Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 58
^58 SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1999 FOLK I FRETTUM MORGUNBLAÐIÐ Wlike Dred með elektró-tónlist á Kaffi Thomsen Sundance- Góðar mdttökur skila banastuði STYRMIR Hauksson spilaði með Dred. 5\u“*' í kvöld verður Hjartsláttarkvöld á Kaffi Thomsen þar sem breski tónlistarmaðurinn Mike Dred fer með völdin. Dóra Osk Hall- dórsdóttir hringdi í kappann og forvitnaðist um danstónlistina og nýja tónlistarstefnu. MIKE Dred var einn af helstu talsmönnum hou- se-tónlistarinnar í Bretlandi en hefur með ár- unum þróast meira að elektró-tónlist eða „break“-bítinu. Dred hefur gefið út fjöldann allan af tólf tommu plötum og skífum með endurblönduðu efni, en á síðasta ári kom út fyrsti geisladiskur hans, „Virtu- al Farming" hjá einni virtustu dansútgáfu Bretlands, Rephlex, sem m.a. gefur út Mozart danstónlistarinnar, Aphex Twin. Mike segist ætla að leika fjölbreytta tónlist fyrir ís- lenska áheyrendur á Kaffi Thomsen í kvöld, en hann lék fyrir Akureyringa á fóstu- dagskvöldið. „Það verður acid, teknó, big-beat tónlist og elektró-accoustic. Þannig að þetta verður fjölbreytt blanda. Síðan verður líka dansað," segir hann hressilega. - Er það þá rétt að þú sért ('jörugur í spilamennskunni? Jú, jú,“ segir Mike, „en það fer samt eftir því hversu mikið ég drekk,“ bætir hann við hlæjandi. „Það fer líka mikið eftir viðtökun- um, hversu lífiegt fólkið er á staðnum. Ef allir eru í stuði, er ég í banastuði." Vill fara á snjóbretti Þetta er í fyrsta skipti sem Mike sækir ís- land heim og þegar hann er spurður eftir vænt- ingum segir hann að hann búist við miklum snjó og mörgu skemmtilegu fólki. „Ég veit ekki hver þjóðar- drykkur Islendinga er, en ég hlakka mikið til að prófa hann. Ég hef líka heyrt að margir stundi snjóbretti og ég myndi endilega vilja komast á bretti. Svo hef ég auð- vitað heyrt um eldfjöllin og ég vona ég geti séð eitthvað af landinu í heimsókninni.“ Mike var einn af frumkvöðlum house-tónlistarinnar í Bretlandi en hann hefur verið plötusnúður í 11 ár og átta síðustu árin hefur hann búið til sína eigin tónlist. - Ertu alveg hættur í „house“-tónlistinni? „Ég er ennþá stundum með house-tónlist- ina í bland, enda er ég ekki einsýnn maður og geri eiginlega allt sem mér dettur í hug. Núna er ég t.d. að vinna með hip-hop efni, sem er eiginlega það sem ég byrjaði á á miðj- um níunda áratugnum þótt fyrstu plöturnar mínar hafi verið meh-a í ætt við house og acid- house. Ég er bara hrifinn af tónlist og finn mér efnivið víða og er opinn fyrir öllu,“ segir Mike. Hann segist nú ekki hafa verið sá fyrsti sem kynnti house-tónlistina í Bretlandi, en hún á upptök sín á klúbbum svartra í Detroit. ,J>að má frekar segja að ég sé annar eða þriðji sem fer að spila þessa tónlist á klúbb- unum í Bretlandi," segir hann hlæjandi, „en ég var auðvitað sá fyrsti í mínu umhverfi sem er fyrir utan London í East Anglia. Ótrúleg hljóð og stöðug breyting - Eru ekki ákveðnar breytingar í tónlist þinni á nýjustu plötunni, „Virtual Farmer“? „Jú, ég gerði hana með vini mínum, Pete Green, og þetta er eiginlega fyrsta sam- starfsverkefnið þar sem annar kemur úr dansheiminum, af klúbbunum og hinn úr klassíkinni. Pete Green kemur með elektró- accoustic þáttinn í tónlistina og ég með skrítnu hljóðin og dansþáttinn. Þetta er al- veg ný tónlistarstefna, og hún hefur gengið mjög vel. Við erum með ótrúleg hljóð og skemmtilegar samsetningar, þótt ég segi sjálfur frá,“ bætir hann hlæjandi við. „Þetta er í heildina meira plata til að hlusta á held- ur en dansa við, þótt 2-3 lög séu góð danslög. En á venjulegum dansplötum er endurtekningin og takturinn oft stærsta at- riðið, en okkar tónlistarbræðingur gengur meira út á hið óvænta, stöðuga breytingu. Þannig að það má segja að okkar tónlist sé í andstöðu við danstónlistina að þessu leyti.