Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR BÆKUR II e i m s p e k i UMHVERFING Ura siðfræði umhverfis og náttúru, eftir Pál Skúlason, Háskólaútgáfan, Reykjavík, 1998, 115 bls. Landsins gagn og nauðsynjar LANDSVIRKJUN auglýsti á dög- unum eftir rökum í stað tilfínninga. Umhverfmg Páls Skúlasonar heim- spekings er næstum því eins og svar- ið við þeirri auglýsingu, enda hefur Páll fyrr en hér vefengt skiptingu mannsandans í skynsamlega rökvísi annarsvegar og óreiðukenndar, óskynsamlegar tilfinningar hinsveg- ar. Hann hefur haldið á lofti gildi rökstuddra tilfinninga. Umhverfing er stutt bók, að stofni til þrír fyrir- lestrar en fjórði kaflinn er samræða Páls og Björns Þorsteinssonar þar sem lagt er út af efni fyrirlestranna. „Umhverfi", „að umhverfast", „umhverfing". Við fyrstu sýn er titill bókarinnar ekki árennilegur en við nánari athugun er um að ræða eitt af þessum marglaga nýyrðum sem nýt- ast vel sem fræðileg verkfæri. Gerð- ur er skýr greinarmunur á umhverfi og náttúru, umhverfisvemd og nátt- úruvemd, þar sem umhverfi er nán- asta umgjörð mannsins sem hann hefur sjálfur smíðað en náttúran er utan seilingar hans. Páll veltir fyrir sér forsendum beggja en leitast svo við að sameina umhverfisvernd og náttúmvernd gegn sameiginlegum andstæðingum og boða róttæka við- horfsbreytingu gagnvart náttúrunni þar sem virðing og viðurkenning era lykilorðin. Ekki er svo langt síðan al- mennt álit vai- að náttúravemdar- hyggja héldist í hendur við einhliða höfnun á tækni og öllu sem henni fylgir, jafnvel einhverja sérvisku. Hér er tækninni ekki hafnað sem Professionals MEIRA MAGN BETRA VERÐ HREINSIMJOLK - ANDLITSVATN 24 STUNDA KREM - AUGNKREM - NÆTURKREM NÆRINGAR- OG HREINSIMASKI PROFESSIONALS Heildverslun húðvara: Aslaugar Borg Eingöngu náttúruleg efni og vítamín fyrir Alfheimum 15, allar húðtegundir. 100°o ofnæmisprófuð ’ fax 588 6718. COMFORT 11 f I * S l I K ratæki COMFORT LIFT & SLIM er nýtt og háþróað, rafrænt 4*.fegrunar- og æfingatæki. Tækið er byggt á áralöngum Iæknisfræðilegum rannsóknum og er öflugasta tæki sinnar tegundar á markaðnum í dag.Meðferð með COMFORT LIFT & SLIM hentar bæði andliti og líkama og árangur næst á undraverðum tíma. slíkri og ekki á ferðinni neinar óraun- sæjar hugmyndir um afturhvarf til ástands fyrii- tíma hennar. En áhersla er lögð á að kveða tækni- hyggju í kútinn og gagnrýna oftrú á mátt tækninnar. Bókin er bráðnauð- synlegt innlegg í umræðuna um nátt- úravernd sem hefur blessunarlega verið að færast af vettvangi erlendra sjónvarpsþátta. Þeir eru jú góðir til síns brúks en beita gjarnan sömu brögðum og áhrifahljóðum og hryll- ingsmyndir og grafa þannig undan sjálfum sér í augum t.d. líffræðinga og vistfræðinga sem eru seinþreyttir að býsnast yfir villunum í þeim. Um- hverfmg er ekki einstakt tilfelli í þessari þróun, skáld og listamenn hafa verið að láta til sín taka í nátt- úravernd og ekki alls fyrir löngu kom út greinasafnið Náttúrusýn, safn heimspekilegra greina um náttúru og siðfræði. Fyrir nokkram áratugum hefði heimspekingur dæmt sig dáh'tið úr leik með umfjöllunarefninu, eins og sést á riti Peter Singer, Animal Liberation, (ein heimilda Páls) sem var að ég held almennt álitið öfga- fullt. Páll skorast ekki undan að fjalla um hagsmunaleg rök