Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ búnir að styðja þig. Pað er mjög al- gengt í Bandaríkjunum að fólk fjár- magni íyrirtæki í upphafi með greiðslukortum. Þar er auðvelt að fá mörg kort og þá safnast einhverj- ar þúsundir dollara. En af hverjum 100 nýjum fyrirtækjum sem þar eru stoínuð eru einungis fimm að starfi eftir fyrsta árið. Þar er haft á orði að fyrir hvern amerískan draum sem rætist séu þúsund amerískar martraðir. Ólafur: Það er ekki hægt að segja að íslenskt viðskiptaumhverfi sé óvinsamlegt nýjum fyrirtækjum. Hér hefur gríðarlega margt breyst á síðustu árum. Það er mjög auðvelt að stofna fyrirtæki hér og kerfið er yfirleitt fljótvirkt. Skattareglur hafa verið lagaðar að því sem gerist í samkeppnislöndum okkar að veru- legu leyti. Hins vegar hefur kannski minna verið gert af því sem Jónína kom inn á að styðja beinlínis við frum- kvöðla í atvinnulífinu með svipuðum hætti og sums staðar annars staðar gerist. Össur: Vegna þess sem Jónína sagði um Svíþjóð vil ég nefna að Svíar hafa lengi notað endurmennt- un til að fela atvinnuleysið. Jónína, hvað greiðir þú mikil launatengd gjöld í Svíþjóð? Jóm'na: Eftir sex mánuðina kem- ur launatengdur atvinnurekenda- skattur [hkt og tryggingargjaldið hér] sem er 33,6% ofan á útborguð laun. En ef ég get sýnt fram á að reksturinn þurfi lengri aðlögunar- tíma þá getur maður fengið undan- þágur. Maður þarf að kunna á sænska kerfið og það er mjög flókið. Þrátt fyrir allt þótti mér auðveldara að hefja atvinnurekstur þar en hér. Maður fann stuðning, til dæmis frá stjórnmálamönnum. Þar er borin mikil virðing fyrir þeim sem þora að hefja rekstur. Össur: Umhverfið hér á landi, bæði viðskiptalega, fjárhagslega og skattalega, tel ég hafa tekið stakkaskiptum og vera í mjög góðu standi í dag borið saman við okkar helstu viðskiptalönd. Til dæmis rákum við framleiðslufyrirtæki í Bandaríkjunum. Við fluttum þessa framleiðslu aftur heim til íslands vegna þess að það var bæði auð- veldara og ódýrara að framleiða hér en í Kaliforníu. Þörf á frumkvöðlum Páll: Mér hefur fundist umræð- an um atvinnumál hér á landi und- anfarin ár hafa snúist allt of mikið um það sem er í stað þess sem koma skal. Hverjir bjuggu til fyrir- tæki eins og Harald Böðvarsson, Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. og mörg önnur stór sjávarútvegsfyrir- tæki? Það voru frumkvöðlar fyrstu áratuga þessarar aldar. Hverjir bjuggu til helstu iðnfyrirtækin? Það voru frumkvöðlar eftirstríðs- áranna. Undirstöðufyrirtækin í efnahagslífi okkar í dag eru búin til af frumkvöðlum. Þess vegna þurf- um við stöðugt nýja frumkvöðla sem stofna ný fyrirtæki. Það hafa allt of fá fyrirtæki orðið að ein- hverju á síðustu 20 árum. Á árun- um upp úr 1980 reis hér mikil bylgja fyrirtækja sem framleiddu tæki fyrir sjávarútveg, það voru stofnuð gríðarlega mörg íyrirtæki, sjálfsagt á bilinu 60-80 talsins. Af þeim eru ef til vill tíu til fimmtán til í dag og sum þeirra mjög blómleg, til dæmis Marel. En hugsið ykkur, ef við hefðum stofnað 300 fyrir- tæki! Ættum við þá tuttugu fyrir- tæki á borð við Marel? Það þarf meiri umræðu, meiri skilning, hvatningu og svigrúm fyrir frum- kvöðla til að komast áfram. Össur: Ég get tekið undir það sem Páll segir. Við sjáum það í þessu Europe’s 500 umhverfi. [Val- in hafa verið 500 framsæknustu fyr- irtæki og frumkvöðlar í Evrópu. Össur hf. komst á listann þegar hann var fyrst settur saman árið 1995. I fyi'ra var nýr listi valinn og Össur hf. hélt