“ Mike segist vera með stúdíó heima hjá sér þar sem hann vinnur við tónlistina þegar hann er ekki á ferðalagi að spila. Hann hefur spilað víðs vegar í Evrópu og einnig farið tvisvar til Bandaríkjanna. „Það er frábært að sjá hvað aðrir eru að gera í tónlistinni." Mike segir að þeir Pete Green séu þegar byrjaðir á nýju verkefni saman og gestir Thomsen fái hugsanlega að heyra eitthvað af því efni. „En ég hugsa að ég spili 1-2 lög af „Virtual Farmer,“ en annars mun ég ein- beita mér að því að spila hraða og hráa tón- list, acid, teknó og elektró. Ég veit ekki hvemig íslenskir áheyrendur eru svo þetta er allt mjög spennandi," segir Mike og hlær, „eiginlega eins og blint stefnumót, sem ég vonast nú eiginlega til að eiga líka,“ bætir hann við og skellihlær. KVIKMYNDAHATIÐIN Konur 1 brenni- depli ►SUNDANCE-kvik- myndahátíðin hófst á fímmtudag í fímmtánda skipti síðan Robert Red- ford tók við og er þetta einn helsti vettvangur óliáðra leikstjóra til að konia sér á framfæri. Að sögn skipuleggj- enda hátíðarinnar eru komir í brennidepli á hátíðinni að þessu sinni. „Við höfúm tekið eftir mikilli grósku hjá kven- kyns kvikmynda- gerðarmönnum og erum speimtir yfir þvi,“ sagði talsmaður hátíð- arinnar, R.J. Millard. Áætlað er að sýna 118 kvikmyndir í Park City, Salt Lake City og Og- den í Utah. Þar af verða 70 myndir heims- frumsýnhigar og 15 til 20 myndir era sýndar í fyrsta skipti í Norður- Amcríku. Einnig verða sýndar hátt í 60 stutt- myndir. Á hverju ári skilar Sundanee-hátíðin heilu hlaðborði af stónim uppgötvunum og öðra með leifunum. Hún hóf göngu sma árið 1978 en fljótlega fór að halla undan fæfi og bjargaði Sundanee-stofnun Red- fords hátíðinni árið 1985. Sundance-hátíðin hef- ur verið stökkpallur fyr- ir nokkrar úrvalsmyndir eins og mynd Stevens Soderberghs Sex, Lies & Videotape árið 1989, mynd Richards Linkla- ters Slackerárið 1991, mynd Steve James Hoop Dreams árið 1994 og myndina Party Girl frá árinu 1995 sem beindi kastljósinu að Ieikkon- unni Parker Posey. f fyrra var opnunar- mynd hátíðarinnar róm- antíska gamanmyndin Á þröskuldinunveða Sli- dingDoors með Gwy- neth Paltrow og John Hannah. Að þessu sinni var það dramatísk mynd leikstjórans Roberts Alt- mans Cookies Fortune með Glenn Close í aðal- hlutverki. Hluti af spennunni fyrir hverja hátíð felst í að velja kvikmynd og reyna að fá miða sem verður erfíðara með hverju árinu sein líður. Árið 1985 seldust tæp- lega 16 þúsund miðar en í fyrra var miðasalan komin upp í 134 þúsund. Hliðarhátiíðir hafa sprottið upp úr frjóum jarðvegi hátíðarinnar á borð við Slamdance-há- tíðina sem nú verður haldin í fimmta skipti og er með 14 kvikmynd- ir á dagskrá. í grennd- inni era síðan hátíðirn- ar No Dance og Lapd- ance. AUar era hátíðirn- ar í auda Sundance og þjóna óháðri kvik- myndagcrð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.