Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1999 37 ____________^__ T eða rúnnaðir • Sturtuhorn • Sturtui VSoTelísrnúla Simi 588 7332 OPIÐ: lánud. - föstud. kl. 9-18, laugard Hert ryggis GUÐRIÐUR BJORG JÚLÍUSDÓTTIR tGuðríður Björg Júlíusdóttir fæddist á Hóli í Bol- ungarvík 25. apríl 1915. Hún lést á Sjúkrahúsi Bolung- arvíkur 15. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hólskirkju 23. janúar. Guðríður Björg frænka okkar bjó íyrir Norðan, jafnvel eftir að hún og Guðfinnur fóru að hafa vetursetu í Bol- ungarvík. Fyrir norðan er ekki ein- hver ótiltekinn staður í norðrinu. Nei, að búa fyrh- Norðan þýddi það sama og búa í Reykjarfirði, þar sem hverimir, heita vatnið og sundlaugin voru. Þar sem selkóp- arnir léku á skerjum og æðarfuglinn verpti í hvem hólma og eyju. í þennan ævintýraheim til Gauju frænku fóm einhver okkar systkina í fyrstu ferðina út í heiminn. Gauja var ættrækin og fylgdist vel með fólkinu sínu og var óhrædd við að leggjast í ferðalög til að heim- sækja ættingja og vini syðra, en bara á vet- urna. Frá því snemma á vorin snerist allt um ferðina norð- ur og þráin eftir lífinu þar óx í réttu hlutfalli við aldurinn. Þó að Reykjarfjörður væri ævin- týraheimur í augum barna og ann- aiTa sem ekki þurftu að taka þátt í daglega lífinu þar, þá leyndist eng- um að heimilisstörfin vom unnin án allra þæginda sem við búum við í dag. Það var þó ekki óeðlilegt að við byggjumst við því síðari árin að hún frænka okkar vildi fara að leggja af þreytandi ferðalög og strit frir norðan. En það var öðru nær, þegar voraði var eins og elli kerling missti tökin, kalkaðir mjaðmaliðir yrðu heilir á ný, starfsorkan óþrjótandi og allir vegir færir. Fyrstu kynni okkar af Gauju vom þegar þau Guðfínnur fluttu til Bol- ungarvíkm- og bjuggu fyrstu árin með ömmu í Egilsbúð, þá og síðan höfum við notið skemmtilegra sam- vista og margt lært, bæði skringileg orð og máltæki, mátt á stundum þola hvassa gagnrýni en líka hlýju og hrós. En umfram allt minnumst við væntumþykju og umhyggju okk- ar kæru frænku. Við kveðjum Gauju frænku með söknuði og vottum Guðfínni, Katli, Hallgrími og fjölskyldum samúð. Hraunbergs-börn. EINAR HALLDÓRSSON + Einar Halldórs- son fæddist í Dal í Miklaholtshreppi 1. október 1932. Hann lést 11. janúar síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Fá- skrúðarbakkakirkju 23. janúar. Einar í Holti er fall- inn í valinn og okkur langar til að minnast hans með fáeinum orð- um. Fátæklegum. Allt sem maður gerir, allt sem maður segir, virð- ist svo fátæklegt þegar dauðinn kveður dyra. Hugsunin um að öll munum við að lokum falla og hið eina sem stendur eru minningar, ýmist góðar eða sárar. Þegar menn deyja er góður siður að leita að og minnast hins góða úr lífí þeirra. Sjá björtu hliðarnar án þess þó endilega að gleyma hinum dekkri. Gleðjast yfir góðum eigin- leikum, góðum verkum þess sem dauðinn hefur sigrað. Hinar dekkri hliðar, hinir erfíðu tímar, eru til að læra af. En á kveðjustund viljum við frekar minnast góðu stundanna. Minnast þeirra góðu eiginleika sem Einar var gæddur. Einar í Holti var pabbi vinar okk- ar. Hann var vinur pabba okkar. Þrátt fyrir erfiða ævi bjó hann yfír gæðum. Hjálpsemi, traust og gam- ansemi eru þrír eiginleikar sem koma okkur í hug þegar við minn- umst hans. Það eru björtu hliðarn- ar. Einmitt þessa þrjá eiginleika metum við hvað mest í fari sonar hans, Þorgeirs vinar okkar. Til Einars var alltaf hægt að leita um hjálp og hann var alltaf tilbúinn að reyna hvað hann gat til að leysa úr þeim verkefnum sem til hans var leitað með. í mörg ár rak hann bif- reiðaverkstæði að Holti í Mikla- Fundur um málefni líf- eyrisþega og eldri borgara FUNDUR um málefni lífeyris- þega og eldri borgara verður haldinn í dag kl. 15 í pró- kjörsmiðstöð Ástu R. Jóhann- esdóttur alþingismanns í Hafn- arstræti 1. Á fundinum mun Ásta reifa málin og Gísli S. Einarsson al- þingismaður mætir með nikk- holtshreppi en sneri