Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Reuters EVRÓPUMÁL taka mikinn tíma frá finnskum stjórnrnálamönnum og um mitt ár taka Finnar við formennsku í ráðherraráðinu. Á myndinni má sjá Paavo Lipponen, forsætisráðherra Finna, lengst til vinstri á myndinni, ræða við evrópska starfsbræður, þá Viktor Klima, kanslara Austurríkis og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, veltir málum fyrir sér á meðan. ESB veldur tíma- skortí í fínnskum stjórnmálum ? V BAKSVIÐ Evrópumál verða með beinum eða óbein- um hætti í brennidepli fínnsku þingkosn- inganna í mars, skrifar Lars Lundsten. Finnar taka við forsæti Evrópusambands- ins í júlí og þarf ný ríkisstjórn að vera orðin föst í sessi fyrir þann tíma. IMARS nk. verður kosið til þings í Finnlandi, einungis þremur mánuðum áður en Finnar eiga að taka við forsæti ráðherraráðs Evrópusambandsins af Þjóðverjum. Verði stjómarmyndun- in löng og flókin gæti Finnum reynst erfitt að ná þeim árangri sem stefnt hefur verið að því að næðist undir þeirra forystu. Núverandi ríkisstjórn Paavo Lipponens (jafn.) er fímm flokka stjóm er samanstendur af tveimur stómm og þremur litlum flokkum. Þeir stóm em Jafnaðarmannaflokk- urinn og Hægriflokkurinn. Auk þeirra eiga Græningjar, Vinstra bandalagið og Sænski þjóðarflokkur- inn aðild að stjóminni. Lipponen forsætisráðherra og Sauli Niinistö fjármálaráðhema (hægrim.) hafa verið stefnufastir Evrópusinnar sem stýrt hafa Finn- um inn í myntbandalag Evrópu (EMU) allt frá upphafi. Færa má rök fyrir því að jafnaðarmenn og hægrimenn ættu auðvelt með að ná saman að nýju eftir kosningar. Samt er ekki talið ólíklegt að stjórnarand- stöðunni takist að koma annað hvort Jafnaðarmannaflokknum eða Hægri- flokknum úr stjóm. Miðflokkur Esko Ahos er sá flokk- ur þar sem ESB-andstæðingar era fjölmennastir. Formlega er flokkur- inn ekki gegn aðild Finna að ESB enda var aðildin samþykkt í stjóm- artíð Ahos. Flesta kjósendur flokks- ins er hins vegar að fínna á lands- byggðinni og ESB-aðildin hefur bitnað illa á bændum og tekjur þeirra rýrnað vemlega á síðustu ár- um. Af þessum orsökum gæti reynst erfítt að mynda ríkisstjóm og semja stjórnarsáttmála sem kjósendur jafnt Miðflokksins sem annarra fiokka gætu sætt sig við. En tíminn er naumur. Til þess að tryggja greið- an gang mála innan ESB þarf finnska ríkisstjómin að hafa gengið frá stefnumörkun sinni með góðum fyrirvara áður en hún tekur við af Þjóðverjum þann fyrsta júlí. Hyggi Miðflokkurinn á stjómar- setu verður hann að vinna kosninga- sigur án þess að setja ESB-mál á oddinn. Einnig verður flokkurinn að komast hjá því að ergja jafnaðar- menn og hægrimenn því samsteypu- stjórn undir forsæti Ahos er óhugs- andi án aðildar annars þeirra flokka. Höfuðborgin ræður úrslitum Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt núverandi stjórn fyrii' slæma byggðastefnu en Finnar hafa að und- anfómu flutt til þéttbýlissvæðanna á suðurströndinni svo hundruðum þús- unda skiptir. Merki þessarar þróunar má hins vegar einnig sjá í hegðun Esko Ahos forystumanns stjórnarandstöðunnar. Hann hefur ákveðið að bjóða sig fram í höfuðborginni en ekki lengur í heimasveit sinni í Austurbotni. Paavo Lipponen forsætisráðherra er nú þegar þingmaður höfuðborgar- búa. En í þann hóp bættist einnig nýlega Sauli Niinistö formaður Hægriflokksins. Hann situr nú á þingi sem fulltrúi heimahéraðs síns í Suðvestur-Finnlandi. I mars hyggst hann ná kjöri í Helsinki. Kratar og hægrimenn