eða peningarök og taka þau alvarlega, takast á við þau á hófstilltan hátt. Ekki er boðuð náttúravemd vegna hagsmuna mannsins heldur hagsmuna náttúr- unnar - landsins gagn er semsé ekki það sama og nauðsynjar þess. Vegna þessa er afstaðan til mannhyggju af- ar tvíbent: öðrum þræði era hér reif- aðar mannhyggjulegar hugsjónir en mannhverf viðhorf, einsog umhverf- ing náttúrannar, eru harkalega gagn- rýnd. Einsog í mörgum öðrum heim- spekiritum er draumurinn sá að hægt sé að tjá sig á hreinu tungu- máli, lausu við andstæður og margræðni: lesandinn á ekki að velta fyi-ir sér tungumálinu sem slíku held- ur rökunum. Af þessu leiðir full mikil tryggð við orð og orðasambönd; Páll er t.d. ekki einn heimspekinga um að vera svag fyrir vamaglanum ágæta „ef svo má að orði komast“. Eins má velta því íyrir sér hvort á ferðinni sé oftrú á gildi umræðna sem slíkra. Eg er heldur ekki sannfærður um að öll þau viðhorf sem Páll telur vera „ríkj- andi“ séu það í raun og vera; né held- ur hvort ganga megi að því sem vísu að það eitt og sér dragi úr gildi þeirra. Og ég sakna umfjöllunar um afstöðu mannsins til húsdýi'a og varga. Samiæðan í lokakaflanum er laus- ari í reipunum og kraftmeiri, enda Björn Þorsteinsson með snarpa gagn- rýni. En ritið er í heildina aðgengilegt og skemmtilegt aflestrar - og engan veginn eingöngu fyrir heimspekinga. Skipulögð hugsun um þessi mál er ekki það algeng að áhugafólk um nátt- úravemd megi við öðra en að kynna sér hana; og ekki síður áhugafólk um virkjun hálendisins. Hermann Stefánsson Morgunblaðið/Ásdís HVUNNDAGSLEIKHUSIÐ frumsýnir í Iðnó í kvöld leikritið Frú Klein sem íjallar um austurríska sálkönnuðinn Melanie Klein sem var samtímakona Freuds. ÞESSI KELLING var bjútíið í Búdapest," segir Inga Bjarnason leikstjóri, um austurríska sálkönn- uðinn, Melanie Klein, en um hana fjallar leikritið Frú Klein sem Hvunndagsleikhúsið framsýnir í Iðnó í kvöld. „Hún er fædd árið 1882 og elst upp á þeim tímum sem konur voru að fá sín fyrstu tækifæri til að menntast. Faðir hennar er læknir og sendir hana í læknisfræði, hún stundar námið í tvö ár en hætt- ir þegar hún giftir sig. Eftir það var hún svo bara að drepast úr leiðind- um, eins og konur voru almennt á LI@TÁ ^ar-og Staðarbergi 2-4, Hf., sími 565 3331 O Hilmisgötu 2a, Vestmannaeyjum, sími 481 2268 Snyrtistofa Fiirir sllð CfíuCtÍMf) Sjávargötu 14, 260 Njarðvík, sími 421 1493 H E L E N A F A G R A C0MF0RT LIFT & SLIM er fyrir alla, bæði konur og karla, sem vilja grennast og bæta líðan sína og útlit. Engin takmörk eru fyrir því hversu oft má fara í tækið, þótt ekki sé ráðlegt að þjálfa sama vöðvasvæðið marga daga í röð.Til að ná hámarksárangri og koma í veg fyrir eymsli og þreytu, er nauðsynlegt að hvíla vöðvana reglulega. Meðferðirnar eru sniðnar að þörfum hvers einstaklings. Það fer t.d. •S-SRJS' e^ir fnarkmiðum, ti'ma og líkamlegu ástandi hvers og eins hversu oft farið er í COMFORT LIFT & SLIM. Tragrkóm- ískt sálar- drama þessum tíma. Hvað áttu þær að gera? Saumá út? Drekka sjerrí? Mála á postulín? Frú Klein finnur sig ekki í neinu af þessu og leggst í massíft þunglyndi. Hún er hins veg- ar svo heppin að hún finnur bók eft- ir Sigmund Freud sem heitii’ Túlk- un drauma og kemst svo I kynni við náinn samstarfsmann Freuds í Búd- apest