Á fimmtudag þótti sýnt að það tækist ekki og óskuðu menn- irnir eftir að verða sóttir. Ingimar segir að mennirnir hafi einungis haft með sér matarbirgðir til eins dags og neyðarbirgðir til ann- ars dags til viðbótar. Hann segir að þeir geti þó gengið á matarbirgðm í búðum sem ferðaskrifstofa hefur sett upp á jöklinum en birgðimar eru ætlaðar leiðangursmönnum sem ekki eru komnir á jökulinn. Að sögn Ingimars mun vélin fyrst fljúga með menn sem skildir verða eftir sunnar á jöklinum, því næst verða sóttir tveir Norðmenn sem sent hafa frá sér neyðarkall. Andlát SERA HEIMIR STEINSSON Skipulagsstjóri telur enn skorta gögn um áhrif kísilgúrtöku úr Mývatni Ahrif á umhverf- ismat eru óljós ÁSDÍS Hlökk Theodórsdótth- að- stoðarskipulagsstjóri segir að Skipulagsstofnun hafi tilkynnt Kísil- iðjunni 28. aprfl sl. að það sé mat stofnunarinnar að þau gögn sem hún lagði fram vegna umhverfis- mats vegna kísilgúmáms í Mývatni séu ekki nægjanleg. Hún segir að á þessu stigi sé ekki hægt að svara því hvaða áhrif þetta hafi á matsferlið. Á síðasta ári lagði Kísiliðjan fram ósk um umhverfísmat vegna kísil- gúrnáms á botni Mývatns, en þær námur sem fyrirtækið hefur heimild til nýtingar á eru á þrotum. Skipu- lagsstjóri úrskurðaði að málið þyrfti að fara í frekara mat og tiltók á ann- an tug atriða sem þyrfti að rannsaka betur. Kísiliðjan lagði í síðustu viku formlega fram frekari gögn í mál- inu, en áður en það gerðist tilkynnti Skipulagsstofnun fyrirtækinu að það væri mat stofnunarinnar að þessi gögn væru ekki nægjanleg. Hugsanlega ályktað út frá gögnum Ásdís Hlökk sagði að þrátt fyrir þetta bréf hefði Kísiliðjan kosið að leggja gögnin fram á þessu stigi. Umsagnaraðilum hefðu verið kynnt þessi bréfaskipti. Það væri hins vegar óljóst hvaða áhrif þetta hefði á málið í heild sinni. Það væri ávallt matsatriði hversu miklar kröfur ætti að gera varðandi framlögð gögn Hugsanlega væri hægt að álykta út frá þeim gögnum sem lögð hefðu verið fram til þessa. Skipulagsstjóri hefur þrjá kosti Þau atriði sem Skipulagsstofnun taldi að þyrftu að vera ítarlegri lúta einkum að rannsóknum á áhrifum efnistöku á botndýralíf og fuglalíf. Samkvæmt lögum hefur skipulags- stjóri nú þrjá kosti. Hann getur fall- ist á framkvæmd, óskað eftir frek- ara mati eða hafnað framkvæmd. Umsagnaraðilar þurfa að skila inn umsögn til Skipulagsstofnunar fyrir 16. júní nk. Skipulagsstjóri hefur síðan þrjár vikur til að úrskurða í málinu. Þann úrskurð er síðan hægt að kæra til umhverfisráðherra. SÉRA Heimir Steins- son, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum og fyrr- verandi útvarpsstjóri, lést aðfaranótt mánu- dags á Landspítala í Fossvogi. Sr. Heimir var á 63. aldursári. Sr. Heimir Steins- son fæddist á Seyðis- firði 1. júlí 1937. For- eldrar hans voru Steinn Jósúa Stefáns- son skólastjóri og Arnþrúður Ingólfs- dóttir húsfreyja. Hann lauk stúdentsprófi vorið 1957 og stundaði á árunum 1958-59 nám í fornleifa- fræði við Kaupmannahafnarhá- skóla og íslenskum fræðum við Há- skóla Islands 1959-61. Sr. Heimir lauk guðfræðiprófi frá Háskólanum vorið 1966 og stundaði framhalds- nám í trúfræði og almennri kirkju- sögu við háskólann í Edinborg vet- urinn 1968-69. Þá sótti hann námskeið í norskum, dönskum og sænskum lýðháskólum árin 1969- 72 og kenndi jafnframt við lýðhá- skóla í Noregi og Danmörku. Sr. Heimir stundaði ýmis störf meðfram námi og rak m.a. forskóla fyrir börn í Laugarneshverfi árin 1961-65. Hann var sóknarprestur í Seyðisfjarðarprestakalli árin 1966- 68 og var jafnframt stundakennari við Barna- og unglinga- skólann þar. Hann var rektor Lýðháskólans í Skálholti, síðar Skál- holtsskóla, frá stofnun haustið 1972 til ársins 1982. Þá var hann sóknarprestur í Þing- vallaprestakalli og jafnframt þjóðgarðs- vörður og gegndi hann því embætti til ársins 1991. Hann var skip- aður útvarpsstjóri í október árið 1991 og gegndi því embætti þar til í desember 1996 en þá var hann skipaður í embætti sóknar- prests og staðarhaldara á Þingvöll- um. Séra Heimi voru falin marghátt- uð félags- og trúnaðarstörf bæði á sviði kirkju- og fræðslumála. Þá stundaði hann ritstörf, gaf út ljóða- bók og hugvekjur og hafði nýlega lokið við samningu annáls Presta- félags Islands sem gefinn verður út í nýju guðfræðingatali sem nú er í prentun. Eftirlifandi kona sr. Heimis er Dóra Erla Þórhallsdóttir og eign- uðust þau tvö börn, Þórhall, prest í Hafnarfjarðarkirkju, og Arnþrúði, búfræðing. Sérblöð í dag Fylgstu með nýjustu fréttum Www.mbl.is L LMLl Lil & Með blaðinu í dag fylgir blaðauki um íslandsmótið í knattspyrnu, efstu deild karla. Liðin tíu sem leika í deildinni eru kynnt og spáð eríspilin. Þórður Guðjónsson var maður bikar- úrslitaleiksins í Belgíu/Bl, B4 KR-stúlkurnar tryggðu sér deildar- bikarinn með stórsigri á Val/B3

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.