Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1999 41^ + I I I koma við og rannsaka þetta skrítna dót. Jólin á Sundlaugaveginum voru alltaf skemmtileg, þar vorum við meira og minna öll frændsystkinin og lékum okkur saman með tilheyr- andi hávaða og látum en það var nú samt ekiri oft sem var þaggað niður í okkur. Eg man nú samt eftir því að við vorum stundum send út að leika. Eg hef nú grun um að það hafí verið þegar við vorum farin að trufla póli- tískar umræður eldra fólksins. Eg minnist sjómannadagsins í Nauthólsvflrinni með afa og ömmu ásamt ferðum í Hvalfjörðinn eftir krækling þar sem afi var í forystu. Einnig minnist ég sumarbústaðar- ferðar í Borgarfjörðinn þar sem mfltíð var um bláber og amma var tínsluhetja ferðainnnar. Amma var það sem við köllum í dag hörkukvenmaður. Hún hafði ákveðnar skoðanii- á hlutunum og maður vissi alltaf hvað henni fannst. Hin seinni ár þegar ég hafði slitið barnsskónum fór amma að ræða við mig um málefni líðandi stundar og það opnaði augu mín fyrir hinum ýmsu hliðum þjóðfélagsins. Elsku amma á Sundló, þakka þér kærlega fyrir allar minningarnar og fyrir að hafa alltaf verið til staðar og stutt mig. Eg á eftir að sakna þín mikið. Ástarkveðja. Ingibjörg Stefánsdóttir. Mínar fyrstu minningar af ömmu á Sundló, eins og hún var kölluð, eru frá einni af heimsóknum okkar fjöl- skyldunnar. Stefán faðir minn, afi og auðvitað amma voru í hörku um- ræðum um stjórnmál. Ef ég man rétt var amma ekki manneskja sem lét skoðanir sínar liggja ósagðar. Það er óhætt að segja að það hafi hún ekki gert þarna því að hún stóð við skoðanir sínar á móti þessum tveimur stæðilegu og ákveðnu karl- mönnum. Eg man að þessum um- ræðum fylgdi nokkur hávaði og ég lítil hnáta var svolítið lítil í mér. Eg man líka hvað ég dáðist að ömmu minni fyrir að standa uppi í hárinu á þeim feðgum því að á þeirri stundu virtust þeir vera heldur ógnvekj- andi. En umfram allt er það sem ég man best eftir af Sundlaugaveginum sá kærieikur og það umburðarlyndi sem mér og öðrum litlum fingrum var sýnt þar. Sem dæmi um það má nefna skartgripaskrínið hennar ömmu en það fór í gegnum reglu- lega skoðun, bara svona til að vera viss um að allt væri á sínum stað! Svo auðvitað hin árlegu jólaboð þar sem allir krakkarnir voru vanir að safnast saman inni í svefnher- bergi þeirra hjóna og starfrækja þar leikhús, eða eitthvað sem að minnsta kosti líktist leikhúsi. Þar vonim við vön að segja draugasögur og fara í ýmsa leiki. Það er sérstak- lega eitt atriði sem situr eftir í huga mínum. Ljósin voru slökkt og allir sátu stjarfir að hlusta á lok drauga- sögu sem var auðvitað „snilldai'vel“ sögð. Sögumaður færði sig örlítið til í rúminu og brakið sem það olli ýtti undir áhrif sögunnar. Skyndilega hendir sögumaður kodda í nær- staddan félaga, allir hrökkva í kút, allir verða stjarfii’ í örskotsstund en upp úr því hófst hinn ógurlegasti koddaslagur með tilheyrandi skrækjum og látum. Þá heyrist hóstað úr einu horninu og svo öðru. Það var eitthvað undarlegt á seyði. Það ríkti dauðaþögn þarna inni í myrkrinu. Síðan kviknuðu ljósin. Ég trúði ekki mínum eigin augum, fjaðrir alls staðar svífandi hægt