Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Hamrahlíðarkórinn á Myrkum músíkdögiim Frumflytur þrjú íslensk verk EINGÖNGU íslensk kórverk eru á efnisskrá Hamrahlíðarkórsins á tónleikum sem haldnir verða í Listasafni Islands á mánudags- kvöld. Tónleikarnir eru hluti af dag- skrá Myrkra músíkdaga sem í ár eru tileinkaðir aldarafmæli Jóns Leifs tónskálds. Flutt verða verk eftir átta íslensk samtímatónskáld, elstur er Jón Leifs (1899-1968) og yngst er Hildigunnur Rúnarsdóttir fædd 1964. Frumflutt verða þrjú verk eftir þá Atla Heimi Sveinsson, Hróðmar I. Sigurbjörnsson og Þor- kel Sigurbjörnsson auk frumflutn- ings á kórútsetningu Jóns Leifs á Vögguvísu sem kom óvænt í leitirn- ar á Landsbókasafninu síðastliðið sumar. „Stjórn Myrkra músíkdaga óskaði sérstaklega eftir því að við flyttum' Requiem eftir Jón Leifs á tónleikun- um. Okkur þótti við hæfi að efnis- skráin væri öll íslensk og eftir sam- tímatónskáld þar sem tilgangur Myrki-a músíkdaga er fyrst og fremst sá að halda fram íslenskri samtímatónsköpun. Mörg verkanna á efnisskránni eru samin fyrir kórinn og frumflutt af honum á undanfórn- um árum auk þeirra verka sem við frumflytjum núna,“ segir Þorgerður Ingólfsdóttir. A efnisskránni eru Requiem Jóns Leifs sem hann samdi til minningar um Líf, dóttur sína, en hún drukkn- aði undan sti'önd Svíþjóðar í júlí 1947. Textinn er úr íslenskum þjóð- vísum og Magnúsarkviðu eftir Jónas Hallgrimsson. Eftir Atla Heimi Sveinsson verða frumfluttar Máríu- vísur við ljóð Jóns Helgasonar, ein- söngvari er Hallveig Rúnarsdóttir. Einnig eru á efnisskránni eftir Atla Heimi Haustvísur til Maríu við vísur Einars Ólafs Sveinssonar og Maríu- kvæði við kvæði Halldórs Laxness. Hafa þau bæði verið frumflutt af Hamrahlíðarkórnum á liðnum árum. Eftir Hróðmar I. Sigurbjörnsson verður frumfluttur Gæskuríkasti græðari minn við sálm eftir Húsa- fells-Bjarna (1560-1640) „Sálmurinn er hluti af stærri bálki eftir Húsa- fells-Bjama sem ber titilinn Auð- mjúk játning og klögun fyrir Christo um náttúruspilling og holdsins veik- leika, og á kannski ekki illa við á okkar tímum,“ segir Þorgerður kór- stjóri. Hin þekkta vögguvísa Jóns Leifs verður flutt í fyrsta sinn í nýupp- götvaðri kórútsetningu sem tveir kórfélagar fundu á Landsbókasafn- inu í fyrrasumar. Þau Margrét Mar- ía Leifsdóttir og Arni Heimir Ing- ólfsson höfðu það starf með höndum sl. sumar að skrá handrit í safni Jóns Leifs sem ekkja tónskáldsins, Þor- björg Leifs, afhenti safninu til varð- veislu. „Við þessa vinnu rákumst við á kórútsetningu Jóns á Vögguvís- unni og ekki er vitað til þess að hún hafí heyrst áður opinberlega," sagði Árni Heimir Ingólfsson. „Jón Leifs samdi Vögguvísuna 1929 og af hand- ríti kórútsetningarinnar er líklegt að hann hafi gert hana u.þ.b. áratug síð- ar, eða á tímabilinu 1935-1944. Ná- kvæmar er ekki hægt að tímasetja hana. Þá eru athyglisverð tengslin sem eru á milli Requiems og Vöggu- vísunnar en hún er einmitt tileinkuð Líf dóttur Jóns nýfæddri," sagði Arni Heimir. Tónleikarnir _ hefjast á flutningi Vorkvæðis um Island eftir Jón Nor- dal sem frumflutt var á Þingvöllum Morgunblaðið/Jón Svavarsson HAMRAHLIÐARKÓRINN á æflngu í Salnum en tónleikar kórsins verða haldnir í Listasafni íslands. EINSÖNGVARAR á tónleikunum eru systkinin MARGRÉT María Leifsdóttir og Árni Heimir Ing- Hallveig og Ólafur Rúnarsson. ólfsson fundu áður óþekkta kórútsetningu Jóns Leifs á hinu þekkta einsöngslagi hans Vögguvísu. 