Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 44
> 44 SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞÓRARINN MAGNÚSSON + Þórarinn Magn- ússon fæddist í Neðradal í Mýrdal í V-Skaftafellssýslu 17. febrúar 1921. Hann lést á Landa- koti 18. janúar síð- astliðinn og fór út- för hans fram frá Landakirkju 23. janúar. Þórarinn Magnússon >ífæddist að Neðradal í Mýrdal 17. febrúar 1921. Móðir hans var frá Ketilsstöðum í Mýr- dal, en faðir hans var frá Neðradal. Þórarinn ólst upp með móður sinni, ömmu og afa, ýmist að Neðradal, Ketilsstöðum eða Norðurgarði. Þórarinn kynntist Vestmannaeyj- unum snemma. Bæði hafði hann skroppið þangað og móðir hans hafði farið til vinnu í Eyjum og svo gerðist það að þau mæðgin fluttu til Eyja þegar Þórarinn var 10 ára. Þau gerðu sér heimili í Helli að Vestmannabraut 13b. Peyjarnir í Vestmannaeyjum léku sér á bryggjunum og í fjörun- um eða fengu lánaða báta til að fara út á, eins og kallað var, eða tóku ef þeir fengust ekki að láni. Eitt sinn var rétt farið illa þegar fjórir peyjar tóku bát og fóru út í Klettshelli í sterkum vestanvindi. Þegar heim skyldi halda höfðu þessar ungu hetjur ekki roð við vestanáttinni og hröktust í átt til Bjam- areyjar. Þórarinn taldi að þeir hefðu verið í mikilli hættu ef ekki hefði borið að mb. Pipp sem bauð þeim slef. Þegar Þórarinn var 15 ára fór hann að vinna hjá Gunnari Olafs- syni eða Tangaveldinu. Þórarinn var snemma mikill sósíalisti og það vissi Gunnar, sem sóttist eftir því að rökræða við Þórarin um stjórnmál og verkalýðsmál. Þessar rökræður enduðu ævinlega með því að Gunn- ar varð öskuvondur, en Þórarinn hélt ró sinni. Næsta vetur á eftir ætlaði Þórarinn að fá vinnu hjá Tangaveldinu, en fékk ekki. „Vilt þú + Útför elskulegrar eiginkonu minnar, GUÐLAUGAR BERGMANN, fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 26. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á MND-félagið. Grétar Bergmann og aðstandendur. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, ODDGEIR EINARSSON, Gnoðarvogi 78, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju þriðju- daginn 26. janúar kl. 13.30. Sigurður Oddgeirsson, Kristín Einarsdóttir, Valdís Kristjana Oddgeirsdóttir, Jónas Hreinsson, Einar Vignir Oddgeirsson, Gunnar Rúnar Oddgeirsson, Inga Barbara Arthur, barnabörn og barnabarnabörn. Alúðarþakkir eru færðar öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför GUÐBJARGAR SVEINSDÓTTUR frá Leirvogstungu, elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk elli- og hjúkru- narheimilisins Grundar. Vandamenn. + Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BJARNA BJARNASONAR frá Hoffelli, Vestmannaeyjum. Starfsfólk á Hrafnistu Hafnarfirði og Odd- fellowstúkan Herjólfur fá sérstakar þakkir. Jónína Bjarnadóttir, Magnús Karlsson, Helga Bjarnadóttir, Hjalti Jóhannsson, Einar Bjarnason, Ester Ólafsdóttir. barnabörn og barnabarnabörn. ekki bara fá vinnu hjá kommunum," sagði Gunnar og það gerði Þórar- inn. Hann komst á bát hjá Hjálm- holtsbræðrum á Auði og líkaði vel. Það var stutt í atvinnukúgun þá eins og nú. Síðar var Þórarinn með þeim kunna sjósóknara Sigga Sig- urjóns á Nönnu, sem 2. vélstjóri. Ennfremur lærði hann að vinna við veiðarfæri. Þórarinn eignaðist trillu og var með hana á Bakkafirði á sumrin, en fískiríið var ekkert sérstakt en Þór- arinn var samt ánægður með sinn hlut þvi hann kynntist beitu- stúlkunni Gunnlaugu Einarsdóttur það vel að þau rugluðu saman reit- um sínum. Nú lá leiðin til Eyja og byrjaði parið unga búskap í Ási niðri. A þessum tíma var Þórarinn kom- inn með minna vélstjóraprófið, en hann stefndi að iðnnámi og/eða stærri vélstjóraréttindum. Verklega námið stundaði hann í Vélsmiðjunni Bjarg í Reykjavík. Til að hressa upp á fjárhaginn skrapp Þórarinn til Eyja í aflahrotu til að þéna. Þegar vantaði vélstjóra á Ölduna, bát föður míns Jónasar, lét Þórarinn tilleiðast. Þetta endaði nú þannig að Þórarinn lenti