hafa ávallt verið sterkir í höfuðborginni en Mið- flokkur hefur fengið mjög fáa og stundum enga menn kjörna í Helsinki. Nokkrir stjómmálaskýrendur vara nú við þeirri hættu að kosninga- baráttan tæki aðeins mið af þörfum höfuðborgarsvæðisins. Paavo Váyrynen nefnist maðm- sem komið hefur við sögu Miðflokks- ins í mörg skipti. Hann er stjórn- málamaðurinn sem gefst aldrei upp. Tvisvai' sinnum hefur hann verið í framboði fyrir Miðflokkinn í forseta- kosningum. I byrjun áratugarins sat hann sem utanríkisráðherra í hægristjórn Es- kos Ahos og tók þátt í að undirbúa aðild Finna að ESB. Þegar til kast- anna kom í forsetakosningunum gerðist hann hins vegar ESB- and- stæðingur og reyndi að ná kjöri sem slíkur gegn ESB-sinnunum Elisa- beth Rehn og Martti Ahtisaari. Á níunda áratugnum stjómaði Váyrynen Miðflokknum af mikilli hörku og starfaði sem utanríkisráð- herna. Hann beið herfilegan ósigm- í forsetakosningunum 1994 og Mið- flokkurinn lenti i stjórnarandstöðu 1995. Þá gerðist hann fulltrúi flokks síns á Evrópuþinginu. Nú reynir Váyrynen að ná kjöri í þingkosningunum og komast aftur til vegs og virðingar í stjómmálun- um heima fyrir. Staða hans í flokkn- um er erfið. Hann er umdeildur bæði innan flokksins og utan. Framboð Váyrynens getur jafnt valdið kjósendaflótta frá Miðflokkn- um sem aukið fylgi flokksins. Váyrynen er sagður vera maður sem fólk annað hvort hatai' eða elskar. Flokksbræður hans í Suður-Finn- landi lögðust fyrst um sinn gegn því að hann fengi sæti á lista Miðflokks- ins. Aðalástæða þess var að Váyrynen tilkynnti framboð löngu eftir að listinn hafði verið ákveðinn. Svæðisstjórn Miðflokksins varð þó að afturkalla neitun sína eftir nokk- urra vikna átök. Var um of áhrifa- mikinn stjórnmálamann að ræða til að hægt væri að hafna honum. Ríkisstjórnaraðild Miðflokksins gæti orðið vandasöm ef Váyrynen ætlar sér að gerast ráðherra. Esko Aho flokksformaður getur varla sniðgengið Váyrynen en vandamálið er að finna nógu mikilvægt starf handa honum. Mjög ólíklegt þykir að nokkur flokkur sé reiðubúinn að gefa Mið- flokki eftir jafnt embætti forsætis- ráðherra sem utanríkisráðherra. Aho getur varia sætt sig við ómerki- legri stöðu en Váyrynen en sá síðar- nefndi ætlar sér lykilhlutverk í ríkis- stjórninni. Utanríkisráðuneytið vígvöllur krata og Miðflokks Vægi ráðuneyta er mismunandi og eru fjármálaráðuneytið og utanríkis- ráðuneytið þýðingarmestu ráðuneyt- in. Síðastliðna áratugi hafa Jafnaðar- menn og Miðflokksmenn sérstaklega keppt um að skipa utanríkisráðu- neytið. I forsetatíð Uhros Kekkonens vora utanríkismál yfírleitt í höndum Miðflokksmanna. Valdatíð Kekkonens (1956-1982) enkenndist af því að meðferð utanríkismála og þá einkum samskipti við Sovétmenn voru helguð forsetanum. Kaus forsetinn gjarnan flokks- bræður í stöðu utanríkisráðherra. Þekktustu utanríkisráðherrarnir úr Miðflokki em vafalaust þeir Ahti Kai-jalainen, sem var talinn líklegur eftimaður Kekkonens á sjöunda og áttunda áratugnum, og Paavo Váyrynen. Jafnaðarmenn hafa reynt að bæta stöðu sína þegar þeim hefur gefist kostur. Martti Ahtisaari núverandi forseti er meðal þeirra flokksmanna sem Mauno Koivisto þáverandi for- seti og fyrram jafnaðarmaður studdi. Ahtisaari endaði sem ráðuneytis- stjóri áður en hann var kjörinn for- seti. I samsteypustjórn getur reynst erfitt að kjósa bæði forsætisráðherra og utanríkisráðherra úr einum flokki. Af þeim ástæðum hafa jafnað- armenn og Miðflokkurinn skipst á um