17. júní 1994. Ljóðið er eftir Jón Óskar. Eftir Þorkel Sigurbjörnsson verður frumflutt Strófur (Strophes) sem samið er við enska þýðingu á ljóði eftir Knut Odegárd. Eftir Hildigunni Rúnarsdóttur verður flutt Andvökunótt við ljóð eftir Hildigunni Halldórsdóttur. Verkið er tileinkað Ólafi Rúnarssyni, bróð- ur tónskáldsins, og er hann ein- söngvari á tónleikunum. Hallveig Rúnarsdóttir er systir þeirra Ólafs og Hildigunnar. Hvíslar mér hlynur eftir Jón Ásgeirsson við ljóð eftir Jóhann Sigurjónsson er næst á efn- isskránni. Mansöngur fyrir Ólafs- rímu Grænlendings eftir Jórunni Viðar er einnig á efnisskránni og er að sögn Þorgerðar Ingólfsdóttur um að ræða endurskoðaða gerð tón- skáldsins á verkinu fyrir kór og pí- anó. Textinn er úr samnefndum Mansöng eftir Einar Benediktsson. Píanóleikari er Eva Þyrí Hilmars- dóttir. Þorgerður sagði að til hefði staðið að halda tónleikana í Salnum í Kópa- vogi en ákveðnir annmarkar á þeiiri ætlan hefðu komið í ljós. „Á æfingu á fimmtudagskvöldið kom í ljós að sviðið í Salnum rúmaði ekki kórinn ásamt konsertflygli og stjórnanda svo við urðum að finna tónleikunum annan stað með hraði og stjórnendur Listasafns íslands brugðust vel við beiðni okkar. Kunnum við þeim ein- lægar þakkir fyrir skjótar undirtekt- ir,“ sagði Þorgerður Ingólfsdóttir, stjórnandi Hamrahlíðarkórsins. „Frost og funi“ MYMILIST Listhúsið Folil SAMSÝNING 15 LISTAMENN Opið daglega frú 10-18, laugardaga frá 10-17 og sunnudaga frá 14-17. Til 31. janúar. Aðgangur ókeypis. í LOK síðasta árs auglýsti list- húsið Fold eftir myndverkum, er skara skyldu myndefnið; Frost og funi. Var sá háttur hafður á að velja úr innsendum verkum líkt og tíðkað- ist um Haustsýningarnar fyrrum, og nú getur að líta árangurinn af þess- ari tilhögun í innri sal. Samsýningar, og þá helst hvernig að þeim er staðið, hafa lengstum verið höfuðverkur íslenzkrar mynd- listar. Haustsýningar FIM voru þannig einungis á tímabili skipu- lagðar sem skyldar framkvæmdir í útlandinu. Löng hefð er fyrir sam- sýningum, og var rammi þeirra afar fastmótaður og strangur, var öðru fremur gert til að styrkja grunn framkvæmdanna. Man ég glöggt eftir hve hissa ég varð í Miinchen íyrir réttum 40 árum, þá ég rak mig á hvílíkt fyrirtæki það var að senda inn myndir á árlegar samsýningar í Húsi listarinnar, Haus der Kunst. Þurfti að fylla út nákvæma skýrslu um verkin, stærð, gerð, ártal o.s.frv., loks skrifa með eigin hendi undir hinn lagalega ramma og borga óafturkræft þátttökugjald, sem mér þótti hátt. Hið síðastnefnda virtust Islendingar aldrei geta skilið, álitu alla vinnu og framkvæmdakostnað ókeypis, þjónustu, ábyrgð og vá- tryggingu verka, sér í lagi ef mynd- um var hafnað. Þessu var líkt farið og með listaverkauppboðin, að eng- ar hefðir var að styðjast við, og í báðum tilvikum höfum við alla tíð búið við losarabrag, þar sem hlutirn- ir ganga eftir hendinni, ef þeir eru þá ekki hristir úr erminni. Afleiðing- arnar eru tregða myndlistarmanna við að senda inn