í spili og missti handlegg og var heppinn að halda h'fí. Þórarinn varð af skiljanlegum ástæðum að endur- skoða sín framtíðaráfoiTn. Nú settist Þórarinn í 2. bekk Kennaraskólans og lauk því námi á þrem árum. Þór- arinn keypti hermannaskála í Múla- kamp 15, fyrir lítið, innréttaði og setti á hann kvist og þar bjó fjöl- skyldan í tvö ár. Með kennarapróf upp á vasann, seldi Þórarinn her- skálann og hélt til Eyja og keypti þar Háaskála og fór að kenna. Eiríkur Guðnason og Þórarinn stofnuðu svokallaða stubbadeild, sem síðar hét forskóli, en nú 1. bekkur. Þórarinn var talsvert félags- málafrík og átti mörg áhugamál. Hann var alla tíð róttækur og starf- aði töluvert í Alþýðubandalaginu og lét verkalýðsmál til sín taka. Hann var einn af máttarstólpum Esper- antófélags Vestmannaeyja ásamt móður minni Valgerði, séra Hall- dóri Kolbeins, Ólafi Halldórssyni, Ólafi Gránz, Haraldi Guðnasyni og konu hans Ille, Simma bakara o.fl. Esperantófélagið starfaði með miklum myndarbrag og lét að sér kveða. Sem dæmi má nefna að fé- lagarnir fóru í ferðir til nokkurra landa, þeir ráku hér námsflokka Vestmannaeyja, héldu landsþing í Eyjum þar sem Þórarinn setti upp leikrit, en móðir mín, Ólafur Gránz og Ólafur Halldórsson léku aðal- hlutverkin. Að síðustu má nefna að í Landakirkju voru gefin saman Ólaf- ur S. Magnússon og hollensk kona af séra Halldóri Kolbeins, sem mælti á esperantó og kór Landa- kirkju söng á esperantó. Þórarinn var mikill ræktunar- maður og má nefna að hann ræktaði perutré í gróðurhúsi sem skilaði góðum ávöxtum. Einnig ræktaði hann ýmislegt annað. Þórarinn föndraði mikið við myndir og framkallaði og stækkaði meðan svarthvítt hélt velli. Þegar dóttir þeirra Laugu og Þórarins, Ólöf Járnbrá, lést þá fluttu þau til Reykjavíkur, en hugur barnabarnsins Emils Þói’s stóð til þess að læra rafeindavirkjun og það gat hann gert og eignaðist sitt eigið verkstæði. Þórarinn fékk vinnu í háskólan- um sem umsjónarmaður lækna- deildar. 1990 varð Þórarinn fyrir því áfalli að missa konu sína Laugu í bílslysi á leið heim frá Bakkafirði. Einnig dóu þar mágur Laugu og systur, en systirin Dísa stórslasað- ist. Þórarinn var ekki með í þessari örlagaferð. Þórarinn hefur ævinlega ekið bíl þó einhentur væri, en áður en hann fékk sjálfskiptan bíl urðu bílarnir að vera með hægrihandarstýri. Ekki má gleyma því að Þórarinn var 8 ár skólastjóri að Reykholti í Biskupstungum. Þórarinn var róttækur fram í andlátið, en það voru honum mikil vonbrigði þegar Rússar réðust á Tékka og Ungverja. Eins átti hann bágt með að þola eyðslusemi, mis- rétti og bruðl í þjóðfélaginu. Það fór heldur ekki framhjá Þórarni hvern- ig þeir ríku verða sífellt iTkari og þeir fátæku fátækari. Þó að Þórar- inn hafi yfirgefið okkur hér, bar hann ávallt hlýhug til Eyjanna, nemenda sinna, samstarfsfólks, kunningja og skyldmenna. Eg votta Sigurði Gísla, Asmundi og öðrum aðstandendum samúð mína. Bjarni Jónasson. Hann Þórarinn kennari er dáinn. I hugann koma upp minningar frá skólaárum bernskunnar. Þær eru hlýjar og fullar af þakklæti. Þar fór kennari sem lét sér annt um nem- endur sína. Hann kenndi þeim vandvirkni og vakti með þeim sam- viskusemi og metnað. Hann kenndi þeim góða umgengni og virðingu fyrir móðurmálinu. Hann agaði nemendur sína en sýndi þeim jafn- framt kærleika og umhyggju. Hann sendi þá út í lífið með gott nesti í farteskinu. Það vil ég þakka um leið og ég kveð hann með sömu orðum og hann kvaddi mig þegar ég lauk fullnaðarprófi. Fjölskyldu hans sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Eins og blómin upp úr snæbreiðunni, skíni perlur kærleikshugsjónarinnar gegnum hversdagsleika lífsins. Erna Jóhannesdóttir. + Stefán Helgason fæddist á Grænavatni í Mý- vatnssveit hinn 15. maí árið 1922. Hann andaðist á heimili sínu 9. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Helgi Jónsson og Krist- jana Helgadóttir er bjuggu á Græna- vatni. Stefán var elstur þriggja systk- ina en yngri eru Helga, húsmóðir á Ytra-Nýp í Vopna- firði, f. 6. júlí 1927 og gift Þor- steini Þorgeirssyni. Þau eiga Látinn er frændi minn, Stefán Helgason, og vil ég hér á eftir minnast hans með nokkrum orðum. Stefán fæddist á Grænavatni í Mývatnssveit, einni tignarlegustu sveit landsins og ólst þar upp á fjölmennum bæ en margbýlt var á Grænavatni. Svo sem títt var á hans uppvaxtarárum varð hann fljótt þátttakandi í öllum almennum sveitastörfum og þótti við þau störf bæði laginn og liðtækur enda kvikur í hreyfingum og léttur á fæti. Ekki naut hann annarrar skólagöngu eftir bamaskóla en tveggja vetrarparta í unglingaskóla á Skútustöðum. Sumarið 1943 hafði hann áformað að fara þá um haustið einn son. Yngstur er Sveinn, f. 5. febníar 1929, ókvæntur og til heimilis á Græna- vatni. Frá árinu 1958 var Stefán búsettur í Reykjavík og starfaði lengi við verslunar- störf hjá O. Ellingsen, síðar á húsgagna- snu'ðaverkstæði en síðustu starfsárin við gangavöi’slu í grunn- skója í Reykjavík. títför Stefáns verð- ur gerð frá Skútu- staðakirkju 25. janúar og hefst athöfnin klukkan 14. til náms við bændaskólann á Hvanneyri en óvænt fráfall föður hans þá um sumarið kom í veg fyrir að þau áform gætu ræst. Þar sem hann var elstur sinna systkina kom það í hans hlut að veita búi móður sinnar forstöðu næstu árin og þann starfa rækti hann með mikilli prýði. Arið 1957 varð sú breyting á högum Stefáns að Sveinn bróðir hans tók alfarið við búskap á Grænavatni en Stefán flutti þá að heiman. Hann dvaldi um tveggja ára skeið á Akureyri og vann þar ýmis störf en flutti síðan til Reykjavlkur þar sem hann bjó æ síðan. Hann vann við smíðar og húsbyggingar fyrstu árin, bæði í Reykjavík og á Suðurlandi, m.a. á búi foreldra minna að Skógum undir Eyjafjöllum. Þá vann hann um árabil við verslunarstörf hjá Ellingsen í Reykjavík og síðar á húsgagnaverkstæði. Nokkur síðustu starfsárin var hann gæslumaður eða gangavörður við barnaskóla í Reykjavík. Það starf hentaði honum mjög vel því börn löðuðust að honum og hann hafði mjög gott lag á að umgangast þau. Stefán var ákaflega verklaginn maður og verkhyggni hafði hann til að bera í ríkum mæli þótt ekki væri prófskírteinum fyrir að fara. þess gætti og mjög í öllum þeim ólíku störfum sem hann vann að á starfsævi sinni. Trúmennska og hollusta var honum í blóð borin og í anda þeirra manngilda vann hann sinum húsbændum. Stefán gekk hins vegar ekki alltaf heill til skógar þótt ekki væri það öllum kunnugt. Sem ungur maður hafði hann veikst af lungnaveiki sem allt upp frá því setti sitt mark á heilsu hans og ágerðist eftir því sem á ævina leið. Sérstaklega reyndust störfin í húsgagnasmíðinni honum erfið því fínlegt rykið og sterk lykt leysiefna hentuðu honum illa. Stefán var fróður um rnarga hluti, sérstaklega íslenska náttúru og byggðir landsins. Hann var og mikill unnandi íslenskrar náttúru og vissi fátt skemmtilegra en að ferðast um landið en til þess hafði hann þó ekki þau tækifæri sem hann sjálfur hefði kosið. Meðan heilsa leyfði stundaði hann gönguferðir um nágrenni Reykjavíkur og gjörþekkti þá fjölbreyttu náttúru sem þar er að finna. Stefán kvæntist aldrei og átti ekki afkomendur. Hann eignaðist eigið húsnæði og bjó ætíð einn og undi sér vel þannig. Hann eltist ekki við prjál heimsins og lifði alla tíð mjög fábrotnu lífi. Hann var aldrei upp á aðra kominn heldur sá fyrir sér sjálfur á sínu eigin heimili að öllu leyti allt til hins síðasta. Þar kom hið hinsta kall þann 9. janúar sl. Þannig veit ég líka að Stefán frændi minn hefði viljað hafa það hefði hann mátt ráða. Guð blessi minningu Stefáns Helgasonar. Arnaldur Árnason. + Maðurinn minn, fóstri og afi HJÁLMAR KRISTJÁNSSON Langholtsvegur 28 lést á Landsspítalanum 22. janúar Sigríður Pétursdóttir Ásgeir Guðnason Sigríður Líba Ásgeirsdóttir Guðmundur Ásgeirsson Embla Dís Ásgeirsdóttir STEFÁN HELGASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.