sínu sæti í þriðja sinn sem listinn er valinn. Við bættust fimm önnur íslensk fyrirtæki: Atl- anta, Nóatún, Samherji, Tæknival og Vöruveltan (10-11).] Það sýnir sig að það eru þessi litlu frum- kvöðlafyrirtæki sem vaxa mjög hratt og skapa flest atvinnutæki- færi. Stórfyrirtækin eru aftur á móti að segja upp fólki og draga Páll Kr. Pálsson FRAMKVÆMDASTJÓRI Ný- sköpunarsjóðs frá 1997. Hag- verkfræðingur að mennt frá Tækniháskólanum í Berlín. Var meðal annars framkvæmdastjóri Iðntæknistofnunar 1986-91, Vífil- fells 1991-94 og Sólar hf. 1994- 97. Hefur kennt við Háskóla ís- lands frá 1991. saman seglin. Þessi þróun er stöðugt í gangi. Við verðum að gera okkur grein fyrir þessu og styðja við alla vaxtarbrodda sem sýna sig. Guðfinna: Þegar Clinton-stjómin tók fyrst við völdum í Bandaríkjun- um hafði hún á stefnuskránni að skapa skilyrði fyrir smáfyrirtæki til að auka hagvöxt. Það var mikil um- ræða, útvegað fjármagn og stuðlað að menntun þannig að um samræmt átak var að ræða. Allt lagðist á eitt, rekstrarumhverfið, löggjöfin og það sem snýr að stjórnmálunum og miðlun þekkingar. Ég held að þessi samkeppni [um viðskiptaáætlanir] muni auka um- ræðuna um nauðsyn þess að virkja hugvitið. Það er svo mikið af því! Hér er ein leið - ekki eyðublað - heldur agað hugsanaferli sem leyfir manni að setja fram hugmynd. Ef til vill verður úr henni fyrirtæki sem skilar jafn vel og þau sterkustu sem við höfum átt í fjöldamörg ár. Við vitum ekki hvað kemur, en ef við ætlum að sofna á verðinum þá er ég hrædd um að við munum dragast mikið aftur úr. Á öldinni nýju, sem við erum að sigla inn í, munum við búa við þekk- ingarhagkerfi. Við munum selja meira og meira hugvit og þekkingu. Það er kominn tími til að við ein- beitum okkur að því eins víða og hægt er í þjóðfélaginu að virkja hugvitið til að skapa hagkerfi fram- tíðarinnar. Nú erum við á hápunkti efnahagskúrfu og eigum að fara að byggja næstu kúrfu svo kúfurinn af henni taki við þegar þessi fer að dala. Verum svolítið bjartsýn og hugum að þeim möguleikum sem við höfum! Virkan stuðning stjórnvalda - einfaldara kerfi - Þurfa stjórnvöld að verða sér betur meðvitandi um þarfír frum- kvöðlafyiirtækja? Þarf hið opinbera að grípa til einhverra frekari að- gerða til að stuðla að nýsköpun? Helgi: Innanlandsmarkaður er ákaflega mikilvægur fyrir fyrirtæki sem stefna á utanlandsmarkað. Ég held að það sé mjög mikilvægt að stjórnvöld og opinberar stofnanir séu jákvæðar gagnvart því að kaupa vörur af slíkum fyrirtækjum. Ég veit ekki hvernig Össuri gengur að selja Tryggingastofnun, en ég get alveg ímyndað mér að þar hafi verið tekist á um hverja krónu. Af hverju þarf ríkisvaldið að vera að takast á við íslensku fyrirtækin um verð? Af hverju er það ekki tilbúið að kaupa vörur á eðlilegu verði og styðja at- vinnulífið þannig? Ég er mjög ánægður yfir að hafa átt viðskipti við íslensk sjúkrahús, en allar vörur sem við seljum hér á landi eru seldar á hálfvirði miðað við það sem við fáum fyrir þær er- lendis. Við erum að styrkja sjúkra- húsin í landinu um leið og við erum að byggja upp okkar fyrirtæki! - Össur, er þetta einnig þín reynsla? Össur: Nei, en það er ekkert eðli- legt við það að innlend framleiðsla sé keypt á hálfvirði ef hún er jafn góð og erlend framleiðsla. Hitt er annað mál að innlenda framleiðslu á ekki bara að kaupa fyrir það að hún er innlend. Þessi markaður er bara svo pínu, pínulítill að við getum nán- ast gleymt honum. Ef við ætlum okkur eitthvað þá