Morgunblaðið - 24.01.1999, Page 48

Morgunblaðið - 24.01.1999, Page 48
“*48 SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens BRÉF TIL BLAÐSINS GEFE>0 flfléR A M-K. fllERKJ i s U/H flÐ þúÞ&tGIR ENNM 5 ANDANN .-^-xvn ' S Hundalíf Ljóska Ferdinand Smáfólk ASK YOUR P06 IF HE 0UANT5 TO COME OUT ANP PLAT IN THE 5N0LU.. 5H0VELIN6 ISN T w PLATIN6.. v Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Vistvænar milljónir Frá Elísabetu Brekkan: FINNSKUR ráðherra neyddist til þess að segja af sér embætti á dög- unum. Við einkavæðingu stærsta ríkisrekna símafyrirtækis Finn- lands fékk hann sjálfum sér og dóttur sinni hlutabéf íyrir undir- verð. Bréfin hækkuðu svo skömmu síðar og höfðu þau þá eignast millj- arða af almannafé. Ekki er hægt að neita því að þetta minnir um margt á vinnuaðferðir hérlendis. Vinir stjórnarflokkanna fá gefins það sem almenningur á. Þannig voru Síldarverksmiðjur ríkisins gefnar einkavinum sem græddu milljarða. Þannig var Kög- un hf., sem eftirlit hefur með rat- sjárstöðvum, gefin framsóknar- þingmanni af Vestfjörðum. Þannig stóð til að koma rannsóknarstöð ríkisins í fiskeldi í vasa einkavina ráðherra núverandi ríkisstjórnar. Síðasta stórgjöfin var einkaréttur á læknisfræðilegum rannsóknum, all- ar heilbrigðis- og erfðaupplýsingar um íslendinga, núlifandi og látna, fór á einu fati sem síðan var selt fyrir milljarða erlendu lyfjafyrir- tæki sem þekktast er fyrir að hafa valdið einu mannskæðasta mengun- arslysi í Evrópu á Ítalíu fyrir nokkrum árum. Og þessir gjaf- mildu stórhugar hyggjast einnig gefa til ævarandi eignar allar sam- eiginlegar auðlindir íslensku þjóð- arinnar. Fiskinn í sjónum, og láta sér í léttu rúmi liggja þótt þeir þurfi að brjóta stjórnarskrána til þess. það er víst óhætt að segja að allar reglur og umhverfislög hafa verið þverbrotin í hálendismálinu til þess að koma stóriðju í fram- kvæmd. Almenningur borgar. At- vinnutækifærin eru fá miðað við til- kostnaðinn og rafmagnið er nánast gefið. Ríkið í rikinu Landsvirkjun hefur í hyggju að veita stórfljótum norðaustanlands í Lagarfjót. Eyjabökkum á að sökkva og valda gríðarlegu raski. Það er í samræmi við elskulegheitin að nýráðinn forstjóri Landsvirkjunar segir enga ástæðu til þess að fara að landslögum um umhverfismat vegna svo stórkostlegra náttúru- spjalla sem í bígerð eru. Stjóriðjan er atvinnugrein gærdagsins. Flest- ar þjóðir reyna að losna við meng- andi málmbræðslur. Púandi verksmiðjureykur iðn- byltingarinnar er ekld lengur dæmi um velsæld. íslendingar ættu að leggja rækt við vistvæna stóriðju. Ræktun grænmetis, blóma og ávaxta í gróðurhúsum til útflutings, svo einhver dæmi séu tekin. For- ystumenn garðyrkjubænda hafa um árabil farið fram á að fá rafmagn keypt á stóiðjutaxta á sama verði og málmbræðslurnar. Kannski menga þeir ekki nóg, alla vega hefur bón þeirra verið hunsuð. Fengju íslenskir garðyrkjubænd- ur ódýrara rafmagn gæti garðyrkja orðið stjóriðja og blómstrandi at- vinnuvegur um nær allar sveitir Is- lands. Það er hagkvæm leið til orku- sölu og búgrein sem getur komið í veg fyrir fólksflótta úr dreifbýli. Fyrir svo utan ýmsar heilsustofnan- ir sem mjög eru í tísku víða í Evr- ópu. Hvar væri betra að láta nudda sig og hvíla lúin bein en þar sem heita vatnið kemur úr iðrum jarðar í fallegu umhverfi? þar er einnig nokkrar vistvænar milljónir að fá. Framtíð og farsæld byggist á skynsamri nýtingu auðlinda Háskólaprófessor frá Bandaríkj- unum flutti nýverið erindi í Háskóla íslands um það hvernig verðleggja eigi ósortna náttúru í samanburði við þann hag sem menn gætu haft af því að eyðileggja hana, og sagði hann m.a. að ósnortnar náttúruperl- ur er aldrei hægt að meta öðru vísi en sem dýrgripi. Náttúruperlumar eru eins og handritin, hluti af þjóðarsál og með- vitund fyrir svo utan að ferðamenn hafa aldrei þyrpst til fjarlægra landa til þess að góna á verksmiðj- ur. ELÍSABET BREKKAN stundar kennslu í HI og Námsflokkum Reykjavíkur. Sj ómannaafsláttur Frá Guðmundi Bergssyni: SVEINN Arason skrifaði ágæta grein í dagblað 7. síðasta mánaðar um sjómannaafslátt, að hann hafi verið settur til að laða að sjómenn vegna manneklu. Þetta er rétt en þetta var ekki gert bara fyrir sjó- menn heldur landið í heild, til að hægt væri að fiska og útgerðar- mennina sem ekki gátu komið bát- unum og togurunum úr höfn. Það hittist þannig á að það var frekar lé- legt ástand í atvinnumálum í Færeyjum á þessum tíma og það bjargaði okkur að við gátum fengið þessa dugnaðarsjómenn til að við gætum mannað bátaflotann á ver- tíðina. Sama varð uppi á teningnum þegar togararnir fóru að veiða í salt, þá þótti ekki eftirsóknai'vert að vera á þeim. Það gekk svo langt að þeir lágu á ytri höfninni tímunum saman meðan verið var að leita að mönnum sem fluttir voru út í þá á lóðsbátunum. Það var við þessar að- stæður sem skattaafsláttur til sjó- manna varð til. Það eru langar úti- vistir t.d. á frysti- og rækjutogurun- um, svo mér finnst fráleitt að af- nema afsláttinn. Ég held líka að flestir séu sáttir við að hann verði hafður áfram. Það eru bara nokkrir harðsnúnir hvítflibbamenn sem horfa tárvotum glóðaraugum á eftir þessu til sjómanna, menn sem aldrei hafa migið í saltan sjó. GUÐMUNDUR BERGSSON, Sogavegi 178, Reykjavík. Spurðu hundinn þinn hvort hann langi til að koma út og leika sér í 'Sfconjónum. Að moka er ekki að leika... Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.