Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hafa Reykvíkingar einnig- sætt ólögmætum skatti? Bæjarstjórn Hafnfirð- inga hefur ákveðið eftir lögfræðilega athugun að seilast ekki eftir hlut í arði af rekstri Hita- veitu Reykjavíkur held- ur knýja á um endur- greiðslu oftekinna gjalda. Eins og fram kemur hjá Páli Þór- hallssyni eiga sömu sjónarmið við um Reykvíkinga, hafi Hafnfirðingar sætt ólögmætri skattheimtu * þá gildi það sama um aðra viðskiptavini Hita- veitu Reykjavíkur. Hafnarfjarðarbær hefur ákveðið að krefjast lækkunar á gjaldskrá Hitaveitu Reykjavíkur í Hafnarfirði og endurgreiðslu oftekinna hitaveitugjalda aftur í > tímann. Byggist þessi krafa á því sjónarmiði, eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær, að gjaldið hafi verið hærra en sem nam kostnaði við að láta þjónustuna í té. Hér hafi því verið um skatt- lagningu að ræða án lagaheimild- ar. Með þessari kröfu er Hafnar- fjörður auðvitað að gæta hags- muna sinna umbjóðenda eins og vænta má. I beinu framhaldi vakn- ar hins vegar sú spurning hvort nákvæmlega sömu sjónarmið eigi ekki við um Reykvíkinga sjálfa? Ef um ólögmæta skattheimtu var að ræða gagnvart Hafnfirðingum var hún þá ekki líka ólögmæt gagnvart Reykvíkingum? Skýrar reglur Afstaða Hafnarfjarðarbæjar er byggð á lögfræðilegri ráðgjöf Hreins Loftssonar hrl. I áliti hans eru færð sterk rök fyrir því að gjaldtaka Hitaveita Reykjavíkur hafi farið út fyrir þau mörk sem töku þjónustugjalda eru sett. „Reglur um þjónustugjöld aðila á borð við Hitaveitu Reykjavíkur eru tiltölulega skýrar skv. íslensk- um lögum og réttarframkvæmd. Akvörðun gjaldsins verður að hvíla á lagaheimild en gjaldið má ekki vera hærra en nemur kostn- aði við að veita þjónustuna. Ef gjaldið er umfram þær þarfir er um almenna tekjuöflun stjórn- valds, eða skatt, að ræða, en slík tekjuöflun verður að styðjast við gilda skattlagningarheimild í skilningi 40., 77. og 2. mgr. 78. gr. stjórnarskrárinnar. Af þessu leiðir að stjórnvöld hafa ekki heimild til að skapa sér tekjur tii almenns rekstrar með því að ákveða þjónustugjöld hærri en sem nemur kostnaði við viðkomandi þjónustu,“ segir þar. I grein sem Páll Hreinsson dós- ent skrifaði í Morgunblaðið 3. des- ember síðastliðinn rekur hann þær reglur sem dómstólar og um- boðsmaður hafa byggt á í þessu efni. Kemur þar fram hver sé munur á skattlagningarheimild og heimild til töku þjónustugjalda. Gild skattlagningarheimild liggur breytingar á orkulögum, nr. 58/1967, og lögum um vatnsveitur sveitarfélaga, nr. 81/1991, til þess að tryggja enn frekar heimildir sveitarfélaga til að ákveða arð- greiðslur frá fyrirtækjum sem al- farið er í eigu sveitarfélaganna og rekin era á þeirra ábyrgð.