Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 1
19. TBL. 87. ÁRG. SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS k ■ * & “1 1 *#1 MHi Rætt um að senda landher til Kosovo Washinton. Reuters. Morgunblaðið/RAX Hyde berst gegn frá- vísun Washington. Reuters. VAXANDI vilji virðist vera fyrir því í öldungadeild Bandaríkjaþings að ljúka málaferlunum gegn Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna. Demókratinn Robert C. Byrd og einn áhiifamesti þingmaðurinn í öldungadeildinni ætlar að flytja um það tillögu á morgun, mánudag, að málinu verði vísað frá. Þykja það nokkur tíðindi því að Byrd hefur verið einn ákafasti gagnrýnandi Clintons og lengi var talið víst, að hann myndi greiða atkvæði með sakfellingu hans. Henry Hyde, oddviti saksókn- arahópsins, hélt í fyrradag tilfinn- ingaþrungna ræðu í öldungadeild- inni þar sem hann skoraði á þing- menn að fella tillögu Byrds og jafn- framt reyndi hann að láta krók koma á móti bragði. Hefur hann fengið Kenneth Starr, óháðan sak- sóknara í Clinton-málinu, til að fai-a fram á það við dómara, að hann skikki Monieu Lewinsky til að ræða við saksóknara en lög- fræðingar hennar neita því. ---------------------- Páfa fagnað í Mexíkó Mexíkóborg. Reuters. JÓHANNES Páll páfi II kom í fjögurra daga heimsókn til Mexíkó í fyrrakvöld og í gær hélt hann messu í kirkju hinnar hörunds- dökku meyjar í Guadalupe. Þetta er í fjórða sinn, sem páfi kemur til Mexíkó, en á þriðjudag fer hann til St. Louis í Missouri í Bandaríkjunum. Búist var við, að mikill mann- fjöldi yrði við messu páfa í Gu- adalupe, en sagt er, að þar hafi hin dökka mær birst Juan Diego, fá- tækum bónda af Azteca-ættum, ár- ið 1531. Þar ætlaði páfi að ræða um hvemig spornað yrði við útbreiðslu mótmælendatrúar í Rómönsku Ameríku og fjalla um þann vanda, sem er lögleysa og fátækt í þessum heimshluta. Milljónir manna voru á götum úti er páfi ók um Mexíkóborg, en þar vom honum afhentir lyklar borgarinnar. STJORNVOLD í Bandaríkjunum og Evrópuríkjunum eru nú að kanna í alvöru hvort rétt sé að senda landher til Kosovo til að koma þar á vopnahléi, að því er bandaríska dagblaðið Washington Post greindi frá í gær. Segir blaðið, að ýmis bandalagsríki Bandaríkj- anna í NATO séu treg til að fallast á loftárásir nema Bandaríkjastjórn fallist á að taka þátt í alþjóðlegu eft- irlitsstarfi í héraðinu. Blaðið segir, að það vaki fyrir mönnum með hugmyndum um að senda landher til Kosovo að koma þar á vopnahléi, vernda alþjóðlega eftirlitsmenn og knýja um leið Slobodan Milosevic, forseta Júg- óslavíu, og skæruliða til að semja um sjálfstjóm fyrir héraðið. Hefur blaðið það eftir ónefndum starfs- manni bandaríska þjóðaröryggis- ráðsins, að þátttaka Bandaríkja- manna í slíkum aðgerðum hljóti að koma til álita enda séu bandamenn þeirra tregir til að gn'pa til loftárása Vangaveltur vest- anhafs um að sjálfstæði héraðs- ins sé eina lausnin nema ljóst sé hvert framhaldið verði á jörðu niðri. Wilham Cohen, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, hefur verið því mjög andvígur að senda banda- ríska hermenn til Kosovo og óttast, að þeir verði þá að vera þar um ókomin ár eins og raunin hefur orð- ið á í Bosníu. Óskhyggjan í fyrirrúmi? Reuters-fréttastofan skýrði frá því í fyrrakvöld, að meðal banda- rískra stjórnmálamanna og sér- fræðinga um málefni Balkanskag- ans væri vaxandi umræða um, að eina leiðin út úr vandræðunum í Kosovo væri, að héraðið fengi sjálf- stæði, annaðhvort formlega eða í raun. Það er hins vegar stefna bandarískra stjórnvalda og annarra vestrænna ríkja, að Kosovo verði sjálfstjórnarlýðveldi innan Júg- óslavíu eins og það var áður. Sjálf- stætt Kosovo muni verða til að kynda undir aðskilnaðarhreyfingum annars staðar á Balkanskaga og gera hugsanlega að engu samning- ana um Bosníu. „Vestræn ríki láta óskhyggjuna ráða en ekki reynsluna," er haft eftir Ivo Daalder, sérfræðingi í málefnum Balkanskaga hjá Brookings-stofnun- inni, og hann bætti því við, að ein- hliða loftárásir á hersveitir Serba myndu aðeins verða vatn á myllu skæruliða KLA, Frelsishers Kosovo. Cohn Powell, fyrrverandi forseti bandaríska herráðsins, sagði í viðtali við IVBC-sjónvarpsstöðina í liðinni viku, að sjálfstæði Kosovo hlyti að vera inni í myndinni og sömu sögu er að segja af einum þingmanni repúblikana, Mitch McConnell. Vetrarleik- ar á Hofsósi MIKIÐ fannfergi er víða um norðanvert landið eins og hér má sjá en þessir krakkar höfðu fundið sér góða sleðabraut á milli skaflanna rétt við Hofsós. -----♦-♦“♦-- Tónelskar hænur Atlanta. Reuters. HÆNSNIN eru heilbrigðari, ham- ingjusamari og verpa betur en ella fái þau að njóta tónlistar. Breskur vísindamaður, Bryan Jones, vann að rannsókninni og segir hann, að þar sem tónlist var leikin fyrir fuglana hafi þeim liðið miklu betur en annars staðar. Flestir bændanna sögðu, að hænsnaþjóðin vildi rólega tónlist, væri meinilla við þungarokk og ekkert sérstaklega hrifin af óper- um og djassi. Jones telur þó ekki ólíklegt, að þarna hafi þeir ætlað hænunum sama smekk og þeir hafi sjálfir. PÁFI með Mexíkóahatt. Foreldran læra að hlusta 30 TÍTUPRJÓN- UM UPPITRAKTORA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.