verður það að vera erlendis. Páll: Eins og Helgi bendir á þá skiptir það miklu í þroskaferli fyrir- tækja að fá frekar hvatningu en mótlæti. Það þarf að endurskoða reglugerðafarganið sem menn verða að berjast í gegnum hér þeg- ar verið er að koma atvinnurekstri á legg, að ég tali ekki um ef menn ætla í útflutning. Ég hef sjálfur mætt ótrúlegum viðhorfum innan kerfisins gagnvart því að fyrirtæki ætla að flytja út. Þetta er eitt af því sem menn eru að horfa til í flestum nágrannalöndum. Nú er Small Business Ad- ministration í Bandaríkjunum [op- inber stofnun um málefni smáfyi'ir- tækja] farin að halda námskeið um atvinnulífið fyrir opinbera starfs- menn. Nemendurnir koma úr ráðu- neytum og öðrum stofnunum sem fást við atvinnulífið en kennararnir úr atvinnulífinu, eru frumkvöðlar og aðrir. Síðan eru sérfræðingar sem fara í gegnum öll eyðublöðin og kanna hvort ekki sé hægt að fækka þeim, auðvelda fólki að komast áfram! Svona nokkuð væri vert að skoða hér. Guðfinna: Ég þekki vel þetta „Low Doc“ (fá skjöl) átak, þetta er stefna bandarísku stjómarinnar. Það er hreinlega klippt á skrifræð- ið. - Þarf að fækka eyðublöðum hér? Páll: Ef til vill eru eyðublöðin ekki vandamálið heldur viðhoifin. - En er það ekki undarlegt að hér skuli útflytjendur fá mótbyr í kerf- inu? Össur: Ég tel að við höfum fengið mjög góðan stuðning hjá Útflutn- ingsráði og fleiri aðilum. Ég man ekki eftir neinum hindrunum sem lagðar hafa verið í okkar veg. Ólafur: Ég held að það þurfi að gera viðhorfið hjá ýmsum opinber- um stofnunum viðskiptavænna heldur en það er í dag. Það á bæði við um starfsmenn skattyfirvalda og annarra opinberra stofnana sem fyi-irtæki þurfa að eiga viðskipti við. Ég held að þessi hugmynd, að Jónína Benediktsdóttir ÍÞRÓTTAFRÆÐINGUR frá Mc- GiII háskólanum í Montreal í Kanada. Stofnaði Stúdíó Jónínu og Ágústu og Púlsinn á Akur- eyri. Keypti Studio Aktiverum í Helsingborg og var valin at- vinnurekandi ársins í Svíþjóð 1997. Stofnaði Planet Pulse á Hótel Esju sama ár. kynna opinberum starfsmönnum meira viðskiptalífið og fyiirtækja- rekstur almennt, sé mjög góð. Að vísu taka opinberir starfsmenn tals- verðan þátt í námskeiðum sem haldin eru fyrir fyrirtæki, en þetta mætti gera með skipulegri hætti og markvissari. Össur: Það þarf meiri þjónustu- anda í keifið. Þetta kerfi er ekki fyrir sjálft sig heldur þjóðfélagið. Söguleg skýring - Hver er skýringin á þessu við- horfí? Guðfinna: Ég held að skýringin sé söguleg, líkt og viðhorfið gagn- vart bankamönnum frameftir öld- inni þegar maður þurfti helst að koma uppstrílaður til bankastjóra. Ég held að viðskiptavinahugtakið sé ekki nógu þroskað sumstaðar. Þó held ég að þetta sé misjafnt eftir því hvaða stofnun við erum að tala um. Ólafur: Ég held að þetta sé sögu- legt eins og þú segir. Ég var nú í kerfinu sjálfur í átta ár og maður kynntist þessu ágætlega. Þetta embættismannavald hefur verið mjög ríkt í mönnum sem eiga kannski að veita atvinnulífinu þjón- ustu. Össur: Já, skýringin er söguleg. Ef farið væri að skoða ástæðurnar fyrir þessu þá höfum við ekki verið í stríði í þúsund ár og eigum ekki her sem aðrar þjóðir nota til að styðja og magna konungs- og embættis- mannavöld. Kannski lítur embættis- mannaskari okkar svo á, af söguleg- um ástæðum, að hann þurfi að hafa stjóm á þessum lýð sem byggir landið! Fijór jarðvegur fyrir frumkvöðla Össur: Ég held að íslendingar séu um margt svolítið sérstæðir og að hér sé afskaplega frjór jarðvegur fyrir frumkvöðla