“ Það er greinilegt af þessum um- mælum að löggjafinn hefur áttað sig á að ekki eru nægilegar laga- heimildir til að sveitarfélögin taki arð út úr þjónustufyrirtækjum. Þau staðfesta einnig að þessi breyting sem gerð var á sveitar- stjórnarlögum dugir ekki ein og sér sem skattheimtugrundvöllur. Aðrar breytingar, sem enn hafa ekki verið gerðar, þurfa að sigla í kjölfarið. Lagalega staðan sú sama Ef málstaður Hafnfirðinga er réttur þá gildir hið sama um aðra notendur Hitaveitu Reykjavíkur. Skiptir þá ekki öllu máli hvort þeir eru í Reykjavík eða í nágranna- sveitarfélögum eins og Garðabæ og Kópavogi. Þjónustugjöldin hafa verið jafn oftekin. Ekki firrir það neytendur í Reykjavík rétti þótt gjöldin hafi komið þeim óbeint til góða, sbr. það sem áður sagði. Eini lagalegi munurinn á stöðu reyk- vískra neytenda og annarra er sá að skattlagningin gagnvart ná- gi'önnunum væri enn ólöglegri, ef svo má að orði komast. Það getur nefnilega varla staðist, jafnvel þótt skattlagningarheimild væri fyrir hendi, að sveitarfélög megi heimta skatta af íbúum annarra sveitarfé- laga. Það virðist nokkuð ljóst að það er hver og einn viðskiptavinur hita- veitunnar sem hefur forræði á end- urgreiðslukröfu. Samkvæmt nýleg- um lögum um endurgreiðslu oftek- inna skatta og gjalda nr. 29/1995 rýrir það ekki endurkröfurétt þótt menn hafi greitt möglunarlaust. Menn þurfa sem sagt ekki að borga með fyrirvara til að geta síð- ar endurkrafið ríkið og aðra opin- bera aðila eins og gilti áður. Lögin kveða þó á um þá takmörkun að endurgreiðslukrafa íyrnist á fjór- um árum eftir að greiðsla á sér stað. Ennfremur verður að athug- ast að lögin tóku gildi 1. janúar 1996 og gilda eingöngu um greiðsl- ur sem inntar voru af hendi til op- inberra aðila eftir það. Ábyrgð yfirvalda Eins og fram kom í fyrrnefndri grein Páls Hreinssonar er ástæða til að ætla að víða sé pottur brotinn í innheimtu opinberra gjalda, laga- heimildimar séu ekki fyrir hendi. Auðvitað er hætt við að stjómvöld bregðist ekki við að fyrra bragði vitandi að hér sé jafnan um svo lág- ar fjárhæðir að ræða fyrir hvern og einn að ólíklegt sé að menn fari í mál og láti á þetta reyna. Þess vegna er mikilvægt ákvæði í 1. gr. laga nr. 29/1995 þess efnis að stjórnvöldum beri að hafa frum- kvæði að slíkri endurgreiðslu þeg- ar þeim verður Ijóst að ofgreitt hefur verið. Ennfremur verður að minna á ábyrgð landsstjórnarinnar, hún á að hafa eftirlit með sveitarfélögun- um, eftirlit sem er þeim mun mikil- vægara að hún sinni þegar haft er í huga að engin stofnun á borð við Ríkisendurskoðun fylgist með sveitarfélögunum og gætir þess að grundvöllur tekjustofna sé lög- mætur. Er þar fyrst að nefna félagsmálaráð- herra sem skal sam- kvæmt 1. mgr. 102. gr. sveitarstjómarlaga hafa eftirlit með því að sveit- arstjórnir gegni skyld- um sínum samkvæmt lögunum og öðram löglegum íyrir- mælum. En iðnaðarráðherra ber einnig ábyrgð á að gjaldtaka vegna orkuveitna sé lögleg. Sést það af því að honum ber að staðfesta gjaldskrár orkuveitna til þess að þær öðlist gildi og í þeirri staðfest- ingu felst yfirlýsing um að gjald- skrá sé lögmæt. ORKUVEITAN á Nesjavöllum. Morgunblaðið/Bjarni Fyrir fyrir þegar mælt er fyrir um grunnþætti skattsins í lögum, s.s. skattskyldu, skattstofn, reglur um ákvörðun umrædds skatts o.fl. Fyrir þjónustugjaldi nægir á hinn