að fara með utanríkisráðuneytið. Hægri menn komu ekki til greina meðan Sovétríkin voru og hétu. Hægriflokkurinn hefur setið í stjórn síðan 1987. Á þessum áram hefur hægiámönnum tekist að hasla sér völl í hinu mikilvæga ráðuneyt- inu, þ.e. fjármálaráðuneytinu. Fjár- málaráðherra hefur verið hægrimað- ur síðustu átta árin. Þegar Mynt- bandalag Evrópu er nú orðið að veruleika er vægi fjármálaráðherra í ESB-samstarfi ef til vill það mikið að hægri mönnum finnst óþarfi að sækjast eftir utanríkisráðuneytinu. Líta jafnaðarmenn fyrst til hægrimanna? Verkalýðsarmur Jafnaðarmanna- flokksins hefur undanfarið tekið af skárið og lýst því yfir nokkrum sinn- um að þeir vilji heldm- samsteypu við Hægriflokkinn en Miðflokkinn. Þetta þykir marka tímamót því verkalýðsarmurinn hefur ávallt litið svo á að hægrimenn séu fulltrúar auðvalds og kúgunar. Hægriflokkui-inn og jafnaðar- mannaflokkurinn hafa stjórnað sam- an síðustu fjögur og fyrir þann tíma í eitt kjörtímabil, frá 1987 til 1991. Áð- ur fannst mönnum það eðlilegt að Miðflokkurinn myndaði samsteypu á vinstra kantinum til þess að miðla milli félagshyggjumanna og þeirra sem virtu vestræn gildi. Miðflokknum, sem verið hefur í stjórnarandstöðu frá 1995, hefur ekki tekist að bæta ímynd sína á þeim tima. Síðastliðið haust var birt ný stefnuskrá þar sem lögð var til uppstokkun á vinnumarkaðnum. Átti það plagg að verða mál málanna í kosningabaráttunni. Frumkvæði Miðflokksmanna fékk ekki þær jákvæðu undirtektir, sem þeir höfðu vonast til. Hins vegar réð- ust fulltrúar verkalýðsfélaganna harkalega á Miðflokkinn og var flokkurinn sagður vilja stuðla að kjararýmun launafólks. í stefnuskrá flokksins er lagt til að úrelt kerfi kjaraviðræðna verði lagt niður en það kemur að mati flokks- ins í veg fyrir að vinnuveitendur geti ráðið nýtt starfsfólk. Helstu rök Miðflokksins era þau að miðstýrt kjarasamningakerfi og miklar álögur á vinnuveitendur hafi valdið því stór- fellda atvinnuleysi sem verið hefur í Finnlandi um margra ára skeið. Verkalýðsfélög hafa túlkað áform Miðflokks á þann veg að flokkurinn vilji leyfa atvinnurekendum að ákveða kaup og kjör einum og sér. Þannig væri horfið aftur til þeirra tíma þegar verkalýðsstéttin var að myndast og réttindi verkalýðsfélaga voru ekki viðurkennd. Aho, Lipponen eða Niinistö næsti forsætisráðherra Sjaldan eða aldrei áður hefur sú staða verið uppi í aðdraganda fínnski'a þingkosninga að þrír flokk- ar og þrír flokksleiðtogar virðast jafnlíklegir til að fara með forystu í ríkisstjórn. Aho, Niinistö og Lipponen era formenn þriggja stærstu stjórnmálaflokkanna en ólíkt því sem oft hefur verið í finnsk- um stjórnmálum virðist enginn þeirra sjálfkjörinn forsætisráðherra. Áður urðu svokallaðar „almennai- ástæður" því valdandi að Hægri- flokkurinn kom ekki til greina sem ríkisstjómarflokkur. Var með því verið að vísa til að Kekkonen (og lík- lega Kremlverjar bak við tjöldin) gæti ekki samþykkt stjórn undir for- ystu hægrimanna. Fyrir hrun kommúnismans gátu finnskir jafnaðarmenn einnig reikn- að með því að kommúnistar kæmu þeim til aðstoðai- við stjórnarmynd- un. Vinstra bandalagið, ai-ftaki kommúnista, er nú smáflokkur sem engum getur bjargað. Hins vegar hefur fylgi Hægri- flokksins farið vaxandi og er hann nú jafn stór Miðflokki og Jafnaðar- mannaflokknum. Því virðast nú þrír jafnlíklegir valkostir vera til staðar í fyrsta skipti í finnskri stjómmála- sögu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.