og gerjun sem þurfi að hlúa að. Ástæðan fyrir því að ég er ekki feiminn við að segja þetta er að í þessu Europe’s 500 samstarfi erum við langt fyrir ofan alla aðra, miðað við höfðatölu. Ef við skoðum Stóra-Bretland og hvað- an fyrirtæki koma í þetta Europe’s 500 safn eru 70% frá Skotlandi. Af hverju er það? Kannski er svolítið önnur menning í Skotlandi, kannski svolítið betur hlúð að því. I Skotlandi sem hreinlega menntar frumkvöðla á mjög óhefðbundinn hátt er ýmislegt sem ég held að við gætum skoðað nánar. Guðfinna: Össur nefndi þarna Skotland. I Viðskiptaháskólanum höfum við verið að horfa á að á viss- um stöðum er markvisst verið að mennta frumkvöðla. Við erum byrj- uð með námskeið fyrir frumkvöðla í viðskiptadeildinni okkai’. Það er gaman að sjá hvað nemendurnir eru frjóir og sjá ekki allar hindranirnar sem við þessi eldri sjáum. Ég held að við þurfum að beina athyglinni meira að unga fólkinu okkar. í einni heimsókn minni hingað, meðan ég bjó úti, var fréttapistill í sjónvarp- inu og talað við ungt fólk í háskólan- um. Það vakti athygli mína hvað stór hluti unga fólksins virtist sjá framtíð sína í útlöndum. Ég held að breytt viðhorf til nýsköpunar geti stuðlað að því að hér verði íleiri og betri tækifæri fyrir unga fólkið okk- ar. Össur: Við skulum ekki gleyma því að heimskt er heimaalið barn. í okkar fyrirtæki er margt háskóla- menntað fólk sem yfirleitt hefur farið utan, fengið þar reynslu bæði í námi og starfi. Það teljum við mikil- vægt og mikinn kost. Guðfinna: Ég á við að hér sé mik- ilvægt að skapa skilyrði til að fólkið komi til baka. Fleiri konur til forystu Páll: Hér á landi hafa ekki verið gerðar neinar rannsóknir, hvorki í háskólum né annars staðar, á því hvernig frumkvöðlaumhverfi okkar er. Hverjar eru hindranirnar, hver árangurinn, hvernig er þróunin, hvar stöndum við samanborið við aðrar þjóðir? Bandarfkjamenn hafa gert miklar rannsóknir og meðal annars komist að því að konur verði fyrirtækjaleiðtogar næstu aldar. Það er vegna þess að á næstu öld mun þekkingin skipta mestu máli og hæfnin til að veita þekkingarhóp- um forystu. Til þess þarf mjúka stjórnendur en ekki einvalda - þessa hörðu stjórnendur. Eins og Össur sagði þá er farið að vinna svo mildu meira í hópum. I fyrra voru konur í fyrsta skipti í meirihluta þeirra sem stofnuðu fyr- irtæki í Bandaríkjunum. Við þurf- um á þessu að halda og það myndi styrkja samkegpnisstöðu okkar á heimsmarkaði. I Bandaríkjunum er einnig lögð mikil áhersla á að hvetja minnihlutahópa og innflytjendur til að stofna fyrirtæki. Þetta er fólk sem sér hlutina í nýju ljósi og lætur sér detta eitthvað nýtt í hug. Þetta er athyglisvert að skoða með tilliti til okkar samfélags og þess hvað umræðan um atvinnulífið er einhæf. Hún er eiginlega öll um fyrirtækin á Verðbréfaþinginu, þau sem eru stærst og vaxa mest. Svo er talað við starfsmenn verðbréfa- fyrirtækjanna. Það er mikil um- fjöllun um hlutabréf, verðbréfa- markaði og allt sem að því snýr. Umræðan um frumkvöðla, frum- kvöðulshugsun, nýsköpunarþörf og þess háttar er alltof lítil. Hún var töluverð á níunda áratugnum. Svo kom kreppa og það fór illa fyrir mörgum nýsköpunarfyrirtækjum því þau höfðu ekki fjárhagslegt út- hald. Það tapaðist mikið af pening- um sem fóru eftirlitslausir í hug- myndirnar. Þá var eins og menn misstu áhugann á þessu og hann hefur ekki vaknað síðan. Við von- um að þetta átak verði til að glæða hann að nýju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.