bóginn einföld lagaheimild, þ.e.a.s. einungis þarf að koma fram í lög- um að heimilt sé að taka gjald fyr- ir tiltekna þjónustu. Dæmi Taka má dæmi til að skýra hvað felst í þjónustugjaldi. Innheimt er pappírsgjald í skóla samkvæmt einfaldri lagaheimild. Tiltölulega einfalt er að reikna út hvað það má _________ vera hátt, þ.e.a.s. gjaldið má samsvara kostnaði skólans af því að sjá þjonustugjaldi nemendum fyrir pappír. nægir einföld NÚ dregur úr pappírs- lagaheimild kostnaði skólans af ein: .. hverjum ástæðum. I stað þess að lækka pappírsgjaldið er mismunurinn lagður í ferðasjóð kennara. Gjöld- um sem ætluð voru til sérgreindrar þjónustu er þá farið að verja til annarra hluta. Fyrir vikið verður hluti gjaldtökunnar að ólögmætri skattheimtu. Breytir engu þótt féð sé notað til góðs málefnis, sem jafnvel nýtist gjaldendum og böm- um þeirra óbeint. Skattlagningar- heimild í skilningi stjórnarskrár- innar verður að vera fyrir hendi, líka þegar gjaldið kemur gjaldend- um sjálfum til nota. Nú er eitt og annað sem bendir til þess að gjöld notenda til Hita- veita Reykjavíkur séu umfram þarfir, þau séu meiri en þarf til að standa undir þjónustunni sem hún veitir Reykvíkingum og öðram. Annars gæti hitaveitan ekki borg- að drjúgan hluta af tekjum sínum í arð til Reykjavíkurborgar. Gjald- takan hafí sem sagt breyst úr töku þjónustugjalda í almenna tekjuöfl- un fyrir borgina. Þá þarf að skoða hvaða lagaheimildir standa til gjaldtökunnar, er þar um heimild til töku þjónustugjalda eða nær hún einnig til skattheimtu? Engin skattlagningarheimild Eins og Hreinn rekur í áliti sínu segir í 5. gr. laga nr. 38/1940 um Hitaveitu Reykjavíkur: „Hitaveita Reykjavíkur selur húseigendum heitt vatn til upphitunar húsa og annarra nota eftir því, sem reglu- gerð ákveður, með verði, sem skal ákveðið í gjaldskrá, er bæjarstjórn setur og ríkisstjórnin staðfestir." Þarna er engin skattlagningar- heimild. I orkulögum er heldur ekki að finna heimild tO að ákveða gjaldskrá hærri en sem nemur stofn- og rekstrarkostnaði. í nýjum sveitarstjórnarlögum nr. 45/1998 er hins vegar ákvæði sem snertir þetta. Þar segir í 5. mgr. 7. gr.: „Sveitarfélög skulu setja sér stefnu um arðgjafar- og arðgreiðslumark- mið í rekstri fyrirtækja sinna og stofnana og er heimilt að ákveða sér eðlilegan afrakstur af því fjár- magni sem bundið er í rekstri þeirra.“ Þetta nýja ákvæði var skýrt þannig í nefndaráliti ____________ meirihluta félagsmála- nefndar Alþingis: „Fjöl- mörg sveitarfélög reka fyrirtæki á eigin ábyrgð og hafa fyrirtækin greitt sveitarsjóðum arð þegar rekstur þeirra hefm- leyft. Þessi háttur hefur t.d. verið hafður hjá fyrirtækjum borgar- sjóðs í a.m.k. 60 ár og hafa gjald- skrár fyrirtækjanna, sem staðfest- ar hafa verið af viðkomandi ráðu- neyti, tekið mið af þessu. Otvíræða heimild til þessa hefur hins vegar hingað til vantað í löggjöf. í fram- haldi af þessu mun þurfa að gera Landssfjórnin hefur eftirlit með sveitarfé- lögunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.