að nafni Sándor Ferenczi sem tekur hana í meðferð. Ferenczi þessi hvetur Klein til þess að mennta sig á sviði sálkönnunar barna. Hún fer að ráðum hans og nær langt á sínu sviði. Lengi vel heldur hún að hún sé að vinna eftir freudískum aðferðum en hún er svo mikið sjéní, kellingin, að hún mótar sínar eigin kenningar. Segja má að hún komi með hið kvenlega inn í sálkönnunina." Leikstjóri Frú Klein er Inga Bjarnason og þrjár leikkonur fara með hlutverk í sýningunni en þær era: Margrét Akadóttir, sem leikur frú Klein, Steinunn Ólafsdóttir og Guðbjörg Thoroddsen. Leikritið gerist í London árið 1934 á heimili frú Klein en þá starfaði hún þar sem sálkönnuður. Melanie Klein var einn af framkvöðlum sálvísind- anna og lagði meðal annars grann að meðferð til hjálpar börnum. Hún reyndi einnig að betrambæta kenn- ingar Freuds og vafði þær kvenlegu sjónarhorni. Lenti hún upp á kant við dóttur Freuds, Önnu. Þeir sem aðhylltust kenningar Klein, kleinist- ar, deildu við freudista. í leikritinu sjáum við frú Klein fást við eigin til- finningar sem móðir og fræðikona. Við sjáum einnig móður og dóttur kljást tilfinningalega og faglega. Melitta, dóttir Klein, var lærður læknir og sálkönnuður. Fráfall sonar Klein og bróður Melittu setur sterk- an svip á atburðarásina og nærvera Pálu, sem Klein hefur nýráðið sem aðstoðarkonu sína, varpar sterkara Ijósi á átök þeirra mæðgna, en Pála var aðstoðarkona Klein til tuttugu ára. Ytra umhverfi verksins er upp- haf gyðingaofsókna síðari heims- styrjaldar en Klein var af gyðinga- ættum. Ást, hatur og sektarkennd Leikritið gerist árið 1934 en þá bjó Klein á Bretlandi. Nasisminn var að ná sér á strik og heimurinn í raun að verða vitlaus eina ferðina enn. Á Bretlandi takast á tvær stefnur í sál- könnun, annars vegar freudismi og hins vegar kleinismi. Fylgjendur hvorrar stefnunnar um sig trúðu því að kenningar þeirra og aðferðii’ væra leiðin til að bjarga mannkyn- inu, eins og Inga tekur til orða. Klein var með börnin sín í sál- greiningu í mörg ár, að sögn Mar- grétar Ákadóttur, sem eins og áður sagði leikur frú Klein. „Á þessum tíma vissu menn hins vegar ekki að það er ekki æskilegt. Börnin hennai1 fara svolítið sérkennilega út úr þess- ari meðferð. Leikritið hefst þar sem Klein er búin að gera sér grein fyrfr þessu og úr verður gríðarlegt upp- gjör hennar og dóttur hennar. Þær era báðar sálgreinendui- og á milh þeirra er einhvers konar ástar/hat- urssamband sem auk þess er hlaðið sektarkennd." Inga segist í tuttugu ár hafa leitað að leikritum með sterkum kvenper- sónum. „75% af öllum rullum leik- bókmenntanna eru fyrir karlmenn en við eigum hins vegar svo mikið af góðum leikkonum. Þetta leiki-it er því hvalreki. Það er kannski sér- kennilegt að höfundur þess er karl- maður. Nicholas Wright er listrænn stjórnandi í The Royal Shakespeai’e Company á Englandi. Verkið skrifar hann árið 1988 en það er byggt á ævisögu Klein. Þetta er stofudrama sem gerist á hálfum sólarhring og er fantavel skrifað. Þetta er hádramat- ískt verk, kannski mætti kalla það tragíkómískt sálardrama.“ Þýðandi verksins er Sverrir Hólmarsson, um lýsingu sér Alfreð Sturla Böðvarsson, um búninga Ás- laug Leifsdóttir og sviðsmynd er í höndum Ingu Bjamason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.