til jarðar. Ohóh, heyrðist frá einum, hvað eigum við að gera frá öðrum. Svo kom „fljótt, safnið saman fjöðr- unum“. Svo var hlaupið og náð í nál og tvinna og saumað fyrir gatið á koddanum. Eitt er víst að sauma- skapurinn var ekki sá besti og að fæstar fjaðrirnar hefðu ratað aftur í koddann. Þó vorum við aldrei sótt til saka íýrir þetta þó að vísbendingar um sekt okkar væru augljósar. Fjaðrir í hárum og fótum, ásamt rauðum og vandræðalegum andlit- um. Elsku besta amma á Sundló, þakka þér fyrir allar góðu minning- arnar. Eg á eftir að sakna þín. Margrét Stefánsdóttir. ASAJONA ÞORSTEINSDÓTTIR + Ása Jóna Þor- steinsdóttir fædd- ist á Kálfárvöllum í Staðarsveit 13. mars 1944. Hún lést á Sjúkrahúsi Suður- nesja 20. janúar síð- astliðinn. Ása var sjötta í röðinni af sjö börnum hjónanna Ei- ríku Jónsdóttur f. 17.8. 1908, d. 22.10. 1990, og Þorsteins Nikulássonar, f. 3.10. 1909, d. 22.11. 1990. Ása giftist Walter Borgar, f. 12. ágúst 1943, frá Borg í Miklaholts- hreppi, hinn 26. nóvember 1966. Foreldrar hans eru Osk Ásgríms- dóttir, f. 12.11. 1921, og Ásmund- ur Böðvarsson, f. 11.5. 1920. Börn Ásu og Walters eru: 1) Þorsteinn Ásmundur, skrifstofumaður, Keflavík, f. 13.2. 1966, sambýlis- kona Sigríður Þorleifsdóttir, starfsmaður Flugleiða, f. 13.2. 1964. Börn þeirra: Ása Sigurjóna, f. 17.12. 1992, og Bjarki Már, f. 25.1. 1994. 2) Anna Borg, f. 4.9. 1968, sambýlinu Hóla- bergi 76 Reykjavík. 3) Ósk, nemi í Dan- mörku, f. 23.1. 1970. Eiginmaður hennar er Óskar Snorrason húsasmiður, f. 15.4. 1966. Börn þeirra eru: Snorri Borgar, f. 29.6. 1987, og Elín Dögg, f. 2.8. 1992. 4) Eirfkur, hlaðmaður, Garði, f. 11.10. 1972, sambýliskona Signin Jónasdóttir búfræðingur. 5) Ás- grímur Stefán Waltersson, nemi, Garði, f. 23.11. 1982. Ása Jóna starfaði sl. 15 ár á Dvalarheimili aldraðra í Garði. Útfór Ásu Jónu fer fram í Út- skálakirkju á morgun, mánudag- inn 25. janúar, og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku mamma, nú er þrautargöngu þinni lokið eða eins og þú sagðir þrautargöngu okkar þegar við töluð- um saman. Margar áttum við stund- irnar þessa síðastliðnu mánuði og er ég svo þakklát iýrir að hafa getað stutt þig og hjálpað og verið með þér hina síðustu stund. Það veitir mér svo mikið, því margir mikilvægir hlutár voirn sagðir sem ég geymi í mínu hjarta og ég mun gripa til þegar sorg- in hellist yfir. En auðvitað er þetta rosalega sárt, svo endanlegt, en mað- ur huggar sig við það að þér líði betur á þeim stað sem sál þín er stödd núna. Þú varst yndisleg manneskja og vildir allt fýrir okkur gera sem í þínu valdi stóð. En þú fórst sannar- lega ekki í gegnum lífið án erfiðleika, er nánast ótrúlegt hvað þú reifst þig upp og neitaðir að gefast upp og horfðir áfram með bjartsýni á hlutina. Yndislegar voru þær þrjár vikur sem við áttum saman þegar þú og pabbi komuð til Esbjerg til okkar Óskars sl. sumar. Hvað Elín og Snon-i voru ánægð að hafa ykkur hjá sér, þau eiga eftir að sakna þín mikið, hlýja armsins hennar ömmu sem var alltaf komin með þau í fangið um leið og hún sá þau. Nú er það ekki lengur amma, afi og Ási í Garðinum, eins og bömin mín sögðu, nú er það bara afi og