verk til dómnefnda, og taka þátt í samsýningum yfirhöf- uð, og svo skynjar stór hluti þeirra hættuna af uppboðum á þessum ör- markaði, tekur afstöðu gegn þeim. Mikilvægt er að taka þetta fram í ljósi opinna samsýninga sem hafa verið langt undir væntingum, til að mynda í Listaskálanum í Hvera- gerði og nú í Fold. Hér eru ofur eðli- legir hlutir að gerast, þrátt fyrir að framkvæmdimar séu hinar lofsverð- ustu í sjálfu sér, og einungis hægt að breyta hlutunum með því að styrkja burðargrind þeirra svo lysthafendur viti nákvæmlega að hverju þeir ganga. Sýningar sem slíkar þurfa að vera opnar og fjölþættar, þannig staðið að þeim að enginn teljist minni þótt honum sé hafnað, það hefur í einstaka tilviki gerst um bestu listamenn ytra, jafnt gróna og vel metna prófessora við listaaka- demíur og þekkta núlistamenn. At- hygli á þessu er vakin með hliðsjón af hinni gífurlegu aðsókn á hinar opnu haustsýningar ytra og stóru þrælskipulögðu listkaupstefnur, þar sem allt mögulegt getur að líta. Skýrir sömuleiðis litla aðsókn á mið- stýrðar framkvæmdir annars vegar og losaralega skipulagðar hins veg- ar. Um sýninguna í Fold verður það helst sagt að hún beri í sér flest ein- kenni haustsýninganna gömlu, en í, mini, formi þó. Hér er það ákveðinn kjarni sem hefur áskrift á fram- SARA Vilbergsdóttir, Köld uppstilling með ketti, acryl, 1998. kvæmdina, í þessu tilviki í þá veru að líkast er sem verk úr fremri sal hafi verið færð um set í þann innri, með örlítilli viðbót þó. Hvað haust- sýningarnar áhrærði var kjarninn Septembersýningarmenn auk ör- fárra annarra, þá helst ef viðkom- andi sóttu núlistamoð og hugmynda- fátækt sína í mal hinna jarðtengdu áski-ifendur, sjálfstæði var bann- vara. Hingað á útskerið skolaði þó eðlilega einungis hluta hræringa meginlandsins. Að sjálfsögðu finnast góðar mynd- ir á sýningunni í Fold, líkt og á Haustsýningunum, en vel að merkja eru sumir einungis mættir til leiks með eina mynd, aðrir era öllu lið- frekari svo naumast þjónar tilgangi að vísa til einstakra. Sú regla var viðhöfð, á þeim tíma sem einhverjar reglur voru yfirleitt í heiðri hafðar á Haustsýningunum, að enginn væri með færri en tvö verk nema um yfir- stærðir væri að ræða, eða endur- fæddan Johannes Vermeer frá Delft! Slíku er ekki til að dreifa og því er mismunun á ferð, sem stafar trúlega af því að viðkomandi hafi einungis sent inn eina mynd, sem er líka rangt. Það er beinlínis tíkarlegt að sjá einni og einni bregða fyrir innan um samfelldar myndaraðir á sam- sýningum, sem í engu sker sig úr hinum, en getur í návígi við einstak- ar ótvírætt haft vinninginn. Þrátt fyrir allt er sýningin heim- sóknar virði og af nógu öðru gömlu sem nýju er að taka á staðnum ... Geta skal þess, að listhúsið stend- ur fyrir kynningu á þrykktækni á annarri hæð Kringlunnar, gegnt Hagkaupi. Miðla þar listamennirnir Daði Guðbjörnsson og Dröfn Frið- finnsdóttir þekkingu sinni á vinnu- ferli grafikverka, allt frá því þrykk- platan er unnin til fullgerðra mynda og eru plöturnar til sýnis á staðnum. Þá er einnig til sýnis fyrsta málm- ætingarpressan á Islandi, sem var í eigu Guðmundur frá Miðdal. Afar gott og þarft framtak. Bragi Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.