sér síðan að mestu að bílasprautun. Þau eru ófá handtökin sem hann vann um ævina fyrir fjölskylduna í Strympu, foreldra okk- ar, systkin og okkur sjálfa. Þá skipti ekki máli hvort gera þurfti við dráttarvél um há- bjargræðistímann, lag- færa dekk, smíða úr jámi eða hvað annað sem þurfti þar sem leikni og útsjónarsemi hans nutu sín. Alltaf var hægt að treysta á að hann gerði sitt til að hjálpa. Ef hið hefðbundna gekk ekki fann Einar upp nýtt. Sköpunargleði uppfinningamanns- ins var líka ríkur þáttur í fari hans. Og þegar sá gállinn var á honum náði gamansemin líka yfirhöndinni. Önnur minning sem við eigum um Einar tengist tónlistinni. Hann var eins og fastur punktur í tilveru okk- ar þegar við fórum á jólaböllin á Breiðabliki sem börn. Lék þar af list á hljóðfærið sitt. Þegar við minnumst Einars kemur af ein- Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útfór hans fer fram. Ætl- ast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. HARALDUR G. GUÐMUNDSSON Haraldur G. Guðmundsson netagerðarmaður fæddist á Patreksfírði 6. ágúst 1917. Hann Iést á Landspítalanum 3. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 7. janú- ar. Elsku langafí minn, aldrei hef ég hugsað jafnmikið um góðu stundimar sem við áttum saman, þegar ég var lítil. Þegar ég kom í heimsókn til ömmu og afa í Dalseli var ég svo ánægð þegar við hittumst þar. Og þegar við fórum með vísuna ...þessi datt í sjóinn". Rosalega þótti mér vænt um þig. En svo fækkaði samverustundunum og ég eltist, og gerði mér ekki grein hversu mikið mér þótti vænt um þig. Núna geri ég mér grein fyrir því. En núna ertu farinn og hittir langömmu í himnaríki. Eg sakna þín og frásagna þinna. Hann er sem tré, gróðursett hjá rennandi lækjum er ber ávöxt sinn á réttum tíma, og blöð þess visna ekki. Allt er hann gjörir lánast honum. Kristjana Haraldsdóttir. Indverskur veislumatur hverjum völdum upp í hugann kvæði Steins Steinarr, í draumi sérhvers manns: I draumi sérhvers manns er fall hans falið. Pú ferðast gegnum dimman kynjaskóg af blekkingum, sem brjóst þitt hefur alið á bak við veruleikans köldu ró. Þinn draumur býr þeim mikla mætti yfir að mynda sjálfstætt líf, sem ógnar þér. Hann vex á milli þín og þess, sem lifir, og þó er engum ljóst hvað milli ber. Gegn þinni líkamsorku og andans mætti og öndvert þinni skoðun, reynslu og trú, í dimmri þögn, með dularfullum hætti rís draumsins bákn og jafnframt minnkar þú. Og sjá, þú fellur fyrir draumi þínum í fullkominni uppgjöf sigraðs manns. Hann lykur um þig löngum armi sínum, og loksins ert þú sjálfur draumur hans. Einar í Holti hefur leikið sína síð- ustu nótu hérna megin og það sem eftir stendur er ómur af góðri sál. Fjölskyldan öll, Brynja, Þorgeir, Anna, Helga, tengdabörn og barna- börn eiga okkar dýpstu samúð en jafnframt aðdáun okkar alla fyrir það hve æðrulaus og traust þau hafa tekist á við lífíð. Það er gott að mega kalla slíkt fólk vini sína. Haraldur Ingólfsson og Baldur Ingólfsson frá Straurnfjarðartungu. tViltu fá þjónustuna heim til þín? Á að gera sér dagamun með fjölskyldunni, vinum eða vinnufélögum? Við komum og sjáum um matinn. Hringið núna í Shabönu í síma 899 3045. Baðkars, Vönduð vara 4 á ^stéBðustu verðuft'^ RAÐGREIÐSLUR CUHUUMHU raðgrciöslur Súreftiisvörur Kariii Herzoff • •• vinna á öldrunareinkeiuium '—' ••• enduruppbyggja lmðina ••• vinna á appelsínuhúð og sliti • •• vinna á unglingabólum ••• viðhalda ferskleika hiiðarinnar Þœr eru ferskir vindur í umhirdu húðar ' Ert þú með smá appelsínuhúð? Súrefnisgrenningarkremið Silhouette vinnur kröftugar og dýpra á appelsínuhúð og sliti. Kynningar í vikunni Miðvikudag 27. jan. Apótekið Iðufelli kl. 15-18. Fimmtudag 28. jan. Fjarðarkaups Apótek og fíima Apótek, Grafarvogi, kl. 15-18. Föstudag 29. jan. Lyfjabúð Hagkaups, Mosfellsbæ, og Apótekið Suðurströnd, kl. 15-18. Minnum á snyrtistofu Karin Herzog, Garðatorgi, Garðabæ, s. 6980799.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.