Ási. Hvað þú varst dugleg að fylgja honum Ása þínum á alla knatt- spymuleiki, þú varst sko sannarlega stærsti aðdáandi hans og hefur það líka hjálpað honum mikið, og hvað þú varst glöð þegar hann keppti fyrir Is- lands hönd nú sl. haust. Það var svo gott hvað það voru margir ánægjulegir hlutir sem gátu glatt þig og yljað þér um hjartarætur sl. ár þótt sjúkdómurinn væri farinn að segja til sín. Elsku Ási og pabbi, ég bið guð að styrkja ykkur. Margir hafa sýnt okkur stuðning og velvild en mér er efst í huga Maríta Hansen, takk elsku Maríta hvað þú varst móður minni góð vinkona. Dúna, Dísa og séra Björn, ykkur þakka ég alla þá hjálp og stuðning sem þið veittuð okkur í veikindum móður minnar, það er ómetanlegt. Ó, Drottinn, sendu huggun, hjálp og styrk, í hjörtun, þar sem gistir sorgin myrk. Og ástvinanna þerra þungu tár, Og þeirra græð þú djúpu harma sár. Og lát þeim skína ljós í hjörtun inn, Og lát þá frnna náð og kærleika þinn. Vertu í framtíð vörður þeirra og hlíf, Já, vert þú, Drottinn, þeirra sanna líf. Elsku mamma, megi guð varðveita sálu þína, takk fýrir allt sem þú hefur gefið mér, Óskari, Elínu og Snorra. Elsku hjartans móðir og tengda- móðir. Það var snemma á miðviku- dagsmorguninn 20. janúai- að hringt KJARTAN MAGNÚSSON + Kjartan Magnús- son fæddist í Reykjavík 1. október 1976. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 6. janúar síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Foss- vogskirkju 15. janú- ar. Elskulegi Kjartan minn. Nú ertu loksins ftjáls, nú ættirðu að geta lokið við kofann sem þú talaðir svo mik- ið um og hver veit nema þú hittir núna vin þinn góða, John Lennon, og þið tak- ið lögin saman Kjartan minn, mig langar að þakka þér fýrir allar stundimar sem við áttum saman. Manstu eftir ferðinni okkai' til Hollands? Þegar við fórum á ýmsa skrítna veitingastaði og þegar þú keyptir litríka bolinn? Þér fannst þú vera algjör sjarmör, stoppaðir alla til að sýna bolinn, enda varstu flott- ur í honum. Þessi ferð var algjört ævintýri. Við vorum sjö saman af Stigahlíð- inni og í löngum ferðalögum má alltaf búast við einhverjum uppá- komum og erfiðleikum, en það var svo smávægilegt að ég man það ekki lengur. I Stigahlíðinni varstu prinsinn á heimilinu. Þú náðir að heilla alla sem kynntust þér. Sérstaklega bræddir þú kvenfólkið. Oft sátum við við eldhúsborðið og spiluðum og röbbuðum saman um allt og alla, sérstaklega músík, og gæddum okkur á ein- hverju ljúffengu bakk- elsi. Þú hafðir alveg ákveðnar skoðanir á hvaða músíkantar væru skemmtilegastir. Það voru Bítlamir og til að undirstrika orð þín tókstu lagið eða réttara sagt lögin. Þú virtist kunna öll Bítlalögin. Kjartan minn, mig tekur það af- skaplega sárt að hafa ekki getað kom- ið og kvatt þig. í staðinn hef ég stillt upp myndinni af þér í litríka bolnum, skælbrosandi og stoltur. Þannig minnist ég þín. Mínar innilegustu samúðarkveðjur sendi ég fjölskyldu þinni, Björgu móður þinni, Ástu Margréti og Þórði, systkinum þínum, og Freysteini. Það er einhvem veginn þannig að maður virðist aldrei vera tilbúinn, sama hversu vel maður undirbýr sig fyrir dauðann. Heimilisfólk og starfsfólk