Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Landfræðileg upplýsingakerfi Favorit 3030-'W FRÉTTIR Hæðarlrkan og vatnaskil á Islandi Diplómat í Afríku P^Unniö er :aö því aö fa aöstöðu fyrir íslenskan .diþlómat í sendi- |ráði Dana og Norömanna í Mó- isambík. VIÐ verðum að vona að smjattpattarnir fúlsi ekki við honum út af kvótabragðinu. Jólaaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar MENN hafa um tíma notað hæð- arlíkan erlendis til þess að draga upp vatnaskil landsvæða en hingað til hefur ekki ver- ið til hæðarlíka yfir allt Islands til almennra nota. Bandaríski herinn lét hins vegar gera slíkt módel (DTEDl) til eigin nota árið 1990. Landmæl- ingar Islands hafa fengið hæðarlíkan Bandaríkja- manna til eignar en Orkustofnun hefur að- gang að líkaninu. Vatna- mælingar, sem er deild innan Orkustofnunar, höfðu áhuga á að láta at- huga hvort umrætt hæð- arlíkan væri nægilega ná- ÞÓrama Ýr Oddsdóttir kvæmt til þess að gera með því vatnafræðilegar grein- ingar eins og t.d. að draga vatnaskil, svo sem gert hefur verið erlendis. Þórama Ýr Oddsdóttir gerði þessa athugun fyrir Vatnamælingar í lokarit- gerð sinni til meistarprófs við verkfræðideild Háskóla Islands, en þess má geta að bróðurpart þessa verks vann hún við danska verkfræðiháskólann (DTU). En skyldi vera hægt að nota hæðarlíkan Bandaríkja- manna til þess að finna vatna- skil á Islandi? - Það er hægt að nota hæðar- líkanið án þess að bæta við það fleiri gögnum þar sem landið er ekki mjög flatt en það dugar ekki á flatlendi. - Hvers vegna ekki? Ef hæðarmunur er minni í landinu heldur en nákvæmni lík- ansins þá getur tölvar ekki greint hæðarhryggina og þar með ekki dregið upp rétt vatna- skil. - Hvað er þá hægt að taka til bragðs? Með því að draga hæðarlínur út frá þessu hæðarlíkani með 25 til 50 metra bili milli hæðarlín- anna og nota þær ásamt einfald- aðri mynd af ám og vötnum landsvæðisins má búa til nýtt hæðarlíkan sem er vatnafræði- lega rétt. Ut frá því módeli má finna vatnaskilin á flötum land- svæðum líka. - Hvaða gagn er að þesssu? Þetta verkefni tengist undir- búningi á endurmati á afrennsli og vatns- orku á íslandi. Nauð- synlegt er að hafa af- rennsliskort af land- inu fyrir allar fram- kvæmdir því menn þurfa að vita hvert vatnið rennur, ef svo má segja. - Var erfítt að vinna þetta verkefni? Erfiðast var að vinna verkefn- ið í tveimur löndum. Stærsti hluti vinnunnar fór fram við DTU í Kaupmannahöfn með prófessor Ole Jacobi sem leið- beinanda en einnig vann ég tals- vert við Orkustofnun með Krist- in Einarsson vatnafræðing sem tengilið. Annað vandamál var að upplýsingar um gögnin sem ég fékk voru af mjög skornum skammti. Það tók mikinn tíma að afla upplýsinga um hvemig gögnin voru unnin, t.d. gagna- grunnurinn yfir ár og vötn á Is- landi. ► Þórarna Ýr Oddsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1972. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Kópavogi árið 1993 og er að Ijúka meistaraprófi í verkfræði frá Háskóla Islands. Hún hefur unnið af og til hjá Rannsóknarstofnun byggingar- iðnaðarins en á nú heimili í Danmörku ásamt eiginmanni sfnum, Gunni Emi Þorsteins- syni verkfræðingi, og ungri dóttur þeirra, Bergdísi. -Hvernig fórstu að því að meta nákvæmni iíkansins? Það var gert með því að draga vatnaskil út frá líkaninu og bera saman við þekkt vatnaskil. Vatnaskilin voru dregin út frá vatnshæðarmælum. Vatnamæl- ingar hafa ákveðna vatnshæðar- mæla og þurfa að vita hvaða vatnasvið hver mælir hefur. - Hvaða landsvæði rannsakað- ir þú? Hálendið fyrir norðan Hofs- jökul og Langjökul. -Af hverju varð það land- svæði fyrir valinu? Vegna þess að Vatnamæling- ar hjá Orkustofnun stungu upp á því. Upphaflega kom sú uppá- stunga fram að nota mætti ná- kvæmar hæðarlínur sem til eru fyrir þetta svæði, þegar til kom þurfti ekki á þeim að halda en ég hélt mig við þetta svæði eigi að síður. - En var þetta svæði ekki óheppilegt með tilliti til mælinga á fíat- lendi? Vestasta svæðið sem ég rannsakaði var tiltölulega flatt. Hægt var að draga upp vatnaskil á öllu nema vestasta svæðinu með hæðarlíkani Bandaríkjamanna en svo fór að vandast málið þeg- ar vestar dró og þá brá ég á fyrrnefnt ráð að brúa líkanið með áaneti. - Verður framhald á rann- sóknum þínum fyrir Orkustofn- un? Það er ekki gott að segja. Við hjónin höfum ákveðið að vera í Danmörku næstu tvö til þrjú ár- in og ekki er gott að segja hvort þessar athuganir verða enn í gangi þegar ég hygg á heimferð. Menn hjá Vatnamælingum hafa lýst yfir áhuga á að fá frekari aðstoð frá minni hendi en þetta er sem sagt allt óljóst enn. Tengist undir- búningi að end- urmati á af- rennsli og vatnsorku Matarbúr afgreiddi 886 umsóknir FYRIR jólin var 841 umsókn um mataraðstoð afgreidd á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar. Aðstoðin var veitt í samvinnu við Reykjavík- urdeild Rauða kross Islands sem lagði fram 800.000 kr. til verkefnis- ins og útvegaði sjálfboðaliða. Þá voru 45 umsóknir til viðbótar af- greiddar með stuðningi Akureyr- ardeildar RKI og fyrirtækja nyrðra. Alls var því um að ræða 886 umsóknir. Öryrkjar voru flestir í hópi um- sækjenda eða 55% en aðrir hópar voru atvinnulausir, veikir, aldraðir og námsmenn. Konur sem sóttu um voru fleiri en karlar eða 60,3%. 1.992 einstaklingar nutu góðs af því sem deilt var út enda allmargir með börn á framfæri, segir í frétt frá Hjálparstarfi kirkjunnar. Vel gekk að afla fanga í matar- búrið en mörg fyrirtæki í mat- vælaframleiðslu og innflutningi hafa stutt jólaaðstoðina ár eftir ár. Verðmæti matargjafa í búrið er metið á u.þ.b. 6 milljónir kr. en auk þess keypti stofnunin kjöt fyrir á aðra milljón. Auk starfsmanna Hjálpar- starfsins unnu hátt í 30 sjálfboða- liðar 370 stundir í matarbúrinu. Þeim var fyrir skömmu haldin þakkarhátíð í húsnæði Hjálpar- starfs kirkjunnar. Frístandandi H-85, B-60, D-60 Ryðfrítt innra byrði Ytrahús sinkhúðað (ryðgar ekki) 4-falt vatnsöryggiskerfi Hjóðlát 49db (re 1 pW) Sjálfvirk hurðarbremsa 12 manna stell 3 kerfi skolun 10 mín. venjulegt 65°C 69 mín. sparnaðar 65°C 60 mín. Sparnaðarkerfi 65°C 1,5 kwst Venjulegt 65°C kerfi 1,5 kwst Spamaðarkerfi 65°C lólítrar Venjulegt 65°C kerfi 20 lítrar Venjulegt kerfi 65° 69 mín. Gerð: W&l Taumagn: Þvottakerfi: Orkunotkun: Vatnsnotkun: Þvottatími:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.