Stiga- hlíðar 71, guð gefi ykkur styrk á þess- ari sorgarstundu. Linda Björk Holm. var og sagt að þú værir dáin. Þó að aðdragandinn hafi verið langur og erfiður var eins og maður væri ekki tilbúinn til að heyra slíkar fregnir. Á slíkum stundum er margt sem fer um hugann. Margar minningar eigum við um yndislega móður og tengdamóður sem allt vildi fýrir okkur sem og aðra gera og ef það var eitthvað sem hún gat gert var hún boðin og búin til þess allt fram til síðasta dags. Alltaf var gott að geta leitað til hennar. Við minnumst hennar fyrst og fremst sem mikillar baráttukonu, hún var ákveðin, staðföst, glaðlynd, hjai-tahlý og einstaklega dugleg og góð kona. Henni féll sjaldan verk úr hendi og ekki var grallarinn og stríðnin langt undan hjá henni. Stundum skildi maður hreinlega ekki fýrir hvaða orku hún gekk. Þegar fór að líða að vordögum fór hún að huga að blómagarðinum sín- um. Þar var hún á heimavelli innan um blómin sín. Knattspyi-nuleikh- Víðis í Garði voru atburðir sem gáfu Ásu Jónu mjög mikið og voru ekki margir leikir sem hún komst ekki á. Það fór heldur ekki á milli mála hver var mætt á völlinn, þar lét hún heyra í sér og sparaði ekki hvatningarhrópin til sinna manna. Samverustundir okkar í sumar og haust eru okkur mjög minnisstæðar og mikils virði sem seint munu gleym- ast. Mai-gt gengum við í gegnum sam- an og má segja að þetta hafi verið okk- ar bestu stundir, þótt þær hafi jafn- framt verið þær erfiðustu á lífsleiðinni. En eins og svo oft áður, stóðst þú sjálf fýrst og fremst alltaf upp úr og reynd- ir allt til að létta okkur að ganga gegn- um þessi erfiðu veikindi með þér. Bar- áttan var nánast ótrúleg og þú ætlaðir þér svo sannarlega að sigrast á þess- um eifiða sjúkdómi og sannaðir það og sýndh’ allt til síðasta dags að uppgjöf var eitthvað sem Ása Jóna Þorsteins- dóttir þekkti ekld. En æðri máttur var yfirsterkari í þetta sinn. En við erum sannfærð um að þín bíður mikilvægt hlutverk handan móðunnar og að þér líði nú vel. Þú varst yndisleg, elsku hjartans mamma, þúsund þakkir fyrir allt. Þín verður sárt saknað af okkur og litlu barnabömunum þínum, Ásu Sigur- jónu og Bjarka Má, sem voru svo mikið í garðinum með þér í sumar. Elsku pabbi og tengdapabbi, systk- ini og aðrir aðstandendur, megi góður guð gefa ykkur styrk til að yfirvinna mikinn söknuð. Þinn sonur og tengdadóttir, Þorsteinn Ásmundur Waltersson, Sigríður Þórhalla Þorleifsdóttir. Guð, allur heimur, eins í lágu og háu, er opin bók um þig, er fræðir mig. Já, hvert eitt blað á blómi jarðar smáu, er blað sem margt er skrifað á um þig. Þegar ég minnist góðrar vinkonu sem kvödd er hinstu kveðju datt mér í hug ofanritaður sálmur eftir Valdimar Briem. Lífsganga okkar er óráðin þótt^. allt virðist bjart og blómum skrýtt 1 ’ fýrstu. Sporin út í lífið eru þeim lög- málum háð að við viljum öðlast ham- ingju í bestu merkingu þess orðs. Það eru rúmlega tvö ár síðan Ása kom til okkai- hjóna, var hún þá að koma ffá lækni, heilsufar hennar var ekki sem skyldi. Niðurstaða rann- sóknai’ var sú að nú væri banvænn sjúkdómur greindur hjá henni. Vissu- lega voru þetta váleg tíðindi en sú sem dóminn fékk sýndi þann mann- dóm að öllu mótlæti skyldi tekið með yfirvegun og rósemi. Hún lét það í Ijós að öll erum við kölluð burt úiy þessum heimi en misjafnlega miðað ' við aldur. Við verðum að lifa lífinu eins og guð hefur gefið okkur það, við getum þar engu breytt. Þannig tjáði hún sig í þetta sinn. Lífssaga Ásu var í samræmi við þessi orð, hún var svo heilsteypt og viljasterk. Hún unni sinni fjölskyldu fýrst og fremst. Heimilið var henni sá arinn sem hún bjó bónda sínum og börnum á sem bestan hátt. Að arfleifð og uppeldi var hún ósvikin dótth’ sinnar sveitar. Þar voru fyrstu sporin stigin. Þar fann hún kraft og unað sem sveitin veitti henni. Bemsku- heimili hennar Kálfárvellir í Staðar- sveit. Þaðan er fallegt útsýni, heið- ríkja jökulsins á aðra hönd, brimhljóð við ströndina hvíslar í eyra þegai^ náttúruöflin sýna sinn kraft. Ekki skal gleyma útsýni yfir alla Staðar- sveit, í þessu viðfeðma umhverfi var sjóndeildarhringur Ásu, og ekki er ástæðulaust að sú mynd æskustöðva myndaði skýra hugsun og kæra um- hyggju fýrir þeim stað þar sem æsku- árin voru og fyrstu minningar greypt- ar í hugann. Þegar meira er hugað að æviskeiði Ásu þá skal það játað hér með að þau hjónin Walter og Ása hafa ekki alltaf siglt lygnan sjó á sinni lífsgöngu. En þrátt fyrir það hafa þau séð bjartar hliðar á þeinj( kringumstæðum sem þeim hafa verið skapaðar. Samheldni og viljastyrkur þeirra hefur þar miklu ráðið, guð hef- ur gefið þeim þann styrk og kraft að erfiðleikar hafa ekki bugað þau. Nú þegar dagar Ásu eru taldir skilur hún eftir góðar minningar í hugum okkar hjóna og hygg ég að svo sé hjá öllum sem henni hafa kynnst. Góð móðir og eiginkona er sú mynd sem greypt er í hugann á þessari stundu. Ástvinum hennar öllum vottum við samúð okkar og sá sem tilveru okkar ræður blessi minningu hennai’ og gefi ástvinum styrk á sorgarstund. Inga og Páll frá Borg. Útfararstofa íslands sér um: Útfararstjóri tekur að sér umsjón útfarar í samráði við prest og aðstandendur. Flytja hinn látna af dánarstað I líkhús. Aðstoða við val á kistu og líkklæðum. Undirbúa lík hins látna í kistu og snyrta ef með þarf. Útfararstofa íslands útvegar: Prest. Dánarvottorð. Stað og stund fyrir kístulagningu og útför. Legstað í kirkjugaröi. Organista, sönghópa, einsöngvara, einleikara og/eða annað listafólk. Kistuskreytingu og fána. Blóm og kransa. Sálmaskrá og aöstoðar við val á sálmum. Lfkbrennsluheimild. Duftker ef líkbrennsla á sér stað. Sal fyrir erfidrykkju. Kross og skilti á leiði. Legstein. Flutning á kistu út á land eða utan af landi. Flutning á kistu til landsins og frá landinu. Sverrir Einarsson, útfararstjóri Sverrir Olsen, útfararstjóri Útfararstofa íslands - Suðurhlíð 35-105 Reykjavík. Sími 581 3300 - allan sólarhringinn. Markmið Útfararstofu íslands er að veita trausta og ,__________________________ Aöstandendur geta leitað útfararstjóra hvenær sólarhrings sem er. Útfarar- stofa íslands er aðstandendum innan handar um alla þá þætti, er hafa ber I huga er dauðsfall ber að. Útfararstjórar Útfararstofu Islands búa yfir mikilli reynslu og hafa starfað við útfararþjónustu um árabil.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.